19. apríl 2004
Ein gömul:
Leifur Halldórsson og Friðrik Hannesson við vinnu um borð í Stapavík SI 4 1975 +/-
20. apríl 2004
Vor í lofti?!?
Eitthvað voru skaparanum mislagðar hendur með veðrið nýliðna helgi.
Á meðan fresta varð atburðum í skíðabrekkunum fór fram vormót hestamannafélagsins Glæsis á Íþróttavellinum við Hólsá. (17. apríl)
20. apríl 2004
Á mjölpalli SR-46 1963 +/-
Gestur Frímannsson, ókunnur og Ragnar Kristjánsson
20. apríl 2004
„Er sumarið komið“ ?
Kallaði ég til Mark Duffield þar sem hann var uppi í stiga og var að undirbúa málningu í morgun í sólskininu á húsi nr. 2 við Aðalgötu.
„Já við skulum vona það“ svaraði Mark og bætti við:
„það mættu fleiri fara að huga að viðhaldi húsa sinn heldur en Valgeir“.
(eigandi Aðalgötu 2)
20. apríl 2004
Haraldur Árnason. það þarf ekki að kynna Halla í Shell fyrir Siglfirðingum, hann hljóta allir að þekkja. Hann er orðinn 82ja ára gamall og lætur engan bilbug á sér finna- og heldur sér enn við sama góða heygarðshornið, hann er enn á fullu varðandi veiðimennsku, stöng og byssur, gerir sjálfur að mestu við bílinn sinn og keyrir eins og unglingur (nema varlegar).
Hann heldur góðu sambandi við sína félaga unga sem gamla. Og á meðan ég dvaldi um stund á hans "öðru heimili" Tómstunda-afdrepinu sem hann hefur á slóðum gamla Shellportsins, þá komu tveir af samherjum hans í veiðimennskunni og sportinu í heimsókn, bræðurnir Valgeir Sigurðsson og Hafsteinn Sigurðsson.
Myndirnar sýna Halla þar sem hann slappar af í stólnum sínum, - bræðurna ásamt Halla- og þriðja myndin sýnir lítinn hluta af tómstunda plássi Halla, þar sem nánast allt er til alls.
21. apríl 2004 Hér koma upplýsingar um Þjóðlagahátíð: Hún verður haldin í fimmta sinn í sumardagana 7. júlí – 11. júlí. Hátíðin verður með svipuðu sniði og síðasta ár, þ.e. setningartónleikar, sem verða á miðvikudagskvöldið og svo verða námskeið á fimmtudag og föstudag einnig verða tvennir tónleikar á kvöldin á laugardeginum verður svo boðið upp á leiksýningu og eitthvað fleira. Hátíðinni lýkur svo með tónleikum á sunnudeginum. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá lindam@simnet.is - Það er síðan er í vinnslu og verður vonandi tilbúin á næstu dögum.
21. apríl 2004 Ég fékk þessa frétt og myndir hér fyrir neðan frá "Leikskólanum"
Foreldrafélag Leikskála varð 20 ára nú á dögunum, nánar tiltekið 27. mars síðastliðinn. Stjórn félagsins færði leikskólanum í tilefni þess veglega leikfangagjöf börnunum til gagns og mikillar gleði. Hanna Hrefna ritari hélt stutta tölu um sögu félagsins, leikskólastjóri þakkaði kærlega fyrir og sagði að mikilvægt væri að eiga gott foreldrasamstarf og gott væri að eiga góða að.
22. apríl 2004
Ein gömul Ég þekki andlitin, en man ekki öll nöfnin.
Ljósmynd úr safni "Sillu" frá Steinflötum.
Sigurlaug Sveinsdóttir (Silla, önnur frá vinstri)
Á myndinni hér er félagarnir Ásmundur Einarsson og Jón Helgi Ingimarsson
22. apríl 2004
Sumardagurinn fyrsti hefur ávalt í augum almennings verið talinn einn af "helgidögum" landsmanna, gefið er frí í skólum og vinnustöðum. En þetta er hægt og sígandi að breytast, ekki það að "frídagurinn" sé ekki notaður, -heldur hefur þessi dagur ásamt öðrum fimmtudags frídögum verið færðir um set til föstudags. SRingar á Sigló hafa verið með þessa hefð í áratugi- og nú er svo komið í dag að öll fyrirtæki og starfsmann á Siglufirði sem koma því við, vinna í dag Sumardaginn fyrsta, en taka sér í staðinn frí á föstudag og eig þar af leiðandi langa helgi í staðinn. Á myndinni hér er félagarnir Ásmundur Einarsson og Jón Helgi Ingimarsson hjá Norðurfrakt, þeir voru í morgun að keyra út vörum til fyrirtækja- og sögðu flest þeirra með allt á fullu, skrifstofur, verksmiðjur, véla og tréverkstæðin ofl. Fleiri myndir hér
Ég heimsótti ma. SR-Vélaverkstæði og drakk með þeim kaffi í morgun.
Einn af þeim er ég hitti á ferð minni í morgun sagði að þetta helgidagarugl í miðri viku, ætti að færa með lagasetningu, á viðkomandi laugardaga og sunnudaga, stjórnmálamennirnir þyrftu ekki einu sinni að hafa áhyggjur af því að svíkja kosningaloforð, svo einfalt væri þetta. Það gerði öllum gott, almenningi og atvinnurekendum.
23. apríl 2004
Ein gömul:
Leifur Halldórsson, Hekla Ragnarsdóttir og Guðmundur Þóroddsson - þau eru af árgangi 1948 - Myndin er tekin á skólaskemmtun í Nýja Bíó.
23. apríl 2004
Þetta eru krakkar af leikskólanum sem stilltu sér upp fyrir mig fyrir utan Sparisjóðinn í morgun
23. apríl 2004 - Þessa drengi, starfsmenn Þormóðs Ramma, hitti ég fyrir utan Olís, en þetta eru Sigurður Þór Haraldsson og Þórir Stefánsson
23. apríl 2004 - Norska olíuskipið Ophelia kom í morgun með svartolíu á vegum Olíudreifingar hf.
23. apríl 2004
Þetta eru bræðurnir Ólafur Guðmundsson og Pétur Guðmundsson.
Þeir sitja þarna á borðstokk á einum báttanna inni í Bátahúsi Síldarminjasafnsins í morgun.
24. apríl 2004
Ein gömul:
Vitringarnir hugsa, sumir stíft.
Sigurjón Sæmundsson, Pétur Gautur Kristjánsson, Benedikt Sigurðsson og Hlöðver Sigurðsson. (Sigurjón Sæmundsson, sýnist mér standa að baki þeim)
Þarna eru þeir á sviðinu í Nýja Bíó og eru að keppa í þætti Ríkisútvarpsins í þættinum Kaupstaðirnir keppa
24. apríl 2004
Aðsent: Þessir krakkar fóru á Íslandsmótið í blaki sem haldið var í H.K. húsinu í Digranesi helgina 16-18 apríl og stóðu þau sig mjög vel. Þetta eru þrjú lið og náði eitt liðið öðru sæti af um 50 liðum. Svetlana þjálfarinn þeirra er með á myndinni.
Þetta sem hér stendur fyrir ofan er það eina sem ég veit um myndina, sendandi svaraði ekki tölvupósti vegna beiðni minnar um nöfn krakkanna.
Í svarpósti frá sendanda komu þessi skilaboð: star@simnet.is : Viðtakandi hefur síað og hafnað skeytinu.
24. apríl 2004
Aðsent:
Árgangshátíðarhöld ársins hafin. Nokkrar myndir af samkomu árgangs 1959 frá Siglufirði nú um páskana á Kaffi Torgi.
Fyrst snæddu þau kvöldverð að hætti hússins.
Síðan nutu þau leiksýningar Leikfélags Siglufjarðar á Silfri hafsins og enduðu á dansleik með hljómsveitinni Von.
24. apríl 2004
Félagar í Félagi eldri borgara komu úr ferð sinni til Hveragerðis í gærkveldi.
Kona mín Guðný var með í för og tók nokkrar myndir í ferðinni.
4. apríl 2004
Álftirnar sendu bæjarstjóranum tölvuskeyti. Þeim fannst ganga heldur seint að gera hólmann boðlegan hvítum og hreinum álftum.
Hólmann sem sumir eru farnir að kalla Kríuhólma,
Bæjarstjórinn brá skjótt við og fól garðálfinum verkið og eftir mikinn barning og hrakfarir á farkostinum sem búinn var "fullkomnum" nýtísku árabúnaði, tókst Arnar Heimi ásamt aðstoðarmanni- og annars hjálpsams úr landi að komast á leiðarenda með fulllestað skipið að hólmanum.
Þeir hófust strax handa við þökulagnir, hey og áburðardreifingu, svo væntanlega verða álftirnar og annað fiðurfé ánægt með tilveruna, enda var hólmurinn sérstaklega gerður til að fá álftir til verpa í Siglufirði.
AOg svo auðvitað vegfarendur og aðra nágranna úr mannheimum, til augnayndis.
24. apríl 2004
Kleinubisiness.
Skólakrakkar voru í morgun að safna fé í ferðasjóð, með því að ganga í hús og selja kleinur.
Þessar hnátur, Helga og Svana heimsóttu mig- og konu mína sem keypti af þeim 2 poka af gómsætum kleinum.
25. apríl 2004
Ein gömul:
Söltunarstöð Jóns Hjaltalín ?
Síldarstúlkurnar þekki ég ekki. Nema þessa lengst til vinstri sem er Guðný Guðlaugsdóttir, Möddu og Gulla Kalla