Sunnudagur 18. september 2005 Ein gömul:
Ferskfiskvinna, snyrting í frystihúsinu Ísafold árið 1974
Sunnudagur 18. september 2005 Hvað heitir fossinn ? Sending - Ljósmynd: Sveinn Þorsteinsson ---
Svarið er Hérna: Nafnlaus ? Staðsettur við Hvanneyrará við hliðina á LjósastöðinniSunnudagur 18. september 2005 -- Rannsóknarskipið Árni Friðriksson kom hér í gærmorgun, lá um stund úti á firði, en lagðist síðan að Óskarsbryggju. Skipið fór héðan seinni partinn, en myndin til hægri er tekin af vefmyndavélinni okkar Siglfirðinga klukkan 17:12 í gær
Sunnudagur 18. september 2005
Hann er iðinn við kolann hann Hörður Hjálmarsson, sem ásamt nokkrum öðrum hafa verið að dytta að ýmsu varðandi Félagsheimili Lionsmanna.
Þarna er hann að ganga frá klæðningu á Lion húsinu í gærdag.
Sunnudagur 18. september 2005 Uppskeruhátíð KS fór fram í BíóSalnum í gærkveldi með stórveislu, skemmtiatriðum og dansleik að því loknu í boði KS. Eins og áður hefur komið fram hér á vef mínum, þá er ég enginn sérstakur fótboltaunnandi, þó svo ég hafa nokkrum sinnum skroppið á "völlinn" til að taka myndir. Ég kynntist því nokkuð svona í framhjáhaldi í vinnunni forðum, þeirri elju, áhuga og fórnfýsi sem sumir hafa í tengslum við fótbolta af fyrrverandi starfsfélaga og yfirmanni á Lager SR, sem vann baki brotnu öllum sínum frístundum og stundum lengur, í þágu KS. En þar á ég við vin minn Ingibjörn Jóhannsson.
Í gærkveldi kynntist ég enn einu merki um þann félagsanda sem er á meðal þessara drengja og stúlkna, á öllum aldri, nokkru sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir áður. Þeir nefnilega gera ýmislegt annað en að hlaupa á eftir einhverri tuðru eins og mér hefur verið tamt að nefna fótboltann. Þetta eru nefnilega kátir félagar sem kunna að skemmta sjálfum sér og öðrum í leiðinni með miklum félagsanda.
Ég þakka fyrir frábært kvöld frábæra skemmtun og frábærar veitingar, og eins og Bjarni Box sagði; "þetta er glæpsamlega gott"
Mánudagur 19. september 2005 6. flokkur KS var á æfingu á nýja sparkvellinum þegar ég fór þar framhjá í gærmorgun: Á myndinni eru (veit ekki hvort röðin er rétt) Arnar Þór Sverrisson; Sverris Ben. og Erlu Ragnars (Ragga Guðmunds), Hlynur Hlöðversson; Bellu og Hlöðvers (Sigga Hlöðvers), Steinar Freysteinsson; Kristínar Karls og Freysteins (Ragga Guðmunds), Markús Rómeó; Marisku og Björns Vald, Jakob Auðunn Sindrason ; Rutar Hilmars og Sindra Guðna (Guðna Sveins) og Patrekur Þórarinsson; Tóta og Kristínar (Gumma Skarp) Þjálfarinn er Þórarinn Hannesson
Mánudagur 19. september 2005
Ein gömul: Haraldur Albertsson bifreiðarstjóri.
Myndin er tekin í júnímánuði 1974
Mánudagur 19. september 2005
"Allt í hassi" Vefmyndavélin okkar er í vanstillingu, ég fór að fikta í stillingum hennar í gær, ætlaði að ná í útsýni út fjörðinn og auka aðeins svæðið yfir bæinn og höfnina ofl.
En einhverjum stillingum, "takka" hefi ég breytt og ég hreinlega gafst upp við að leita af því.
Í það fór alltof langur tími hjá mér í leit af því sem ég vissi ekki hvað er. - (tækniorðavandamál + enskan mín sem ekki er fullkomin)
En svona er Ísland í dag sagði maðurinn -- En þetta kemur, góðir menn laga þetta fyrir mig í dag
Mánudagur 19. september 2005 Nú fer náttúran að skarta sínum fögru haustlitum og gaman að reyna að fanga þessa fallegu liti. Ljósmynd: Sveinn Þorsteinsson
Mánudagur 19. september 2005 Aðsent: Ég vil vekja áhuga þinn og lesenda þinna á nýrri heimasíðu sem að samtökin Landsbyggðin lifi var að opna.... --- Í tilefni dagsins þá skora ég á fólk að skoða umræðuna um sameiningarmál sem þar fer fram. --- Með kveðju. Hermann Einarsson Formaður Snorra Pálssona framfarafélags Siglufirði.::::::::::: Ágæti viðtakandi. -- Samtökin Landsbyggðin lifi hafa nú opnað heimasíðu sína, www.landlif.is fyrir umræðum um mál sem varða landsbyggðina. - Hvetjum við þig til að kynna þér efni heimasíðunnar og kynna það fyrir öðrum. - Við hvetjum þig líka til að leggja orð í belg í umræðunni, með eða á móti. Það þurfa ekki að vera langar hátíðlegar greinar og ekki hika við að kasta fram "vitlausu spurningunum". Á heimasíðunni má skrá sig og aðra á póstlista. Þeir sem eru á honum munu fá bréf eins og þetta, þar sem nýtt efni er kynnt. -- Njótið heil og verið með í umræðunni. -- Heimasíðan er www.landlif.is Ofannefnt efni kom í tölvupósti til mín SK
Mánudagur 19. september 2005 --
Kynningarfundur vegna væntanlegra kosninga um sameiningu sveitarfélag í Eyjafjarðarsýslu, verður í kvöld í BíóSalnum klukkan 20:30
Mánudagur 19. september -- 2005 Þetta er hann Sigurjón Erlendsson rafvirki hjá Rarik, en þarna ásamt fleiri góðum mönnum að vinna við nýjan rafmagnsstreng við Hvanneyrarbraut, Þeir láta ekki smá rigningu eins og hefur verið í dag aftra sér við verkin, þeir bara klæða sig rétt.
Mánudagur 19. september 2005 --- Fyrirtæki septembermánaðar -- kjörið af Kaupmannafélagi Siglufjarðar, fékk viðurkenningu í dag eftir hádegið. Fyrir valinu að þessu sinn var fyrirtækið Berg hf. sem mun ver elsta starfandi iðnaðarfélagið hér á Siglufirði. Við viðurkenningunni tók Birgir Guðlaugsson forstjóri fyrirtækisins, sem þakkaði ljúfmannlega fyrir sig með kossi. (hann kyssti þó ekki Freyr) Á myndunum með Birgir eru Helga Freysdóttir stjórnarmaður Kaupmannafélagsins og Freyr Sigurðsson formaður Kaupmannafélagsins.
Þriðjudagur 20. september 2005 -- Ljósmyndasýning í Allanum Sportbar. -
Vinur minn Hrönn Einarsdóttir ætla að halda ljósmyndasýningu í Allanum Sportbar kl 16:00 næstkomandi fimmtudag 22. september og sýningin mun standa yfir til 25. september, en opið verður á sama tíma og Allin er opinn. --- Forvitnilegt verður að skoða myndir hennar, en Hrönn eignaðist sína fyrstu stafrænu myndavél fyrir aðeins nokkrum mánuðum - Hún hefur tekið mikið magn ljósmynda, og nokkrar þeirra hafa verið birtar hér á vefnum. -- Hrönn er dóttir Einars Hermannssonar og Margrétar Jónasdóttur
Þriðjudagur 20. september 2005
Ein gömul:
Garðar Guðnason (Garðar kokkur) sumarið 1974
Þriðjudagur 20. september 2005
Vefmyndavélin okkar er kominn aftur af stað og nú í endanlegri stillingu, en Siglufjörður og nágrenni sést frá mörgum sjónarhornum.
Myndin hér ein af mörgum sem ber fyrir augu, en myndin var tekin klukkan 19:20 í gærkveldi.
Það var rigningarsuddi og norðan kaldi, en vatnsdroparnir eru áberandi á hlífðarhjálminum í norðanáttinni, nokkuð sem ekki verður við ráðið í vætutíð
Þriðjudagur 20. september 2005 -- Kynningarfundur vegna væntanlegra kosninga um sameiningu sveitarfélag í Eyjafjarðarsýslu, var í gærkveldi í BíóSalnum. Húsfyllir var eins og sést á þessari mynd - fleiri myndir koma í ljós ef þú smellir á tengilinn: Myndir HÉR
Fyrir fundinn hafði ég ekki tekið neina ákvörðun um hvort ég ætlaði að kjósa með eða á móti, og er raunar ekki enn búinn að taka ákvörðun, geri það væntanlega í kjörklefanum. En eftir að hafa hlustað á ræðu Jóns Dýrfjörð, held ég að ég sé nokkuð nærri því að kjósa með sameiningu. Ég geri mér einnig grein fyrir því að það skiptir engu hvaða reglur, fyrirheit eða áherslur viðkomandi nefndarmenn nefna, það er með það eins og hið hverfula í stjórnmálum, það verður alltaf á valdi sveitarstjórnarmanna sem kosnir verða á endanum, hver framvindan verður. Það er sama hvort sveitarstjórnin situr á Akureyri, Grenivík eða Siglufirði, það eru og verða kjörnir fulltrúar sem koma til með að ráða, og hvort það verður í fjögur ár eða lengur, er undir því komið hvernig þeir standa sig. Ég lít á sameiningu Eyjafjarðarsvæðisins, ef af verður eins og sveitarfélagið Reykjavík, þar eru hverfi í sveitarfélaginu sem heita hinum ýmsu nöfnum, Grafarvogur, Hraunbær og svo framvegis og allt eru þetta eitt byggðasvæði sem skiptir borgarstjórn miklu og myndar eina heild. Þannig að Siglufjörður mun áfram heita Siglufjörður og Ólafsfjörður, Ólafsfjörður sem hluti af heildinni. Og eitt er víst að skuldirnar okkar og erfiðleikar við að fara að landslögum vegna þjónustuskyldu og þessháttar mun hvíla á öflug sveitarfélagi en ekki 1400 Siglfirðingum.
Þriðjudagur 20. september 2005
Frétt úr Morgunblaðinu í dag 20. september.
Fjórtán ára vinkonur björguðu mannslífi --- Fréttin er á forsíðu blaðsins og bls. 6
Þær Silja Sif Kristinsdóttir, Eyrún Anna Tryggvadóttir og Hafrún Hafliðadóttir eru aðeins fjórtán ára gamlar en drýgðu engu að síður hetjudáð í síðustu viku og björguðu lífi Þórhalls Ólafssonar.
Hann hafði ætlað að skipta um peru í eldhúsljósi en kúpull datt á hann svo hann skarst illa á hendi og slagæð og taugar fóru í .... ---
Frá þessu er sagt hér, af því að Silja Sif er Siglfirðingur & Ólafsfirðingur, dóttir Kristins Steingríms og Elínborgar Ágústdóttur. Silja er þessi dökkklædda á myndinni.
Miðvikudagur 21. september 2005
Ein gömul:
Þarna áttu sér mikil átök, togskipið Dagný togaði og togaði og tankurinn fór síðan á fleygiferð, þegar Skarphéðinn Guðmundsson á ýtunni ýtti við tanknum sem fór þá greiðlega á flot.
Í marsmánuði 1973
Miðvikudagur 21. september 2005 -- Fréttatilkynning: Næstkomandi föstudag 23.september verður Haustþing leikskólanna á Norðurlandi vestra haldið á Siglufirði. Þar koma saman allt að 125 starfsmenn frá leikskólunum á Hólmavík, Hvammstanga, Skagaströnd, Skagafirði og Siglufirði en það hefur verið ágætt og gott samstarf milli leikskólakennara í KÍ á þessu svæði til margra ára. Þetta er hins vegar í þriðja sinn sem við höldum sameiginlegt Haustþing og bjóðum öllu leikskólastafsfólki að vera með okkur og hefur það gefist mjög vel. Við verðum í safnaðarheimilinu og helsti fyrirlesari dagsins verður Siglfirðingurinn Þórgnýr Dýrfjörð heimspekingur. Fyrri fyrirlesturinn hans fjallar um börn og heimspeki og í þeim síðari verður kemur hann inn á siðfræði vinnustaðarins. Dagskráin hjá okkur byrjar kl 10.00 og þingslit verð um 15.30. Særún Þorláksdóttir Leikskólastjóri Siglufirði
Miðvikudagur 21. september 2005
Fundur í Allanum fimmtudaginn 22. september klukkan 20:00 --- Frjálslyndi flokkurinn vill nú gefa Siglfirðingum einstakt tækifæri til að heyra frá fyrstu hendi um reynslu Færeyinga af sóknarstýrðum fiskveiðum, en varaformaður Fólkaflokksins, Jörgen Niclasen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyinga flytur erindi um fiskveiðistjórn. Boðið verður upp á síld að færeyskum hætti.
Á fundinn mætir einnig Sigurjón Þórðarson (m.th)
Miðvikudagur 21. september 2005
Ég skrapp eftir hádegið í gærdag á myndlistarsýninguna "Í hlutarins eðli," í Gallerí Gránu, Síldarminjasafninu.
Þar bar ýmislegt fyrir sjónu, margir gripir sem vöktu athygli, þó smekkur sumra fari ekki ávalt saman við sum af þeim verkum sem þarna eru.
En sjón er sögu ríkari. ---
Sýningin er opin út mánuðinn
Miðvikudagur 21. september 2005
Ég hefi ekki ósjaldan, átt þess kost að ráfa um Bátahúsið og nú í sumar og ekki komist hjá því sjá og skoða listaverkin hennar Aðalheiðar S Eysteinsdóttur.
Það er enginn vafi á að það eru ekki allir sem geta raðað og skrúfað saman spýtur á þann skipulega hátt sem hún hefur gert, þess vegna verð ég að viðurkenna að þetta listform á rétt á sér, ekki síður en verk Ásmundar Sveinssonar - þó svo ég persónulega hallast frekar að þeirri listtegund sem sýnir að raunveruleikann; nákvæm málverk sem allir geta séð hvernig eigi að snúa svo og önnur verk sem allur almenningur getur ekki leikið eftir að gera osfv.
Ég hvet þá sem ekki hafa enn barið skúlptúrinn hennar Aðalheiðar augum, að nota nú tækifærið.
Miðvikudagur 21. september 2005 Þeir eru ekki allir geymdir uppi í hillum safngripirnir í Síldarminjasafninu, en þetta eru myndir af gufukötlum úr verksmiðju hér í Siglufirði. -- Þetta eru leifar af gömlum gufukötlum, sem í gær var komið fyrir, sunnan við "Gránu" Samtals eru þeir um 25 tonn, og sóma sér vel þar sem þeir eru nú og verða eflaust mörgum ferðamanninum myndefni eins og hingað til þar sem þeir hafa þeir verið í hálfgerður reiðuleysi á lóð safnsins. -- Ljósmynd: Sveinn Þorsteinsson
Miðvikudagur 21. september 2005
Þessa tvo heiðursmenn hitti ég sunnan við Bátahúsið í gær, en þetta eru þeir Páll Helgason og Hafþór Rósmundsson.
Fréttin er ekki á sama stað og árið 2005, en gæti þó leynst á síðunni https://www.stykkisholmur.is/
Miðvikudagur 21. september 2005 -- Hún er að vísu orðin nærri ársgömul þessi frétt sem ég vil benda hér á, en þar sem ég er viss um að fáir Siglfirðingar hafa barið hana augum og er mjög fróðleg, þá set ég tengil til fréttarinnar HÉR En fréttin er tekin af vef Stykkishólmsbæjar. En þar er aðgengileg leitarvél sem er fljót að finna það ALLT það efni sem komið hefur á vef þeirra, það er þetta er alvöru vefur.
Efni fréttarinnar er um uppsetning á vefmyndavél þeirra Hólmara og það jákvæða viðhorf og umtal sem uppsetning hennar olli.
Á síðu Stykkishólmsbæjar er margt forvitnilegt að sjá og mjög aðgengilegt, meðal annars Ljósmyndasafn Stykkishólmsbæjar
Miðvikudagur 21. september 2005
Fyrstu frostrósirnar sem ég hefi séð á þessu hausti, sá ég í morgun yfir þessum "polli" . Þó hitastig frá miðnætti hafi ekki komist nema niður í 1,3 °C (í 2ja metra hæð frá jörðu) þá komst daggarmark niður í -5 °C klukkan 6 í morgun, sem nægt hefur til að gera skel á polla.
Miðvikudagur 21. september 2005 -- Margir hafa sent mér tölvupóst til að forvitnast um staðsetningu vefmyndavélar okkar, og sumir jafnvel spyrja um hvar þessi hitaveitutankur sé staðsettur. Til að upplýsa frekar um það þá sést tankurinn sem myndavélin er fest á, hér á brúna tankurinn upp í hlíðinni og ber við Bátahúsið fyrir miðri mynd, séð frá Ingvarsbryggju. (í dag 2019 er www.trolli.is með sína vefmyndavél á sama stað)
Miðvikudagur 21. september 2005 -- Huginn VE 55 losaði hér í morgun rúm 500 tonn af frosinni síld sem skipið veiddi á norðurslóðum. Héðan fer þessi síld til útflutnings, en Þormóður Rammi Sæberg hf. tekur að sér að geyma síldina þar til flutningaskip kemur til að sækja síldina síðar.
Fimmtudagur 22. september 2005
Ein til "gamans"
Hvað ætli þessar randaflugur séu að gera? ------ Og ef það er sem suma grunar:
Hvað ætli afkomendurnir séu orðnir margir frá 1974, þegar þessi mynd var tekin?
(Ég á nokkrar myndir í viðbót frá þeirri mínútu(m) sem athöfn þessi stóð yfir)
Fimmtudagur 22. september 2005
Hafið þið skoðað blogg síðuna hans Leós nýlega?
Ef ekki, - þá eru margar gómsætar rúsínur í pylsuendanum hjá honum, nú síðustu daga sem enda nær.
Lítið inn, það er tímans virði LEÓ --- Tengillin ekki virkur 2019, en gott að skoða HÉR - Þar sem skoða má margar af rúsinunum hans Leós
Fimmtudagur 22. september 2005
Þær virðast hafa nóg að bíta álftirnar sem halda sig á Langeyrartjörn, þarna stóð greinilega yfir matmálstími hjá þeim, og endurnar syntu í nánd, sennilega á höttum eftir litlum botndýrum sem upp hafa komið með botngróðrinum sem álftirnar teygðu sig eftir.
Myndin er frá í gærmorgun.
Fimmtudagur 22. september 2005 Frétt úr Morgunblaðinu í morgun: Starfsmönnum Símans á Blönduósi og Siglufirði sagt upp --- Öllum starfsmönnum þjónustustöðva Símans á Blönduósi og Siglufirði hefur verið sagt upp. Starfsmönnunum var tilkynnt þetta í gær, þremur á Blönduósi og tveimur á Siglufirði, en loka á þjónustustöðvunum 1. nóvember nk. Fá starfsmennirnir hálfs árs uppsagnarfrest. -- Að sögn EvuMagnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, er þetta gert vegna hagræðingar í rekstri þjónustustöðva og minnkandi bilanatíðni. Fjöldi og staðsetning starfsstöðva Símans hafi verið ákveðin fyrir nokkrum áratugum og síðan þá hafi miklar tæknibreytingar orðið og samgöngur stórlega batnað. --- Eva segir þessa ákvörðun ekki tengjast einkavæðingu Símans, um nokkurn tíma hafi endurskipulagning starfsstöðvanna verið í gangi. Ákveðið hafi verið að þjappa starfseminni á Norðurlandi vestra saman og verður Blönduósingum og Siglfirðingum þjónað frá Hvammstanga, Sauðárkróki og Akureyri. Einnig sé möguleiki á að einhver verkefni verði í verktöku, ef þörf krefur. -- Fleiri breytingar mögulegar --- Aðspurð segir hún engar ákvarðanir hafa verið teknar um starfsstöðvar í öðrum landshlutum, en útilokar ekki að til frekari breytinga geti komið. Alls er Síminn með stöðvar á sextán stöðum á landinu. Eva segir að þrátt fyrir hagræðingu í þessum hluta rekstrarins muni Síminn áfram kappkosta að veita góða þjónustu á landsbyggðinni.
======================================
Þarna er komið að því sem margir höfðu spáð að mundi verða með sölu símans, að peningar og aðeins peningasjónarmið myndu ráða ferðinni. ´"Síminn áfram kappkosta að veita góða þjónustu á landsbyggðinni." spurningin er, þurfum við sem erum úti á landsbyggðinni að bíða núna í tvo tíma á símalinunnu 7008000 í stað einnar klukkustundar í biðröð eins og verið hefur undanfarnar vikur og mánuði og ef til vill eiga það á hættu eftir tveggja stunda bið að viðkomandi þjónustustarfsmaður geri allt til að leysa úr málinu, en getur þó ekki klárað dæmið, sem þarf svo endanlega að bíða vikum saman eftir því að viðkomandi erindi komist til skila. Það hefur verið ákaflega lipurt og gott starfsfólk sem ég hefi átt samskipti við hjá símanum, hvort heldur það hefur verið símaþjónustan eða starfsmennirnir hér, það eru að mínu mati höfuðstöðvarnar sem klikka ekki hinir almennu starfsmenn, sem nú mega vænta þess margir að verða reknir út á gaddinn, margir eftir áratuga starf hjá Símanum. "svei skít" ------ SK
Fimmtudagur 22. september 2005
Þetta hverfi heiti Eyrarflöt (ég vona að ég fari rétt með það) -- Eins og lesendur vefsins hafa tekið eftir þá fylgir alltaf mynd af húsi/mannvirki með hádegis- veðurmyndinni. Fyrst voru myndirnar birtar án þess að geta þess við hvaða götu húsin stæðu, en það komu fjölmargar beiðnir um það frá brottfluttum Siglfirðingum að götuheiti húsanna fylgdi með. Við þessu varð ég, en oft verð ég að fletta upp í símaskránni og leita eftir númeri viðkomandi húss (ef ég veit hver á þar heima) þar sem í alltof mörgum tilfellum eru húsin ekki merkt. Nú í morgun tók ég mynd af húsi við Eyrarflöt og þar sem ekkert númer var sjáanlegt á húsinu - og ég alls ekki viss um hverjir þar búa, þá eru ekki þær upplýsingar með húsmyndinni í dag. Þetta á einnig við allt hverfið, engar númeramerkingar frekar en nafn hverfisins heldur- nema allt þetta sé svo fyrirferðarlítið að ekki sjáist úr bifreið sem nálgast. Ég vil benda húseigendum öllum á að húsnúmer fást í SR-Byggingavörur, í fjölbreyttu úrvali. Endilega merkið húsin ykkar.
Fimmtudagur 22. september 2005
Farskóli Íslenskra safna og safnamanna stendur nú yfir á Siglufirði, undir formerkjum Framtíð safna- hvert stefnum við?
Þrír grunnfyrirlestrar verða (og voru) af hálfu Win van der Weiden, formanni Europan Museum Forum, en hann kom hér fyrir tveim árum vegna úttektar í sambandi við val á Evrópuverðlaunum -- Lene Floris, formaður Danska safnafélagsins Organisation Danske Museer -- Gísli Sverrir Árnason, sem kortleggur safnaþróun á landinu síðastliðin 20 ár ofl. -
Þá fer fram ýmis hópvinna, umræður og fleira. Megnið af dagskránni fer fram í Bátahúsinu.
Alls mun þetta vera 100 manna hópur - Myndir teknar í Bátahúsinu 22. september fyrir hádegi>
Fimmtudagur 22. september 2005 Tvær gamlar: Knattspyrnu kempur 17. júní 1974 -- Bæjarstjórn og bæjarstarfsmenn.
Neðri röð: Björn Jónasson - Bjarni Þorgeirsson - Þormóður Runólfsson - Hannes Baldvinsson. -Aftri röð: Skarphéðinn Guðmundsson - Kári Eðvaldsson - Jón Dýrfjörð - Jóhann G Möller - Birgir Guðlaugsson - Bogi Sigurbjörnsson - Sigurður Fanndal
Fremri röð: sr. Birgir Ásgeirsson - Reynir Árnason - Arnar Ólafsson - Sigþór Erlendsson - Kristján Möller - Aftari röð: Sverrir Sveinsson - Gestur Frímannsson - Jónas Tryggvason - Þorsteinn Jóhannesson - Ingólfur Steinsson - Jónas Stefánsson - Sigurbjörn Jóhannsson Ragnar Guðmundsson
Fimmtudagur 22. september 2005
Fyrirhugaður skógardagur sem vera átti sunnudaginn 25. sept. n.k. í tilefni 65 ára afmælis Skógræktarfélags Siglufjarðar, er frestað til vors 2006 vegna veðurs. --
Aðalfundur félagsins verður föstudaginn 23. sept. n.k kl.17:00 í Safnaðarheimilinu.
Félagar hvattir til að mæta. Stjórnin
Fimmtudagur 22. september 2005
Vinur minn Hrönn Einarsdóttir opnaði í dag klukkan 16:00 í Allanum, sína fyrstu ljósmyndasýningu.
Ég hvet Siglfirðinga til að skoða myndirnar hennar, sem sýna hin ýmsu tilbrigði náttúrunnar.
Hún mun koma ykkur á óvart, allavega kom hún mér á óvart með fjölbreytninni, var ég þó ekki að sjá sumar myndir hennar í fyrsta sinn.
Hrönn vann myndirnar sínar að öllu leiti sjálf allt frá því að velja myndefnið, taka myndirnar, prenta þær og ramma inn.
Sýningin verður opin til 25. september á meðan Allin hefur opið. ---
Til hamingju Hrönn
Föstudagur 23. september 2005
Ein gömul:
Mikil breyting hefur orðið á þessu umhverfi frá því á árinu 1974
Föstudagur 23. september 2005 Katrín Sif Andersen og Maria Skeldrup Mogensen eiga afmæli í dag; Katrín er 32ja ára en Maria 17 ára.
Það sem er svo sniðugt við þennan dag og gefur manni hálfgerða gæsahúð, (segir Katrín) er að þegar ég leitaði að au-pair í september í fyrra, skrifaði Maria til mín í okt-des að henni langi til okkar en kæmist ekki fyrr en í júlí í ár. Ég sem var búin að neita að minnsta kosti 4 stelpum sem komust ekki fyrr, sagði ég við Mariu að ef ég skildi finna eina til að brúa bilið þar til hún kæmi, væri hún velkomin. Af hverju ég valdi hana vissi ég ekki en komst svo að því seinna að við erum svo þokkalega á sömu bylgjulengd eins og maður segir!
Það hefur komið í ljós að við eigum afmæli á sama degi, erum báðar örvhentar og stundum ef ekki oftar hugsum við um sama hlutinn!!! það gefur góða gæsahúð! -- Ég hef ekki þorað að spyrja hvenær dags hún fæddist :)
En hér kemur mynd af okkur saman. --- Bestu kveðjur Katrín Andersen.
Föstudagur 23. september 2005
Það viðraði ekki vel í gær fyrir þá sem vinna nú við að endurnýja og einangra þakið á húsinu númer 15 við Aðalgötu.
Norðan slagveður með tilheyrandi vætu.
Föstudagur 23. september 2005 Aðsent: Ungmennafélagið Glói "körfuboltahópur" hefur sl. þrjú ár æft og leikið á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem vilja fylgjast með gengi liðsins eða jafnvel kíkja á æfingar geta skoðað nýja heimasíðu körfuboltahópsins www.karfa.tk en þar er að finna allar upplýsingar um liðið. Þá er rétt að benda á að allir eru velkomnir á leiki liðsins í vetur en frítt er inn á þá alla. -- Kv. Jón Gunnar
Föstudagur 23. september 2005
Frjálslyndi flokkurinn hélt fund í Allanum í gærkvöld, þar sagði varaformaður Folkaflokksins Færeyjum frá reynslu Færeyinga af sóknarstýrðum fiskveiðum - Boðið var upp á síld á fundinum að Færeyskum hætti. --
Ég missti því miður af seinnihluta fundarins og síldinni, en ég þurfti óvænt að yfirgefa fundarstað vegna boða sem ég fékk á meðan á fundinum stóð.
Meðfylgjandi myndir teknar á fundinum, eru af Sigurjóni Þórðarsyni og Jörgen Niclasen
Föstudagur 23. september 2005 -- Fyrsti snjórinn í byggð féll í nótt og blasti við Siglfirðingum, svo og þeim öðrum sem vefmyndavélina skoðuðu í morgun. Myndin til vinstri er frá svæðinu við Bensínstöð Olís í morgun en þar bíða nokkrir rútubílar eftir ráðstefnugestum sem hér koma saman um helgina, Hópur Safnamanna er hér á Siglufirði og hinsvegar Kennarasambands KSNV og SNV sem hér halda haustþing. -- Hin myndin er af svæði Síldarminjasafnsins.
Föstudagur 23. september 2005
Frá Haustþingi Kennara í Leikfimisal Barnaskólans, sem hófst í morgun. --
Haustþing leikskólanna á Norðurlandi vestra haldið á Siglufirði. Þar eru saman komnir allt að 125 starfsmenn frá leikskólunum á Hólmavík, Hvammstanga, Skagaströnd, Skagafirði og Siglufirði en það hefur verið ágætt og gott samstarf milli leikskólakennara í KÍ á þessu svæði til margra ára.
Þetta er hins vegar í þriðja sinn sem sameiginlegt Haustþing er haldið og öllu leikskólastafsfólki er boðið að vera með og hefur það gefist mjög vel.
Helsti fyrirlesari dagsins er Siglfirðingurinn Þórgnýr Dýrfjörð heimspekingur. Fyrri fyrirlesturinn hans fjallar um börn og heimspeki og í þeim síðari kemur hann inn á siðfræði vinnustaðarins.
Dagskráin byrjaði kl 10.00 og þingslit verð um 15.30.
Föstudagur 23. september 2005 --- HELLAN er komin út með fjölbreytti efni á vanda. Meðal annars er opnuviðtal við Halldóru Jónsdóttur - Ævintýraferð til Grænlands - Kirkjukór Siglufjarðar til Ungverjalands - Fréttir úr bænum og fleira
Laugardagur 24. september 2005
Ein gömul:
Einu sinn var hér á Siglufirði lítil verksmiðja sem framleiddi kavíar í túbur , makkarónur og spaghetti.
Þetta var fyrirtæki Siglfirðingsins Vigfúsar Friðjónssonar, sem einnig rak hér bæði togaraútgerð, síldarsöltun og ýmislegt fleira.
Á myndinni sjást áður nefndar framleiðsluvörur --- Ljósmynd: Kristfinnur
Laugardagur 24. september 2005
Á fundi stjórnar Vöku sl. þriðjudag var bókað eitthvað á þá leið að félagið fagnaði nýjum nágrönnum í Suðurgötu 12 og vænti góðs af samstarfi við þá um t.d. lagfæringu á samliggjandi lóðum. Undirrituð hafði orð á því að nú væri "Heimsþorpið" flutt í næsta hús við okkur.
Kveðja, Signý Jóhannesdóttir
Laugardagur 24. september 2005
Samkvæmt frétt úr Hellunni: sem út kom í gær: >>"Þá hefur félagið Veraldarvinir keypt húsið við Suðurgötu 12, þar sem þeir ætla að gera að aðalbækistöðvum sínum á Íslandi".<<
Þessi félagsskapur er kunnur hér heima á Siglufirði fyrir ýmsa vinnu, svo sem lagfæringar á lóðum, gróðri og ýmsu fleiru í góðri samvinnu við starfsmenn Siglufjarðarkaupstaðar, Skógræktina og fleiri aðila. Ekki er að efa að þetta er góður kostur fyrir okkur Siglfirðinga, þar sem keðjuverkandi fréttir af ágæti heimsókna hingað til Siglufjarðar koma til.
En nú er það spurningin: Er draumur Sigurjóns Sæmundssonar um Prentsmiðjugripasafn Íslands á Siglufirði horfin hugmynd? En eins og flestir virta þá var Sigurjón heitinn búinn að kaupa Suðurgötu 11 til niðurrifs, þar sem hann ætlaði að reisa safnhúsið.
Laugardagur 24. september 2005
Á eftir ströngum degi, Þingstörfum - hópvinnu og þingsliti seinni partinn í gær á Haustþingi Kennara á Norðurlandi vestra og á Siglufirði, var farið í skoðunarferð um Síldarminjasafnið ofl., síðan var snæddur kvöldverður í BíóSalnum og þar á eftir slett aðeins úr klaufunum með gríni og glensi. Ég leit þar inn eftir kvöldverð og tók nokkrar myndir í salnum. sem eru hér>
Laugardagur 24. september 2005 Aðeins bætti í jafnfallinn snjóinn sem liggur í byggðinni, en snjóþykktin nú er frá 5-10 sentímetrar, þykkastur syðst í bænum. Börnin fögnuðu þessu að vanda og höfðu tekið út tæki og tól tilheyrandi vetrarleikjum. Það var sama hvar ég fór um bæinn í morgun, allstaðar voru krakkar að leik. Nokkrar myndir sem ég tók eru hér