Föstudagur 1. október 2004
Ein gömul:
Sigurður ? son og Oddur Guðmundur Jóhannsson þar sem hann er að vinna við vélina í bíl krananum sem hann stjórnaði hjá SR
Föstudagur 1. október 2004 - Atvinnuhorfur. Samkvæmt upplýsingum frá Verkalýðsfélaginu Vöku, þá hefur störfum á Siglufirði fækkað allverulega undanfarin ár og er svo komið að virkir félagar, sem greiða í félagið % af launum sínum til Vöku, eru að nálgast minnihlutann. Og enn á þetta hlutfall eftir að breytast, þegar uppsagnir skipverja á tveimur skipum Þormóðs Ramma Sæbergs ná fram, en samkvæmt aðspurðum, einum af þeim úr áhöfn, þá vita þeir ekki hvað taka mun við annað en atvinnuleysi. Þá hefur fimm starfsstúlkum þvottahúss Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar verið sagt upp störfum þar sem bjóða á út þessa starfsemi, sem kunnugir þó fullyrða að enginn hér í bæ ráði við nema með milljóna tuga fjárfestingu, sem og enginn grundvöllur sé til að reka hér með hagnaði í okkar litla byggðarlagi.
Jákvæðar framkvæmdir hafa orðið, sem skapa ný störf sem betur fer, eins og til dæmis Fiskmarkaður Siglufjarðar og Útgerðaraðgerðirnar hans Reynis ofl., en það þarf meira til að stöðva fólksflóttann úr bænum okkar.
Húseignir eru seldar fyrir lítið og eða jafnvel gefnar "aðkomufólki", sem síðar nota húsin sem sumarbústaði. Það er gott eitt um það að segja, þar sem þetta er allt saman ágætisfólk. En þetta fólk þarf ekki að greiða sín gjöld hér og þeim fækkar óðum sem þessi gjöld greiða og gerir bæjarstjórnar mönnum sífellt erfiðara að greiða áfallinn kostnað og þjónustu sem þeir þurfa að veita. Sameining sveitarfélaga yrði öflugt afl í baráttunni.
Þeir sem vilja tjá sig um atvinnumál hér á síðu minni, sendið mér tölvupóst og ég birti það. Ég áskil mér þó rétt til að hafna, nema viðkomandi skrifi undir fullu nafni á eigin ábyrgð. Dulnefni kemur þó til greina, ef mér er gefið upp nafn höfundar. SK
Föstudagur 1. október 2004 FRÉTTABLAÐIÐ -- Ég vil vekja athygli á frétt og viðtölum í Fréttablaðinu í dag, en þar er meðal annars minnst á Héðinsfjarðargöng, sameiningu Sveitarfélaga og 350 miljón króna fjárveitingu til Heilsugæslustöðvar Siglufjarðar. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=264844&pageId=3737096&lang=is&q=Fr%E9ttabla%F0i%F0 +
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=264844&pageId=3737096&lang=is&q=Fr%E9ttabla%F0i%F0
Föstudagur 1. október 2004 Húsnúmer.
Það er athyglivert hversu fá hús á Siglufirði eru merkt viðkomandi húsnúmeri. Öll fáum við póst- og þar er í öllum tilfellum að ætla má, pósturinn merktur nafni, götuheiti og númeri þess húss sem viðtakandi hefur aðsetur. Þetta vitum við öll.
En af hverju eru svona fá hús og raun ber vitni, eða öllu heldur mörg hús sem ekki er á sýnileg númer? Vonandi ekki til að hindra að ókunnir rati til okkar.
Í flestum tilfellum er um athugunarleysi og eða hreinan trassaskap húsráðanda að ræða. Það má til dæmis segja um þetta númer hér til hliðar. Þetta hafði verið til í áratugi uppi í hillu niðri í kjallara hjá húsráðanda, þegar hann rakst á það af "tilviljun", löngu gleymt, en hann rauk þó í framkvæmdir og setti það upp í snarheitum (fyrir 2 mánuðum). Húsráðendur takið ykkur nú til í andlitinu og setjið númer á húsin ykkar. Það eru til óteljandi tegundir af númerum með allskonar útfærslum, meir að segja eru til sérhönnuð húsnúmer hér á Siglufirði, þe. hjá SR-Byggingavörur. Setjum svip á húsin okkar, það kostar ekki mikið. SK
Laugardagur 2. október 2004
Ein gömul:
Aage Johansen og Björn Þórðarson um borð í "Björninn" árið 1965
Laugardagur 2. október 2004 Álalækurinn. Ég rakst grein um Álalækinn í blaðinu Fram frá 19. júní 1920. Það gefur augaleið að barátta verkfræðinga og starfsmanna bæjarins núna í dag árið 2004, eru ekki fyrstu átökin sem lækurinn á í við þessa aðila. Þeir sem eru í yngri kantinum vita e.t.v. ekki hvað og hvar Álalækurinn er, en þetta er lækur sem kom (og kemur enn, en nú undir yfirborði) ofan úr fjallinu, hann lá suður með Hvanneyrarbrautinni norðan Þormóðsgötu, niður að Lækjargötu og suður í núverandi Bátahöfn. Þarna rann skólpkerfi bæjarins ofanjarðar að hluta og var þessi lækur opinn t.d. meðfram Hvanneyrarbrautinni allt til 1950 minnir mig, en rann þá ofaní brunn sem var staðsettur við vesturenda Ránargötu, sem skilaði læknum svo neðanjarðar svipaða leið og áður. Greinin er nest á síðunni hérna
Sunnudagur 3. október 2004 - Ein gömul: Hannes Baldvinsson, þáverandi síldarmatsmaður og Kristján L Möller, núverandi þingmaður. Á bak við hann; ???? Myndin er tekin á Pólstjörnuplani 1964 +/-
Sunnudagur 3. október 2004 Frétt frá blaðinu Fram 28. ágúst 1920 -
Mánudagur 4. október 2004 Tankskipið Gevostar, lestaði hér í gær frá Síldarvinnslunni á Siglufirði, 700 tonn af loðnulýsi
Mánudagur 4. október 2004 Ein gömul: Áhugasamir hlustendur. Gústi guðsmaður að predika norðarlega við Hvanneyrarbraut árið 1965
Mánudagur 4. október 2004 Talsvert fjör er í ánum okkar; Leyningsá og Hólsá. Fossinn inni í Skógræktinni er hressilegur, þó hann sé ekki í sama vexti nú þann 21. september síðastliðinn. En það má kalla lán að þeim tókst að fylla mótin á föstudaginn vegna nýju brúarinnar yfir Fjarðará, því annars má búast við að mótin hefðu aflagast all verulega, þar sem áin er nær búin að grafa undan stuðnings klossunum og mótið umflotið. Myndirnar voru teknar um kl.10:30 í morgun. En það má kalla lán að þeim tókst að fylla mótin á föstudaginn vegna nýju brúarinnar yfir Fjarðará, því annars má búast við að mótin hefðu aflagast all verulega, þar sem áin er nær búin að grafa undan stuðnings klossunum og mótið umflotið. Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar um kl.10:30 í morgun.
Þriðjudagur 5. október 2004 - Ein gömul:
Hásetar, dælumaður og timburmaður, "í 11 kaffi":- Haförninn 1967 - einhverstaðar þar sem heitara var úti heldur en inni.; Bjarni Þorsteinsson - Salmann Kristjánsson - Sigurjón Kjartansson - Steingrímur Kristinsson og Gunnar Tómasson.
Þriðjudagur 5. október 2004 Frétt úr blaðinu Fram árið 1919
Þriðjudagur 5. október 2004
Hvort heldur ætli að það sé heimska, fávísi eða kæruleysi, eða allt í senn? - Spurt er vegna drengs í ljósri skyrtu eða bol, á rauðum bíl, sem snéri við á gatnamótum Fossvegar og Hvanneyrarbrautar, laust fyrir klukkan 13:00 í dag og notaði tækifærið til henda tveimur tómum glerflöskum (maltöl) út um glugga bifreiðarinnar á götuna og á gangstéttina ofan við hús mitt.
Ef til vill heldur drengurinn að hann sé einn í heiminum, en hann gæti orðið fyrir því að keyra á flöskubrot eftir einhvern annan með svipað hugarfar, og eyðilagt eitt af dekkjunum undir bíl sínum.
Einnig gætu slík glerbrot undir snjó, skaðað börn að leik. Þetta er annað skiptið í þessari viku sem glerflöskum er hent út í loftið á þessu svæði, en sú flaska eða brotin úr henni lenti raunar alla leið heim að dyrum. -Ég veit hver þú ert þar sem ég sá til þín. Ég segi ekki frá nafni þínu að sinni, en það gæti orðið breyting á ef ég frétti af þér við svipað tækifæri síðar. sk
Athygliverð grein frá árinu 1920 um Álalækinn, er neðst á þessari síðu
Miðvikudagur 6. október 2004 Álalækurinn.
Það hefur margoft komið fyrir að sá hluti holræsakerfis bæjarins sem tekur við og tengist Álalæknum, (sem raunar er ekki til nema nafnið) að ræsin hafa ekki undan þegar mikið rignir eins og oft kemur fyrir á haustdögum.
Nú er verið að reyna að koma í veg fyrir slíkt, en Bás e.h.f. er að grafa fyrir lögn sem tengist holræsalögninni (Álalæknum) skammt frá sjónum, þar sem tjaldstæðin eru- og efst upp í bæinn í nánd við gömlu kartöflugarðana við Hólaveg.
En þar á að safna saman öllu ferskvatni sem úr fjallinu kemur og beina því niður í sjó, þannig að "ferskvatnið" renni ekki inn á sjálft holræsakerfið eins og nú er.
Við þetta ættu að minnka aurburður sá sem til þessa hefur oft fyllt holræsakerfið.
Miðvikudagur 6. október 2004 Ein gömul: Horfin og breytt mannvirki. 1974 (+/-?)
Miðvikudagur 6. október 2004 - Aðsent: Ný stjórn Kiwanisklúbbsins Skjöldur Siglufirði
Miðvikudagur 6. október 2004 -- Aðsent:
Gæsaveiðitíminn er greinilega hafinn. Ég fékk þessa skemmtilegu mynd senda í gærkveldi, en þetta eru þeir Rúnar Marteinsson og Guðni Sölvason að koma úr vel heppnaðri veiðiferð..
Fimmtudagur 7. október 2004 Ein gömul:
Gamlir félagar, Jóhann Örn Matthíasson og Júlíus Jónsson.
Fimmtudagur 7. október 2004 - Baltasar Kormákur er kominn hingað til Sigló með aragrúa liðs, vegna töku á atriðum í kvikmynd sína "Smá ferð til himna"
En hingað kom hann seinnipartinn í gær ásamt leikurum, áhættuleikurum og öðru starfsliði. Einnig komu nokkrir amerískir "kaggar" sem verða flestir klessukeyrðir að mér var sagt, meðal annars inni í Strákagöngum og kveikt verður í einhverjum þeirra. Tökur hófust seint í gærkveldi og í nótt.
Auglýst hefur verið í útvarpi að vænta megi tafa við göngin næstu daga. Myndin til vinstri er af nokkrum bílanna (kagganna) vestan við göngin, en þetta eru amerískir bílar, fluttir inn sérstaklega í þeim tilgangi að klessukeyra þá. Þeir voru fluttir hingað á stórum flutningabílum þar sem þeir eru ekki skráðir sem ökutæki. Hin myndin sýnir hvar kvikmyndagerðar-gengið hefur komið sér fyrir úti á Strönd, þar sem bækistöðvar þeirra eru, 4 eða 5 húsvagnar og fleiri vagnar af ýmsum tegundum og gerðum.
Föstudagur 8. október 2004
Ein gömul:
Anton Jóhannsson (stóri Toni) og Friðjón Vigfússon (1960)
Föstudagur 8. október 2004
Körfuknattleiksdeildin okkar Glóa manna tekur þátt í Íslandsmótinu sem byrjar nú um helgina. Það er eindregin ósk þeirra Glóa manna, að Siglfirðingar á höfuðborgarsvæðinu, gefi sér tíma í að líta á liðið í einhverjum leikjanna og einnig Siglfirðingar heima, sem eiga heimangengt.
Þá er Glói búinn að uppfærða nýja heimasíðu www.fjarkinn.tk sem er heimasvæði meistaraflokks í körfunni.
ÁFRAM GLÓI
Föstudagur 8. október 2004 Brúin yfir Hólsá.
Nú er lokaáfanginn að nálgast við smíði brúarinnar. Búið er að setja járnbita á milli stólpanna, sem er undirstaða steypumótsins sem en sjálft brúargólfið verður steinsteypt plata,- og þegar steypan hefur þornað verða bitarnir fjarlægðir. Myndin til hægri hér fyrir neðan sýnir tvo af starfsmönnum Mikael e.h.f. sem er með verkið og svæðið eins og það leit út klukkan 10 í morgun, en þetta eru Björn Þorbergsson og Ingimar Björnsson
Laugardagurinn 9. október 2004
Sölukonur.
Þessar stelpur voru ekki að vandræðast yfir því hvernig þær ættu að koma varningi sínum á framfæri. Þær gengu hús úr húsi í gær settu varninginn framan við dyr húsráðanda bönkuðu á dyr og buðu varning sinn falan. Þær voru að safna fé til styrktar Rauða krossinum.
Þær heita Pálína Kröyer Guðmundsdóttir - Margrét Valsdóttir og Silvia Ósk Halldórsdóttir. (ekki er víst að nöfnin séu í réttri röð)
Laugardagurinn 9. október 2004 Aðsent:
Eins og lesendum vefsins er kunnugt, þá er Baltasar Kormákur með mikið lið og búnað hér vegna töku á kvikmynd sinni "Smáferð til himna"
Einn af aðalleikurum myndarinnar, hinn viðfeldni og vinsæli Forest Whitaker var á ferðinni seinnipartinn í gær til að skoða bæinn okkar Siglufjörð, hann kom meðal annars við í versluninni Videoval. þessar myndir voru teknar fyrir utan, en á annarri þeirra er Forest Whitaker og Þorsteinn Sveinsson sem rekur Videoval ásamt konu sinni Fanney Margrétardóttir. En á hinni er Whitaker og Sveinn Þorsteinsson.
Laugardagurinn 9. október 2004
Starfsfólk Sparisjóðs Borgarnes ásamt mökum þeirra komu til Siglufjarðar í dag í boði starfsfólks Sparisjóðsins hér og voru með því að endurgjalda heimboð félaga sinna frá Borgarnesi, en Siglfirðingarnir heimsóttu þá á síðasta ári.
Meðal annars var farið í Síldarminjasafnið, ásamt fleiru sem þeim var boðið upp á.
Myndin er tekin er hóparnir komu til Síldarminjasafnsins.
Laugardagurinn 9. október 2004
Aðsent: -
Árgangur 1949 kom saman á Kringlukránni 1. október síðastliðinn.
Lífið: 1.-10. Október 2004 >
Álalækurinn 1920
Grein úr blaðinu Fram, frá 19. júní 1920 (beint eftir haft frá blaðinu)
Eins og flestum bæjarbúum er kunnugt eru hér ekki færri en 15 fastar nefndir sem allar eru sérstaklega skírða til þeirrar skyldu, - sumar jafnvel að miklu leyti sjálfar kosið sig til þess að hafa framkvæmdastjórn á hinum ýmsu opinberu störfum fyrir bæinn og yfir höfuð að vaka yfir þroska hans og sóma á öllum sviðum.
Ein af þessum velæruverðugu nefndum er heilbrigðisnefndin, en með því að hún sem slík á að gæta alls þess, er varðar þrifnað bæjarins og heilbrigði, beini ég hér með sérstaklega til hennar, og því næst allra bæjarbúa, þeirri fyrirspurn hvort það sé hættu eða vansalaust að hreinsa ekki Álalækinn, minnsta kosti á hverju vori á meðan hann er látinn renna opinn í gegn um bæinn.
Það er ætíð óviðfelldið að sjá slíkt liggja ofanjarðar - og það þó fjær sé - sem menn daglega sjá nú af aðalgötu bæjarins liggja í Álalæknum; að öðru leyti vil ég helst komast hjá því að gefa nákvæma lýsingu á þeirri viðurstyggð, sem nefndur lækur er fyrir bæinn, eins og hann lítur út, enda öllum augljóst og vitanlegt.
Hvað snertir hina heilbrigðislegu hættu af því að hafa lækinn óhreinsaðan vil ég benda á það, að ég hefi orðið þess var, að börn eru oft að sulla í læknum (ef til vill drekka úr honum) og þar á meðal að veiða upp úr honum ýmsan gamlan óþverra, sem vel getur verið þeim og öðrum skaðlegur, auk þess mun það eiga sér stað, að fólk fari með mat og matarílát í lækinn.
Annars virðist mér það, hvernig sem á er litið mjög óhyggilegt auk óþrifnaðarins að láta lækinn renna suður í gegn um bæinn í stað þess að gjöra honum farveg annað hvort út og niður í Hvanneyrarkrók, sem ef til vill væri það besta, eða þá beint niður frá hliðinu á Hvanneyrargirðingunni niður í tjörnina fyrir neðan Kamb og úr henni með röri í gegnum malarkambinn.
Haldi lækurinn þeim farvegi, sem hann hefir nú, hefur það þær afleiðingar meðal annars að óumflýjanlegt er að kosta æði miklu fé til þess að tryggja allan veginn með fram honum, sérstaklega Hvanneyrarbrautina, sem hann er nú á góðum vegi með að eyðileggja.
Í öðru lagi verður ekki hjá því komist að hreinsa farveginn á hverju ári og helst dýpka hann nokkuð.
Í þriðja lagi verður lágeyrin að utan (mýrin) aldrei vel þurrkuð upp á meðan lækurinn rennur suður fyrir ofan hana.
Í fjórða lagi verður það ekki fyrirbyggt - sem getur verið mikið peningaspursmál - að lækurinn, þó straumlítill sé hér neðra, beri æði mikið fram og skemmi með því bestu bryggjustæðin. Eru grynningarnar fram af honum ljósastur vottur um það.
Að leiða lækinn ofan frá hliðinu kostar mjög lítið, þegar þess er gætt að skurð eða lokræsi gegn um hávaðann sunnan við Kamb ofan í áðurnefnda tjörn þarf að gjöra hvort sem er til þess að þurrka upp mýrina.
Sé það ekki ákveðið enn hvar Álalækurinn á að falla til sjávar í framtíðinni, er þegar kominn tími til að gjöra út um það, og hefði það helst átt að gjörast áður en byrjað var á braut þeirri, sem nú er verið að leggja meðfram læknum.
Vildi ég svo mega mælast til þess við heilbrigðis og sóttvarnarnefndina að þær bæru ráð sín saman og athuguðu hvort ekki mætti komast af með mykjuhauginn sem bæjarprýði þá lækurinn væri hreinsaður, settur í lokaðan farveg eða breytt um stefnu hans?
S v. B.
Mynd sett inn 2018, til skýringar -
Örvarnar beinast að Álalæknum, sem var ofanjarðar er myndin var tekin, sennilega á fyrsta áratugi 19. aldar. Uppruni; Lind í hlíð Hvanneyrarskálar. (?)
Mynd fengin af síðunni www.siglfirðngur.is Höfundur ókunnur