Lífið 19.-28. febrúar 2006

Fréttavefurinn Lífið á Sigló

19. til 28. febrúar 2006

Sunnudagur 19. febrúar 2006

Ein gömul:

Togarajaxlar frá þeim tíma sem sjómennskan var oftar en ekki þrælavinna og aðeins fær full hraustum drengjum.

Þessa mynd tók Jóhann Örn Matthíasson. --

Ég þekki suma þarna örugglega, en eftir öllum nöfnum man ég ekki. Þeir sem þekkja sendi mér nöfnin og ég bæti þeim við.


Sunnudagur 19. febrúar 2006

Eftir "langan og leiðinlegan vetur" - það er undanfarna leiðinda frost, hríð og rigningardaga - var greinilegt að það voru fleiri en mannfólkið sem fagnaði sólinni sem skein í allan gærdag, svo lengi sem fjöllin ekki komu í veg fyrir það.

Sveinn Þorsteinsson rak augun í þessa sendlinga á Hafnarbryggjunni laust eftir hádegið.

Sunnudagur 19. febrúar 2006 Siglufjörður í gær eftir hádegið.

Sunnudagur 19. febrúar 2006

élsleðaferð í Skútudal og Skarðsdal. Ljósmyndir: Ásmundur Einarsson

Sunnudagur 19. febrúar 2006 -- Svarthöfði og Obi-Wan Kenobi berjast um yfirráð alheimsins. Nei annars þetta eru bara tveir drengir úr norðurbænum að leika sér, þeir Patrekur og Kristinn

Sunnudagur 19. febrúar 2006 -- Fallegur bátur, nýr "úr kassanum" var sjósettur í gær klukkan 15:40 Báturinn var smíðaður hjá JE-Vélaverkstæði. Addi afi GK 302 2701 heitir báturinn og er skráður í Sandgerði, en verður væntanlega gerður út frá Siglufirði

Mánudagur 20. febrúar 2006

Stórhöfðinginn Sæmundur Bj Árelíusson er sextugur í dag

Sæmundur er Siglfirðingum vel kunnugur og á marga góða vini á Siglugirði.

Hann var framkvæmdastjóri Þormóðs ramma hf. til margra ára.

Sæmundur fær kæra afmæliskveðju frá aðdáendum - og Lífinu á Sigló

Mánudagur 20. febrúar 2006

Ein gömul (en gæti verið ný ) 1996 +/-

Mánudagur 20. febrúar 2006 -- Nokkra myndir frá skíðamóti sem fram fór í gær, Sendandi: af Ásmundur Einarsson

Mánudagur 20. febrúar 2006 Aðsend athugasemd. -- Í fréttum útvarps og sjónvarps í gær, sunnudag, var sagt frá því að 5-6 km breitt snjóflóð hefði fallið í Skútudal 17.-18. febrúar. Hvernig má það vera að svo breitt snjóflóð falli í dal sem er ekki nema um 4 km breiður. Ef vel var hlustað þá sagði undirritaður í sjónvarpsviðtalinu, sem útvarpsfréttin var byggð á, að áætla mætti að brotalína snjóflóðsins (upptökin) eftir öllum fjallalbrúnum væri um 5-6 km löng. Nú hef ég mælt þetta með sæmilegri nákvæmni á korti og fæ út töluna 5.5 km. Ef hinsvegar er mælt um miðbik flóðsins í svolítið sveigðri línu með landslaginu þá má fá nærri 4 km breidd - en sé að síðustu skoðuð útlína eða jaðar flóðsins að neðan (þar sem það endar) þá er talan orðin 8-9 km. Vildi koma þessum upplýsingum á framfæri til gamans því allt er þetta mjög óvenjulegt og spurning hvort menn hafi áður vitað um svo breitt snjóflóð á landinu? Íslandsmet? Líkur eru á því að starfsmaður Veðurstofunnar komi hingað norður á morgun til nákvæmari mælinga. Minni á að aðstæður í fjöllunum ofan við bæinn voru allt aðrar og ólíkari en í Skútudal. --- Örlygur Kristfinnsson

Mánudagur 20. febrúar 2006 Aðalfundur Félags eldri borgar á Siglufirði og í Fljótum var haldinn í gærkveldi. Að loknum dýrlegum kvöldverði. (ég get borið þess vitni, því ég mætti aldrei þessu vant) fóru fram ýmis skemmtiatriði sem vel var tekið. Ég mætti með myndavélina (auðvitað) og tók slatta af myndum sem eru hérna á tenglinum HÉR Og svo eru einnig myndir frá kvöldinu á síðunni hans Sveins HÉRNA <<Tengill til Sveins ekki virkur.

Mánudagur 20. febrúar 2006 Morgunroðinn vætir -segir máltækið - svo er að gá að því síðar í dag -- hvort rignir - eða hvort þetta á við daga í síðustu viku !


Mánudagur 20. febrúar 2006

Tilkynning til aðildarfélaga SKÍ Bikarmót 13-14 ára verður haldið á Siglufirði 25-26 febrúar --- Laugardaginn 25 febrúar Svig stúlkur start kl 11:00 --- Stórsvig drengir start kl:12:00 -- Sunnudaginn 26 febrúar - Svig drengir start kl 11:00 -- Stórsvig stúlkur start kl 12:00 -- Skráning skisigl@simnet.is -

Leikstjóri Egill Rögnvaldsson s. 893-3116 -- Upplýsingar um gistingu og veitingar heimasíða SSS www.siglo.is/skisigl/ --

Fararstjórafundur í Ráðhúsi kl 20:30 -- Nánari dagskrá verður send síðar.

Mótsnefnd Skíðafélags Siglufjarðar

Þriðjudagur 21. febrúar 2006 Tvær gamlar: Tveir í marki ? Þetta er frá árinu 1973, nánar til tekið 17. júní. En þarna voru að keppa í fótbolta starfsmenn Siglufjarðarkaupstaðar og bæjarstjórn. Ekki man ég betur en að þessir kappar, Jónas Stefánsson og Bjarki Árnason hafi verið í sitt hvoru liðinu, gæti þó verið misminni. En ég er þó nokkuð viss um að það er ekki venja að tveir markverðir séu í sama markinu. Sennilega hefur þessi óvenjulega staða beint myndavél minni til þeirra. Sum af andlitunum baka til eru kunnugleg, þó ég ekki viti nöfnin.

Þriðjudagur 21. febrúar 2006 Morgunroðinn á myndinni hér fyrir ofan frá í gær, átti samkvæmt hjátrúnni að vera tákn um vætu eða rigningu seinni hluta dagsins. Það kom eingin rigning í gær, heldur þurrt og hið besta veður. -- Svona til að staðfasta að ekki er mikið að marka svona fyrirbæri sem einhvern vísdóm.

Þriðjudagur 21. febrúar 2006 Ég verð ekki í bænum í dag, þarf til Akureyrar - kem seinni partinn til baka S.K. - Hafið samband við Svein Þorsteins í síma: 467-2169 eða 848-4143 ef eitthvað verður um að vera.

Þriðjudagur 21. febrúar 2006 Ýmsir aðilar sem vinna að ferðamálum á Norðurlandi heimsóttu Siglufjörð í dag. Farin var gönguferð um bæinn eftir hádegið og gestum kynntir staðhættir. Sveinn Þorsteinsson hitti hópinn er hann slappaði af yfir kaffisopa á Bíó Café. Í kvöld verður svo opinn kynningar fundur um ferðamál á Bíó Café Nokkrar myndir til viðbótar eru hér

Miðvikudagur 22. febrúar 2006 Ein gömul: Sungið með hárri raust:

Anna Magnúsdóttir - Líney Bogadóttir -Pétur Baldvinsson - Ingimar Þorláksson - Sveinn Björnsson og Gunnlaugur Jónsson 1993

Mynd af netinu, ókunnur ljósmyndari og ókunnugt svæði

Miðvikudagur 22. febrúar 2006

Ég skrapp til Akureyrar í gær eins og fram kom á vefnum í gær. Ég álpaðist til að fara Lágheiðina til baka. Ég ráðlegg þeim sem þurfa til Akureyrar að fara ekki yfir Lágheiði á meðan það ástand ríkir sem var í gær, - ein drulluleðja meirihluta leiðarinnar, ásamt því að vera mjög holótt. Ég hafði á tilfinningunni að ég væri í torfærukeppni á mýrlendi. Það er ekki að efa að sá ofaníburður sem þarna hefur verið notaður er fyrirtaks efni -- EF ekki svo óheppilega hafi viljað til að sífeldir umhleypingar með bleytu og frosti hefðu ekki haft jafn neikvæð áhrif og raun ber vitni, það er vegurinn fékk ekki tækifæri til að þjappast og þorna. - Vegagerðin hefur nú auglýst 5 tonna hámarks öxulþunga yfir Lágheiði. Ég mundi í þeirra sporum loka veginum alveg og freista þess að hann nái að þorna.

Miðvikudagur 22. febrúar 2006

Ég vil þakka öllum sem sendu mér hamingjuóskir í tilefni 52ja ára afmæli mínu í gær, innilegt þakklæti -

Og ósk um fyrirgefningu, fyrir að ég hafi ekki þakkað hverjum einstökum fyrir kveðjurnar.

Miðvikudagur 22. febrúar 2006 Kynningarfundur um ferðamál fór fram á Bíó Café í gærkveldi. Þar höfðu framsögu fulltrúar hagsmuna aðila ferðamála á Norðurlandi. Þetta var fróðlegur fundur um fjölbreytt mál sem varða almenna ferðaþjónustu, um uppbyggingu ferðaþjónustu, miðlun fræðslu til þeirra sem að ferðaþjónustu koma og áhuga hafa á að takast á við verkefnið í framtíðinni, því síðarnefnda fannst mér sérlega fróðlegt erindi um starf Háskólans að Hólum í Hjaltadal, hvað fræðslu um ferðamál snertir, sem skólinn sinnir. Þá var fundarmönnum boðið að spyrja frummælendur út í þau erindi sem þeir höfðu fram að færa. Myndir af frummælendum og þeim sem til máls tóku, eru á tenglinum HÉR

Miðvikudagur 22. febrúar 2006 Vor í febrúar -- Enn eitt vorið er komið á Sigló -

Þessi mynd var tekin um 10:30 í morgun. Bakkatjörnin, við innkeyrsluna í bæinn. (að norðanverðu)

Fimmtudagur 23. febrúar 2006

Ein gömul: Kirkjukórinn, þarna er á Kirkjuloftinu og söngstjórinn er Guðjón Pálsson ----- 1982

Föstudagur 24. febrúar 2006 Gamalt póstkort sem mér var send mynd af á dögunum. Vatnslitamynd eftir Selmu P. Jónsdóttur, útgefandi sólarfilma sf. No. 714

Föstudagur 24. febrúar 2006 Ein gömul: Þessa mynd tók Hulda systir og sendi mér

Föstudagur 24. febrúar 2006 Það er dapurlegt til þess að vita, þegar horft er á þessa mynd og hugsað til stóra hússins til vinstri á myndinni, húsið "Ákavíti" sem einu sinni var stærsta hús landsins hýsir nú vart meira en ryk sem þar hefur safnast. Og hina glæsilegu og fullkomnu loðnuverksmiðju til hægri á myndinni, en bæði þessi mannvirki og búnaður er nú verkefnalaust sem varað hefur nú um árabil. Það má raunar segja um fleiri

loðnuverksmiðjur á landinu vegna ástandsins á loðnustofninum (samkvæmt mælingu fiskifræðinga)Þetta minnir á þegar síldin brást hér á Siglufirði forðum og allt var gert til að bæta þann skaða, meðal annars með því að gera út á þorskinn gula og verðmæta. Nú er nánast enginn þorskur unninn á Siglufirði, meirihluti kódans leigður eða seldur til annarra byggðarlaga og unninn þar. Og einnig meiri hluti þess afla sem hingað kemur á land er seldur á fiskmarkað og einnig fluttur úr bænum. Eini ljósi punturinn er þó sá hluti fiskjar sem seldur er á Fiskmarkað Siglufjarðar, og skapar mikla atvinnu til þeirra sem þar vinna, en eins og segir hér fyrir ofan þá er Fiskmarkaður Siglufjarðar að færa út kvíarnar

Föstudagur 24. febrúar 2006

Fiskmarkaður Siglufjarðar er að flytja í húsnæði það sem áður hýsti netaverkstæði. Þetta hús sem sést efst á miðri myndinni hér til vinstri, hentar mjög vel undir stafsemi fiskmarkaðar og er margfalt hagkvæmara en það fyrra, hvernig sem á er litið og var all fjarri höfninni og kostnaðarsamur flutningur því samfara.

Unnið er af því hörðum höndum að innrétta kæligeymslu og fleira sem til þarf í húsinu. Vonast forráðamenn að móttaka fiskjar þarna hefjist í byrjun næsta mánaðar.

Og nú verða á komandi sumarvertíð smábátanna, fjórir löndunarkranar í stað tveggja til þessa, svo löndunarbið ætti að verða styttri í sumar, en oft var nokkur löndunarbið síðastliðið sumar.

Föstudagur 24. febrúar 2006

Nýtt á http://www.123.is/sksiglo

Því miður þá finn ég ekki nefnda seríu, nú árið 2019 við uppfærsluna, sennilega glatast óvart er 123 vefnum var lokað. (hætti að nota svæið)

Myndasería (undir myndbönd) með hreyfiáhrifum og tónlist, sungið af Vorboðakórnum.

Myndir teknar á Aðalfundi Félags eldri borgara á Siglufirði og í Fljótum 19. febrúar síðastliðinn. Raunar sömu myndir og birtust þann 20. en allt öðruvísi framsetning.

Föstudagur 24. febrúar 2006

Ég var að fá fregnir af því að vegurinn yfir Lágheiði væri orðin slétt og þurr eftir að hafa verið hefluð í morgun, rennislétt og fín eins og að sumarlagi.

Laugardagur 25. febrúar 2006 Ein gömul: Ég man ekki hvort þessi mynd hefur komið á vef minn áður, að minnsta kosti ekki í þessari stærð. En þetta er vel kunnugt svæði sem ekki þarf að skíra nánar. En myndina tók ég árið 1980








Laugardagur 25. febrúar 2006

Fyrir 60 árum -

Morgunblaðið 29. ágúst 1946 --

Laugardagur 25. febrúar 2006

Mér var bent á því í gær að loftþrýstingur sýndur á vef mínum "Veðrið núna" hjá Veðurstöðinni í Bakka á Siglufirði hafi verið í sögulegu hámarki 1047,2 hPa klukkan13:29, eftir athugun sá ég einnig nær því sama á veðurmælingu Veðurstofunnar við flugvöllinn á Siglufirði það er 1047,5 hPa kl. 15:00

Ég er sem áður segir ekki veðurfróður maður og fór því að leita gagna á netinu og fann þar Veður og veðurfar þar sem rætt er um loftþrýsting og veðurfar.

Eftir þann lestur er ég litlu fróðari um loftþrýsting og veðurfar, því þar segir að hár loftþrýstingur sé samfara hvössum vind, en í dag hefur verið nánast logn og spáð er áframhaldandi hægviðri (sagði konan mín) en loftþrýstingur fer nú fallandi "hvað sem það nú þýðir" ! -

Sennilega hefi ég ekki haft nægan áhuga á námsefninu til að ná árangri

Laugardagur 25. febrúar 2006 Fuglaflensa:


Í fréttum erlendis frátröllríða nú fréttir um að greinst hafa "fuglaflensa" bæði farfuglum og alifuglum, nú síðast í Frakklandi. Og í gærkvöld var þess getið í útvarpi að álftin (farfuglar) væru komin til Íslands. Það er því full ástæða til að foreldrar brýni fyrir börnum sínum; að ef þau sjá dauða fugla í vor og í sumar, að snerta þá alls ekki, svona til vonar og vara. Segja þó frá slíku ef upp kemur, til dæmis Örlygi og eða Páli sem örugglega munu vita hvernig bregðast skuli við. En vonandi eru þessar hugleiðinga mínar ástæðulausar, en þó:

Aldrei er of varlega farið.

Laugardagur 25. febrúar 2006 Atvinnulausir snjóflóðavarnargarðar. Stóri boli sá norðari, Litli boli sá syðri. --- Þrátt fyrir að geysistór snjóflóð hafi fallið á austurfjöllunum þann 17. og 18. febrúar síðastliðna, þá féllu ekki skriður í vesturfjöllunum og í gær viku seinna þegar þessi mynd var tekin, er nánast enginn snjór í fjöllunum vestan fjarðarins á Siglufirði.

Laugardagur 25. febrúar 2006 Aðsent: RK

Félagarnir Reynir og Siggi á Júlíu SI-62 fengu þetta flykki á línuna, 4-5 metrar og 960 kíló. Júlía SI 62 er plastbátur sem gerður er út á línuveiðar og er í eigu Reynis Karlssonar og fjölskyldu. Hann hefur sennilega verið þungur í drætti þessi hákarl -og sennilega hefðu þeir verið ánægðari með 960 kg. af þorski eða stórlúðu, svona 3-4 svipaðri þeirri sem Reynir kom með að landi 9. desember síðastliðinn.

Laugardagur 25. febrúar 2006

Það er orðið æ sjaldnar sem flutningaskip koma að bryggju á Siglufirði, þá helst rækjuflutningaskip til Þormóðs Ramma Sæberg eða olíuskipið Keilir með olíu. þarna er Keilir við Óskarsbryggju í gær.

Sunnudagur 26. febrúar 2006

Ein gömul: Ekki veit ég hvor þeirra það var sem krækti í þennan lax sem Gústi heldur á, sennilega Gústi. En af brosinu þeirra mætti halda að báðir hefðu krækt í þann stóra. Þetta eru Bragi Magnússon og Gústaf Nílsson árið 1962

Sunnudagur 26. febrúar 2006

Blakfélögin Hyrnan og Súlur héldu blakmót í íþróttahúsinu í gær Þetta voru 5 karlalið og 7 kvennalið. Leikirnir hófust kl.10:00 og mótslok voru um kl.17:00 aðgangur var ókeypis.

Að móti loknu fóru blakarar í Bátahúsið og síðan var snæddur kvöldverður á Bíó Café. Ég skrapp í Íþróttahúsið smástund og tók slatta af myndum þann tíma sem ég stoppaði og eru þær HÉR

Sunnudagur 26. febrúar 2006 Á skíðasvæðinu í gær voru mörg hundruð manns að skíða, skíðafélagið hélt skíðamót fyrir 13-14 ára krakka sem komu frá 13 stöðum á landinu og voru keppendur um 80 auk margra fararstjóra, foreldra og þjálfara. Er það nú alveg ljóst að skíðasvæði okkar er mjög gott mikill snjór og góðar brekkur. Allt gistirými hér í bæ er fullt og mikið um að vera á veitingastöðum. Ferðamannaiðnaðurinn er að blómstra nú í vetur sem aldrei fyrr, gerum út á þetta. (ljósmynd KLM tekin í des sl.)

Sunnudagur 26. febrúar 2006

Mótsgestir blakmótsins og fleiri heimsóttu Bátahúsið í gærkveldi.

Sveinn Þorsteinsson var þar og tók nokkrar myndir.

Á myndinni hér fyrir ofan, eru Ástríður Valbjörnsdóttir (Þorlákssonar) Linda Gylfadóttir og Þuríður Þorsteinsdóttir.

Mánudagur 27. febrúar 2006

Ein gömul:

Það eitt að horfa á þessa mynd, nægir til að rifja upp gamlar minningar frá síldarárunum, stóriðju þess tíma þegar peningalyktin og allur grúturinn á sjónum, á bryggjustaurum og í fjörum. Grúturinn var stundum hvimleiður og jafnvel lyktin einnig, en þeir sem gerðu sér grein fyrir því að Íslenska þjóðin beinlínis lifði og dafnaði, eftir því hvort veiddist síld eða ekki létu sér fátt um finnast. Orðið mengun var ekki til á þeim tíma. Það breytti engu hvort um var að ræða síld sem fór til söltunar eða til bræðslu.

Stundum gátu fjármálaráðherrar vart haldið vatni af eftirvæntingu yfir því hve mikið þeir gætu veðsett í afla dag frá degi til að geta haldið þjóðfélaginu gangandi. En síldin er horfin í þeirri mynd sem var og mun aldrei skapa þá vakningu sem sveif yfir vötnum á þeim tíma. Nú virðist áhugi ráðherranna mestur í stóriðju á sviði álframleiðslu, svo miklum áhuga að þeir gleymdu að gera ráð fyrir því að raforku þyrfti til þess, raforku sem ekki var næg til, til að gera drauma þeirra og loforð að veruleika. - Hvernig væri að þeir færu að endurgreiða þeirri kynslóð sem kom Íslensku þjóðinni á legg ? Það er gamla fólkinu sem nú fær ekki einu sinni að njóta ævikvöldanna saman, samber fréttir fjölmiðla að undanförnu. Farið að skila því fé sem þið takið af skattborgurum, til þeirra aðgerða sem þeir eru eyrnamerktir.

febrúar 2006 Aðsent: - Ég kom við á Skálarhlíð um helgina og rakst þar á þessa tölvunema -- Þetta er þær Guðborg Franklínsdóttir- Svava Aðalsteinsdóttir og Geirrún Viktorsdóttir. Þær eru í námi hjá Júlíusi Hraunberg og eru alveg að ná tökum á þessu. Þorkell Helgason; Keli á Kambi var að vísu ekki í tölvunni en hann stillti sér upp fyrir framan myndina af Hjalta SI 12 - Kv. Guðmundur Albertsson

Guðborg Franklínsdóttir- Svava Aðalsteinsdóttir og Geirrún Viktorsdóttir.






Mánudagur 27. febrúar 2006

Nýjar fréttir frá Siglfirðingafélaginu eru á vef Siglfirðingafélagsins

Mánudagur 27. febrúar 2006 Strákar við gæslu á skíðamóti -- Einhver ónefndur á netfangi Björgunarsveitarinnar sendi mér þessar myndir, með fyrrnefndum texta, sem ef til vill segir "allt" sem sendandi vildi koma á framfæri

Þriðjudagur 28. febrúar 2006 Ein gömul: Ekki er ég viss um að allir átti sig á því svona í hvelli hvaða húsgrunn er verið að byggja þarna. En við nánari athugun ættu þó Siglfirðingar að átta sig fljótlega. Svarið:

Verið er að byggja norðan við gamla Pósthúsið, hluta þess húss sem pósthúsið er í núna árið 2006

Þriðjudagur 28. febrúar 2006

Á hálu svelli. Þessir drengir voru í gær að leika sér á svelli sem er á uppfyllingunni vestan Langeyrarvegar

Þriðjudagur 28. febrúar 2006 Það voru fleiri hundruð manns á skíðum í Skarðsdal á sunnudag í indælis veðri og góðu skíðafæri. Í gær var sama blíðan og ekki síðra skíðafæri, en enginn á skíðum þegar ég leit upp í dalinn klukkan 17:15.

Af hverju ? Ég spurði tvo vegfarendur á heilsubótagöngu: "Það er lokað á mánudögum, þeir eru........." Ég vil ekki hafa eftir restina af svarinu sem fylgdi !

Aðsend viðbót: Skíðasvæðið í Skarðsdal var lokað í gær vegna þess að bæði menn og tæki þurftu hvíld eftir streð helgarinnar það þurfti að laga troðarann því hann hefur ekki kólnað síðan á fimmtudaginn var því það var erfitt að koma svæðinu í stand eftir veðrin sem geisuðu á okkur í síðustu viku og ekki viljum við fá fólk á óunnið svæði og fá fólk óánægt í burtu þess vegna vildum við ekki hafa svæðið opið með von um skilning … það tókst rosalega vel um síðustu helgi og unnu okkar menn kraftaverk með svæðið og voru allir þeir sem hingað komu og tóku þátt í mótinu sammála að þetta er eitt BESTA SKÍÐASVÆÐI LANDSINS og vil ég fyrir hönd Skíðafélagsins þakka öllum þeim sem komu og hjálpuðu okkur við mótið kærlega fyrir því ef við hefðum ekki þetta góða fólk þá væri þetta ekki hægt … þúsund þakkir ÁE

Þriðjudagur 28. febrúar 2006-- Aðsent: Nú er hafinn endaspretturinn við byggingu Reykjanesvirkjunar. --- Aðalverktaki við vélbúnað er Véla og skipaþjónustan Framtak í Hafnarfirði. Framtak hefur nú á lokasprettinum bætt við all mörgum mönnum þar á meðal 4 Siglfirðingum frá SR-Vélaverkstæði. Þeir hafa unnið við frágang á holutoppum í blíðunni á Reykjanesi. -- Kapparnir heita Jónas Halldórsson, Arnar Ólafsson, Hans Ragnarsson og Ingvar Erlingsson.-- Eins og sjá má á einni myndinni þarf að hugsa mikið við þessa framkvæmd – þannig að rýkur úr sumum S.Ó.E. >> Myndir HÉR

Þriðjudagur 28. febrúar 2006

Síðustu minjar síldaráranna, sem ekki hefur verið komið fyrir á Síldarminjasafninu:

Þarna eru gamlir bryggjustaurar að gægjast upp á yfirborðið á stórstreymisfjöru, sem var um klukkan 17:00 í gær

Vegna ágangs og árása erlends tölvuglæpahyskis á vef minn, neyddist ég til að loka honum um stundasakir.