Lífið 22.-31. Mars 2004

Fréttavefurinn Lífið á Sigló

22.-31. mars 2004


 

22. mars 2004  

Ein gömul.  


Hafliði Helgason bankastjóri, Hinrik Aðalsteinsson kennari og Steingrímur Magnússon verkstjóri. 



22. mars 2004  

Allmiklum snjó hefur kyngt niður síðasta sólarhring. Götur víða þæfingsfærar (ennþá um kl. 10:00) 

Og í fyrsta sinn á síðastliðnum tveim árum, nú í morgun þurfti ég að moka bílinn minn út af upphituðu bílastæði mínu.  (frárennsli hitaveitu er undir stæðinu)

Snjóruðningstækin voru a fullu og víða sást til manna með skóflur, við að moka snjó. Myndin hér sýnir tvo "trillukarla" vera gera "hreint fyrir sínum dyrum"




22. mars 2004   

Þessa tvo sómamenn hitti ég í Olís búðinni; 

Stefán Einarsson verktaka, sem var í sólskinsskapi yfir snjónum, því snjórinn er eitt af hans lifibrauði, vegna snjóruðningstækja sinna -og Stefán Friðriksson afgreiðslumaður Olís, sem alltaf er í sólskynsskapi hvort sem snjóar eða ekki. 



22. mars 2004 


Og þessi garpur, landsfrægur skíðakappi fyrri tíma; 

Guðmundur Árnason, hann er vanur snjónum og klæðir sig bara í samræmi við veðurfarið hverju sinni. 

Þarna hitti ég Guðmund hressan að vanda inni hjá Rafbæ í morgun. 




22. mars 2004 

Aðsent: Þessi flutningabíll fór útaf í fljótunum í gær, rétt hjá Hrauni. 

Ófærð og snjóblinda mun hafa valdið óhappinu. Ekki er vitað um meiðsl.


 Ljósmynd: Marteinn. 

 23. mars 2004   Ein gömul, tekin á Hótel Höfn 1963 +/- tilefni ?? Til þess að myndin njóti sýn þá er þessi mynd stærri en venjulega hér á vefnum, en mjög athyglivert er fyrir fullorðna Siglfirðinga að skoða hin mörgu þekktu andlit sem þarna sjást. Ekki eru öll andlitin í "fókus" en mjög mörg andlitin má þó þekkja. 

 



23. mars 2004  

Þetta eru þeir Gunnlaugur Vigfússon og Hreiðar Jóhannsson inni í frystigámi að koma rækjupokum á bretti, en rækjan er unnin í verksmiðju Þormóðs ramma Sæbergs. 




23. mars 2004   

Það var fátt um báta í smábátahöfninni í morgun, en meira um bíla eiganda þeirra á svæðinu. 

En flestir eru nú í blíðunni að vitja og leggja grásleppunetin sín en vertíðin er nýlega byrjuð. 



23. mars 2004 

Skarðdalurinn og nágrenni. 

Skíðasvæði Siglfirðinga í morgunsólinni, "best varðveitta" leyndarmál skíðamanna, perla skíðamanna. 

Þarna er að öllum líkindum besta og notadrýgsta skíðasvæði landsmanna, svæði með fyrsta flokks þjónustu, starfsmenn aldrei í vondu skapi, alltaf brosandi og gera sér grein fyrir því að þarna eru þeir til að þjóna gestum svæðisins, gera allt sem hægt er til að þeir fái sem mest út úr heimsókn sinni á svæðið. 




23. mars 2004    Þessum mætti ég í morgun á Langeyrarvegi, en þetta eru starfsmenn Hitaveitunnar að koma úr eftirlitsferð í Skútudalinn þar sem uppspretta heitavatnsins er. 

Þetta eru Árni Skarphéðinsson og Óli Agnarsson á vélsleða sem er þægilegasta farartækið sem kemst inn í Skútudal um þessar mundir. 






23. mars 2004  

Þetta er Stóri boli, snjóflóðagarðurinn ofan syðstu byggðar á Siglufirði. 





24. mars 2004 

Ein gömul: Hvað ætli þeir séu að gera? 

Þetta eru Albert Sigurðsson, Jóhann Örn Matthíasson og Óli Björnsson. 

Þeir eru að snúa sveif á handknúnu spili (þriggja hraustra manna átak) um borð í pramma frá dýpkunarskipinu Grettir, árið 1966 


24. mars 2004 

 Bjartsýni eða?  Úr fundargerð Tækni – og umhverfisnefndar 17. mars 2004: 

Græna húsið ehf. sækir um leyfi til að flytja húseignina Aðalgötu 18. 

Ætlun eigenda er að taka húsið af steyptri kjallarahæð og flytja það til Reykjavíkur. Gengið yrði frá lóðinni að flutningi loknum þannig að ekki verði sár þar sem húsið stóð. Nefndin bendir á að húsið er byggt árið 1905 og ber því að leita umsagnar Húsafriðunarnefndar. 

Afgreiðslu frestað og byggingarfulltrúa falið að leita frekari upplýsinga um málið.  --

Húsið merkt x á myndinni - Aðalgata 18 




24. mars 2004  

Síðastliðinn sunnudag fengu siglfirskir krakkar heimsókn nokkurra krakkahópa úr öðrum byggðarlögum og kepptu við þá í Blaki. 

Ég fékk sendar í morgun nokkrar myndir frá star@simnet ég er ekki viss um hver star er þar sem undirskrift vantaði, en myndirnar eru hér með komnar á síðuna og frekari skýring kemur vonandi síðar.   Myndirnar HÉR





25. mars 2004 

 Ein gömul: Skíðakappar, fyrirtækjakeppni í göngu: Sveitin sigursæla  t.f.v. 

Benedikt Sigurjónsson, Hreinn Júlíusson, Skúli Jónasson (meistarinn), Sigurður Helgason og Jón Sigurðsson 



25. mars 2004   


Flutningaskipið Green Atlantic hefur verið hér síðustu tvo sólarhringa við að losa um 400 tonn af frosinni rækju til Þormóðs Ramma Sæbergs. 

Myndin var tekin í morgun. 



25. mars 2004  

Þessir krakkar voru fúsir til að raða sér upp fyrir ljósmyndarann er hann keyrði framhjá Barnaskólanum, en þau voru að leika sér í frímínútunum, eins og það hét í gamla daga og heitir væntanlega enn það sama.  

Mér láðist að spyrja krakkana um nafn, kannski einhver sendi mér nöfnin. 


25. mars 2004   

Jón Salmannsson auglýsti nú í vikunni  í "Tunnunni", að hann tæki að sér að gera við tölvur. 

Það kom mér á óvart að hann væri orðinn tölvuviðgerðartæknir, ekki það að ég héldi hann ekki færan um slíkt nám, heldur vegna þess að ég hefi mætt honum og séð nær daglega.

 En ég tók ekki tillit til tækninnar, sem heitir Fjarnám, - þar öðlaðist hann  þekkinguna og lauk svo verklegu og bóklegu prófi hjá löggiltum prófdómurum í iðn sinni nú í mánuðinum. Jón starfar hjá Símanum. 

Ég hitti Jón að máli í dag og smellti af honum mynd - sonur  hans Hermann Ingi  fékk að vera með á myndinni. 




26. mars 2004     


Ein gömul: 


Þrír bílstjórar, Guðbrandur Jónsson, Steindór Kristjánsson og Gestur Halldórsson. 



26. mars 2004   

Arnar Ólafsson eftirlitsmaður hjá Rarik á Siglufirði var að huga að spennistöðinni og öryggis-ljósavélinni sem tilheyrir Heilsugæslustöðinni, er mig bar þar að. 

Þar var allt í fínu lagi, eins og alltaf. 

En það þarf þó að skoða þetta reglulega sagði "Addi" og brosti. 

26. mars 2004  Aðsent:    Vormót á Siglufirði. Opið mót verður haldið í logni og sól á Siglufirði laugardaginn 17. apríl kl 14.00.  Keppt verður í fjórgangi og tölti.  Skráningu þarf að vera lokið fyrir fimmtudaginn 15 apríl. kl 18.00.  Hrafnhildur tekur við skráningum í Aðalbúðinni – hestahorninu í síma 467 2225.  Skráningargjald kr. 1.000,- Nánari upplýsingar gefur Haraldur í síma 893 5051.  

Heyrst hefur að meðal keppnishrossa verði handbremsu-Jarpur,  staði-Rauður og skurðgröfu-Jörp, jafnvel að rykið verði dustað af grafara-Bleik (e. gravediggers-Pink). 

Á Siglufirði hefur hestamennskunni vaxið mjög fiskur um hrygg undanfarin ár.  Byggð hefur verið reiðskemma, tvö gerði, hringvöllur og nú er verið að leggja hlaupabraut við hringvöllinn.  Hrossum hefur fjölgað talsvert undanfarin ár og hestum og knöpum farið mikið fram.  Glæsismenn skora sérstaklega á Fljótamenn, Ólafsfirðinga og Skagfirðinga til að taka þátt.  Á sama tíma verður Meistaramót unglinga í skíðaíþróttum á Siglufirði og því mikið um að vera í bænum. 





27. mars 2004    


Ein gömul: 


Vinnufélagarnir Garðar Hallgrímsson og Ólafur Þ. Þorsteinsson læknir 

27. mars 2004   

SR-Byggingavörur. - Þangað leit ég inn í morgun, þar var "allt á öðrum endanum" það er að þessir 2 starfsmenn sem voru að vinna í dag voru í óða og önn að vinna við að stækka verslunarplássið um 100 %. En nægt pláss er fyrir hendi við hlið og inn af versluninni, þar sem áður var Lager SR-Mjöl hf (SVN) 

Umfang verslunarinnar hefur vaxið ótrúlega fljótt og mikið, vöruúrvalið alltaf að aukast og er nú að komast vil yfir magn og úrval það sem KEA / Húsasmiðjan var áður með, en þeir voru flúnir af vettvangi eftir að hafa komið þeim aðilum sem fyrir voru hér á markaðnum á hausinn. Þeir græddu ekki nógu mikið !  

Þetta eru Hermann Einarsson og Guðmundur Einarsson, "lafmóðir " 

27. mars 2004 

Fjölbreyttir möguleikar á Sigló um páskana. 


Myndir á undirsíðu.                                    



27. mars 2004 Samkvæmt spádómum veðurstofunnar (var mér sagt) átti hvorki að vera sól né hiti á Siglufirði í dag. En þessir menn Björn Stefánsson og Adólf Árnason voru sko ekki úti í kalsaveðri þar sem þeir sátu á þröskuldi við dyr Kaffi Torg klukkan 16:30 í dag í logni, 10 stiga hita og glampandi sólskini. 



28. mars 2004  Ein gömul: Það var að vísu ekki á hverju ári, en þó nokkrum sem "guttarnir" gátu siglt stoltum fleyjum sínum á milli stórra ísjaka og jafnvel falið sig á milli þeirra þegar lögreglan var til kölluð, af dauðhræddum "kerlingunum" á Eyrinni, til að koma í veg fyrir að ungdómurinn færi sér að voða í jökulköldum sjónum. Oft blotnuðu "guttarnir," sem voru margir, en þeir sluppu alltaf með skrekkinn þrátt fyrir að engin bjargvesti væru til staðar á þeim tíma. Þessi fley þeirra voru smíðaðir af „guttunum“ úr gömlum bárujárnsplötum og voru kallaðir kajakar. Myndin er tekin á Siglufirði í byrjun mars 1965 



28. mars 2004  

Kynning á vörum sem tilheyra hinni hefðbundnu fermingu sem nú er framundan, fór fram í Aðalbúðinni í fyrradag. Fyrirtækin sem þátt tóku í þessari kynningu voru. Aðalbakarí, Aðalbúðin og Siglósport.

 

Svava Friðrika tók myndirnar sem hér fylgja. -  Smelltu Hér

 


28. mars 2004  Slysavarnarfélagið Vörn Siglufirði afhenti í gær áhöfninni á björgunarbátnum Sigurvin Siglufirði fullkominn fjarskiptabúnað, sem þá félaga hefur lengi vantað. Búnaðurinn samanstendur af 4 hand talstöðvum sem tengja má við öryggishjálma, þannig að skipverjar sem búnaðinn nota geta óhindrað haft samband við stjórnstöð í landi, milli báta og þyrlu osfv.  Þetta var kærkomin gjöf og lýsti talsmaður báta deildarinnar Strákar þakklæti sínu og félaga með mörgum orðum og kórónaði þakkirnar með rembingskossi.  Ég var viðstaddur og tók myndir í tilefni 

 28. mars 2004  Aðsendar myndir hér fyrir neðan. Allir þekkja Hólm Dýrfjörð. Þessar skemmtilegu myndir voru teknar á Elliheimilinu Grund á öskudagsballi nú á dögunum, þar sem allir klæddu sig upp skrautlega í tilefni af deginum.   Þar var Holli hrókur alls fagnaðar að venju og lék á alls oddi, þótt níræður væri, en hann varð 90 ára 21. febrúar sl.  Konan með honum á myndinni heitir Guðfinna. 

29. mars 2004 

 Ein gömul:   Grímuböll voru hér áður fyrr all tíður skemmtanamáti. Þá kepptust 

menn og konur við að mæta á dansleiki í sem frumlegustum búningum- og yfirleitt voru veitt verðlaun fyrir þá frumlegustu og skemmtilegustu. Sennilega var það árið 1948 að allt ætlaði vitlaust að verða á Siglufirði þegar tveir ungir gárungar mættu á einn slíkan dansleik. 

Þetta atvik var á hversmanns vörum og margar skoðanir á þessum atburði. Sú frásögn er ég heyrði oftast (og man) frá  þessum atburði, þarf ekki endilega að vera sú eina rétta, en hún var á þessa leið í stuttu máli. 

Eins og áður segir voru þarna að verki tveir ungir menn um 16 ára gamlir (?) sem fengu vinkonur sínar sem kunnu á saumavélar, sér til aðstoðar. Á þessum tímum voru nasistarnir að hefja valdabrölt sitt í Evrópu við hreinsanir og kynþáttahatur, meðal annars töldu þeir blökkumenn til óæðri kynstofns. 

Í þessum anda bjuggu félagarnir til persónurnar; nasista og blökkumann til að sína þversögnina í heimsku nasistanna. En þetta uppátæki var greinilega misskilið því allt fór úr böndunum, ma. í foreldra  og fjölskylduhúsum. 

Það átti að reka þá úr skólanum (gagganum), úr bænum, setja þá í fangelsi, flengja þá, ofl.ofl. - 

Í dag og raunar á þeim tíma einnig, var og er hlegið af þessu írafári og múgæsingu almennings sem lét stjórnast á fyrirfram ákveðnum fordómum á drengjunum og án þessa að reyna að nálgast hinn raunverulega sannleika og tilgang, það er andhverfunni. Þetta voru vinirnir Sveinbjörn Blöndal listmálari og Hörður Óskarsson prentari. 

Ljósmynd: Kristfinnur


29. mars 2004  

Jóhann Sv Jónsson og ég Steingrímur vorum í kaffi hjá bryggjuliðinu og vildu drengirnir endilega fá að taka mynd af okkur "öldungunum" og hafa Sturlaug Kristjánsson á milli okkar. 

Þessu átti, að ósk bryggjuliðsins að fylgja allnokkuð stór spurningalist, um hvað hver væri.... hver hefði... og hver mundi o.s.f.v. 

En þar sem þessi listi fór út í "vafasama" og vart birtingarhæfar spurningar - 

þá er þeim sleppt hér, en myndin er ágæt, en Ómar Geirsson hélt á myndavélinni minni. 

29. mars 2004.  Ég heimsótti "bryggjuliðið," (eins og getið er hér fyrir ofan) drengina sem sjá um alla upp og útskipun í Siglufjarðarhöfn. 

Ég drakk með þeim kaffi í morgun. Þetta eru kátir karlar með margar hugmyndir bæði ferskar og róttækar- og þeir kalla ekki allt ömmu sína, enda samanstendur hópurinn af hörkutólum til orða og vinnu. 

Þessa mynd tók ég af hópnum fyrir utan hús þeirra við höfnina að kaffiklénu loknu. Meðal þeirra eru "kaffigestir" Jóhann Sv Jónsson og Gunnlaugur Vigfússon. 

Á myndinni eru:  Arnar Ómarsson, Sigurður Friðfinnur Hauksson, Ómar Geirsson, Benedikt Benediktsson, Jóhann Sv. Jónsson, Ægir Bergsson, Sigurður Jóhannsson, Gunnlaugur Vigfússon, Sverrir Gíslason og Sturlaugur Kristjánsson 





29. mars 2004 Aðsent (JS): Goðamót Þór, á Akureyri fór fram nú um helgina. 6.flokkur KS tók þátt í þessu móti, og hafnaði í 4. sæti í B riðli. Nokkrar myndir koma í ljós með því að smella Hér



29. mars 2004   


Sólberg og Múlaberg komu í morgun til löndunar um 60 tonn samanlagt af rækju til vinnslu hjá Þormóði Ramma Sæberg. 



30. mars 2004  


Ein gömul: 

Tekið í mjölhúsi SR 1964 +/- - 

Jón Sigurðsson, Guðmundur Bjarnason og Sigurður Bjarnason 



30. mars 2004 

Bátahúsið: 

Vinna við bryggjusmíði og fleira inni í Bátahúsi Síldarminjasafnsins gengur samkvæmt áætlun, ég leit þar inn í morgun og þar voru þeir Sveinn Þorsteinsson og Hafþór Rósmundsson á fullu við verkið. 

Þessi mynd var tekin af skíðasvæði Siglfirðinga þann 23.mars. 

Eins og sjá má er nægur snjór til fjalla í Siglufirði, talsvert meiri en í Skutulsfirði viðÍsafjörð . (ljósmynd: SK) 

Hluti ísfirsku starfsmannanna sem sjá um alpagreinar Skíðalandsmóts Íslands á Siglufirði hélt norður í gær. Meðal þeirra var Jónas Gunnlaugsson formaður Skíðafélags Ísfirðinga. Þegar bb.is hafði samband við Jónas í morgun var hann kominn til fjalla ásamt sínum mönnum. Hann sagði útlitið gott í brekkunum á Siglufirði, nægur snjór væri til mótshalds og veðurspá þokkaleg. Keppni hefst í alpagreinum á fimmtudag og líkur á laugardag. Rúmlega 100 keppendur eru skráðir til leiks, þar af 20-25 erlendir keppendur en mótið er einnig alþjóðlegt FIS mót.  Annar flokkur starfsmanna heldur norður til Siglufjarðar í kvöld og verða því um tuttugu starfsmenn við mótið frá Skíðafélagi Ísfirðinga. 



31. mars 2004  

  Ein gömul: 


Jörgen Hólm og Björn Einarsson 




 31. mars 2004  


þetta eru félagarnir Sigurjón Pálsson og Viggó Jónsson, starfsmenn Síldarvinnslunnar á Siglufirði- en þangað inn leit ég í morgun