Sunnudagur 11. desember 2005 Ein gömul:
Hans Þorvaldsson - Ernst Kobbelt - Jóhann Andrésson og Stefnir Guðlaugsson
Eftirtaka, ókunnur ljósmyndari.
Sunnudagur 11. desember 2005
Félag eldri borgara á Siglufirði og í Fljótum hélt sinn árlega jólafund í gær í Skálarhlíð --
Kona mín Guðný Ósk Friðriksdóttir mætti þar og tók nokkrar myndir sem eru HÉR
+ mynd sem Sveinn Þorsteinsson tók
<<< Myndin hér er af Vorboðakórnum
Sunnudagur 11. desember 2005
Aðsent:
Jóhann Örn Guðbrandsson var að útskrifast úr Lögregluskóla ríkisins 9.des síðastliðinn. --
Þeir voru ekki fjarri þeirri hátíðarstund, pabbi hans og afi:
Á myndinni er hann á milli Guðbrands J. Ólafssonar, föður síns og Ólafs Jóhannssonar afa. ---
Kveðja Guðrún Sif Guðbrandsdóttir.
Ekki féll eplið fjarri eikinni.
Mánudagur 12. desember 2005
Ein gömul: Þessi mynd er tekin af jólasveinunum (KS-ingum) bið dreifingu á jólagjöfum árið1979
Mánudagur 12. desember 2005
Nýjar myndir í AUKASAFNINU Komnar eru rúmlega 1.100 ljósmyndir teknar árið 1979 á (auka) síðu mína www.123.is/sksiglo
Þetta eru myndir frá tíma mínum er ég var timburmaður á flutningaskipinu Hvalvík, sem að mestu var í leigu hjá erlendum aðilum á þeim tíma. --
Fyrir vor á síðunni yfir 2.000 myndir frá veru minni sem timburmaður á tankskipinu Haförninn --- Þessi gamla síða mín hjá 123.is þjónaði ekki þörfum mínum og lifði þv ekki lengi.
EN allar þessar myndir eru nú á vefnum www.sk2102.com og með því að fara á tengilinn "More" efst til hægri á þeirri síðu, birtist gul síða með þúsund tenglum, meðal annars undirtengla, tengilsins "Hver er síðueigandinn" þar má finna flestar nefndar ljósmyndir svo og á fleiri stöðum á gula svæðinu.
Mánudagur 12. desember 2005
Lifandi tónlist lifandi bær. Kaupmannafélag Siglufjarðar hefur verið með uppákomur að undanförnu, það er með músík á Torginu á föstudögum -
Nú eru þeir að færa aðeins út kvíarnar og hafa fengið nemendur Tónskóla Siglufjarðar til að spila í verslun SR-byggingavörur næstkomandi miðvikudaginn (14.12) klukkan 16 - svona til að minna á að það eru fleiri verslanir í bænum en aðeins umhverfis Torgið.-
Þriðjudagur 13. desember 2005 -- Tvær gamlar: Þegar ég var að leita af "einni gamalli" á vefinn í dag, þá stóðst ég ekki freistinguna og valdi þessar tvær myndir í stað einnar. En svona var í NÝJA BÍÓ árið 1981 - 1983 (?) Þá fór fólkið, allir aldurshópar, í bíó.
Þriðjudagur 13. desember 2005 -- Aðsent: Sælt veri fólkið. --- Sendi hér tvær myndir úr kirkjustarfinu. Önnur er tekin laugardaginn 10. desember, en þá voru 22 ungmenni úr 9. og 10. bekk stödd á Löngumýri, ásamt presti sínum og tveimur öðrum guðsmönnum, til að rifja upp fermingarferðalag í Vatnaskóg haustið 2003 og 2004 og gera eitthvað fleira skemmtilegt. Hin myndin er úr kirkjuskólatíma 11. desember, þar sem verið er að rifja upp jólasöguna. -- Kveðja. Sigurður Ægisson Myndirnar hér fyrir neðan.
Miðvikudagur 14. desember 2005
Ein gömul:
Hús við Fossveg, og Hvanneyrarbraut - breytt og önnur horfin
Fimmtudagur 15. desember 2005 Tvær gamlar: Þessar myndir eru teknar á árshátíð starfsfólks Sjúkrahússins, að Hótel Höfn, sennilega eftir 1980 (?) Þessi sem við borðið sitja þekkja flestir, en spurningin er: Hver er "kvikmyndatökumaðurinn"?
Ég hefi óljósan grun, (ekki viss) og hann er örugglega "skegglaus" í dag - ef ég þekki hann rétt.
Fimmtudagur 15. desember 2005
Aðsent - Án orða
Svona svipað er víst ekki mjög sjaldgæft í Þýskalandi, amk. hef ég sjálfur verið vitni að ekki ólíku atviki, þá um borð í Haferninum, er landfestaspilið að aftan bilaði alvarlega. Þar vann eitt verkið en 4 "sérfræðingar" fylgdust með au verkfæra handlangari. SK
Fimmtudagur 15. desember 2005 -- Aðsent: Sumarið 2003 rakst ég á þessa gömlu bíla á athafnasvæði Báss. Forvitnilegt væri að vita um uppruna þeirra og hvort þeir hafi farið í brotajárn eða hvort eigi að gera þá upp. -- Kv. Guðmundur Albertsson --- Ef einhver þekkir til sögunnar, látið mig vita; Steingrímur
Fimmtudagur 15. desember 2005
Lifandi tónlist - lifandi bær.
Kaupmannafélag Siglufjarðar fengu nemendur Tónskóla Siglufjarðar til að spila og syngja í verslun SR-byggingavörur seinni partinn í gær.
Föstudagur 16. desember 2005 Ein gömul: Löndun á síld við Löngutöng, SR á Siglufirði 1961
Föstudagur 16. desember 2005 -- Fróðleg nýútkomin skýrsla um hversu nytsamir upplýsingamiðlarnir, vefsíður sveitarfélaga og ríkisstofnana eru í raun. Þar kemur auðvitað vefur Siglufjarðarkaupstaðar www.siglo.is við sögu, og þó svo að sá vefur sé ekki sá alversti hvað upplýsingastreymi varðar, þá vantar mikið upp á að útkoman sé viðunnandi. Lesa má skýrsluna í heild HÉR á vef forsætisráðuneytisins. ----- Meðfylgjandi súlurit hér á síðunni sýnir það jákvæða í grænum lit---- Siglufjörður á bls. 141 og 363á pdf skjali.
Frétt ráðuneytisins (fróðleg) varðandi skýrsluna er að finna HÉR Og samanburður HÉR
Föstudagur 16. desember 2005 Héðinsfjarðargöng --
Eftirtaldir verktakar og verktakahópar hafa óskað eftir þátttöku í forvali vegna gerðar Héðinsfjarðarganga. ---
Hópur 1: Íslenskir aðalverktakar hf, Reykjavík og Marti Contractors Ltd, Sviss
Hópur 2: Metrostav a.s., Tékkland og Háfell ehf, Reykjavík
Hópur 3: E Pihl & Søn A.S., Danmörk og Ístak hf, Reykjavík
Hópur 4: Arnarfell ehf, Akureyri
Hópur 5: Leonhard Nilsen & Sønner As, Noregur og Héraðsverk ehf, Egilsstaðir
Hópur 6: China Railway Shisiju Group Corporation, Kína
Meðfylgjandi ljósmynd frá Héðinsfirði; tók Már Jóhannsson í sumar.
Föstudagur 16. desember 2005 Ég frétti af þeim Arnari Heimi og Örlygi á Bíó Café í dag, þar sem þeir voru eitthvað að "bauka" Í ljós kom að þar var Örlygur að aðstoða garðyrkjufræðinginn okkar við að koma upp ljósmyndasýningu; The Garden elf - listsýninguna ”Runólfur á ferð og flugi” Sýningin verður opnuð kl. 23:00 á Bíó Café Arnar Heimir Jónsson hefur tekið saman 31 ljósmynd sem er unnar eru sem fagurfræðileg atferlisrannsókn á tímum hnattvæðingar. Þetta eru skemmtilegar myndir sem vert er að skoða í skammdeginu og sannar að Arnari er margt til lista lagt, sem viðbót við garðyrkjuna.
Sýningin er öllum opin daglega kl. 11:00 – 21:00 fram til 3. janúar 2006.
Laugardagur 17. desember 2005
Jóladagar í Íslandsbanka á Siglufirði. Í gær föstudag var uppákoma í Íslandsbanka, þar sem Vorboðakór eldri borgara söng fyrir gesti og gangandi og þáði að lokum ásamt þeim sem vildu ríkulegar veitingar í kaffistofu starfsfólks bankans
Laugardagur 17. desember 2005 Garðaverðlaun 2005 Viðurkenning fyrir vel hirta garða á árinu 2005 var veitt í gær á Bíó Café vegna tveggja garða. Annars vegar garðurinn við hús þeirra hjóna Helga Antonssonar og Júlíu Hannesdóttur og hins vegar þeirra Ástu Júlíu Kristjánsdóttur og Hálfdáns Sveinssonar. Fengu þau fallegan áletraðan skjöld, og í stað blómvandar eins og venjulega við þessa árlegu athöfn, þá færði garðyrkjustjórinn þeim skóflur, sem honum fannst vel við hæfi góðra garðyrkjumanna. Myndir HÉR
Laugardagur 17. desember 2005
Þegar þessi mynd var tekin klukkan 16:00 í gær hafði smá skýjahulu brugðið fyrir tunglið í lognblíðunni séð frá Hvanneyrarkrók á Siglufirði.
Laugardagur 17. desember 2005
Aðsent og....... Siglfirsk sálumessa.
Mér var bent á umfjöllun Össurar Skarphéðinssonar á Bloggsíðu sinni, um "aðdraganda" ferðar þeirra félaga Kristjáns Möller og Össurar norður á Siglufjörð þann 11 desember síðastliðinn, þar sem Össur flutti ræðu í kirkjunni á Siglufirði. --
Ég er ekki trúrækinn maður og fylgist því ekki með því sem fer fram á þeim vígstöðvum, jafnvel þó svo Össur mæti, þannig að ég hafði ekki heyrt af þessari uppákomu fyrr.
En til að fræðast aðeins um málið þá geta menn og konur farið á Bloggsíðu Össurar og lesið um málið. (sunnudagur 11. des)
Laugardagur 17. desember 2005 - Veitingastaðurinn Pizza 67 var opnaður í dag klukkan 13:00, þarna eru glæsileg aðstaða. (þar sem Rafbær var áður til húsa í Aðalgötunni)
Góð aðstaða er þarna á hlýlegum stað, til að taka við smærri hópum ferðamanna sem og hinum almennu gestum sem leið eiga um miðbæinn. Þarna er á boðstólnum auk hinna hefðbundnu Pizza og skyndibita, einnig allur venjulegur matur steiktur eða soðinn eftir óskum viðskiptavinanna, svo og auðvitað kaffi og meðlæti.
Við litum þarna inn við opnunina, "starfsmenn" "Lífið á Sigló"" Ég SK og Sveinn Þorsteinsson og fengum okkur kaffi, en við vorum meðal fyrstu viðskiptavina.
Arna Björk Baldursdóttir - Guðlaug Auður Eiríksdóttir - Helga Lúðvíksdóttir -Hildur Una Óðinsdóttir - Una Agnarsdóttir - Ásta Oddsdóttir - Magnús Tómasson og forstjórinn Tómas Pétur Óskarsson
Steingrímur og Sveinn
Laugardagur 17. desember 2005
Lionsmenn opnuðu í dag sína hefðbundnu jólatréssölu, og fyrstu menn á vaktinni mættir (að sjálfsögðu) þegar ég leit við.
Jón Sigurðsson - Hörður Hjálmarsson - Jón Hólm Hafsteinsson - Jón Ásgeirsson og Júlíus Hraunberg