Lífið 1.-8. nóvember

Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

2003





1. nóvember 2003

Hann setti svip á bæinn

Páll Jónsson matsveinn, fæddur 9. september 1921 

Meira um Palla kokk

Ljósmynd: Kristfinnur





1. nóvember 2003

Lýsisskipið Polartank, kom hingað seinnipartinn í gær, til að lesta hér frá Síldarvinnslunni 1260 tonn af loðnulýsi. 




1. nóvember: 2003

Barnaskóli Siglufjarðar, er 120 ára i dag. 

Barnaskóli Siglufjarðar var stofnsettur í des. 1883. 

"Barnaskóli Siglufjarðar er 80 ára"  (1963)-

Var fyrst kennt í lítilli stofu í litlu tómthúsbýli, sem þá hét Búðarhóll, við fremur léleg og fátækleg skilyrði. --- 

Fyrsti skólastjóri var Helgi Guðmundsson, þáverandi héraðslæknir. Þegar leið að síðustu aldamótum var litla stofan í Búðarhóli orðin ofsetin vegna vaxandi barnafjölda. Var þá ráðist í að byggja timburhús við Aðalgötu, þar sem nú stendur pósthúsið. 

Fljótlega úr aldamótum byrjaði innflutningur fólks í bæinn í atvinnuleit, börnum fjölgaði ört, svo fyrirsjáanlegt var, að á næstu árum væri litla timburhúsið ófullnægjandi og myndi ekki fullnægja þeim kröfum, sem þá var farið að gera til barnafræðslu í landinu.

Árið 1913 var hafist handa með byggingu stærra skólahúss úr varanlegu efni, sem valinn var staður þar sem það nú stendur. Á þessu húsi hafa á síðari árum farið fram miklar breytingar, kennslurými stækkað ma. og má það nú teljast með veglegustu skólahúsum." 

Með ofanrituðum orðum hóf Stefán Friðbjarnarson bæjarstjóri pistil sinn í Siglfirðing, árið 1963 í tilefni af 80 ára afmæli skólans.

Í tilefni af afmælinu, Verður skipulögð dagskrá í báðum skólahúsunum, Barnaskólanum við Norðurgötu og Grunnskólanum við Hlíðarveg, frá klukkan 13-16 í dag. -- Allir velkomnir. Og ég mun að sjálfsögðu mæta með myndavélina - Og afraksturinn; nokkrir tugir ljósmynda frá þessum viðburði í skólunum verður kominn á vef minn í kvöld. 

1. nóvember 2003

Frétt af Siglufjarðarvefnum: 

Reynir Vilhjálmsson og Landslag ehf. nefnd til evrópskra verðlauna í landslagshönnun

Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt og teiknistofa hans, Landslag ehf., hafa verið nefnd til evrópskra verðlauna í landslagsarkitektúr fyrir hönnun fyrsta áfanga snjóflóðavarna á Siglufirði. Dómnefnd valdi 14 verkefni af alls 450, sem til álita komu, þar á meðal Siglufjarðarverkefnið. (ath. Fréttin er ekki lengur titæk á vef Fjallabyggðar)

-------------------------------------

1. nóvember 

BYKO og Húsasmiðjan Í gær sagði ég frá því að Byko, væra að koma hingað með þjónustu (lestu um það hér, neðst á síðunni) 

Og nú í morgun var mér sendur tölvupóstur, og þar taldar góðar heimildir fyrir því að Húsasmiðjan hafi komist að samkomulagi við Litaríki, í eigu Bjarna málara og Co um að þar verði haldið áfram starfsemi Húsasmiðjunnar. 

Einnig hafði viðkomandi frétt af Gjafakot, að sú starfsemi yrði aðeins til áramóta, en Hrólfdís, starfsmaður þar, sagði honum að viðtökur Siglfirðinga hefðu verið með því móti, að mjög líklega yrði þessari verslun haldið áfram eftir áramót. 

1. nóvember 2003

Grunnskólinn - Fatahönnunarkeppni Þessar hnátur eru að fara á suður á Fatahönnunarkeppni. Þetta er afraksturinn af tæplega 2ja tíma vinnu, sem þarna sést. en þetta eru Hafey, Helen, Birgitta og Stefanía. --- 13 stúlkur úr 7. og 10. bekk Grunnskólans tóku þátt í Fatahönnunar keppni Grunnskólanna. 

Þær komust allar áfram, með samtals 23. kjóla og munu mæta með þá ásamt textíl kennaranum sínum, Guðnýju Erlu Fanndal, á lokakeppnina í Kringlunni, sunnudaginn 9. nóvember. --- Þær hafa aðeins tvær vikur til að sníða og sauma kjólana. Þema keppninnar er "Nýta þú mátt þó nóg hafir" svo kjólarnir eru saumaðir úr sturtuhengjum, rúmfötum, gömlum fötum o.s.frv. 

Í sunnudagsmogganum á morgun verður grein um þær. Einnig munu tvær stúlkur vera í viðtali í "Íslandi í bítið" á næstkomandi föstudagsmorgun. Það eru þær Sigurbjörg Elmars 10.bekk og Pálína Dagný Guðnadóttir 9.bekk 




1. nóvember 2003

Vatnslagnir.

Þarna eru "Bás-menn" að vinna við að draga svera vatnslögn, upp hlíðina neðan Hvanneyrarskál 




1. nóvember 2003

Sýning og uppákomur, fóru fram í skólahúsunum í dag á milli klukkan 13 og 16, Þar kom saman fjöldi fólks, ásamt nemendum og kennurum. 

Hellingur af ljósmyndum koma í ljós á undirtengli



2. nóvember 2003

Hann setti svip á bæinn 

Stefán Stefánsson skrifstofustjóri, frá Móskógum. fæddur 5. desember 1905 

Ljósmynd: Kristfinnur


2. nóvember 2003

Fyrsti moksturinn á vetrinum, fór fram á götum bæjarins í morgun, ekki þó vegna þess að um ófærð væri að ræða, heldur til að gera vegfarendum lífið léttara. 

Það var auðséð á vinnubrögðunum að tækjamennirnir hafa ekki gleymt hvernig á að moka göturnar, því þær voru rennisléttar, og vel tekið tillit til íbúanna við göturnar, það er að ekki skilinn eftir ruðningur við heimkeyrslur, þar sem á annað borð er hægt að komast hjá því. 

Gott hjá ykkur drengir. 



2. nóvember 2003

Sleðaferð. 

Þessi ungu hjón eru þarna með börnin sín í sleðaferð, (snjóþotur kallast farartækin víst í dag ) um 5 leitið í dag. 

Örlítið hafði bætt á snjóinn, og lítilsháttar logndrífa var, eins og sést á myndinni, sem flögra á milli myndavélar og þeirra sem myndin var tekin. 



2. nóvember 2003

Kvenfélag Sjúkrahússins var með Bingó og fleira til fjáröflunar, í Alþýðuhúsinu. 

Ég leit þangað inn laust fyrir 5 í dag og tók þar slatta af myndum. 

Þær koma á vefinn í fyrramálið. 

Myndin sýnir hluta af vinningunum, eitthvað hafði þegar runnið til vinningshafa, er myndin var tekin. 




3. nóvember 2003

Hann setti svip á bæinn

Jón Þorsteinsson kennari, fæddur 19.október 1915 

Ljósmynd: Kristfinnur




3. nóvember 2003

Bingó, Kvenfélags Sjúkrahússins  í Alþýðuhúsinu  Myndir á undir tengli




4. nóvember 2003

"Hann setti svip á bæinn" 

Guðni Gestsson afgreiðslumaður (Olís) fæddur 5. mars 1928 

(í dag árið 2018, hress og kátur í Taiwan, 90 ára)

Ljósmynd: Kristfinnur


4. nóvember 2003

"15 tonna" Plastbátur þessi bátur kom nú um helgina með Mánafoss. Hann var smíðaður hjá Sigla ehf. á Suðurlandinu, fyrir JE-Vélaverkstæði. 

Þetta er annar báturinn sem JE-Vélaverkstæði lætur þá smíða fyrir sig, en JE-Vélaverkstæði klárar smíði bátanna og gerir þá sjóhæfa, með innréttingum og öllum búnaði. 

Eru bátarnir þegar seldir, og mun eigandi þessa báts, væntanlega verða Gunnar Odds. 




4. nóvember  2003

Biluð vatnslögn. Verið var að gera við bilaða vatnslögn í Hvanneyrarbrautinni í dag (myndin tekin 14:40) 

Gert er ráð fyrir að vatn verði komið á vel fyrir kvöldið. 




5. nóvember 2003

"Hann setti svip á bæinn"

Björn Magnússon, bifreiðastjóri, fæddur 27. september 1921 

Meira um Bjössa

Ljósmynd: Kristfinnur

5. nóvember 2003

Flutningaskipið Haukur Kom hingað í morgun og losaði hér um 100 tonn af loðnumjöli sem kemur frá Síldarvinnslunni í Helguvík. -- Hér verður mjölinu blandað og síðan flutt til Fóðurverksmiðju Síldarvinnslunnar í Eyjafirði. --Einnig var skipið nú lesta með 440 tonnum af loðnumjöli til útflutnings 

Flutningaskipið Haukur 

Þarna horfa félagarnir til himins, þeir Sigurjón Steinsson (Ninni) og Sturlaugur Kristjánsson (Stúlli)

Þórður G Andersen verksmiðjustjóri 

Sturlaugur Kristjánsson bifreiðastjóri (með fleiru)




5. nóvember 2003

Rækjuskipið Gissur ÁR sem legið hefur hér síðustu mánuði í innri höfninni, fór héðan í morgun en skipið var selt til Húsavíkur, eins og sagt hefur verið frá á síðu minni. 

Myndir frá tilfærslum, brottfarar og fleira


5. nóvember 2003

Til hvers er verið að gróðursetja? Stundum er "stórt spurt" 

Ég er sjálfur ekki mikill áhugamaður um skógrækt, eða annan gróður. En mér blöskraði er ég átti erindi í nágrenni Stórabola í dag, og sá förin eftir "leikföng stóru krakkanna." 

Hjólför út um allt fjallið, og víða farið yfir svæði sem áhugasamir höfðu gróðursett tré og runna. Sumt hefur ef til vill sloppið við þennan barnalega átroðning, en víða var þetta brotið niður við rót. 

Þið vitið það drengir, þið ættuð a.m.k.. að vita það, að svona lagað er stranglega bannað. Sumt af þessu stóð upp úr snjónum og þið hljótið að hafa séð það, áður en þið ókuð yfir svæðið.. Svona sæmir ekki fullorðnum mönnum. (né þeim sem telja sig vera orðnir fullorðnir)




6. nóvember 2003

Hann setti svip á bæinn

Hinrik Andrésson umboðsmaður Olís, fæddur 3. júní 1926 

Meira um Hinna Anrésar

Ljósmynd: Kristfinnur

6. nóvember 2003- Skrifstofulið Siglufjarðarkaupstaðar, úti í náttúrunni. Þessi mynd var tekin í gær í góða veðrinu, við Bolatjörn sunnan við Stórabola. 

Sigurður Hlöðversson, Brynhildur Baldursdóttir, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, ?, Ólafur Þór Ólafsson, Guðrún Árnadóttir, ?, Hulda Magnúsdóttir og Hreinn Júlíusson 

6. nóvember 2003

Í Tunnunni sem út kom í gær, vöktu tvær heilsíðuauglýsingar athygli: Önnur var frá Bjarna Þorgeirs, málarameistara, þar sem hann tilkynnir opnun byggingarvöruverslunar að Ránargötu 14 í samvinnu við Húsasmiðjuna. -

Og hin auglýsingin, frá SR-Vélaverkstæði, sem einnig ætlar að opna byggingavöruverslun, að Vetrarbraut 14 í samvinnu við BYKO

Þá mun Olís vera að undirbúa sölu á verkfærum ofl, álíka og var til hjá Húsasmiðjunni áður en þeir lokuðu. 

Og á götubylgjunni er talað um að Rafbær sé að huga að sölu á rafmagnsverkfærum, vöruflokki sem þeir hafa ekki áður verið með.

OG SVO rúsínan í pylsuendanum; Stefnt er að því að Veiðafæraverslun Sig.Fanndal opni í sumar komandi, en nú þegar er hafinn undirbúningur við þá vinnu.
Hvar sú verslun verður til húsa, og hverjir að endurreisn hennar standa, segi ég frá, hér seinna í dag, á þessari síðu. 

6. nóvember 2003

Jarðskjálftahrina út af Siglufirði. 

Hér með eru upplýsingar frá Veðurstofunni. kl. 13:00  http://hraun.vedur.is/ja/skjalftar/nordurland.html

Skjálftar á Norðurlandi sl. 48 klst.

Uppfært á 5 mín. fresti. Upplýsingarnar í rammanum neðst á myndinni sýna hvenær hún var teiknuð. Liturinn á punktum táknar tíma síðan skjálftinn varð. Skjálftar á síðustu klukkustundum eru rauðir en dökkbláir punktar tákna skjálfta sem urðu fyrir meira en 24 klst. 

Skjálftar stærri en 3 á Richterkvarða eru táknaðir með grænum stjörnum, óháð því hvenær innan tímabilsins þeir urðu.

Svartir þríhyrningar tákna jarðskjálftastöðvar Veðurstofu Íslands. Brúnar línur eru vegir.

Ath! Þetta eru óyfirfarnar frumniðurstöður úr sjálfvirkri úrvinnslu.

6. nóvember 2003

Veiðafæraverslun Sig. Fanndal. Þessir kampakátu félagar, smiðirnir Róbert og Sveinn. Það eru þeir sem koma til með að vinna að uppsetningu á Veiðafæraverslun Sig Fanndal, sem opnuð verður í sumar. (væntanlega) 

Svar við því hver muni reka fyrirtækið, og hvar það verður til húsa, kemur í ljós ef þú skoðar myndirnar af þeim félögum. og lest textann áfram:

Þessir kamakátu hér til hliðar munu endurreisa Veiðafæraverslun Sig Fanndal, á sama hátt og þeir eru nú að endurreisa Efnarannsóknarstofu síldarverksmiðjunnar, í líkingu við það sem var hér áður fyrr. 

Þeir eru starfsmenn Síldarminjasafnsins, og munu áður en langt um líður taka til við veiðafæraverslunina, sem auðvitað verður hluti af Síldarminjasafninu, og staðsett í Bátahúsinu, eins og hver annar "safngripur". 

Róbert Pálsson og Sveinn Þorsteinsson

Þetta eru félagarnir Gunnar Júlíusson og Jón Aðalsteinn Hinriksson. Þeir eru þarna að vinna hjá Síldarminjasafninu, að tengingu rafalls við stóra ljósavél sem áður var staðsett í SRP, sem þangað kom á sínum tíma í formi Marshall viðskipta, eftirstríðsára. (þetta verður sýningargripur, ekki aflstöð fyrir álvinnslu) 

Jón Aðalsteinn Hinriksson og Gunnar Júlíusson




7. nóvember 2003

Hann setti svip á bæinn

Aage Schiöth Iyfsali, fæddur 27. júní 1902 

Víðar má finna nafn hans og kynnast honum, ef nafn hans er sett er í "leitarvélina" á síðu minni Heimildasíða (google.com) 

Ljósmynd: Kristfinnur

7. nóvember 2003 - Bensínstöðin á Siglufirði, Þar ráða ríkjum systkinin Guðný Sölvadóttir og Ásgeir Sölvason. Ég leit til þeirra systkina og tók af þeim mynd. -- Einnig skrapp ég yfir í verslun Olís. þar hitti ég á þá í kaffi, starfsmenn Olís, Jón Sigurðsson, og Snævar Jón Andrjesson, ásamt Stefáni Einarssyni verktaka og bilstjóra hjá Vörumiðlun, Helgi Rafn. 

Ásgeir Sölvason og Guðný Sölvadóttir

Bensínstöðin á Siglufirði

Jón Sigurðsson afgreiðslumaður, Stefán Einarsson verktaki og Snævar Jón Andrjesson afgreiðslumaður. 

Helgi Rafn bifreiðastjóri 


7. nóvember 2003

Verslunin Málararnir ehf. Ránargötu 14, Var opnuð í dag klukkan 13:00. Þar eru á boðstólnum; málningar og byggingarvörur. 

Ég leit auðvitað þangað inn til að heilsa upp á fólkið. Þar var manni boðið upp á kaffi og vöflum með sultu og rjóma. Verslunin er lítil en snotur - og lofar góðu.
Það sem ekki er til á staðnum, verður séð um að panta, sem og kemur með næstu ferð, sama dag, eða daginn eftir, - eftir því hve snemma dags um er beðið. 

Til hamingju Bjarni og fjölskylda, og gangi ykkur allt í haginn. 

Þarna er Bjarni Þorgeirsson málarameistari að afgreiða fyrsta viðskiptavininn. 

Þarna er verslunin, og vinnustofa til húsa

Bjarni Þorgeirsson og Pétur Bjarnason skipstjóri

Bjarni Þorgeirsson og synir: Þorgeir Bjanason og Pétur Bjarnason 




8. nóvember 2003

Hann setti svip á bæinn

Haukur Jónasson bólstrari. fæddur 17. júlí 1926 

Meira um Hauk

Ljósmynd: Kristfinnur

8. nóvember 2003

Aðsend mynd. - Ég stóðst ekki freistinguna, er ég fékk þessa flottu og sögulegu mynd, senda í tölvupósti í gærkveldi- og birti hana hér. Strákar á kajak

Ég hringdi í ljósmyndarann Baldvin Jóhannsson, og veitti hann mér góðfúslega leyfi til að birta hana.  Ekki mundi hann hvað drengirnir heita, en sá sem sendi mér giskar á: Ævar Friðriks, Jóhann Sigurðsson, Humbi og Palli heitinn Birgis. 




8. nóvember 2003 

Það hafa ekki allir tekið eftir því að fyrsti snjóflóðagarðurinn í norðurhluta bæjarins er risinn (að mestu). 

Það fer ekki mikið fyrir honum, en ef snjóflóð fellur úr fjallinu fyrir ofan hann í vetur komandi, þá mun þessi garður örugglega beina því frá byggðinni, fyrir neðan.