Sunnudagur 14. ágúst 2005 -- Ein gömul:
Kórfélagar í Karlakórnum Vísir: Daníel Þórhallsson - Sigurjón Sæmundsson - Þorsteinn Hannesson - Þormóður Eyjólfsson - Halldór Kristinsson og ?
Sunnudagur 14. ágúst 2005 -
Þýska skútan Mesuf. kom hér síðastliðinn föstudag og fór aftur héðan í gær um hádegisbilið.
Sunnudagur 14. ágúst 2005 -- Aðsent: Þann 11. ágúst síðastliðinn voru aðalverðlaunin í sumarleik Íslandsbanka á Siglufirði dregin út. Um þriðjungur þeirra krakka sem leggja inn sumarlaunin sín í bankann voru mætt til að smakka á góðgæti og fylgjast með Arnari Heimi Jónssyni, stjórnanda vinnuskólans draga út vinningshafann. Elísa Gylfadóttir var sú heppna og hlaut hún að launum glæsilegan Apple iPod-mini tónlistarspilara. En allir sem mættu fengu einnig 2 bíómiða að gjöf frá Íslandsbanka. Við viljum einnig taka fram að þeir krakkar sem voru í pottinum og hafa ekki fengið bíómiða geta komið í Íslandsbanka og náð í þá.
Á myndunum má sjá krakkana með bíómiðana og vinningshafann Elísu taka við verðlaununum af starfsmanni Íslandsbanka. -- Með kveðju, starfsfólk Íslandsbanka á Siglufirði
Sunnudagur 14. ágúst 2005
Það hefur verið mikið að gera hjá félögum í hestamannafélaginu Glæsir á Siglufirði, en þeir tóku meðal annars á móti vinum og félögum frá Ólafsfirði, Fljótum og Hofsósi, eitthvað af öðrum flækingum slæptust með sagði einn félaginn ("og brosti !").
Það var og er mikið á dagskrá hjá þeim alla helgina, td. var sameiginlegur reiðtúr í gær, svo leikir og sprell í framhaldi af því.
Ég var vitni af sameiginlega reiðtúr þeirra í gær og tók nokkrar myndir sf því tilefni. Þessi einmanna hestur sem þarna er á myndinni var einn og yfirgefinn innan girðingar og fylgdist með öllu hestastóðinu og knöpum úr fjarlægð. Sennilega hefði hann þegið að vera með í hópnum. Fleiri eru myndir HÉR
14. ágúst 2005
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kom víða við í heimsókn sinni til Siglufjarðar í gær, meðal annars tók hann virkan þátt í gleðinni sem ríkti hjá Síldarminjasafninu, þar sem leikarar Leikfélags Siglufjarðar fóru á kostum að venju.
Gleði sem var svo smitandi að ráðherrann tók þátt í henni með því að hausskera og salta síldina, þrífa stúlkurnar eftir söltunina og taka svo þátt í dansinum á eftir.
Þetta uppátæki hans bætti aldeilis á þá ánægju sem fyrir var hjá gestunum sem þarna voru mættir, það má glöggt sjá á þeim myndum sem hér fylgja
Mánudagur 15. ágúst 2005
Aðsent:
Þó svo að myndasyrpa sú er ég birti hér, fékk myndirnar sendar frá vini mínum Tryggva Björns, sem auðvitað er Siglfirðingur alveg frá toppi til táar - og einn af uppáhalds leikurum mínu Clint Eastwood kemur þar við sögu, vegna kvikmyndatöku á myndinni FLAGS OUR FATHERS -
Þá geri ég undantekningu frá reglunni og birti myndir sem ekki tengjast Siglufirði. Sands of Iwo Jima (1949) sem er mér ógleymanleg frá því að ég sá hetjuna mína John Wayne leika í "fyrri" myndinni þegar ég var unglingur. (en margir Siglfirðingar dást einnig af Clint)
Mánudagur 15. ágúst 2005 Hans Christian Schmidt matvælaráðherra Dana kom í heimsókn á Síldarminjasafnið í gærmorgun í fylgd Íslenska sjávarútvegsráðherrans Árna Matthíassyni og fríðu föruneyti. Ráðherrann Danski kom til Íslands til að kynna sér sjávarútvegsmál. Þeir komu til Siglufjarðar og skoði sig um á Siglufirði ásamt föruneyti. Nokkrum trillukörlum, hafnarverði og fleirum var boðið til hádegisverðar með ráðherrum og fylgdarliði í Bátahúsinu. Meðfylgjandi myndir voru teknar í og eftir hádegi í gær inni í Bátahúsi Síldarminjasafnsins.
Mánudagur 15. ágúst 2005
Það "nýjasta" frá Vegagerðinni um Héðinsfjarðargöng.
Hérna er hluti af framkvæmdakorti númer 7 í nýjasta fréttablaði Vegagerðarinnar.
Þriðjudagur 16. ágúst 2005 Ein gömul: Bakka guttar: Stefán Ásgrímsson - Rúnar Marteinsson(?) - Kristinn Steingrímsson og Björn Ásgrímsson Tekið árið í aprílmánuði 1971
Þriðjudagur 16. ágúst 2005 -- Stoltur veiðimaður. Þessi ungi veiðimaður Gunnar Freyr Þorleifsson, (sonur Leifa Ella) er 13 ára gamall, hann fékk að fara með frænda sínum í veiðitúr í Laxá í Refasveit í gærmorgun og krækti þá í þennan væna fisk sem hann auðvitað er mjög stoltar af. Hann biður fyrir kæra kveðju suður til afa og ömmu í Reykjavík; Viðars Ottesen og Jónu.
Þriðjudagur 16. ágúst 2005
Smá óhapp við höfnina, lítill lyftari hafnaði á hliðinni, engin meiðsli urðu sem betur fór, og var lyftarinn fljótlega kominn á réttan kjöl aftur.
Aðsent: Þorsteinn Sveinsson
Þriðjudagur 16. ágúst 2005 Aðsent: Mynd úr Héðinsfirði nú um síðustu helgi sem sýnir framkvæmdir við gangnamunna að vestanverðu í firðinum.
Ljósmynd: Már Jóhannsson
Þriðjudagur 16. ágúst 2005
Frá Menntamálaráðuneytinu:
Í júní síðastliðnum voru auglýstir styrkir til skráningar og miðlunar menningarefnis á landsbyggðinni, í samráði við Iðnaðarráðuneytið og sem hluti af áætluninni Átak um menntun og menningu á landsbyggðinni.
Alls er gert ráð fyrir þremur úthlutunum og er þetta sú þriðja í röðinni.
Til ráðstöfunar voru tíu milljónir.
Alls bárust 54 umsóknir og sótt var um rúmlega 80 milljónir. ---
Upptalning þeirra 15, sem styrk hlutu má skoða neðst á þessari síðu
Miðvikudagur 17. ágúst 2005 Kunnug andlit: Þrennt er sameiginlegt með þessum myndum: Allir unnu þeir við höfnina við margvísleg störf, enginn þeirra þó hjá Hafnasjóði.
Nöfn þeirra eru: Björn Frímannsson bifreiðastjóri, Kristinn Sigurðsson bifreiðastjóri, Þorvaldur Þorleifsson stúari, Erlendur Jónsson (Elli í Leyningi) stúari, Ágúst Stefánsson stúari, Ægir Jóakimsson stúari, Barði Ágústsson stúari og Guðmundur Oddur Jóhannsson kranamaður
Miðvikudagur 17. ágúst 2005 -- Tækni- og umhverfisnefnd - 21. júlí 2005 --
Að gefnu tilefni og af fullri ástæðu, þá var gerð eftirfarandi bókun í tækninefnd...: Nefndin leggur til að farið verði eftir reglugerðinni sem heimilar aðgerðir vegna lausagöngu fjár. --- Mér leikur forvitni á að vita, loksins eftir að ég fékk tækifæri til að berja "nýjustu" fundargerðir bæjarins augum. ---- Hverra áhrifa bjuggust nefndarmenn við af ofannefndri bókun ? --- Ég spyr í einlægni, þar sem þessar helv... rollutussur, sem tilefni hefur væntanlega verið að bókuninni, eru enn og hafa verið í allt sumar jarmandi og snuðrandi fyrir norðan og neðan svefnherbergisglugga minn. Auk þess sem nágrannar mínir hafa átt í fullu fangi daga og nætur, við að reka frá þeim gróðri og jurtum sem þeir hafa lagt mikla vinnu í að koma upp, fyrir utan eyðileggingu þessara fáu plantna sem komið hefur verið fyrir og dyttað að, af vinnuskólanum í norðurbænum í sumar. Myndin hér við hliðina er tekin klukkan 08:30 í morgun út um svefnherbergisgluggann minn, þar sem rollur eru að gæða sér í "kálgarðinum" mínum.- og fleiri aðeins norðar
Miðvikudagur 17. ágúst 2005 --- Þriðji Flokkur Kvenna --- KS - Þór klukkan 17:00 á Hólsvelli í dag
Allir eru hvattir til að mæta og hvetja stelpurnar.--- Þær eru búnar að vinna alla leikina í sumar og eru komnar í úrslit í íslandsmótinu og ætla að klára sumarið með stæl. --- Kveðja 3 flokkur.
Ég ætla að mæta með myndavélina. SK
Miðvikudagur 17. ágúst 2005 4.flokkur karla - KS er að fara spila við ÞÓR í dag kl. 16.00. Þeir þurfa að vinna leikinn til að komast í úrslit í Borgarnesi næstu helgi og vantar því mikla hvatningu.. Um að gera að skella sér á völlinn í góða veðrinu til að hvetja 4.flokk karla-KS og 3.flokk kvenna-KS.
P.s. 6.flokkur kvenna-KS spilar í úrslitum á Neskaupstað um næstu helgi...
Fimmtudagur 18. ágúst 2005
Ein gömul:
Horfin fjárhús, (en rollurnar leika þó enn lausum hala)
Þessi fjárhús voru staðsett ofan við Háveg, þar til snjóflóð tók húsin 14. febrúar 1971
Fimmtudagur 18. ágúst 2005 -- 4.flokkur karla - KS - ÞÓR lauk með sigri KS í gær 8:2 -- Myndasyrpa Hér
Fimmtudagur 18. ágúst 2005 -- Þriðji Flokkur Kvenna --- KS - Þórlauk með sigri KS í gær 3:2 -- Myndasyrpa Hér
Fimmtudagur 18. ágúst 2005
Gógó:
"Það eru 65 ár síðan ég keppti fyrst í fótbolta hér á Siglufirði" sagði þessi gamli KA-ingur þar sem hann fylgdist með leik KS og KA á Hólsvelli síðastliðinn föstudag.
"Í KS-liðinu man ég vel eftir þeim Braga Magg, Jóhanni Möller, Geira Gústa, Alla King kong og Berta, sem ég held að hafi verið besti markvörður KS fyrr og síðar".
Sá sem þetta sagði heitir Ragnar Sigtryggsson, betur þekktur hér á Siglufirði og öðrum norðlenskum knattspyrnubæjum sem Gógó. Hann var 15 ára í sínum fyrsta leik hér á Sigló og segir að þá hafi verið keppt á grasvelli sunnan við Langeyrina, sem hafi verið hálfgerð mýri.
Hann lék síðast með KA 1963 og var fyrsti Akureyringurinn sem lék með Íslenska landsliðinu en það var gegn Belgíu 1957. --
Þetta sagði Gógó við Örlyg Kristfinnsson, er þeir sátu saman á dögunum og fylgdust með leik KS og KA á Hólsvelli
Fimmtudagur 18. ágúst 2005
Ég var beðinn að taka mynd af þessum fugli - og spurður í leiðinni hvort ég vissi hvaða fugl þetta væri. Þegar mig bar að garði var fuglinn all nokkuð fjarri, svo myndin er ekki eins góð og æskilegt væri til að bera kennsl á hann, en farið var að bregða birtu í gærkveldi er myndin var tekin. - Ekki svo að skilja að ég sé nokkur fugla spekingur, þar eð þekking mín á fuglum takmarkast við kríuna (þe. útlitið) Þetta er þó nokkuð líkt kollu, en grái liturinn á bakinu og undir vængjunum ruglar mig.
Vaknið þið spekingar og látið okkur vita um þetta "afbrigði" ---- Svar: Að öllum líkindum er þetta æðarfugl og nánar til tekið bliki. Blikarnir geta tekið á sig ýmsar litmyndir bæði á fjaðrafellitíma síðsumars og þegar unglingar færast í ham fullorðins blika. Kveðja - Örlygur Kristfinnsson
Fimmtudagur 18. ágúst 2005
Um 30 húsbílar komu í bæinn í gær með stuttu millibili og kom sér fyrir á tjaldstæðinu við Torgið. Flestir bílarnir eru frá Svíþjóð og Noregi og tilheyra húsbílaklúbbum þar í löndum og eru á hringferð um landið.
Hingað komu þeir þrátt fyrir að þurfa að aka hluta leiðarinnar til baka (Héðinsfjarðargöng eru ekki komin !)
En Síldarminjasafnið, það hefur aðdráttarafl sem og fjörðurinn okkar Siglufjörður.
Fimmtudagur 18. ágúst 2005
Aðsent: Þessa mynd fékk ég senda í morgun frá tveim aðskildum aðilum og læt ég báða textana fylgja til gamans:
Í gær áttust við landslið Íslands og Suður Afríku á Laugardalsvelli. Leiknum lauk með 4-1 sigri okkar Íslendinga. Grétar Rafn Steinsson (sonur Laugu og Elmars) var í byrjunarliði Íslands og skoraði fyrsta mark leiksins og kom þar með Íslendingum yfir 1-0.
Á myndinni má sjá Grétar ásamt Árna Heiðari eftir leik. AÞM --- Og hinn textinn:
Hér er mynd af tveim þekktum Siglfirðingum, rétt er að geta þess að annar þeirra skoraði fyrsta markið gegn Suður-Afríku í gær þegar Ísland sigraði Suður-Afríku 4-1. Spurningin er hvor þeirra?
Kveðja, Siggi Helga. (ljósmyndari, líklega Andri Janusson. ?)
Fimmtudagur 18. ágúst 2005
Félag Eldri borgara á Siglufirði og í Fljótum.
Á milli 30-40 eldri borgarar héldu af stað í morgun áleiðis í fjögurra daga öræfaferð.
Fimmtudagur 18. ágúst 2005
Aðsent: Sæll Steingrímur. Við hjá Tæknideild bæjarins gerum okkur grein fyrir þessu rollu vandamáli og erum að vinna í málinu. Svar okkar núna í bili er þó í bundnu máli og hljóðar svo.
Féið þykir fagurt.Frjálst það leikur sér.Verður varla magurtVið túnfótinn hjá þér.----- Kv. Einar Hrafn. ---
Gaman væri ef ég væri fær um að svara þessu ágæta ljóði að hætti hagyrðings, en ég er ekki þeim gæfum gæddur að geta það og skora því á einhvern sem það getur, að svara fyrir mig. Það eina sem ég vil koma á framfæri varðandi þetta og væntanlegum "bjargvætti mínum" að þó svo að, rollurnar fitni í túngarði mínum, þá er það haft fyrir satt að svefnleysi sé góð leið til að megrast, það er hjá þeim sem ekki nota tækifærið á nóttunni til að læðast í ísskápinn. -- Takk fyrir vísuna Einar Hrafn, vonandi verður vinna ykkar í málinu búin að skila árangri fyrir næsta sumar, en senn er liðið að lokum sumarsins í ár.
ES. Sumar rollur eru ljóðelskar og freta bara á mann, sk
Föstudagur 19. ágúst 2005
Ein gömul:
Slökkviliðið; dælubíllinn prófaður og yfirfarinn á góðvirðisdegi á Hafnarbryggjunni í júní 1971 Á myndinni eru;
Guðmundur Skarphéðinsson - Egill Stefánsson, (sennilega) og Kristinn Georgsson.
Föstudagur 19. ágúst 2005 -- Vargfugl ! Þeir eru líklega svangir þessir, veisluborðin frá í sumar, ekki eins auðug. Kolluungarnir, ekki lengur það viðráðanlegir að auðvelt sé að ná þeim og þessir fuglar og aðrir félagar þeirra, greinilega farnir að huga að einhverju öðru æti. Myndin er tekin í rigningunni í gær.
Föstudagur 19. ágúst 2005
Nokkrar vísur mér til stuðnings -- Óbeint til Tæknideildar bæjarins, hafa borist og eru þær neðst á þessari síðu. Þá hafa einnig borist ýmsar vísbendingar í óbundnu máli, sem aðallega beinast til Tæknideildar í formi ráðgjafar.
Hér er ein í stuttu máli: Fyrir Austan land hafa verið gefin út veiðileyfi á hreindýr, sem viðkomandi byggðarlög hafa haft góðar tekjur af, vegna ásóknar skotveiðimanna, einnig frá auðugum útlendingum. Gefið út veiðileyfi á rollurnar hér innanfjarðar, það yrði drjúg tekjulind fyrir bæjarkassann. Vísurna eru neðst á þessari síðu
Föstudagur 19. ágúst 2005
Hún Hrönn Einarsdóttir, vinkona mín hefur unnið á Sveitahóteli í sumar, hún sendi mér þessa kveðju og mynd, jafnframt til að lofa öðrum að vita:
Þessari dvöl í sveitinni er lokið og hún er kominn heim:
Þessa mynd er tekinn fyrir ofan Stóru Giljá í húnavallarsýslu.
Föstudagur 19. ágúst 2005
Vinna við Bakkatorgið miðar þokkalega. Þessar myndir voru teknar rétt fyrir hádegið í dag. (hvernig lýst ykkur á nafnið?) Myndirnar hér fyrir neðan
Laugardagur 20. ágúst 2005 --- Það hefur ekki farið framhjá neinum, sem fylgist með veðrinu á Sigló, að hér hefur verið að undanförnu leiðinda rigningarsuddi og kuldi, í amk. tvær í vikur. -- En í gær urðu mikil umskipti, heiðskír himinn og sólskin með hita sem nálgaðist óþægindi í húsagörðum.
En þetta var góð tilbreyting. Raunar fullyrti ég við vini mína Baldvin og Ingu sem komu heim á Siglufjörð í fyrrakvöld, að þau hefðu komið með sólina með sér. Myndin til vinstri er af þeim hjónum seinni partinn í gær, en Baldvin var að dytta að húsi sínu sem endra nær, og Inga að undirbúa kvöldmatinn er mig bar að garði. Nokkru sunnar við sömu götu voru hjónin Jón Sigurðsson og kona hans Guðbjörg Ásgeirsdóttir í skugga frá trjágróðri og slöppuðu af, en Jón er farinn að undirbúa klæðningu á sitt hús - Þær eru orðnar smitandi þessar aðgerðir gesta okkar sem hér hafa keypt hús til að dvelja í um helgar og í frítímum sínum og eru sífellt að dytta að og fegra fasteignir sínar. En heimamenn eru í auknum mæli farnir að huga að sínum húsum, og bæta útlit þeirra.
Laugardagur 20. ágúst 2005
Sendi þér nokkrar myndir sem ég tók í gær þegar ég fór til Grímseyjar með Fokker flugvél FÍ. Flugstjórinn gerði það fyrir okkur að fljúga svona út Eyjafjörðinn svo við gætum séð "firðina okkar" úr lofti. ---
Á myndunum má sjá meðal annars. Ólafsfjörð, Hvanndali, Héðinsfjörð, og að sjálfsögðu Siglufjörð, svo og Grímsey. --
Einnig myndir teknar úr Grímsey af fjöllunum okkar, þarna má sjá Ólafsfjörð, Héðinsfjörð og Siglufjörð í sömu myndinni. -
Þarna sá ég m.a. til framkvæmda Stefáns á Nesi í Héðinsfirði, sem glöggir geta kannski séð, rétt innan við vatnið. Tilefni ferðarinnar var að fagna endurbyggingu flugvallarins í Grímsey. --- Sendi " Lífinu á Sigló " þessar myndir svo fleiri megi njóta þeirra. --- Kær kveðja Kristján L Möller
Laugardagur 20. ágúst 2005
Á heimleið --
Óskar Berg sendi mér þessa mynd í gærkveldi, en hann smellti á þau hjónin Sturlaug Kristjánsson og Fanney Hafliðadóttur sem voru á heimleið eftir kvöldkaffi, í blíðunni um klukkan 23:30 á vespunni sinni.
Laugardagur 20. ágúst 2005
Nýtt á "Lífið á Sigló" Ég hefi að undanförnu átt í basli með tengingu á upplýsingum frá Veðurstöðinni í Bakka beint út á netið, en ég hefi þurft til þessa, að gera þetta handvirkt.
En nú hefi ég með aðstoð góðs vinar bætt úr þessu, og geta nú þeir sem vilja huga að veðrinu heima á Sigló, smellt á tengilinn.
Tengil sem einnig er staðsettur efstur á meðal annarra tengla hér efst á blaðsíðunni -og þá koma fram nýjar veðurlýsingar sem uppfærðar eru á 10 mínútna fresti --- Það ber þó að athuga, að eftir er að íslenska textann vegna upplýsingana, en það kemur síðar.
Laugardagur 20. ágúst 2005 -- Margbreytilegur gróður þrífst alveg niður að flóðmörkum í sandinum í fjörunni í Hvanneyrarkrók. Þessi mynd er ein af þeim plöntum sem ég tók myndir af, en hún var staðsett efst uppi á sandhaug neðst í fjörunni við flóðmörkin.
Laugardagur 20. ágúst 2005
Þessir krakka voru við leik við Suðurgötuna í morgun, þau heita Sölvi Guðnason - Björn Vilhelm og Rakel Heimisdóttir
Í júní voru auglýstir styrkir til skráningar og miðlunar menningarefnis á landsbyggðinni, í samráði við Iðnaðarráðuneytið og sem hluti af áætluninni Átak um menntun og menningu á landsbyggðinni. Alls er gert ráð fyrir þremur úthlutunum og er þetta sú þriðja í röðinni. Til ráðstöfunar voru tíu milljónir. Alls bárust 54 umsóknir og sótt var um rúmlega 80 milljónir.
Háskólinn á Hólum og Byggðasafn Skagfirðinga, Ragnheiður Traustadóttir, Upplýsingabrunnurinn Greipur - miðlun fornleifarannsókna í Skagafirði: kr. 1.000.000
Uppsveitir Árnessýslu, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Þjórsárdalur - minjar frá Söguöld: kr. 1.000.000
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Gagnvirkt fræðsluforrit á neti um Gísla sögu Súrssonar: kr. 700.000
Fjölbrautarskóli Vesturlands og Bókaútgáfan Bjartur, Hjálmaklettur - kennsluvefur um Egilssögu: kr. 700.000
Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti, Upplýsinga- og fræðsluvefurinn Latrabjarg.is: kr. 700.000
Skriðuklaustursrannsóknir, Tölvutæk endurgerð miðaldaklausturs á Skriðu í Fljótsdal: kr. 700.000
Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja, Horfinn heimur - rafrænt gosminjasafn: kr.700.000
Grettistak ses., Á Grettisslóð, skráning upplýsinga um fornleifar, örnefni og sögustaði sem tengjast Grettissögu: kr. 700.000
Steinasafn Petru, Austurbyggð, Skráning á steinasafni Petru: kr. 700.000
Safnahúsið á Húsavík, Þingeyskur sögugrunnur - kortagerðarverkefni: kr. 500.000
Fornleifafræðistofan, Sagan í sandinum, nunnuklaustrið á Kirkjubæ: kr. 500.000
Uppsveitir Árnessýslu, Skúli Sæland, Sögubrot síðustu alda, menningarsaga uppsveita Árnessýslu: kr. 500.000
Fornleifavernd ríkisins, Sauðárkróki, Stöðlun fornleifaskráningar á Íslandi : kr. 500.000
Menningarsetrið að Útskálum, Vefsjá með prestsetrum og kirkjum: kr. 500.000
Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri, Gerð vefsíðu fyrir safnið: kr. 300.000
Steingrímur Kristinsson, verkefni: Fréttamiðillinn Lífið á Sigló -- Ljósmyndasafn Steingríms, --- Bíósaga Siglufjarðar, --- Mjöl og lýsissaga --- og fleira: kr. 300.000
Tengillinn þarna: Ljósmyndasafn Steingríms er ekki virkur í dag. Ásæður tilgreindar hér neðar. En hinit tenglarnir vís nú í dag til Uppfæsla frá Backupp diskum sem ég hefi varðveitt.
Fyrst þegar ég kom ofar nefndum síðum mínum á Internetið, notaði ég erlendar hýsingar þar sem kostnaður (verð) það sem þeir fáu innlendu sem buðu uppá var yfirgengilegur, vægt til orða tekið miðað við sem ég borgaði erlendis. Síðar árið 2004 þá keypti ég mér sörver sem ég þá sendi síður mína út á netið heiman frá mér við Hvanneyrarbraut 80 – Þetta borgað sig fljótt, auk þess sem þetta var mikið þægilegra, allt við höndina á meðan vinna stóð yfir og engin niðurhöl á með unnið var.
Það breyttist árið 2008 er Róbert Guðfinnsson og ég stofnuðum fyrirtækið SKSigló ehf. (60/40%) sem yfirtók sörverinn sem fluttur var til leiguhúsnæðis við Suðurgötu 10 og ég nánast hætti afskiptum af sörvernum og tilheyrandi, sem og Ljósmyndasafni Siglufjarðar sem fyrirtækið yfirtók einnig.
Skipt var um hýsingu hvað Fréttavefinn Lífið á Sigló varðaði auk nokkur þúsund ljósmynda sem þangað vour fluttar og aðgengilegar enn ??.
Gamli sörverinn hélt áfram að senda út á netið með tilheyrandi efni, en var ekki uppfærður. Þetta gekk snuðrulaust um tíma, en svo bilaði sörverinn eða tengingar honum viðkomandi, sem hýsti allar þessar síður sem nefndar eru hér ofar. Því miður þá hefi ég ekki neinar upplýsingar um hvað skeði, annað en síðurnar þarna voru ekki lengur tiltækar. Síða sú sem þessar upplýsingar eru á hefi ég verið að uppfæra með efni sem ég átti sem backup, það er Lífið á Sigló 2003 til 2006 (væntanlega)
Föstudagur 19. ágúst 2005 Tæknideild bæjarins sendi mér vísukorn, varðandi lausagang rolla á svæðinu í kring um hús mitt sem ég hafði leitað svara við, þar sem ég er ekki fær til að kveða vísur, til að svara Tæknideildinni, þá óskaði ég aðstoðar lesanda minna. Nú þegar hafa nokkrir veitt mér stuðning og sent mér vísur.
Tæknideildin:
Féið þykir fagurt.Frjálst það leikur sér.Verður varla magurtVið túnfótinn hjá þér.:Hrafni þykir "féið" flott,frjálst, með mör á vömbum.Eins finnst Krumma ketið gott-Kroppar augu úr lömbum-Kindur éta kálið mitt,halda fyrir mér vöku,bærinn gerir ekki sitt,en sendi í staðinn stökuKannski féð sé fagurí túngarðinum hjá mér,þá er ég nógu magurþað hver helvíta maður sér.Frá ónafngreindum:
Rollurnar heima í hlaði,halla sér nú undir flatt.Í áhaldahúsið með hraðiþar Hrafninn nú gæti þær glattHafsteinn nefnist maður Hólmheld hann þekki flestir.Rollurnar hafðu reyrðar í hólfropa bæjarins mestir.SK @
Undanfarin árhafa þeir aðeins talaðá meðan fæddust einstök sárhjá þeim sem í beðin hafa raðað.leirmann:
Dýravinur hann er hollurog hrifinn er af ketinuað í bæjum, rási rollurréttlætir á netinu.Frá ónafngreindum:
Í skaparanns sælu til sveita,er sonur sem brögðum kann beita.Með háði og spott,sagði Hraunarinn hott,í haust veit svo hvar á að leita.Amast Grímur ánum yfirannast ekki vill um þærÞó hann viti að þjóðinni lifirÁ þeirri sem er honum svo kærHann bregst þeirra björtustu vonum,einn betri af bæjarins sonum,og þær vill hann skjóta, - eða senda til Fljóta,fyrir að laðast að honum.Þótt rollurnar hungraðar hími, en helgi sér ákveðið rými,og fylli sinn maga, - jafnt nætur sem daga, í kálgarðinum hjá Grími.£ Varðandi þessa vísu, vil ég taka fram að Hafsteinn Hólm hefur ekki átt og á ekki neinar af þeim rollum sem hér ganga lausar, hann þarf ekki að reyra sínar rollur, þær eru í löggiltum haga langt í burtu frá Siglufirði.
SK@ "Þessi vísa" -- bara kom, ég veit ekki hvernig, en þetta er fyrsta og eina "vísan" sem nokkru sinni hefur oltið frá mér. Hvort einhver stuðlaregla hefur verið brotin, þá kæri ég mig kollóttann. SK
X Þetta er samt bara vel meint Kveðja - Leó.
A Ég á erfitt með að skilja hvers vegna Siglfirðingar virðast vera svona á móti sauðkindinni! Ég skil að fólk vilji ekki hafa hana í görðum hjá sér, en girðingar ættu ekki að vera neitt stórmál! Sérstaklega eftir að búið verður að girða allan bæinn með snjóflóðavarnargörðum!! -- Sjáið hvernig hlíðarnar eru að verða, ekkert nema gul sina sem er ekki glæsileg á að líta, það eina sem er almennilega grænt eru þau svæði sem hross ganga á og bíta! Ég vil leyfa sauðfjárhald í Siglufirði en um leið þurfi að setja upp sauðheldar girðingar! ---
Kv Sævaldur Jens Gunnarss