Sunnudagur 24. júlí 2005
Ein gömul + nokkrar í viðbót.
Myndasúpa, aðallega frá 1968 og 1969, myndir frá Haferninum, Kabarett Sumarvöku í Nýja Bíó og fleiri myndir.
Margar þeirra hafa ekki komið fyrir almenningssjónir áður og sumar munu koma verulega á óvart: Sannkölluð kokteilsúpa.
Stúlkurnar hér til hliðar eru EKKI frá Hollywood, heldur Siglfirskar skvísur í góðu stuði.
Sunnudagur 24. júlí 2005
Herhúsið og starfsemi þess.
Húsið var tekið í notkun um síðustu mánaðamót sem gestavinnustofa fyrir innlenda og erlenda listamenn. Listamennirnir koma til með að dvelja í húsinu í stuttan tíma eða allt frá einum mánuði til að starfa að list sinni.
Gestavinnustofur sem þessi eru starfræktar út um allan heim. Óskað er eftir því við listamennina sem dvelja hverju sinni í húsinu, að gefa svolítið af sér í bæinn með því að vera með uppákomu að eigin vali í lok dvalarinnar.
Síðastliðinn föstudag (22/7) var komið að lokum dvalar fyrsta gestalistamannsins Finnska myndlistamannsins Janne Laine.
Hann var með uppákomu í Herhúsinu á föstudagskvöldið þar sem hann kynnti listsköpun sína. -
Ég mætti og skoðaði húsið í leiðinni sem er hið glæsilegasta. Stór og góður sýningarsalur ásamt þægilegri aðstöðu er á neðri hæðinni, en eldunaraðstaða og svefnpláss á þeirri efri.
Myndin til hægri er af listamanninum og til vinstri við hann er eitt af mörgum verkum hans sem sett voru með myndvarpa á einn (panil)vegg sýningarsalarins --
Hinar myndirnar tvær, eru af vistaverum hússins á efri hæð.
Sunnudagur 24. júlí 2005 --- Víðförlir ferðalangar. -- Þessir þrír bílar hér nær á myndinni voru framan við Síldarminjasafnið í hádeginu og farþegarnir að skoða Síldarminjasafnið. - Ljósmyndir: Sveinn Þorsteinsson svennith@simnet.is
Mánudagur 25. júlí 2005
Ein gömul:
Bræðurnir Kári Hreinsson og Ingvar Hreinsson
Ljósmynd: Gestur Fanndal
Mánudagur 25. júlí 2005
Frétt um Herhúsið,
Janne Laine og fleira tengt listmenningu:
Meðfylgjandi eru tvær myndir af verkum Finnska listamannsins Janne Lain. --
Hann hefur sýnt verk sín út um allan heim og hefur unnið að list sinni allt frá Herhúsinu á Siglufirði til Japans, Kína, Afríku og víða um Evrópu. ---
Hann var fyrsti gestalistamaðurinn sem dvalið hefur í Herhúsinu.
Þeir listamenn sem dvelja og starfa að list sinni í Herhúsinu þurfa að vera með uppákomu fyrir bæjarbúa í lok dvalar sinnar sem kemur án efa til með að gefa skemmtilegt krydd í okkar yndislega bæ sem Siglufjörður er. --
1. ágúst næstkomandi fæ ég undirrituð afhenda fasteignina að Grundargötu 3.
Þangað ætlum við Addi maðurinn minn að flytja þegar við erum búin að gera aðeins upp húsið.
Þar sem ég undirrituð er bæði starfandi myndlistamaður og hönnuður, þarf ég talsvert pláss.
(Ég hanna fyrir fyrirtæki fyrir sunnan.)Teiknistofan mín og myndlistarvinnustofan mín koma til með að vera starfrækt hjá mér á fyrstu hæð hússins.
-- Með bestu kveðju Brynja Baldursdóttir formaður Herhúsfélagsins.
Mánudagur 25. júlí 2005 Dagskrá Síldarævintýrisins er að finna hér og á föstum tengli efst á síðunni, þar til hátíðinni líkur í ár .. Dagráin var vistuð hér: http://www.siglo.is/sildarhatid , en er ekki aðgengileg lengur. 2019
Mánudagur 25. júlí 2005
Boltavöllurinn sunnan við Barnaskólann er kominn vel á spöl til fullkomnunar.
Búið er að leggja gervigrasið á völlinn og verið er að ganga frá þeirri vinnu
Þriðjudagur 26. júlí 2005 Ein gömul: - Guðný Guðmundsdóttir og Guðfinna Ingimarsdóttir - Ljósmynd: Gestur Fanndal
Miðvikudagur 27. júlí 2005
Ein gömul:
Jóhann Ísaksson og Eðvald Eiríksson, starfsmenn SR
Miðvikudagur 27. júlí 2005
Til þeirra sem stutt hafa verkefnið sem stefnt var að, að gengið yrði frá núna fyrir Verslunarmannahelgina það er vefmyndavél með útsýn yfir Siglufjörð tengd inn á vef minn Lífið á Sigló.
Áætlunin nær því miður ekki settu marki innan þess tíma. En óhapp varð í Danmörku vegna hlífðarhúss (plast hjálms) sem myndavélin átti að vera í, það brotnaði í flutningi frá Ítalíu þar sem húsið var keypt, svo uppsetningin tefst af þeim sökum.
Vélin sjálf hefur verið keypt, en hún verður í Reykjavík þar til hlífðarhúsið kemur til landsins.
Miðvikudagur 27. júlí 2005
Þessi veiðimaður, ásamt fleirum var með stöng í Hólsánni (Fjarðará) í gærdag. Ekki veit ég um aflann, en samkvæmt veiðisögu Gauta í versló þá er lítið eftir í ánni, en hann sagði á bloggsíðu sinni í dag að hann og Tommi Píp hefðu hreinsað ána deginum áður. - En þið tókuð eftir því að ég undirstrikaði veiðisögu Gauta. Þessi vefur kemur ekki upp nú 2019
Miðvikudagur 27. júlí 2005 Það gengur á mjölbirgðirnar sem Andersen heldur utan um hjá Síldarvinnslunni á Siglufirði, en aðeins rúmlega 500 tonn voru eftir þegar flutningaskipið Haukur hafði lokið við að lesta 476 tonn í gærkveldi. En Andersen er bjartsýnn maður, og ekki kæmi mér á óvart þó honum yrði að ósk sinni um góða haustvertíð í ár, svona 30 þúsund tonn fyrir áramótin, til að bæta fyrir vonbrigðin með aflýsta sumarvertíð.
Miðvikudagur 27. júlí 2005 -- Þessi mynd var tekin klukkan 03:30 í morgun - til norðurs frá Siglufirði (Veðurstöðinni í Bakka) og synir Siglunes til hægri - þéttan þokubakka fyrir norðan fjörðinn niður við sjóinn og geisla sólarinnar í skýjunum fyrir ofan
Miðvikudagur 27. júlí 2005
Flutningaskipið Ludvig Andersen kom í morgun með um 600 tonn af frosinni rækju til Rækjuvinnslu Þormóðs Ramma Sæberg hf.
Miðvikudagur 27. júlí 2005 -- Hann kann ýmislegt fleira þessi bankastjóri, en að telja peninga. Þetta er Hörður Júlíusson útibússtjóri Íslandsbanka að þvo glugga stofnunarinnar á Siglufirði í morgun. -- Hann tekur víða til hendinni, ma. sinnir unglingastarfi og öðru félagsstarfi auk þess sem hann er einn af hinum frægu Fílapenslum. -- Spurningin er hvort kollegar hans fyrir sunnan og víðar þvo einhvern tíma glugga sinna stofnana. Ljósmynd og texti: Sveinn Þorsteinsson
Fimmtudagur 28. júlí 2005
Ein gömul:
Tveir upprennandi tónlistarmenn, þeir eru:
Sturlaugur Kristjánsson sem spilar á flöskur og Jón Ægisson sem spilar á gítar. (bróðir Sigga prests)
Myndin er tekin 11. apríl 1970 að Hótel Höfn, á árshátíð Gagnfræðaskólans.
Fimmtudagur 28. júlí 2005
Hellan 7. tölublað ársins er komin út . Meðal annars efnis í blaðinu er: Opnuviðtal við Benedikt Sigurðsson kennara og fræðimann-- "Ransý" ekkja Hauks Mortens segir frá rómantískum dögum - Samantekt að lokinni Þjóðlagahátíðinni - Frjósemi frá Jórunni - Fréttir úr bænum ofl.
Fimmtudagur 28. júlí 2005
Í kvöld mun -
ÓB kvartett hita upp fyrir Verslunarmannahelgina með söngskemmtun á Kaffi Torg kl 22,00 --
Gestasöngvarar kvöldsins Helena Eyjólfsdóttir og Fílapenslar
Húsið verður opnað kl 20:30 Miðasala við innganginn, aðgangseyrir kr 1500 ---
Byrjum helgina með stæl og mætum öll
Fimmtudagur 28. júlí 2005
Sífellt eykst aðsókn að Síldarminjasafninu. Í gær kom hingað danskur ferðahópur og var þá sérstaklega sett á svið fyrir þá síldarsöltun, sem tókst með ágætum eingöngu með starfsfólki safnsins sem tók að sér hlutverk síldarsaltendanna í stað hinna hefðbundnu þátttakenda, leikara frá Leikfélagi Siglufjarðar.
Það eina sem ekki var við hæfi var síldin sem Norðlendingar geta vart kallið síld, frekar hornsíli.
En þegar síldin sem pöntuð var frá Austfjörðum í þessum tilgangi kom, þá höfðu þeir sent eitt tonn af mjög smárri úrkastssíld, eða það sem Siglfirðingar myndu frekar kalla síli en síld miðað við "gamla daga".
Skoðaðu nokkrar myndir HÉR
Föstudagur 29. júlí 2005
Þessi drungalegi kofi/hús var einn helsti dvalarstaður óeirðaseggja hér áður fyrr á árunum 1940-1955.
Til að komast þar inn (fyrir utan óþekktina) þurfti að fara inn í lítið port umlukt hárri girðingu skreyttri með gaddavír, þar fyrir innan voru dyr af einu af hrörlegustu vistaverum þess tíma og kallað var fangelsi lögreglunnar á Siglufirði.
Oft var þar þröngt á þingi, svo þröngt að mannréttinda postular okkar tíma hefðu farið úr sambandi ef þeir hefðu verið tiltækir á þessum árum.
Neyðarúrræði lögreglunnar þegar ekki var hægt að troða fleirum þar inn, var að keyra þeim fram á fjörð og láta þá ganga í bæinn til að láta renna af þeim ölvímuna. Það kom nokkrum sinnum fyrir að utanaðkomandi skipsfélagar eða vinir, tókst að "frelsa" fangana sem þar voru, þar sem ekki var föst gæsla þrátt fyrir fangafjölda. -
Fangelsið var við Gránugötu, sem næst núverandi austurhluta Ráðhússins.
Föstudagur 29. júlí 2005
Frábærum tónleikum ÓB kvartetts og gestasöngvara þeirra Helenu Eyjólfsdóttur og Fílapenslum lauk rúmlega eftir miðnættið í gærkveldi.
Söngvararnir allir voru margsinnis kallaðir upp til endurtekningar á lögum sínum og var auðheyrt og séð að allir skemmtu sér konunglega. --
Föstudagur 29. júlí 2005
Stefnir í "örtröð ?"
Gestum Síldarævintýrsins hefur fjölgað óvenju ört miðað við það hversu snemma fólk hefur komið, en strax á miðvikudag fór fólk að koma húsbílum og tjöldum fyrir á tjaldsvæðum í miðbænum við torgið og fleiri staði.
Þessi mynd var tekin í morgun af svæðinu sunnan við Torrið.
Nægt pláss er þó á öðrum svæðum inni í bænum sem eru víða ætluð tjöldum og húsbílum - og þá er ótalið svæðin inni við Hól og sunnan við Stórabola.
En Það er pláss fyrir 10 þúsund gesti á öllu svæðinu svo ekkert þarf að óttast um að ekki verði pláss fyrir alla -- og dagskráin er mjög fjölbreytta : Ekki lengur aðgengileg, sem var á siglo.is
Laugardagur 30. júlí 2005 -- Ein gömul: Frá gömlu góðu síldarárunum.
Ásgrímur Sigurðsson - Friðrik Guðjónsson - Barði Barðason - Björn Sigurðsson og
Ljósmynd: Júlíus Júlíusson ?
Laugardagur 30. júlí 2005 -- Líf við Höfnina: Bátarnir sem þátt tóku í sjóstangaveiði mótinu komu að landi hver af öðrum upp úr klukkan 13:30 í gær. Margir voru þar mættir til að forvitnast um afla og hitta kunningja sína.
Laugardagur 30. júlí 2005
Gústi guðsmaður:
Myndlíkan sem tileinkað er Gústa guðsmanni var afhent í gær sem gjöf til Síldarminjasafnsins, frá listamanninum Aðalheiði Eysteinsdóttur, Siglfirðingi hf, Íslandsbanka og Sparisjóði Siglufjarðar.
Þetta listaverk, ásamt fleirum eftir Aðalheiði. hafa verið til sýnis á safninu í sumar.
Myndin sýnir fulltrúa Siglfirðings hf. Sigþóru Gústafsdóttur, Hörð Júlíusson útbússtjóra Íslandsbanka, skúlptúrið "Gústi" - listamanninn Aðalheiði og Örlyg Kristfinnsson safnstjóra við afhendinguna.
Fulltrúi Sparisjóðsins var fjarverandi
Laugardagur 30. júlí 2005 - -Síldarævintýrið
Myndin hér til hliðar er tekin klukkan 16:30 í gær, og sýnir fólk sem var á Torginu að hlusta á lifandi músík á sviðinu. Fleiri myndir teknar klukkan 20:30 - 22:00 á svipuðum slóðum um kvöldið Sunnudagur 31. júlí 2005 Torgið þann 30. júlí Síldarævintýrið Myndir á HÉR
Laugardagur 30. júlí 2005
Í morgun klukkan 10:25 fóru þrír hjólreiðakappar af stað frá Torginu á Siglufirði í hringferð í leiðina út úr bænum í norður, gegn um Strákagöng, vestur með Strákafjalli að gatnamótunum við Skarðsveg og þaðan upp og yfir Siglufjarðarskarð og niður Skarðsveginn til Siglufjarðar aftur.
Á myndinni sitja hjólreiðamennirnir á knöpum sínum, en á myndinni eru:
Tómas Möller - Baldvin Einarsson (hvatninga aðilinn) - Theodór Sólonsson - Sigrún, sem fylgdi þeim eftir á bifreið og Pálmi Bjarnason -
Ég er ekki viss um hvort nöfnin eru í réttri röð, en allir þekkja Baldvin (á stuttbuxunum) og fylgdarmaðurinn Sigrún fer ekki á milli mála, þó svo ég hafi ekki föðurnafn hennar við höndina.
Sunnudagur 31. júlí 2005
Hlaupið í Skarðið --
Sunnudagur 31. júlí 2005
Úra og Gullsmíðasafn Hafdísar K Ólafsson. Eyrargötu 16 --
Þangað kom ég við í gær til að skoða hið umfangsmikla safn hennar, sem í raun er aðeins lítið brot af þeim munum sem hún hefur safnað. En safnið það er staðsett þar sem áður var úrsmíðaverkstæðið og verslunin KR. BJÖRNSSON GULLSMIÐUR Þarna er ógrynni allskonar úra, klukka, silfur og gullmuna og fleira augnakonfekt. -- Safnið verður opið um tíma frá klukkan 13 - 16 á daginn.
Á myndin til lengst til vinstri er Hafdís að sinna gestum sem jafnframt skrifa í gestabókina á næstu er Júlíus Jónsson að glugga í úrið sitt sem hann fékk í fermingargjöf á sínum tíma, en faðir hans var gullsmiður og vann þarna hjá föður sínum ásamt bróðir Svavari, á næstu mynd er Hafdís inni á gamla smíðaverkstæðinu. Þá er þarna hluti af klukkusafninu og síðan skiltið sem áður var fyrir ofan innganginn.
Sunnudagur 31. júlí 2005 -- 50 ára afmæli Erla Steinsdóttir hélt upp á 50 ára afmæli sitt í gær. Hún kom á Síldarævintýrið í fyrra og þótti svo gaman þá að hún tók þá ákvörðun um að hér skyldi hún halda upp á afmæli sitt að ári. Hún kom núna með stórt samkomutjald og smalaði með sér vinum og vandamönnum og stóð við orð sín. Erla er þarna með eina af afmælisgjöfum sínum, hænuna Dorid, sem vakti mikla kæti veislugesta sem sjást ásamt fylgdarliði á hinni myndinni
Sunnudagur 31. júlí 2005 Torgið þann 30. júlí Síldarævintýrið
Sunnudagur 31. júlí 2005 --
Síldarsöltun hjá Síldarminjasafninu og Torgið 30. júlí 2005 ---
Hin dáða leikkona okkar Siglfirðinga: Birna Björnsdóttir
Sunnudagur 31. júlí 2005 - Hvanneyrarskál - Síldarævintýrið
Fjallahringurinn og byggðin kynnt fyrir gestum : Hreinn Júlíusson - og smá bænastund með séra Sigurði Ægissyni í morgun klukkan 11:30 - 13:00
Blíðskapa veður, hiti og sól. Það eina sem vantaði var magnarakerfi eins og verið hefur til reiðu undanfarin ár - en af einhverjum sökum hefur stjórnendum Síldarævintýrsins ekki komið búnaðinum á vettvang, sem háði það mjög heyrnadaufum og þeim sem fjærst voru, vegna þess fróðleiks sem sumir misstu af þegar Hreinn Júlíusson miðlaði gestum nöfnum og kennileitum fjallahringsins okkar og fleira bænum tengt. -
Og einnig háði það bænastund þeirri sem Sigurður Ægisson stjórnaði.
En allir nutu þó þessarar heimsóknar í Hvanneyrarskálina.