Lifið 9.-15. apríl 2006

Fréttavefurinn Lífið á Sigló

9. til 15. apríl 2006



Sunnudagur 9. apríl 2006

Ein gömul:

Hvaða unglingur og raunar margir fullorðnir ætli að hafi ekki spreytt sig á köðlunum í Rauðku krana eins og þarna og hjá SR krönunum á 5. og 6. áratugnum ?

Ljósmynd: Halli Nonni

Sunnudagur 9. apríl 2006 Sömu bjánalegu rökin og sömu hugsjónir virðast enn ríða fjöllum hjá ákveðnum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og voru fyrir nokkrum áratugum, þegar á tímabili mátti halda að Vilhjálmur Egilsson og vinur minn Kristján Möller væru samflokka. Því nú virðast hinir yngri þingmenn Sjálfstæðisflokksins vera búnir að fá sömu skinvilluna og fyrri flokksbræður, það er að breyta þurfi klukkunni til að geta verið í návist fjölskyldunnar............... << Smelltu á myndina til að lesa meira


Mánudagur 10. apríl 2006

Ein gömul: Þessi mynd er frá þeim gömlu góðu tímum þegar Siglfirðingar fylgdust vel með síldveiðunum, raunar fjölmiðlarnir einnig. Annað en nú til dags þar sem mest spennandi viðfangsefni margra þeirra eru hrakfarir annarra og peningastreymi bankastofnana, þaðan sem margir krakkar halda í dag að peningarnir komi. Þessi mynd er af Siglfirðing SI 150, fyrsta Íslenska skuttogaranum, sem stundaði togveiðar á vetrum en síldveiðar á sumrin.

Apríl árið 2006Framboðslistar flokka sem buðu sig til framboðs við fyrstu Sveitarstjórnar kosningarnar í hinu sameinaða sveitarfélagi Siglufjarðar og Ólafsfjarðar

Framboðslisti Sjálfstæðismanna á Siglufirði og Ólafsfirði við sveitarstjórnar kosningarnar þann 27. maí 2006.

  • 1. Jónína Magnúsdóttir skólastjóri, Siglufirði
  • 2. Þorsteinn Ásgeirsson aðalbókari, Ólafsfirði
  • 3. Guðmundur Skarphéðinsson vélvirkjameistari, Siglufirði
  • 4. Kristján Hauksson netagerðarmeistari, Ólafsfirði
  • 5. Anna María Elíasdóttir skrifstofumaður, Ólafsfirði
  • 6. Þórarinn Hannesson íþróttakennari, Siglufirði
  • 7. Snjólaug Ásta Sigurfinnsdóttir bæjarfulltrúi, Ólafsfirði
  • 8. Margrét Ósk Harðardóttir bankastarfsmaður, Siglufirði
  • 9. Hörður Ólafsson húsasmíðameistari, Ólafsfirði
  • 10. Ásmundur Einarsson framkvæmdastjóri, Siglufirði
  • 11. Tómas Einarsson steinsmiður, Ólafsfirði
  • 12. Víbekka Arnarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, Siglufirði
  • 13. Sverrir M. Gunnarsson sjómaður, Ólafsfirði
  • 14. Jón Andrjes Hinriksson umboðsmaður, Siglufirði
  • 15. Sigríður Guðmundsdóttir skrifstofumaður, Ólafsfirði
  • 16. Erla Gunnlaugsdóttir kennari, Siglufirði
  • 17. Björn Jónasson fyrrverandi. sparisjóðsstjóri, Siglufirði
  • 18. Ásgeir Logi Ásgeirsson framkvæmdastjóri, Ólafsfirði

Vefsíða listans: http://firdingur.xd.is

Framboðslisti H-lista félagshyggjufólks og óháðra, í sameiginlegu sveitarfélagi, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar

  • 1. Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi
  • 2. Sigurður Egill Rögnvaldsson, símsmíðameistari og bæjarfulltrúi
  • 3. Bjarkey Gunnarsdóttir, kennari
  • 4. Ólafur Kárason, byggingarmeistari og formaður bæjarráðs
  • 5. Runólfur Birgisson, bæjarstjóri
  • 6. Inga Eiríksdóttir, kennari og rekstrarfræðingur
  • 7. Þormóður Sigurðsson, iðnverkamaður
  • 8. Marín Gústafsdóttir, skólaliði
  • 9. Bergþór Morthens, myndlistamaður
  • 10. Rögnvaldur Ingólfsson, húsvörður
  • 11. Katrín Sif Andersen, bókari
  • 12. Magnús G. Ólafsson, tónskólastjóri
  • 13. Björn Valur Gíslason, stýrimaður
  • 14. Guðjón Sverrisson, prentari
  • 15. Ríkey Sigurbjörnsdóttir, aðstoðarskólastjóri
  • 16. Gunnar Reynir Kristinsson, form. Sjómannafélags Ólafsfjarðar og bæjarfulltrúi
  • 17. Sigurður Jóhannesson, hjúkrunarfræðingur og bæjarfulltrúi
  • 18. Björn Þór Ólafsson, íþróttakennari

Framboðslisti B-listanns í Ólafsfirði og Siglufirði

Nafn Aldur Starfsheiti

  • 1. Hermann Einarsson 43 Innkaupastjóri
  • 2. Birkir J Jónsson 26 Alþingismaður
  • 3. Helga Jónsdóttir 57 Starfsmaður Hornbrekku
  • 4 . Katrín Freysdóttir 29 Fulltrúi
  • 5. Ásdís Pálmadóttir 57 Umsjónamaður dagvistar
  • 6. Rósa Jónsdóttir 40 Starfsmaður sambýlis
  • 7. Valþór Stefánsson 48 Læknir
  • 8. Ragnar Ingason 27 Nemi
  • 9. Þorgeir Bjarnason 35 Málarameistari
  • 10. Kristín Bogadóttir 46 Fulltrúi
  • 11. Adolf Árnason 42 Varðstjóri
  • 12. Hanna Þóra Benediktsdóttir 45 Starfsmaður Leikskála
  • 13. Rósa Jónsdóttir 30 Nuddari, Formaður GÓ
  • 14. Sveinn Zophoníasson 43 Verktaki
  • 15. Aðalbjörg Þórðardóttir 55 Starfsmaður Heilbrigðisstofnunar
  • 16. Guðrún Ó Pálsdóttir 51 Þjónustufulltrúi
  • 17. Ármann Þórðarson 77 Fyrrverandi kaupfélagsstjóri
  • 18. Skarphéðinn Guðmundsson 60 Kennari og bæjarfulltrúi

Mánudagur 10. apríl 2006 - Karlakór Siglufjarðar æfir nú stíft fyrir tónleika sem haldnir verða laugardaginn fyrir Páska, þessar myndir eru frá æfingu í dag. Dagskráin verður að vanda fjölbeitt og skemmtileg. Fleiri myndir HÉR >

Ljósmyndir Sveinn Þorsteinsson

Mánudagur 10. apríl 2006 --- Hið besta skíðaveður var um helgina á Skíðasvæðinu í Skarðdal. Ég skrapp upp á svæðið smá stund á gær til að skoða mannlífið, þó ekki á skíði þar sem þau eru ekki mitt áhugamál. Það sást að vísu ekki til sólar þann stutta tíma sem ég stoppaði, það vantaði þó ekki sólargeislana, en þeir sáust skína úr hverju andliti sem fyrir augun bar og greinilegt að viðkomandi nutu útverunnar. Myndir HÉR

Mánudagur 10. apríl 2006 ---

Þó margir hafi farið á Skíðasvæðið í Skarðdal í gær, voru þó þrír drengir sem létu sér nægja brekku niður frá Hafnargötunni, þeir bjuggu þar til "loftköst" og renndu sér á sleðum og tóku flugstökk. ---

Nokkrar myndir frá athæfi þeirra er HÉR


Mánudagur 10. apríl 2006 --


Sveinn Þorsteinsson var á aðalfundi Verkalýðsfélagsins Vöku í gær og sendi mér þessar myndir hérog fyrir neðan.


Mánudagur 10. apríl 2006 -- Til skoðunar fyrir þá flokka eða hópa sem áhuga hafa á að kynna sína frambjóðendur vegna næstu sveitarstjórnarkosninga á vefnum Lífið á Sigló, til dæmis fimm efstu menn af hvorum lista. Æskilegt er að myndir fylgi ásamt einfaldri kynningu á viðkomandi og áhugasviði á framgangi bæjarmála osfv. Vinsamlega hafið samband í tölvupósti, og eða síma 892-1569. Fyrirkomulag þessarar kynningar hefur ekki verið ákveðin, hver hópur / flokkur gæti tildæmis fengið hver sína síðu með áberandi tengli, en fyrirkomulag mun væntanlega taka mið af vilja frambjóðenda sjálfra sem þátt vilja að taka í þessari hugmynd. Viðkomandi efni yrði ekki birt fyrr en um viku fyrir kosningar. Frambjóðendur; komið með hugmynd. Þetta gæti verið góð kynning fyrir viðkomandi, og ef til vill komið einhverjum að gagni, af þeim 2000-3000 sem heimsækja daglega vefinn Lífið á Sigló. Steingrímur.

Þriðjudagur 11. apríl 2006

Ég var í Vancouver um helgina og rakst á einn ,,gamlan" Siglfirðing, Chris Bogan sem vann á Síldarminjasafninu heima á Sigló en hann býr núna fyrir ofan vinafólk mitt í Vancouver. Hann vildi endilega að ég sendi þér mynd af okkur til að sýna hvað heimurinn er í raun lítill. -- Annars er hann góður talsmaður Siglufjarðar, segir öllum sem á hann vilja hlusta hvað bærinn sé frábær og fólkið þar líka.

Bestu kveðjur heim, Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir

Þriðjudagur 11. apríl 2006 Í gærdag kom spegilfagur og skjannahvítur, nýjasta bátasmíði þeirra hjá Siglufjarðarseig úr móti sínu. Mótið var skrúfað laust og skrokkurinn hífaður upp. Þarna er búið að fjarlægja bakborðshluta mótsins og þarna standa þeir Sverrir Júlíusson, Guðni Sigtryggsson verkstæðisformaður og Stefán Jóhannsson, ánægðir með verk sitt og þennan áfanga.


Þriðjudagur 11. apríl 2006 -- Ferðaáætlun Ferðafélags Siglufjarðar 2006 Föstudagurinn langi 14. apríl. Gönguskíðaferð út á Súlur. Leiðsögumaður verður Magnús Eiríksson. Mæting upp í Skarði upp við lyftuhús kl. 12.00 - Þjóðlagahátíð 5.- 9. júlí. -- Farin verður Skarðsganga í samstarfi við Þjóðlagahátíð.

Helgina 28. - 30. júlí verður fjölskylduganga og gengið út að rústum gömlu Evangers verksmiðjunnar. -- Pæjumótshelgina 11. - 13 ágúst - 13. ágúst verður gengið í Héðinsfjörð. Nánari upplýsingar um ferðir félagsins má fá í síma 844-3855 og með því að senda póst á arnar@siglo.is --- Athugið að ferðir geta breyst án fyrirvara meðal annars vegna veðurs. -- Fylgist því með á vefnum "Lífinu á Sigló".

Þriðjudagur 11. apríl 2006 Frá Foreldraráði Grunnskóla Siglufjarðar: FORELDRAVERÐLAUN 2006 --- Síðasta skiladegi tilnefninga frestað til 21. apríl TILGANGUR FORELDRAVERÐLAUNANNA --- Með þessari verðlaunaafhendingu vill Heimili og skóli vekja jákvæða eftirtekt á grunnskólanum og því gróskumikla starfi sem þar fer fram og stuðlar að öflugra samstarfi heimila og skóla. -- Meira um foreldraverlaunin er að finna á heimasíðu heimili og skóla --- Ef foreldrar vilja koma ábendingum eða athugasemdum til foreldraráðs er hægt að senda póst á netfangið foreldrarad@sigloskoli.is

Miðvikudagur 12. apríl 2006 --- Frá hagstofunni: Fjöldi nýbura á Siglufirði árin 1991-2005

Nýburar 2006.xlsx

Miðvikudagur 12. apríl 2006

Veraldarvinir hreinsa strendur landsins --

Meðal annarra við Siglufjörð.... Samtökin Veraldarvinir eru að hefja stórátak til að hreinsa strandlengju Íslands. Ætlunin er að hreinsa alla strandlengjuna á árunum 2006-2011, en samtals er strandlengjan 4.950 km að lengd. ..meira

Kannski ættum við að breyta nafni plánetunnar okkar frá Jörðin yfir til nafnsins Plastic - :

Lausleg þýðing með texta myndarinnar

Fimmtudagur 13. apríl 2006 Ein gömul: Hann er ekki mjög fallegur á að líta þessi skúr, innbyggður í löndunarkrana hjá Rauðku forðum, en þær voru margar milljónirnar sem áttu leið um hans slóðir. Myndin er sennilega frá 1965 !

Ljósmynd: Halli Nonni


Fimmtudagur 13. apríl 2006 Athygli er vakin á því að ÖLL vélsleðaumferð er bönnuð á skíða- og íþróttasvæðinu við HÓL --- Umferð vélsleða við Hól hefur verið mjög hvimleið að undanförnu, sérstaklega fyrir skíðagöngufólk. --- Það er alkunna að allstaðar er umferð vélsleða bönnuð á fólkvöngum, svo sem skíða- og íþróttasvæðum og svo er einnig við Hól.

Vélsleðamenn hafa jafnan valið sér leið fram í Hólsdalinn vestan ár eða alveg niður við ána, en núna að undanförnu hafa þeir verið að færa sig upp á svæðið og mikið kraðak er eftir vélsleða á íþróttavellinum og upp í áhorfendabrekkunni. - Vélsleðamenn vinsamlega virðið það að skíðagöngufólk vill hafa sínar brautir óskertar og annað útivistarfólk vill hafa sitt næði í útivistinni til að njóta hennar til fullnustu, enda ætti að vera um nóg önnur svæði að ræða fyrir ykkur.--- Til bæjaryfirvalda mætti koma þeim skilaboðum að varla má það dragast öllu lengur að koma upp viðeigandi merkingum við Hól til að taka af allan vafa um það að vélsleðaumferð er bönnuð á skíða- og íþróttasvæðinu. - Með kveðju um gleðilega páska og holla og góða útivist -- Þórhallur Ásmundsson.

Fimmtudagur 13. apríl 2006

Ég og kona mín urðum þeirrar ánægjunjótandi í boði Fílapenslanna í gærkveldi og hlusta og horfa á þá spretta úr spori ásamt góðum aðstoðarmönnum sínum.

Þetta var frábær skemmtun. Kærar þakkir drengir fyrir frábæra skemmtun.

Ég tók góðan slatta af myndum, sem eru Rúmlega 100 myndir HÉR

Önnur sýning verður í kvöld fimmtudag, en þá er uppselt.


BENSÍN

BENSÍN

Fimmtudagur 13. apríl 2006 Nú er hafin undirskriftasöfnun á netinu um mótmæli gegn bensínhækkun síðustu mánaða, og krafist aðgerða af hálfu ríkisstjórnarinnar, en eins og kunnugt er þá fer mikill meirihluti bensínverðsins í ríkiskassann.

Látið verkin tala, EKKI nefndirnar. Smellið HÉR Tengillinn óvirkur í dag

Föstudagur 14. apríl 2006

Ein gömul: Tunnuverksmiðjan brann (ein af mörgum) í janúar 1964. Stálgrindarhúsið "lak niður" eins og kertavax við þann ógurlega hita sem þar inni myndaðist við brunann.

Nánar um þennan atburð er að finna HÉRNA

Föstudagur 14. apríl 2006 -- Einstaklega gott skíðafæri og veður var í gær á Skíðasvæðinu í Skarðsdal. Þar var þar mikið fjölmenni aðkomufólks, þó svo að NFS hafi ekki vitað af því að skíðasvæðið í Skarðsdal væri opið, miðað við upptalningu þeirra í gær í hádeginu á opnum skíðasvæðum landsins. Hingað koma allir aftur og aftur, sem á annað borð hafa komi á svæðið áður, og þá gjarnan með vini og kunningja. Enda mikið fjöldi aðkomufólks í bænum.

Föstudagur 14. apríl 2006

Líf og fjör í Skarðsdal í morgun --

Þessi mynd er frá í morgun frá vefmyndavélinni þar uppi

Laugardagur 15. apríl 2006 Ein gömul: Ég ætla ekki að segja hvar eða hverjir fórur "eftir þessum" 9 boðorðum frá 7. áratug fyrri aldar (1971) sem hér birtast. Þó skal það upplýst að herbergið, stór veggur sem þessar upphrópanir blöstu við á, þeim sem inn litu var æfingaaðstaða "bítla hljómsveitar" hér í bæ. -- Þetta á og átti ekkert skylt við páska né trúboð, aðeins eitt af mörgum uppátækjum yngri kynslóðar þess tíma, í orði en ekki á borði.

Laugardagur 15. apríl 2006 -- Vegna veikinda, helv........ flensa sem leggst þungt á mig, þá má ekki búast við mikilli hreyfingu á vef mínum, í dag og ?????