SR-Vélaverkstæði

Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

Myndir 2003

17. júlí 08:15 - SR-Vélaverkstæði hf., er ungt fyrirtæki, nokkurra mánaða gamalt, en er þó með margra áratuga starfsferil, þó það hljóði undarlega í eyrum ókunnra. Verkstæðið var sett á laggirnar 1935 sem viðhaldsdeild hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Síðan, rekið sem sjálfstæð deild innan SR-MJÖL hf.

Verkstæðið var áður þjónustuverkstæði fyrir Síldarverksmiðjurnar en í dag þjónar það almennum markaði. -- Skömmu eftir yfirtöku Síldarvinnslunnar á eignum SR-MJÖL HF á þessu ári, keyptu starfsmennirnir ofl. allan rekstur verkstæðisins og héldu nafninu sem verkstæðið var þekkt undir, það er; SR-Vélaverkstæði hf.   Reksturinn gengur vel undir stjórn Óskars Berg Elefsen og Ólafs Sigurðssonar og næg verkefni eru fyrir hendi, sem aðallega felast í nýsmíði úr ryðfríu efni, en starfsmennirnir eru jafn virkir á nánast hvað sem er innan almenna verkstæðis geirans, enda vel búnir vélakosti. 

2003-07-17-04 - Höskuldur Sighvatsson og Elvar Elefsen. Frekar fámennt var á verkstæðinu um þessar mundir, mannskapur dreifður og eða í sumarfríi 
2003-07-17-05 - Þorleifur Halldósson, Jónas Halldórsson og Þórður Þórðarsson 
2003-07-17-09 - Við látum Þórð Georg Andersen verksmiðjustjóra S.V., fljóta hér með en hann var staddur í kaffistofu skrifstofunnar og bauð mér upp á kaffi. Lítill tími var til að spjalla, þar sem sími hans þagnaði ekki 
2003-07-17-11 - Þetta er hún Margrét Kristinsdóttir, en hún vinnur við launabókhaldið á Srifstofu Síldarvinnslunnar á Siglufirði, og sinnir jafnframt launamálum SR-Vélaverkstæðis 
2003-07-17-12 - Og þetta er hún Guðlaug Guðlaugsdóttir, sem sér um útskrift reikninga ofl., bæði fyrir Síldarvinnsluna og SR-Vélaverkstiði. 
2003-07-17-13 - Og hér er hann  Aðalsteinn Þ Arnarsson rafvirkjameistari, sem hefur mörg undanfarin ár séð um allt rafmagn og tæknimál í verksmiðju SR á Siglufirði og nú S.V. Auk þess sem hann hefur sinnt sömu málefnum hjá Vélaverkstæðinu. Til gamans vil ég geta þess að rafmagnstaflan fyrir aftan hann, sem er staðsett á "rafmagnsverkstæðinu" er jafngömul "Alla" eða 40 ára og er taflan eins og Alli, "enn í fullu fjöri". 
2003-02-10-10 - Helga Óladóttir, sér um kaffistofuna og allt hreinlæti, gallaþvott oþh. sem allt er til fyrirmyndar. Þarna er hún raunar að sinna skrifstofustörfum á Lagernum, hún er ávalt liðtæk. 
Óskar Berg Elefsen verkstæðisformaður SR-Vélaverkstæðis





2003-07-17-08 - Tekið fyrir utan Plötudeildina, verið er að vinna við sýruþvott, sem gerir efnið gljáandi og hreint. 

Þetta er verið að smíða fyrir loðnuverksmiðju.