Mánudagur 1. maí 2006
Ein gömul:
Nú er farið að styttast í næstu sveitarstjórnarkosningar. Svona til gamans, þá er hér mynd af þeim sem röðuðust í níu efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins árið 1982 --
Ingibjörg Halldórsdóttir - Haukur Jónsson - Birgir Steindórsson - Kristrún Halldórsdóttir - Rósa Hrafnsdóttir - Guðmundur Skarphéðinsson - Axel Axelsson og Björn Jónasson, en aðeins tveir úr þessum hópi eru nú, á sameiginlegum lista í sameiningu sveitarfélagi, SiglÓ --- (formlegt nafn ekki enn komið)
Mánudagur 1. maí 2006 -- Eins og flestir lesendur vefsins vita, þá snapa ég víða kaffi á vinnustöðum, svona undir því "yfirskini" að ég sé að leita frétta. Nú fer þessum kaffistöðum senn að fjölga þar sem hægt verður að betla frítt kaffi. Sá fyrsti opnaði í dag klukkan 16:00 og verður opinn fram yfir næst komandi kosningar, en þetta var kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins. Þeir sem ekki hafa tíma til að líta þar inn, geta skroppið http://firdingur.xd.is/ og fengið þar andlega næringu, í staðin fyrir kaffi og meðlæti. SK
Mánudagur 1. maí 2006--- Ég þekki fuglinn; álftina, og tvær grágæsir En álftin sú arna, raunar tvær, sinntu í áttina til þessara fugla, sem forðuðu sér í skyndi á þurrt land með viðeigandi gargi.
Mánudagur 1. maí 2006 -- Þeir taka ekki frídaginn 1. maí hátíðlegan þessir sjálfboðaliðar sem eru að vinna við viðhald á "Ytra húsinu" Þetta eru Páll Helgason og Örlygur Kristfinnsson. Einnig var Sveinn Þorsteinsson þarna í sjálfboðavinnu.
Þriðjudagur 2. maí 2006 Ein gömul: Ég þekki þessa drengi alla, en full nöfn þeirra allra vefst fyrir mér, svo ég bíð með birtingu nafnanna þar til einhver sendir mér.
Þriðjudagur 2. maí 2006 Þessa fjóra gutta hitti ég seinni partinn í gær og voru þeir fúsir til myndatöku, enda fullkomlega löglega búnir hjálmum.
Ég gleymdi að spyrja þá um nöfnin, en væntanlega sendir mér þau einhver.
Þriðjudagur 2. maí 2006
Framboðslisti Framsóknarflokksins í hinu nýja sameinaða sveitarfélagi SiglÓ
(eins og ég vil kalla það)var kynntur í gærkveldi á félagsfundi í fundarsal flokksins á Siglufirði. -----
Þriðjudagur 2. maí 2006 Stórsýningin “Æskan & hesturinn norðanlands” fór fram á Sauðárkróki síðastliðinn laugardag. Þar voru sýnd 13 atriði æfð af börnum og unglingum úr hestamannafélögum á norðurlandi. Sýningin var hin besta og greinilegt að æskan hér norðan heiða er efnileg. - Frá Glæsi á Siglufirði var 12 manna hópur á aldrinum 7-15 ára. Það þarf vart að taka fram að börnin stóðu sig prýðis vel í ljómandi góðu atriði. Þau voru bæði sjálfum sér, foreldrum, Glæsi og Siglufirði til sóma. Sýnt var bæði klukkan 13 og 18 fyrir nánast fullu húsi. Sýningin verður gerð að árvissum atburði á norðurlandi eftir að hafa verið árviss um nokkurt skeið á höfuðborgarsvæðinu og gert er ráð fyrir að hún verði haldin í nýbyggðri reiðhöll þeirra Akureyringa næsta vor. Okkur foreldrunum heyrðist á börnunum að Glæsir yrði að sjálfsögðu með að ári og sennilega með fleiri en eitt atriði ef marka má bollaleggingar ungu kynslóðarinnar! Það eru komnar myndir af sýningunni og æfingum inn á heimasíðu Glæsis www.siglo.is/glaesir Einnig var sýningin tekin upp og verður gefin út á DVD og VHS í vor. Tengill óvirkur í dag
Ég hafði lent síðasta árið í miklum hremmingum vegna FrontPage og sem Microsoft aðstoðaði jöfnum höndum, með tölpósts samskiptum, við að lagfærar en að lokum fengu þeir að fara inn á kerfi mitt til að skoða það. Eftir þá skoðun sögðu þeir mér að hugbúnaðurinn FrontPage hafi í uppafi verið hannaður og hugsaður fyrir lítil fyrirtæki og einstaklinga, en því miður gæti hugbúnaðurinn ekki ráðið við hið mikla magn gagna sem ég væri með í gangi.
Þessi gögn mín voru Ljósmyndasafn Steingríms, (síðar nefnt Ljósmyndasafn Siglufjarðar) sem þar var unnið (sett Internetið í janúar árið 1995, fyrstu árin vitaður hjá Tripot í USA) en frá 1997 á sörvernum heima, eins og kemur fram ofar. Síðar kom BíóSaga Siglufjarðar, þá Vegamál tengt Siglufirði, Gamlar Brunasögur, ásamt ýmsu öðru og loks Lífið á Sigló, í júlí 2003 og svo þar á eftir Mjöl og Lýsissaga.
Allt saman unnið með Microsoft FrontPage. -- Árið 2006 varð sú breyting á að með tækniaðstoð frá Starfsmanna SR-Vélaverkstæðis á Siglufirði sem hét Sigurður Kristinsson og var á þeim tíma að setja upp sörver fyrir SR-Vélaverkstæði. (samhliða því að vinna við málmsmíði og viðgerðir)
Ég varð þeim samferða með kaup á nýjum sörverum, þar sem inn var settur nýr hugbúnaður sem notaði Sinuskerfi (ekki hið hefðbundna DOS) fyrir vefsíður mínar Það gekk nokkuð vel, en gallinn var að nú vann ég allt efnið beint á nýja sörvernum (heima að vísu) og sendi svo þaðan út á netið. Ekki virtist hægt að flytja gögn skrifuð í "DOS" Það er frá PC tölvu yfir í Sinustölvu) En gat þó sent gamla vefinn, með krókaleiðum út á netið, samhliða.
Þetta notaði ég allt til 2007-8 en þá samdi ég við Stefnu hf. á Akureyri um hýsinguna, síðar eftir að Róbert Guðfinnsson (Rauðka) bauð mér samvinnu og fjármögnum árið 2008 og í framhaldinu var stofnuðum við fyrirtækið SKSigló ehf. sem alfarið sá um að senda út gamla vefinn ásamt vefmyndavélinni (Veðurstöðina tafðist að koma upp við höfnina eins og til stóð og fór ekki á vefinn eftir það.) frá gamla Ísafoldarhúsinu, síða frá Suðurgötu 10, þar sem starfsfólk og skrifstofa félagsins var.
Upp frá því fór ég að draga mig í hlé frá vinnu við Lífið á Sigló og var raunar aðeins varahjól tæknilega, og lauk þar síðar allri nálgun við vinnu, en var þó skráður áfram í stjórn félagsins, sem svo árið 1915 að það var lagt niður, eftir að við ákváðum (Róbert og ég). Að gefa Síldarminjasafninu allt Ljósmyndasafn Siglufjarðar, sem og var við það sameinað Ljósmyndadeildinni þar og nefnt Ljósmyndasafn Síldarminjasafnsins.
Sörverinn margnefndi hafði bilað nokkrum sinnum og var aftengdur Internetinu. Hvar hann er í dag með dýrmætum fréttaupplýsingum og öðrum gögnum sem hvergi annarsstaðar eru til, er staðsettur, veit ég ekki nú 17. Apríl 2019, þrátt fyrir að hafa margspurt.
Vefurinn sem áður hét. www.sksiglo.is er að heita dauður vefur í dag 2019, sem og fyrirtækið SKSigló ehf. sem var afskráð og er ekki lengur til. Rauðka er í dag með meintan fréttavef, og ber netfangið www.siglo.is
Steingrímur Kristinsson.
Talsvert breitt útlit á uppfærslunni í dag 2003-2006. Þar er ýmsu sleppt, samber veður fréttir, húsamyndir, Vefmyndavél; lifandi mynd á netinu frá ýmsum sjónarhornum, afmælis dagar fólks með kveðjum frá vinum og vandamönnum, nýburamyndir og margt fleira.