27. nóvember 2003 - Myndirnar hér neðar sýna er verið var að háfa og gera að þorskinum hans "Sidda" Sigtryggs Kristjánssonar, sem verið hefur í flotkví úti á firði í sumar og þorskurinn þar í, beðið daglega eftir að Siddi komi til að fæða þá. Það sést á fiskinum að hann hefur notið ríkulegar fæðu, og nú er komið að skuldadögum, þeirra smákríla 25-50 sentimetra, sem nú eru orðnir af gollþorskum í kvínni, því nú er þeim slátrað. Siddi er með tvær kvíar og áætlar hann að upp úr þessari kví sem nú var losuð, komi 8-10 tonn af þorski.
Þetta er hann Sigtryggur Kristjánsson, ætíð kallaður "Siddi" hann lítur ekki út fyrir að vera orðinn 71 árs gamall. Þarna er hann að líta yfir vinnusvæðið sitt þarna á Óskarsbryggju.
Háfinim er slakað niður í kvína og kranamaðurinn reynir að fá sem mest í háfinn hverju sinni
Netið í kvínni var þrengt, svo auðveldara sé að háfa fiskinn
Þarna er sonur Sidda; Guðni við annan mann að gera að fiskinum
Siddigaf sér smá tíma til að rabba við kunningja sem komu til að fylgjast með.
Þarna er Siddi yfir einu karinu að blóðga.
Þorskinum komið fyrir í fiskikörum