26. apríl 2004
Ein gömul:
Ásmundur Steingrímsson, Kristinn Jóakimsson og Eggert Theódórsson við vinnu á hábryggju SR-30
26. apríl 2004
Aðsent, S.Æ.:
Hópur breskra fuglafræðinga var á Siglufirði í síðustu viku til að merkja jaðrakana. Beittu þeir skotnetum við að ná fuglunum. Verk þeirra hófst í Borgarnesi og svo var haldið norður um og m.a. stansað í Langhúsum í Fljótum og fuglar merktir þar.
Á Siglufirði náðust 10-20 jaðrakanar. Fuglafræðingarnir fóru í morgun yfir til Akureyrar þar sem á að freista þess að ná fleiri fuglum til merkinga.
Gera þeir ráð fyrir að koma aftur í júlí eða ágúst og ná þá ungum sumarsins til að merkja.
26. apríl 2004
Verið var að hífa plastbátinn Sædís á "land" í morgun er mig bar að.
Raunar snerti báturinn ekki land, en endurnýjaðar voru á bátnum Zink-plötur sem kominn var tími á að skipta út- og hékk báturinn í krana króknum á meðan og var báturinn settur aftur á flot nokkrum mínútum síðan
27. apríl 2004
Ein gömul úr síldinni. Jóhanna Helgadóttir, þessi með hárklútinn.
27. apríl 2004 Svar óskast ! Á fundi utanríkisráðherra á Kaffi Torg í janúar síðastliðnum, var Halldór Ásgrímsson spurður um framkvæmdir vegna brúar yfir Hólsána í tengslum við marglofuð jarðgöng. Svar hans var afdráttarlaust. "Það verður byrjað á þessum framkvæmdum í sumar hvað sem hver segir." (nærri því orðrétt) Og í sama streng tók sjávarútvegsmálaráðherra nokkrum dögum síðar á fundi á sama stað: Það verður hafist handa í sumar hvað sem tautar.
Nú hefur Vegagerðin auglýst eftir tilboðum í hin ýmsu verk sem framkvæma á í sumar, hvergi fann ég á heimasíðu Vegagerðarinnar nokkurn stafkrók um brúarsmíði á Siglufirði. Því spyr ég: Verður byrjað seinnihlutann í sumar að reka niður hæla eða eitthvað því um líkt- og svo restinni frestað til næstu ára????
27. apríl 2004 Ég verð ekki við í dag, þarf að skreppa til Akureyrar.
Heimamenn, ef eitthvað skeður á meðan, reynið að ná af því mynd og segið mér frá og- ég birti það á morgun. (Kem til baka seinnipartinn)
27. apríl 2004
Þeir væla ekki þessir drengir þó þeir ökklabrotni og- séu settir í gips.
Hann brá sér í stígvél á annan fótinn en vafði plastpoka um hinn og fór að þrífa planið í kring um Hafnarvogina.
Það er enginn tími til að væla heima í veikindafríi. -
Þetta er annar hafnarvarðanna, Jónas Sumarliðason, en hann varð fyrir því óláni að ökklabrotna á dögunum.
28. apríl 2004
Ein gömul:
Magnús Guðjónsson og Barði Ágústsson, skeggræða.
28. apríl 2004
Miss Iceland of the Greter Seattle. -
Kveðja frá Jóhanni Sigurjóns USA. -
Jóhann hefur starfað mörg ár úti í Bandaríkjunum, foreldrar hans eru Sigurjón Jóhannsson og Ásdís Gunnlaugsdóttur-
Um síðustu helgi var dóttir hans Kristin kosin prinsessan eða "Miss Iceland of the Greter Seattle"- sem er árleg gömul hefð Íslendingafélagsins í Seattle og gildir í eitt ár.
Þessi kosning er alltaf haldinn á Sumardaginn fyrsta.
Í Seattle er mikið af Íslendingum sem nota alltaf tækifærið til að koma saman.
Íslendingarnir þar halda einnig upp á Þorrablót, sumardaginn fyrsta, 17 Júní og meira.
Myndin sýnir stolta afa og ömmu, "Budda og Ásdísi" með Prinsessunni. Smelltu HÉR til að skoða fleiri myndir
28. apríl 2004
Skógarfoss losaði hér í morgun auk annars varnings, rúmlega 20 gáma af frosinni rækju til vinnslu hjá Rækjuvinnslu Þormóðs Ramma.
28. apríl 2004
Undirritaður hefi undanfarin ár mjög mikið notað upplýsingar frá þjóðskrá, sem boðið hefur verið uppá í gegn um bankana, þessar upplýsingar nota ég vegna skráninga á myndasafni mínu í þeim tilgangi að hafa þær upplýsingar sem réttastar.
Nú er svo komið að kreddufólk úr ýmsum áttum telja þessar upplýsingar heilagar í nafni persónuverndar.
Á vef KB banka er þessi orðsending: "Þjóðskrá lokað 1. maí 2004".
Ágæti notandi þjóðskrár. Við vekjum athygli á því að frá og með 1. maí nk. verður, samkvæmt ákvörðun Hagstofu Íslands, óheimilt að veita aðgang að þjóðskrá á opnum vef líkt og KB banki hefur boðið upp á undanfarin ár. Við vekjum athygli á því að Hagstofan veitir upplýsingar úr þjóðskrá í síma 569 2950.
" Ég hringdi í þetta símanúmer til að afla frekari upplýsinga. Þá kom í ljós að þetta er gert af kröfu Persónuverndar - en............., - ef ég borgaði 40.000 krónur, þá væri þetta ekkert leyndarmál. Þetta kallast líklega persónuvernd, nema þú eigir peninga.
Þetta eru að mínu mati ekki "vinargreiði" "þjónustugreiði"- heldur dulbúnar mútur. Þeir eru sem sé að SELJA upplýsingarnar sem þeir hafa safnað um okkur.
Þetta er okkar gagnabanki og á að vera öllum frjálst að skoða og fara eftir þeim reglum sem koma í veg fyrir misnotkun. Hvað verður næst, ætla þessir andskotar.... að loka símaskránni einnig? Steingrímur.
28. apríl 2004 Svar "komið" Vegna fyrirspurnar og vangavelta um brúna yfir Hólsá (hér ofar á síðunni 27/4) - sem ráðherrar fullyrtu að yrði byggð í sumar. Þá hefur borist óstaðfest svar um að þar sem verkið sé ekki á vegaáætlun hafi það þess vegna ekki verið boðið út á hefðbundinn hátt með öðrum verkum. En brúarsmíðin verður boðin út í næsta mánuði og framkvæmdir ættu að hefjast fljótlega úr því. Við skulum vona að svo verði.
29. apríl 2004
Ein gömul: Sendlar hjá SR 1964.
Marteinn Þór Kristjánsson, Anton Pálsson og Guðjón Magnússon
29. apríl 2004 Fréttablað Siglfirðingafélagsins fer í dreifingu til félagsmanna á morgun. Frá sama tíma verður hægt að nálgast blaðið á pdf formi hér á vefnum, á tenglinum "Siglfirðingafélagið" sem vísar á vefsíðu Siglfirðingafélagsins, en síðan verður formlega opnuð sama dag.
2015 > Vegna plássleysis hér (vefpláss) þá set ég ekki þennan hluta upp á síðunni hér, en ég hélt utan um fyrstu vefsíðu Siglfirðingafélagsins um tíma. En öll eintök Fréttablaðs Siglfirðingafélagsins má nálgast HÉR ---
29. apríl 2004 Menningar- og viðurkenningarsjóður KEA úthlutar 8.150.000 kr. í styrki, samkvæmt frétt á vefnum http://www.kea.is/ Í flokki A, málefnum einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæði KEA bárust 75 umsóknir. Veittir voru 20 styrkir eða alls kr. 2.000.000 -eða kr. 100 þúsund hver aðili. Þar á meðal hlutu Siglfirskir aðilar styrk úr sjóðnum: Lionsklúbbur Siglufjarðar – til að lagfæra kirkjugarðinn á Hvanneyrarhólnum.- Vorboðinn, kór eldri borgara Siglufirði – vegna kóramóts á Norðurlandi. - Steingrímur Kristinsson Siglufirði – vegna vinnu við ljósmyndasafn. - Til hamingju - kærar þakkir.
29. apríl 2004
Björgunarsveitin Strákar. Nú bjóða þeir félagar upp á "sumarþvott" á bílnum þínum. Þú kemur með bílinn, þeir skrúbba og hreinsa hann utan sem innan- og á eftir gætirðu haldið þú ættir nýjan bíl beint "úr kassanum".
Þeir voru þrír félagar á vakt, ryksugan á fullu, tjöruhreinsun, sápuþvottur og síðan bónað. Það rann af þeim svitinn drengjunum, en tveir bílar voru í hreinsun er ég kom að laust eftir hádegið í dag. 5.000 þúsund kallinn sem þetta kostar rennur beint til styrktar sveitinni.
Á myndinni eru Ragnar Hansson, Ómar Geirsson og Arnþór Ómarsson.
30. apríl 2004 Ein gömul:
Jóhannes Þórðarson, Guðmundur Kristjánsson og Þorkell Helgason. (1966)
30. apríl 2004 Starfsmannafundur Grunnskóla Siglufjarðar stóð yfir sl. miðvikudag er mig bar þar að garði, ég falaðist eftir myndatöku sem fúslega var veitt.
Ég beið með birtingu þar til nafnalisti frá skólaritara hafði borist mér, sem nú bitist ásamt mynd af hópnum, -
Á myndinni eru: Sólveig Magnúsdóttir deildarstjóri -Sigurbjörg Bjarnadóttir, Kennari -Mundína Bjarnadóttir, Kennari -Guðný Pálsdóttir, Kennari- Þóra Hauksdóttir, Skólaliði - Helga Kristín Einarsdóttir, Stuðningsfulltrúi - Ríkey Sigurbjörnsdóttir, Aðstoðarskólastjóri - Jónína Magnúsdóttir, Skólastjóri - Pétur Garðarsson, Kennari - Sigríður Halldórsdóttir, Kennari - Guðný Róbertsdóttir, Kennari - Ásdís Kjartansdóttir, Kennari - Erla Gunnlaugsdóttir, Kennari - Ósk Ársælsdóttir, Kennari - María Elín Sigurbjörnsdóttir, Kennari - Margrét Guðmundsdóttir, Kennari - Marín Gústafsdóttir, Stuðningsfulltrúi - Laufey Elefsen, Skólaliði - Una Dögg Guðmundsdóttir, Kennari - Svetlana Moroshkina, Kennari - Helga Lúðvíksdóttir, Skólaritari - Kjartan Heiðberg, Deildarstjóri - Skarphéðinn Guðmundsson, Kennari - Patrick Joseph Shevlin, Tölvuumsjónarmaður - Sigurður Friðriksson, Starfsmaður Íþróttahús - Róbert Haraldsson, Kennari - Ása Árnadóttir, Deildarstjóri - Ásta Oddsdóttir, Starfsmaður Íþróttahús.
Á myndina vantar eftirtalda starfsmenn: Auður Björnsdóttir Stuðningsfulltrúi - Elín Birna Bjarnadóttir - Kennari - Eyrún Pétursdóttir Skólaliði - Guðný Erla Fanndal Kennari - Gunnar Guðmundsson - umsjónarmaður - Halldóra Elíasdóttir Kennari - Jóhanna K. Snævarsdóttir Kennari - Páll Helgason Kennari - Sigmundur Sigmundsson Umsjónarmaður - Þórarinn Hannesson Kennari - Margrét Jónsdóttir Starfsmaður lengdra viðveru - Margrét Friðriksdóttir Starfsmaður lengdra viðveru