Lífið 24.-30. nóv. 2003

Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

2003




24. nóvember 2003 

Hann setti svip á bæinn

Þórður Jónsson símvirki, fæddur 29. september 1909 

Meira um Þórð

Ljósmynd: Kristfinnur




24. nóvember 2003 

Biluð kaldavatnslögn við Túngötu. 

Þarna eru bæjarstarfsmenn að fylgjast með dælingu úr holu þeirri er þeir hafa gert umhverfis vatnslögnina, svo viðgerð geti hafist. 

Þetta eru þeir Jón Ásgeirsson og Hörður Hjálmarsson. 

Búast má við vatnsleysi í nálægu hverfi nokkra stund. 

24. nóvember 2003 -- Flóð í neðri hæðum húsa ! Stórstreymi var í nótt og í morgun við Siglufjörð og sumstaðar náði flóðið að smjúga upp um niðurföll, inn í kjallara og neðri hæðir sem standa lágt. Það flæddi víðar 

Við húsið Gránugötu 20, þar dugðu varla 2 dælur til að dæla vatni/sjó upp frá neðri hæðinni. Húseigendur voru með gamla 1¼" dælu sem gripið var til við sérstök tækifæri, en eftir að Gránugatan var tekin í gegn, skipt um stofnlagnir klóaks ofl. þá urðu húseigendur að kaupa aðra 1" dælu til viðbótar til að hafa við, þegar hátt var í sjó, eða stórrigning.

Þarna rennur vatn frá minni dælunni (1") hjáhúsráðendum við Gránugötu 20, dælurnar fara sjálfvirkt í gang þegar vatn/sjór streymir inn.

Sjór (?) kom upp um niðurföllin í Aðalgötunni í morgun, þessi mynd er tekin klukkan 10:27 í morgun. 

Einnig kom sjór(?) út, meðfram gangstéttunum við Aðalgötuna 

Nokkuð stórstreymt, þetta eru leifarnar frá gamla Hafliðaplaninu.

Þessi mynd er tekin eftir að flóðið varð mest, þarna í krikanum við Ingvarsbryggju, glöggt sést, þar sem jarðvegurinn og malbiks brúnin er dekkri, þangað náði sjórinn í logninu, þar sem hæst flaut. En fullvíst er að orðið hefði mikið flóðatjón víða, hefði til dæmis verið norðan stórviðri á sama tíma, eða jafnvel í sunnan roki.





24. nóvember 2003 

Verkið við endurnýjun hluta Bátabryggjunnar gengur vel í blíðviðrinu, eins og sjá má á þessari mynd 




25. nóvember 2003 

Hún setti svip á bæinn

Gunndóra Jóhannsdóttir, fædd 29. janúar 1919 

Meira um Gunndóru 

Ljósmynd: Kristfinnur




25. nóvember 2003 



Haförninn í hafísnum norður af Melrakkasléttu árið 1968 

25. nóvember 2003  -- Ég fékk eftirfarandi skilaboð kl. 12:20 

"Mér datt í hug hvort þú getir ekki sett inn áskorun á bæjarbúa og þ.m.t. Lionsklúbbsins um það að strax í byrjun desember verði hægt að setja upp ljósakrossa í kirkjugörðunum báðum, og lýsa þar með upp skammdegið og skreyta garðana miklu fyrr en verið hefur." 

26. nóvember 2003

Út er komin bókin: "Af norskum rótum" sem fjallar um gömul norskættuð hús á Íslandi.

Verkið skiptist í 10 kafla þar sem fyrst er fjallað almennt um sögu evrópskar húsagerðar og hin sérstöku norsku áhrif hérlendis. Er þar bæði um að ræða fjölda glæsihúsa sem flutt voru tilbúin frá Noregi og einnig það að hús væru smíðuð undir norskum áhrifum ljóst eða leynt.

Þá koma 5 kaflar sem eru tileinkaðir þeim stöðum sem helst bera svip þessara húsagerða  og áhrifa: Reykjavík, Seyðisfjörður, Akureyri, Siglufjörður og Ísafjörður. Höfundar þessara kafla eru búsettir í viðkomandi bæjum. Sá sem skrifar Siglufjarðarþáttinn er Örlygur Kristfinnsson safnstjóri Síldarminjasafnsins.

Af norskum rótum er ríkulega skreytt myndum og hin glæsilegasta í allri uppsetningu og frágangi. Útgefandi er Mál og menning. Bókin fæst í Aðalbúðinni og kostar aðeins 5.990 kr.  


25. nóvember 2003  -- 

GSM símasamband orðið gott. --  

Eins og sagt var frá hér í fyrri viku, þá unnu starfsmenn símans að því að setja upp nýtt loftnet fyrir GSM kerfið sem þjónar Siglufirði. það er nú komið í gagnið,- og ég þarf ekki lengur að hlaupa út á svalir til að ansa í síma minn, ef og þegar ég sit við tölvu mína, og væntanlega aðrir ekki að leita svæðis þar sem samband væri viðunnandi,  (innandyra)

Samband mun einnig batna á sjónum út af Siglufirði, en drægi í sjónlínu mun vera um 30 kílómetrar, sagði starfsmaður mér. 

Myndin er af loftnetsbúnaði, uppi í stóra strompi Síldarvinnslunnar. (SR)


25. nóvember 2003 

Jólin "nálgast" 

Ef marka má umfang bæjarstarfsmanna, við að skreyta bæinn jólaljósum og glingri í morgun, þá eru jólin á "næstu" grösum. 

Þarna eru starfsmennirnir að hengja jólaglingur þvert yfir Aðalgötuna, á milli "Apóteksins og Norska Sjómannaheimilisins," eins þessi hús hétu hér áður fyrr, en nú Aðalbakarí og Tónlistarskólinn. 

 




26. nóvember 2003  

Hún setti svip á bæinn

Sigríður Guðmundsdóttir, fædd 7. apríl 1913 

Ljósmynd: Kristfinnur



26. nóvember 2003  

Því miður, þá er þetta gömul ljósmynd. 

En ekki væri slæmt, ef að Andersen fengi að svitna af áhyggjum, yfir því hvar hann ætti að koma fyrir allri þeirri loðnu, ef skipin væru nú í Siglufjarðarhöfn fullfermd og biðu eftir löndun.

Vonandi fær hann tækifæri sem fyrst. Ég vona hið besta. 


26. nóvember 2003 

Þessi mynd var tekin frá Hólsbrúnni, í gær þegar stærsti straumur var kl 11:08 

Álfhóll nær umflotinn og speglast í logndauðum sjónum - og ekki hægt að sjá hvort Hólsáin rann "upp eða niður", því sjórinn náði langt upp eftir ánni. 



26. nóvember 2003 

Landlega á Siglufirði í gær. 

Nokkur síldarskip bíða þess að gefi "á sjó", til að sigla á ný mið í bátahúsinu. 

Með vorinu verða aðstæður vonandi orðnar þannig í forskála þessa mikla húss að þessum skipslíkönunum, ásamt mörgu öðru verði komið þar til sýningar. 

Líkönin eru á meðan geymd í bráðabirgðaskrifstofu safnsins í Ráðhúsinu. 





26. nóvember 2003 

Smá él var í morgun, sem náði til að lita umhverfið hvítri föl, þarna eru bæjarstarfsmenn að koma fyrir hinu árlega jólatré á Torginu. 



Arnar Heimir Jónsson; garðálfur Siglufjarðar

Þrítugur garðyrkjumaður Siglufjarðar; Arnar Heimir Jónsson.

Gott er að vita til þess að bæjarstjórnendur viðurkenni hve bráðnauðsynlegur þessi starfsmaður er á staðnum.

Enda hefur hann látið hendur standa fram úr ermum og sáum við fljótt árangurinn – frægast verka hans í sumar varð sennilega gosbrunnurinn á torginu þótt einhver skemmdarfíkn bæjargosinn hafi haft betur um sinn.

Talað er um hve greiðvikinn Arnar sé og ráðagóður þegar hann er kallaður til þjónustu og ráðgjafar í garða bæjarins og hafa eldri garðakonur alveg sérstakt dálæti á pilti enda dafnaði honum vel á kleinum og pönnukökum í garðskálum bæjarins í sumar.

Þá er greinileg í fari hans hugmyndarík gamansemi sem oftast fellur í frjóan jarðveg og staðinn hefur hann verið að sjaldgæfri hrekkvísi sem margir héldu að Eggert heitinn Theodórs hefði haft með sér úr þessum heimi.

Arnar á ættir að rekja hingað á staðinn og bjó hér í bernsku um skeið með foreldrum sínum þeim Jóni Heimi Sigurbjörnssyni flautuleikara og Valdísi Antonsdóttur. Hann er sem sagt afabarn Bjössa Frímanns söngvara og eftirhermu og einn af langalangalanöfum hans var Sigurður söngur Fljótamaður. Kona Arnars heitir Auður og eiga þau tvö börn. 

Meðfylgjandi mynd var tekinn í skógræktinni á Jónsmessunótt í sumar. Það vita ekki margir en hér með gert opinbert að Arnar er gæddur þeirri náttúru að breytast í skógarálf stutta stund á þessari nóttu við réttar aðstæður. 

Þessari einstæðu mynd náði ljósmyndari síðunnar við það tækifæri. 

"Ljósmyndin" er af málverki eftir Karl Jóhann Jónsson, góðvinar Arnars.
En málverkið prýðir skrifstofu bæjarins í Ráðhúsinu.





27. nóvember 2003 

Hann setti svip á bæinn

Herbert Sigfússon málarameistari, fæddur 18. maí 1907 

Ljósmynd: Kristfinnur


27. nóvember 2003 

Næturmynd. 

Þessi mynd var tekin 9. september síðastliðinn klukkan 23:25. 

Þetta er að sjálfsögðu ekki sólin sem sendir þennan bjarma með stjörnukrónu, heldur er þetta tunglið sjálft, og það glittir í eina og eina stjörnu. 

Myndin er tekin á hraða 3 sek og ljósop f.8 400 ASA  






27. nóvember 2003 

Löndun og bræðsla síldar, hjá Síldarverksmiðjum ríkisins 1960 


27. nóvember 2003 - 

Vel alinn þorskur. Þarna er verið að háfa og gera að þorskinum hans "Sidda" Sigtryggur Kristjánsson, fiskur sem verið hefur í flotkví úti á firði í sumar og þorskur þar í beðið daglega eftir að Siddi komi til að fæða þá. Það sést á fiskinum að hann hefur notið ríkulegar fæðu. 

Nú er komið að skuldadögum, þeirra smákríla 25-50 sentimetra, sem nú eru orðnir af gollþorskum í kvínni, því nú er þeim slátrað. 

Siddi er með tvær kvíar og áætlar hann að upp úr þessari kví sem nú var losuð, komi 8-10 tonn af þorski.     Myndir:  Fiskeldi á Sigló 2003

27. nóvember 2003 

Rækjuskel og Primex. 

Þessi bílstjóri heitir Gunnar Þór og kemur reglulega með um 10 tonn af rækjuskel frá Skagaströnd til Primex á Siglufirði. En alls hafa komið 2-3 bílar á dag með rækjuskel til Primex upp á síðkastið. 

Mest hafa komið 6 bílar á dag frá rækjuverksmiðjum á Akureyri, Hvammstanga, Sauðárkrók, Blönduós, Skagaströnd, Hólmavík og Húsavík. 

Frá tveim síðast nefndu staða, hefur ekki komið rækjuskel, vegna þess að ekki náðist samkomulag við flutningsaðila, en um langan veg er að fara, og flutningsaðilinn þarf auðvitað að fá eitthvað í sinn hlut til að greiða kostnað, en skattmann fær sinn hlut og þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvort flutningurinn beri sig, skattmann fær sitt. 

Og ekki kemur samningsaðstaðan til með að batna, ef nýjustu skattahækkunar tillögur ríkisstjórnarinnar á bifreiðagjöldum ná fram að ganga. En rækjuskel frá Hólmavík og Húsavík er nú urðuð, í stað þess að skapa verðmæti. 



28. nóvember 2003 

Hann setti svip á bæinn

Pétur Magnússon verkamaður, fæddur 19. apríl 1920 

Meira um Pétur sterka

Ljósmynd: Kristfinnur

28. nóvember 2003 

Athyglisverð staðreynd. Það vakti furðu mína er mér barst bók í hendur, bók sem segir sögu kommúnistahreyfingarinnar á Íslandi 1921-1934. 

Það var ekki efni bókarinnar, sem vakti athygli mína, enda las ég það ekki, heldur útgáfuár hennar, sem er árið 1979 - Og lógóið á kápu bókarinnar sem vakti athygli mína, þetta sem þið sjáið hér á myndunum. 

Bókaútgáfa menningarsjóðs gaf bókina út. 

Þó merkið sé ekki nákvæmlega eins og lógóið sem bræðsluverksmiðinan SR-MJÖL notaði og sem við horfum á daglega á þaki Ákavítis, þá er ekki hægt að komast hjá því að það minnir okkur á SR-MJÖL HF "sáluga." -

Hvað er skylt með kommúnistaflokknum dauða,- og SR-MJÖL HF. sem nú starfar að vísu nú undir öðrum formerkjum? - SVN

ER er hönnuður beggja merkjanna sá sami ? 
















28. nóvember 2003 Athygliverðar spurningar --- KLM --- og svörin enn athygliverðari:

http://www.althingi.is/altext/130/s/0464.html Útihátíðir

http://www.althingi.is/altext/130/s/0463.html

http://www.althingi.is/altext/130/s/0279.html




29. nóvember 

Hann setti svip á bæinn

Þormóður Stefánsson bifreiðastjóri, fæddur 9. ágúst 1927 

Meira um Þormóð

Ljósmynd: Kristfinnur



29. nóvember 2003 

Kvenfélagið Von, hélt sinn árlega basar í Suðurgötu 10 seinnipartinn í gær. 

Þar var á boðstólnum að vanda, útskorið laufabrauð, kleinur ofl. góðgæti, auk þess sem happdrætti fór fram á staðnum. 

Tók þar nokkrar myndir

29. nóvember 2003 

MAGNÚSARMÓT 2003. - Billjard

Í tilefni af 50. árstíðar Magnúsar Sævars Viðarssonar munu vinir og skólafélagar Magnúsar heitins, taka þátt í mótinu í ár. 

Mótið hófst klukkan 19:30 á gærkveldi og líkur seinnipartinn í dag. Keppt er í einliða og tvíliðaleik. 

Ég mætti á mótið og tók slatta af ljósmyndum við þetta tækifæri

Mótinu lauk í kvöldið um kl. 17:30 með verðlaunaafhendingu. Síðar í kvöld munu mótshaldarar, þátttakendur ofl borða saman kvöldverð. 

Myndir frá mótinu og úrslitin

Þessi mynd af Magnúsi, var í ramma á mótsstað >>>




29. nóvember 2003 

Jólatré frá Herning í Danmörku. Jólatré, eins og árlega kemur hingað sem gjöf frá vinabæ okkar Herning í Danmörku, var afhent og kveikt á því kl. rúmlega 17:00 í dag, við hátíðlega viðhöfn að venju. 

Myndir frá athöfninni 




30. nóvember 2003 

Hann setti svip á bæinn.

Gottskálk Rögnvaldsson, fæddur 11. september 1927 

Meira um Gosa hér

Ljósmynd: Kristfinnur





30. nóvember 2003 



SR árið 1960