Fimmtudagur 1. september 2005
Ein gömul: Starfsmenn SR, í aprílmánuði 1973
Guðmundur Lárusson rafvélavirki og Markús Kristinsson verksmiðjustjóri.
Fimmtudagur 1. september 2005
Dæmigerð ásýnd framan við Fiskbúð Siglufjarðar á miðjum sumardegi. Fisksalinn Eysteinn Aðalsteinsson slappar aðeins af frá önnum dagsins, gestir fá sér sæti og rabba um daginn og veginn. Auk Eysteins eru á myndinni Guðný Ósk og Arnfinna Björnsdóttir eiginkona Eysteins. Myndin er tekin 1. júlí í sumar.
Fimmtudagur 1. september 2005 Aðsent: Sæll Steingrímur. Viltu setja þetta inn á síðuna þína til að minna nemendur og foreldra að sækja um þetta, Umsókn eftir 15 október verður ógild og nemendur fá þá engan jöfnunarstyrk fyrir önnina sem er að byrja. Nánar á www.lin.is Kveðja Kristján L Möller.
Jöfnunarstyrkur fyrir framhaldsskólanemendur:
Nemendur á framhaldsskólastigi sem þurfa að stunda nám fjarri heimahögum og fjölskyldu geta átt rétt á jöfnunarstyrk.
Námsstyrkjanefnd úthlutar styrkjum til styrkhæfra nemenda. Umsóknir skulu berast til LÍN. Umsóknarfrestur á haustönn er til 15. október. Vegna vorannar/sumarannar eingöngu, er umsóknarfrestur þó til 15. febrúar. Boðið er upp á skráningu umsókna hér á LÍN-vefnum. Sjóðurinn hvetur umsækjendur til að kynna sér vel helstu upplýsingar um styrkinn og leiðbeiningar um skráningu. Þeir sem óska aðstoðar eru jafnframt hvattir til að leita til sjóðsins með tölvupósti (lin@lin.is) eða í síma 5604000. Eigi einhver ekki kost á að skrá umsókn sína á vefnum er hann vinsamlega beðinn um að hafa samband við sjóðinn. Póstfang sjóðsins er: LÍN, Höfðaborg, Borgartúni 21, 105 Reykjavík. --- Nánari upplýsingar er að finna í reglugerð um námsstyrki.
Fimmtudagur 1. september 2005
Nýir aðilar hafa hafa í dag 1. september, tekið við rekstri hússins sem fyrst var reist sem kvikmyndahúsið Nýja Bíó og nú síðast rekið sem veitingastaðurinn Kaffi Torg. -
Hinn nýji rekstraraðili er fyrirtækið EBÍ ehf - En "potturinn og pannan" þar innandyra er Friðfinnur Hauksson, sem allir Siglfirðingar þekkja sem einn af "Fílapenslunum" (sonur Gunnu Finna og Hauks á Kambi) -
Friðfinnur og co ætla að halda uppi minningu um hina upphaflegu daga hússins, þar sem nöfn og fleira tengt fyrri starfsemi verður áberandi.
Húsið verður opnað formlega að nýju með látum þann 16. september næstkomandi, eftir smá áherslubreytingar og ekki er að efa að sá dagur mun verða þeim sem þar mæta í fersku minni.
Til Hamingju með daginn Finni og co.
Fimmtudagur 1. september 2005
Siglfirðingar hafa mikið gert af því að heimsækja Lónkot í Sléttuhlíð, sérstaklega til að fara þar á markað og njóta í leiðinni þeirra kræsinga sem kaffihlaðborð þeirra sveitunga hafa upp á að bjóða.
Síðasti markaður ársins var nú seinnipart ágústsmánaðar.
Þessa mynd af útsýni frá Lónkoti út á Skagafjörðinn tók Sveinn Þorsteins þá á vettvangi, -og sendi mér.
Föstudagur 2. september 2005
Ein gömul:
Bjór er góður getum við kallað þessa mynd,
Á myndinni eru: Ágrímur Björnsson, Hákon Antonsson og Steingrímur Kristinsson.
Tekið 20 apríl 1973
Föstudagur 2. september 2005 EINN GÓÐUR UM LÍFSGÆÐAKAPPHLAUPIÐ
Hvað gerir þú við tímann? -- Ég lifi góðu lífi, sagði fiskimaðurinn. Ég sef fram eftir á morgnana, fiska dálítið, leik mér við börnin mín, tek "siesta" með konunni, rölti niður í þorpið á kvöldin og fæ mér vínglas og leik á gítar með vinum mínum. --- Ég get gefið þér góð ráð sagði Reykvíkingurinn. Ég er ráðgjafi með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Þú átt að veiða meira. Þá færð þú meiri afla og getur keypt þér stærri bát og þá veiðir þú enn meira. Síðan getur þú keypt heilan flota af bátum og þá ertu ekki lengur háður því að selja í gegnum milliliði en getur verslað beint við verksmiðjurnar, sett upp verksmiðjur og jafnvel ráðið markaðnum. Þá þarftu ekki lengur að búa hér heldur getur flutt suður. --- Hvað tekur þetta langan tíma? spurði fiskimaðurinn. -- Svona 20-25 ár.
En hvað svo? spurði fiskimaðurinn. --- Þá kemur stóra stundin, sjáðu til. Þú breytir fyrirtækinu í hlutafélag og ferð á verðbréfamarkað og selur og stendur uppi með marga milljarða.--
Já, sagði fiskimaðurinn en hvað svo? Reykvíkingurinn varð dálítið hugsi en sagði síðan: Þá flytur þú í lítið fiskiþorp, sefur fram eftir á morgnana, fiskar dálítið, leikur við börnin, tekur "siesta" með konunni, röltir á kvöldin niður í þorpið og færð þér vínglas og leikur á gítar með vinum þínum.!!! ==== Þetta er fengið að láni hjá:
Föstudagur 2. september 2005
Jæja Siglfirðingar, nú er ég að kveðja ykkur eftir góða viðkynningu í sumar, ég hef hitt marga að máli hérna í Bátahúsinu. Margt hefur verið skrafað og ýmislegt verið til skemmtunar og fróðleiks. -
Ég á eftir að sakna kunningja míns " Bissnesmannsins " en við stóðum lengi saman inná bryggjunni og áttum tal saman. --
Nú liggur leið mín til Akureyrar, að sinna þar erindum. Verst að göngin skulu ekki vera komin ! --
En best að koma sér, kærar þakkir fyrir góða viðkynningu.
" Heimspekingurinn ". ----- Þessa mynd tók Sveinn Þorsteinsson í gær í tilefni af því að hvítklæddi maðurinn; skúlptúrinn; "Heimspekingurinn" fór áleiðis til Akureyrar í gær. Höfundur skúlptúrsins er Aðalheiður Eysteinsdóttir, en það hefur verið í Báthúsinu í sumar ásamt fleiri verkum hennar.
Föstudagur 2. september 2005
Ég fékk sendar myndir nú klukkan rúmlega 08:00 í morgun af eldsvoða sem átti sér stað um klukkan 02:30 í nótt.
Því miður þá lét mig enginn vita af þessu.
Þetta hús er við Mjóstræti 1 - (þar sem ég fæddist fyrir rúmu 71 ári)
Engin undirskrift var með myndinni, bara "Hæ" póstfang: Viðar Aðalsteinson
Föstudagur 2. september 2005 Svona leit húsið Mjóstræti 1 út klukkan 08:30 í morgun. Timburþil, gólf á milli hæða og veggir allt rústir einar. Það sem eftir stendur er járnklæddur steinkubbaldi og brunnar spýtur Húsið var byggt af föður mínum á árunum 1932-1933. Þar fæddist ég áriið 1934. Enginn mun hafa verið í húsinu er eldurinn kom upp, en sagt var að nýbúið hefði verið að leigja það.
Laugardagur 3. september 2005
Ein gömul:
Njáll Jónasson - Gísli Sigurðsson og Hallur Garibaldarson, hlusta á 17. júníræðu 1973
Laugardagur 3. september 2005 Aðsent: Lífið er stutt og vinirnir fáir!
Dag nokkurn tók mjög efnaður maður son sinn með sér í ferð út á land í þeim tilgangi að sýna honum hvernig fátækt fólk býr.
Þeir dvöldu tvo daga og nætur á sveitabýli sem myndi teljast fátæklegt.
Á leiðinni til baka spurði faðirinn son sinn hvernig honum hafi þótt ferðin.
"Hún var frábær Pabbi."
"Sástu hvernig fátækt fólk býr?" spurði faðirinn.
"Ó já," sagði sonurinn.
"Jæja, segðu mér, hvað lærðir þú af þessari ferð?" spurði faðirinn.
Sonurinn svaraði: "Ég sá að við eigum bara einn hund en þau eiga fjóra. -- Við eigum sundlaug sem nær úti miðjan garð en þau eiga læk sem engan enda tekur.-- Við erum með innflutt ljósker í garðinum en þau hafa milljón stjörnur á næturnar. - Veröndin okkar nær alveg að framgarðinum en þau hafa allan sjóndeildarhringinn. - Við eigum smá blett til að búa á en þau eiga akra sem ná eins langt og augað eygir. - Við höfum þjónustufólk sem þjónar okkur en þau þjóna öðrum. - Við þurfum að kaupa okkar mat en þau rækta sinn. Við erum með háa girðingu til að verja okkur en þau eru umkringd vinum sem verja þau. " Faðir drengsins var orðlaus.
Þá bætti sonurinn við: "Takk Pabbi, fyrir að sýna mér hve fátæk VIÐ erum.
Laugardagur 3. september 2005 40 ára starfsamæli sem slökkviliðsmenn eiga þessir unglingar, sem undanfarin ár hafa haft það frekar náðugt vegna eldsvoða, en hafa þó ávalt verið við stranga þjálfun og æfingar. -- Þeir þurftu þó að taka á honum "stóra sínum" síðastliðna nótt þegar Mjóstræti 1 brann, sem er eini stóri bruninn í nokkur ár (sem betur fer). Ég kom við hjá þeim seinni partinn í gær þegar þeir voru að hreinsa og koma fyrir tækjabúnaði slökkviliðsins eftir nóttina, og komst þá að því að þeir voru allir búnir að starfa hjá Slökkviliði Siglufjarðar í yfir 40 ár. Þetta eru Steingrímur Garðarsson vélamaður - Guðmundur Skarphéðinsson vélamaður og Helgi Magnússon vara-slökkviliðsstjóri.
Laugardagur 3. september 2005
Suðurverksmenn -- Þeim hefur miðað vel þrátt fyrir rigninguna undanfarið, við vinnu við að hlaða efri hluta snjóflóðavarnargarðsin ofan við norðurbæinn. Þeir eru langt komnir með norðasta hluta hans, sem verður einskonar afdrep fyrir útivistarfólk.
Ég skrapp þangað í sólinni seinni partinn í gær og fékk drengina og stúlkuna í hópnum til að fá sér smá pásu á meðan ég smellti af þeim mynd.
Laugardagur 3. september 2005 Mest áberandieru þeir þessir drengir, þegar eitthvað þarf að dytta að Lions húsinu. En þarna eru Jón Hólm og Hörður Hjálmarsson uppi í vinnukörfu við að undirbúa klæðningu á suðurstafni hússins, en Jón Ásgeirsson sér um að þeir séu á réttum stað við verkið, með því að stjórna körfunni. - Myndirnar eru teknar í morgun.
Sunnudagur 4. september 2005 --- Ein gömul: Starfsmenn SR árið 1973
Guðni Sveinsson(?) - Birgir Ingimarsson - Jóhann G Möller - Guðmundur Ragnarsson - Arnþór Þórsson - Filippus Birgisson og Jónas Björnsson
Sunnudagur 4. september 2005 Gömul syrpa mynda.
Myndir sem enginn (tel ég) hefur séð áður, fyrr en þær birtast hér.
Myndir teknar 17. júní 1973 Allar teknar með "falinni myndavél"
Sunnudagur 4. september 2005 Ráðagóðir Suðurverksmenn: Ég var lengi að velta fyrir mér, hvað Suðurverksmenn væru að gera með heybagga, á vörubílspalli - og enn meira undrandi varð ég þegar ég sá þá frá eldhúsglugganum heima, (22. ágúst) losa þessa bagga við kindaskúrinn hans Hafsteins. Hvað er eiginlega á seyði, eru þeir að færa Hafsteini hey? -- Það var ekki fyrr en síðastliðinn föstudag þegar ég skrapp á vinnusvæði þeirra, sem ég áttaði mig á hvað um hafði verið að ræða. Þeir notuðu heybaggana einfaldlega sem öryggisgirðingu ofan við kofann, ef óvart rúllaði grjót niður þar sem þeir voru að vinna við enda snjóflóðavarnargarðsins.
Sunnudagur 4. september 2005 -- Stúlli og Dúi sáu um fjörið á Allanum í gærkveldi og síðastliðna nótt: Ég leit þar inn laust eftir miðnættið og smellti af þessari mynd af þeim félögum.
Sunnudagur 4. september 2005
Talsvert vatnstjón varð í húsi númer 34 við Suðurgötu í gærkveldi. - En vatnsleiðsla brast innanhúss og húsráðendur leituðu á náðir slökkviliðsins sem brást fljótt við að venju. En verið var að dæla/sjúga vatn af gólfum þegar ég keyrði þar framhjá laust eftir miðnættið.
Mánudagur 5. september 2005
Ein gömul:
Vörubifreiðastjórar í aprílmánuði 1973:
Hans Sigurðsson - Stefán Guðmundsson - Kristinn Sigurðsson - Guðlaugur Gottskálksson og Sigurjón Steinsson.
Aðeins Sigurjón er eftir á lífi af þeim félögum, og heldur enn úti sínum bíl. (2005)
Mánudagur 5. september 2005 StarfsmannafélagHeilbrigðisstofnunar Siglufjarðar skrapp í eins dags ferð austur í Mývatnssveit síðastliðinn laugardag. Sveinn vinur minn var með í för, en kona hans Berta er fyrrverandi starfsmaður og var því boðið með. Myndasyrpan frá ferðinni er hérna
Mánudagur 5. september 2005 Þessir strákar voru að leik við Hvanneyrarhól í gær.
Ég ég smellti á þá um leið og ég átti leið framhjá.
Þeir eru frá vinstri Eduard sonur Constantin, Unnar Friðrik sonur Steinars og Völu svo eru þeir Gísli Marteinn og Páll Helgi synir Gróu og Balda..
Þriðjudagur 6. september 2005
Ein gömul:
Það var önnur aðferð við að landa og meðhöndla fiskinn á bryggjunni árið 1973 heldur en í dag - og hver sem orsökin kann að vera, virðist fiskurinn að meðaltali, einnig hafa verið smærri sem að landi kom. Þarna eru Páll Gunnlaugsson og Daníel Baldursson að týna fisk upp í hjólbörur.
Þriðjudagur 6. september 2005
"Fyrr má nú rota en dauðrota" segir máltækið, haft í munni þess sem komið er á óvart. Allir eiga jú rétt á að hafa sína skoðun. En tilefnið er grein sem mér var bent á í Morgunblaðinu sem út kom síðastliðinn laugardag, á blaðsíðu 40.
Höfundurinn er sagður læknir og rithöfundur, Valgarður Egilsson að nafni. Ansi finnst mér hann nálgast forræðishyggju og nánast vera að segja okkur Siglfirðingum hvað okkur sé fyrir bestu og hvert við viljum stefna og vitnar að auki í óprentuð umæli, væntanlega til að sýna fram á hvað við höfum verið fyrirhyggjulausir fyrir aldmótin 1800 og séum það enn. Ég vil benda lækninum á að jarðgöng "undir skarðið" kom upp á meðal Siglfirðinga fyrst árið 1929 (frá Siglfirðingi), svo hann er með gamla tillögu sem á þó eftir að verða að veruleika þó síðar verði. Ég ætla ekki að fjalla frekar um greinina, en til að sem flestir verði upplýstir um skoðanir læknisins, þá bæti ég upp á þann möguleika og skelli greininni HÉR -
Ég vona að mér verði ekki stefnt vegna þessa "fyrirhyggjuleysis" - enda á ég rætur mínar að rekja til Siglfirðinga sem uppi voru löngu fyrir aldamótin 1800 og á því "væntanlega einhverja sök" á yfirsjónum forfeðra minna og mæðra ?
Þriðjudagur 6. september 2005 Bruninn í Mjóstræti. Rannsókn Tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík hefur leitt í ljós að upptök brunans í Mjóstræti 1 á Siglufirði voru í frystikistu á neðri hæð hússins. Frétt af Lögregluvefnum.
Þriðjudagur 6. september 2005
Flugferð þar sem flogið var meðal annars í gegnum dyrnar í Dyrfjöllum, í leit að hreindýrum.
TF-KLO
Nokkrar myndir frá þeirri ferð sem Óskar Berg ofl. tóku þátt í síðastliðna helgi
Þriðjudagur 6. september 2005 Smábátarnir hafa undanfarið og raunar í allt sumar verið að afla mjög vel. Í gær þegar þessi mynd var tekin, biðu bátar eftir að komast að löndunarkranana til að losa góðann afla. -- Á myndunum eru Arnar KE 260 2515 að enda við að losa góðann afla og hinumegin á bryggjunni, Vilborg GK 320 2391 að bíða eftir að komast að - en Júlía SI 62 2319 er rétt að enda við losun.
Arnar KE 260 2515
Júlía SI 62 2319
Þriðjudagur 6. september 2005 -- Verið var í morgum að brjóta upp gangstétt við Hvanneyrarbraut, og saga rás yfir götuna suður við Sundhöllina, en leggja á rafstreng frá spennistöð RARIK norðar í götunni að Sundhöllinni, en fjarlægja þarf spennir sem verið hefur inni í húsakynnum sundlaugarinnar. Gangstéttin verður svo endurnýjuð þar á eftir.
Þriðjudagur 6. september 2005
Fyrsta steypan vegna nýbyggingar íbúðarhúss á Siglufirði í mörg ár, var sett í mótin í gær við Suðurgötu 88.
Þriðjudagur 6. september 2005 Iðnaðarmenn voru á fullu í morgun við að skipta um þakplötur á húsi Verkalýðsfélagsins Vöku.
Miðvikudagur 7. september 2005 Ein gömul: Fyrstu mótin fyrir undirstöðu frystihúss Þormóðs Ramma hf, fyllt af steinsteypu 31. ágúst 1973
Miðvikudagur 7. september 2005
Svarta þoka var, von var á Stálvík SI 1 nýsmíðaðri frá skipasmíðastöðinni Stálvík - Þeir sem biðu skipsins á enda öldubrjótsins, heyrðu vélagný skipsins á siglingu inn fjörðinn, en þeir sáu ekkert nema dimma þokuna, - fyrr en allt í einu eins og smellt væri fingri, þokan hvarf og tignarlegt skipið birtist í björtu sólskini beint framan við Öldubrjótinn.
Það sést meðal annars á myndum sem teknar voru á þessum eftirminnilega degi 16. september 1973 -- Myndir HÉR
En myndin hér til hliðar er af skipverjunum þeim sem komu með skipið.
Miðvikudagur 7. september 2005 --
Þeir hafa mikið að gera trésmiðirnir núna. Þarna við "Nýja Bíó" er verið að setja upp vinnupall vegna þess að skipta á um bárujárn á þakinu.
Hinum megin við Torgið eru aðrir trésmiðir að setja nýtt bárujárn á Vökuhúsið, eins og sagt var frá í gær.
Miðvikudagur 7. september 2005 Á þessum myndum sést óvenju vel móta fyrir troðningum á leiðinni yfir Hestskarð. Það er ekki oft sem þetta sést svona greinilega.
Ljósmyndir; Sveinn Þorsteinsson.
Miðvikudagur 7. september 2005 --- það vakti athygli mína að bifreið SR-Vélaverkstæðis keyrði fram Langeyrarveg í gær. Á hvaða ferðalegi eru drengirnir ? Ég ákvað að elta þá til að komast að því. Þeir enduðu för sína inni í Skógrækt, en erindi þeirra var að festa skjöld á stórann stein sem þar hafði verið komið fyrir. Ég tók mynd af þeim félögum Þorleif Halldórssyni og Óskar Berg Elefsen við verkið, en eðli málsins þá verður að bíða með frekari upplýsingar um skjöldinn, sem verður afhjúpaður ásamt fleiru við hátíðlega athöfn núna allra næstu daga - og þar verð ég auðvitað mættur.
Miðvikudagur 7. september 2005
"Það munu stormar leika um þetta hús" er textinn sem ljósmyndarinn Sveinn Þorsteinsson, lét fylgja þessari skemmtilegu mynd sem hann sendi mér
Fimmtudagur 8. september 2005
Ein gömul: Í tilefni af því að einhverjar hræringar eiga sér stað í húsnæðinu sem einu sinni hét Hótel Siglunes, einu sinni Hótel Höfn og einu sinni Hótel Lækur.
Bráðum mun húsið fá nýtt nafn.
Ég mun kanna það mál frekar á næstunni.
Í húsinu "Knattborðsstofa": Gjafakot er nú verslað með húsgögn, gjafavörur ofl.
Fimmtudagur 8. september 2005
Lágt er lagst - Mér datt helst í hug eiturlyfjasjúklingur á neðsta plani, þegar ég las í Tunnunni í gær um það að söfnunarílát sem Knattspyrnufélag Siglufjarðar hefur komið fyrir frammi á Íþróttsvæðinu að Hóli á Siglufirði hefði verið tæmd af einhverjum óviðkomandi, og að auki talsvert magn sem geymt hafði verið í skemmu þar framfrá. Það er öllum dósunum var stolið. Þjófarnir hafa greinilega haft bíl undir höndum, og þá væntanlega farið með dósirnar í annað byggðarlag, þar sem KS sér um að taka við dósum frá almenningi á Siglufirði. Dósamóttakendur í næstu byggðarlögum. Hafið þið tekið eftir einhverju verulegu magni frá "óvæntum" dósasala? Ef svo er væri æskilegt að þið létuð KS vita, svo launa megi kauða "greiðann"
Fimmtudagur 8. september 2005 ---- 07.09.2005 09 - Flokkurinn hans Jóns. Tilvitnanir Leós, um minnsta pólitíska stjórnmálaflokk landsins, þ.e. formanninn. Því miður tegillinn er ekki lengur virkur
Fimmtudagur 8. september 2005 -- Sávarútvegssýningin í Kópavogi.
Siglufjörður / höfnin er með bás nr. 50A á sýningunni, þar sem vísbendingar eru til þess helsta sem Siglufjörður og Siglufjarðarhöfn hefur upp á að bjóða. Á myndinni sést yfir bás 50A við opnun sýningarinnar í gær, en þessa mynd og fjórar til viðbótar sendi KLM til mín. Á myndinni eru Sigurður Sigurðsson hafnarvörður - Ólafur Kárason formaður bæjarráðs og Steinunn Sveinsdóttir safnvörður hjá Síldarminjasafninu -- Myndasyrpa HÉR
Fimmtudagur 8. september 2005 --
Aðalgata 15. Eins og fram hefur komið áður hér á síðunni, er mikið að gera við lagfæringar á húsakynnum Siglfirðinga,
þarna er verið að gera við, raunar að endurnýja þak á þessu húsi, Aðalgata 15
Fimmtudagur 8. september 2005
Sávarútvegssýningin í Kópavogi.
Myndir sem Ólafur Kárason sendi -
<<<< Geir Zoega og Jóhann Sigurjónsson og fleir koma í ljós sameinaðr fyrri myndum frá Sýningunni (tenglill hér ofar hliðar)
Fimmtudagur 8. september 2005 Þessi gamli bátur, Daníel SI 152 hefur verið þarna í Dráttarbrautinni á Siglufirði í nokkuð mörg ár. Engum held ég, sem ferð eiga um hafnarsvæðiðið þykir neitt við þessa sjón sem við þeim blasir að athuga. Í mínum huga þá er þetta góður minnisvarði um þá gömlu tíma sem þessi bátur þjónaði. Báturinn er raunar einskismanns eign, en búið var að "úrelda" hann, en fyrirtækið sem átti bátinn á þeim tíma fór á hausinn og slippurinn sat uppi með bátinn. Talað hefur verið um það manna á milli að koma bátnum í upphaflegt form, það er taka af honum hvalbakinn og mála hann síðan. Þetta er sterkbyggður eikarbátur, sem tímans tönn mun verða mjög lengi að naga. Þarna er hann ekki fyrir neinum, heldur hið ganstæða og er báturinn mikið ljósmyndaður og skoðaður af ferðamönnum, sérstaklega erlendum.
Nánar um bátinn Daníel SI 152 ------
og síðasta nafnið er núverandi nafn: DANÍEL SI 152
Báturinn var afskráður til úreldingar 13. mars 1992 og hefur verið uppi í Dráttarbraut Siglufjarðar síðan.
Upplýsingar: Tryggvi Sigurjónsson 8. september 2005
Fimmtudagur 8. september 2005 Aðsent: Í vikunni léku Fylkir og Valur úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu í flokki 40-ára og eldri. - Þetta væri vart hér til birtingar nema vegna þess að þar kemur Siglfirðingur til sögu. - Skemmst er frá því að segja að Fylkir vann leikinn 3-2 eftir framlengdan leik og varð því Íslandsmeistari í þeim flokki. Einn af helstu máttarstólpum Fylkisliðsins er Siglfirðingurinn knái, Gunnar Stefán Jónasson, sonur Jónasar Jónssonar á Bifreiðaverkstæði Jónasar í Kópavogi.
Gunnar Stefán sýndi stjörnuleik, eins og oft áður, í úrslitaleiknum og lagði grunninn að fyrsta Íslandsmeistaratitli Fylkis í þessum flokki. Félagar hans hafa nefnt að loksins (og ekki seinna vænna) hafi æfingar í Fótboltaskóla KS á Siglufirði um miðja síðustu öld skilað sínu, en Gunnar Stefán er 43 ára. Hann lék fjölmarga leiki með liði KS á sínum tíma. - Meðfylgjandi er mynd af Gunnari og nokkrum félögum hans að leik loknum.
Myndatexti: Íslandsmeistarar Fylkis í Eldri flokki. Gunnar Stefán Jónasson er þriðji frá vinstri í efri röð. MI
Fimmtudagur 8. september 2005
Myndasyrpa frá útivistarferðskólabarna -
En tveir hópar kennara og skólabarna fóru í morgun inn í fjörð.
Annar hópurinn fór hjólandi ásamt kennara fram í Hólsdal en hinn hópurinn upp á Saurbæjarás. --
Og myndin hér til hliðar er af Leikskóla krökkum ásamt kennurum á gangi við Túngötu
Fimmtudagur 8. september 2005
Að gefnu tilefni, vegna margra spurninga sem mér hefur borist - auk allskonar sögusagna, slúðurs og fleira varðandi ákvörðun mína um að kaupa og setja upp vefmyndavél. Og að auki sú vitneskja sem kom frá Persónuvernd inn um bréfalúgu mína í morgun, Þá birti ég hér hluta þess efnis sem nefndur póstur innihélt, lesendum mínum til fróðleiks. Ef þú hefur áhuga, smelltu HÉR
Fimmtudagur 8. september 2005
Frá: Tryggvi Sigurjónsson
Ábending hefur komið upp um að það hafi verið Guðmundur Þórðarson GK 70 sem var fyrsta skipið sem notaði kraftblökk
Föstudagur 9. september 2005 Ein gömul: Það lítur svolítið öðruvísi út í dag þetta svæði sem þessar byggingar og mannvirki voru á árið 1972 -- Svæði síldarverksmiðjunnar Rauðka -- Gamla Grána fyrir og miðju olíu og lýsistankar sunnan við.
Laugardagur 10. september 2005 Aðsent: Útivistarferð nemenda á unglingastigi var farin síðastliðinn fimmtudag 8. september --- Nemendur og kennarar í efra húsi Grunnskólans gengu á fjallið Súlur úr Skarðsdalnum og komu niður með Selánni.
Hér eru nokkrar myndir úr þeirri ferð. Ljósmynd: Erla Gunnlaugsdóttir
Laugardagur 10. september 2005
Ein gömul: Mikið breytt umhverfi. Myndin er tekin 31. ágúst 1973
Laugardagur 10. september 2005
Ekki veit ég hvað hún heitir þessi rós, gæti þess vegna heitið haustrós, en myndin var tekin í morgun í morgundögginni framan við Sýslumannsskrifstofuna, en rósin tilheyrir trjárunna sem þar er.
Aðsent: Rósin á vefnum þínum í dag heitir Hansarós, gullfallegur runni hjá þessu húsi og er búinn að vera blómstrandi í allt sumar.
Takk fyrir frábæran vef sem verður vonandi áfram og ég vil endilega fá þessa vefmyndavél upp.
Ég hef tildæmis skoðað svona vef frá Stykkishólmi sem sýnir myndir af hinum ýmsu stöðum þar og væri skemmtilegt að geta skoðað Siglufjörð frá mörgum sjónarhornum. Svo bara aftur kærar þakkir fyrir Lífið á Sigló. Ein sem er ennþá ókunnug í bænum þrátt fyrir átta ára búsetu hér. BT --- takk fyrir-