9. nóvember 2003
Hann setti svip á bæinn
Ásgrímur Björnsson, vélstjóri, fæddur22. febrúar 1927
Ljósmynd: Kristfinnur
9. nóvember 2003
Keilir SI 145 -
Hjalti Gunnarsson sendi mér 33 ljósmyndir, sem hann tók um borð í Keilir SI 145
Myndin hér er af Keilir, mynd sem ég tók snemma í sumar.
9. nóvember 2003
Þetta hús, Suðurgötu 17 hefur Sigurjón Sæmundsson prentsmiðjustjóri falast eftir til kaups og niðurrifs. Gera má ráð fyrir að samningar um kaupin gangi eftir í þeirri viku sem nú er að hefjast.
Ég hefi áður sagt frá áformum Sigurjóns, að kaupa lóð undir Prentsmiðjusafn. En Sigurjón stefnir á að byggt verði einmitt á þessu svæði, á milli Suðurgötu og Lindargötu, veglegt hús sem hýsa muni Prentsmiðjusafn Íslands, en hann hefur nú þegar fest kaup á lóðinni þar sem "Hólar" stóð á og Sjómannaheimilið.
Heyr fyrir þér Sigurjón.
9. nóvember 2003
Mér var voru sendar upplýsingar um stöðuna við Héðinsfjarðargöng.
----------------------------
Á vef Fáskrúðsfjarðar: http://www.faskrudsfjordur.is/ birta þeir reglulega stöðuna á framkvæmdum við göngin þar, og er það að sjálfsögðu, góð þjónusta.
10. nóvember 2003 Hann setti svip á bæinn
Helgi Kristjánsson vélstjóri, fæddur 29. september 1904
Ljósmynd: Kristfinnur
10. nóvember 2003
Lítið um að vera.
Ekkert fréttnæmt bar fyrir augu mín í morgun, svo ég tók þessa mynd, sem sýnir morgunsólina skína á skýin sem eru yfir og bak við Hólshyrnuna og fjöllin okkar.
10. nóvember 2003
Auglýsing úr Einherja 25. apríl 1945 >>>>>>>>
Aðvörun
Nefndin vill alvarlega aðvara þá utanbæjarmenn, sem keypt hafa eða ætla að kaupa íbúðir í bænum, að gera ekki ráðstafanir til að flytja í þær eins og stendur, það því vegna tilfinnanlegrar húsnæðiseklu fá engir aðkomumenn að setjast hér að, nema þeir sem rétt hafa til þess samkvæmt húsaleigulögum.
Af sömu ástæðu eru húseigendur í bænum varaðir við að leigja utanbæjarfólki. Þeir, sem slíkt gera, mega búast við að verða sóttir til sekta, og aðkomufólkið verði borið út.
Siglufirði, 16. apríl 1945.
Húsaleigunefnd Siglufjarðar.
11. nóvember 2003
Hann setti svip á bæinn
Hilmar Jónssonbyggingameistari, fæddur 3. október 1914
Ljósmynd: Kristfinnur
11. nóvember 2003
Rarik á Siglufirði. - Rarik, annast bæði raforku og heitavatns-dreifingu á Siglufirði. Þar er ekki fjölmennt lið.
Hjá hitaveitunni starfa tveir, og hjá rafmagnsdeildinni, einnig tveir - og svo skrifstofan, þar sem eru tveir starfsmenn.
Ég heimsótti bækistöðvarnar og hitti þar starfslið skrifstofu og rafveitu.
Myndirnar hér fyrir neðan
Rarik, Vesturtanga 10, Siglufirði
Arnar Ólafsson rafvirkjameistari
Jóhann Bjarnason deildarstjóri, - Net-Norðurlandi vestra
Jóhann, Sigurjón og Arnar
Jóhann Bjarnason, en hann er meðal annars að byggja upp myndrænt tölvukervi, fyrir rafmagnsnetið á Norðurlandi vestra.
Halldóra Björgvinsdóttir
Sigurjón Erlendsson rafvirkjameistari
11 nóvember 2003
September 1963 Hverjir þekkja sjálfa sig?
Þessi mynd var tekin í september 1963, © Steingrímur
12. nóvember 2003
Hann setti svip á bæinn
Bjarni Bjarnason, verkamaður, fæddur 12. júlí 1921
Ljósmynd: Kristfinnur
12. nóvember 2003 Bátahúsið við Síldarminjasafnið, "þokast" áfram, hægt og sígandi. Þeir voru í kaffi í gærmorgun er ég heimsótti þá, verkið gengur vel, samkvæmt áætlun. Verið er að þekja húsið og mála það að utanverðu, það er millivegg, en gróf klæðning kemur utan á húsið eins og það sést ´hér á myndinni.
Bátahúsið, þarna sést Mark Duffeld vera að mála suðurhlið hússins
Kaffihlé: Trésmiðirnir; Hallgrímur Vilhelmsson, Sverrir Jónsson og Gísli Antonsson.
Kaffihlé: Smiðirnir Björn Jónsson og Skúkli Jónsson, ásamr kranamanninum; Þröstur Ingólfsson
Björn, Birgir Guðlaugsson byggingameistari, Skúli og Þröstur
Kaffihlé: Trésmiðirnir; Hallgrímur Vilhelmsson, Sverrir Jónsson og Gísli Antonsson + rafvirkjameistarinn Andrés Stefánsson
12. nóvember 2003
Lýsisskipið WEST MASTER, skráð á Bahama, með Lettneskri áhöfn, lestaði hér frá Síldarvinnslunni 1.250 tonn af lýsi í nótt.
Skipið var að búast til brottfarar kl.9:50 í morgun, er þessi mynd var tekin.
12. nóvember 2003
Olíuskipið KEILIR lagðist að bryggju kl. 11:00 í morgun, til að losa hér um 600 tonn af Flotolíu og um 200 tonn af MB olíu, til Olís (Olíudreifing)
12. nóvember 2003
Nýlega hófst vinna við endurnýjun á hluta smábátahafnarinnar inni í "Dokkinni" á Siglufirði.
Sami verktaki og var með bryggjuna fyrir framan Síldarminjasafnið í sumar, sér um þetta verk einnig. þessi mynd er tekin í morgun.
12. nóvember 2003 Henriksen-planið 1963
Hverjir þekkja sjálfan sig? © Steingrímur...
13. nóvember 2003
Hann setti svip á bæinn
Sigurður Elefsen vélsmiður, fæddur 1. september 1928
Ljósmynd: Kristfinnur
13. nóvember 2003
Baldi bakari.
Baldvin S Ingimarsson bakari, er nýkomin heim frá Lettlandi, þar sem var verið að baka fyrir hann Siglfirskt Laufabrauð.
Hann samdi við Lettnskt bakarí um framleiðslu, sem er áætluð um 300.000-350.000 kökur.
Nú hefur hann gert víðtækari samninga við Lettana, um fleiri tegundir, sem hann mun svo flytja inn til Íslands.
Hann fer aftur utan í næstu viku. Nokkrar myndir sem hann tók í "bakaríinu" eru hér fyrir neðan
13. nóvember 2003
Önnur flotkvíin hans Sigtryggs Kristjánssonar, er komin að landi, mikið líf er í kvínni og vel alinn fiskur virðist vera þarna á ferðinni, væntanlega tilbúinn til slátrunar.
En Siddi hefur látið allan smærri fisk sem hann hefur aflað í sumar, í kvína og alið tittina, þar til nú að þeir virðast fullvaxnir.
13. nóvember 2003
SR-Vélaverkstæði lætur nú vinna við það á fullum krafti, utan sem innan, við undirbúning við opnun verslunar sinnar, á Siglufirði.
Þarna er Elmar Árnason, ásamt aðstoðarmanni að vinna við að slá upp fyrir tröppu við dyrnar, sem einnig verða endurnýjaðar.
14. nóvember 2003
Hún setti svip á bæinn
Hólmfríður Magnúsdóttir skrifstofukona, fædd 26. janúar 1922
Ljósmynd: Kristfinnur
Fjöldi veiðiferða: 6 - Afli:
Keila - óslægt 5 kg.
Skarkoli - slægt 2 kg.
Steinbítur - óslægt 199 kg.
Ýsa - óslægt 3.011 kg.
Þorskur - óslægt 1.611 kg.
Samtals frágangur:
óslægt 4.826 kg.
slægt 2 kg.
Samtals veiðarfæri:
Lína 4.828 kg.
Samtals á skip: 4.828 kg.
Fjöldi veiðiferða: 1- Afli:
Rækja - í skel 44.611 kg.
Rækja - lausfryst í poka 85.574 kg.
Samtals frágangur:
í skel 44.611 kg.
lausfryst í poka 85.574 kg.
Samtals veiðarfæri:
Rækjuvarpa 130.185 kg.
Samtals á skip: 130.185 kg.
Fjöldi veiðiferða: 4 - Afli:
Þorskur - óslægt 974 kg.
Samtals frágangur:
óslægt 974 kg.
Samtals veiðarfæri:
Handfæri 974 kg.
Samtals á skip: 974 kg.
Fjöldi veiðiferða: 10 - Afli:
Þorskur - óslægt 5.251 kg.
Þorskur - slægt 622 kg.
Samtals frágangur:
óslægt 5.251 kg.
slægt 622 kg.
Samtals veiðarfæri:
Handfæri 5.873 kg.
Samtals á skip: 5.873 kg.
Fjöldi veiðiferða: 1- Afli:
Ýsa - óslægt 288 kg.
Þorskur - óslægt 170 kg.
Samtals frágangur:
óslægt 458 kg.
Samtals veiðarfæri:
Lína 458 kg.
Samtals á skip: 458 kg.
Fjöldi veiðiferða: 2 Afli:
Ýsa - óslægt 4.248 kg. 2.362 kg.
Þorskur - óslægt
Samtals frágangur: 6.610 kg. óslægt
Samtals veiðarfæri: 6.610 kg.
Lína 6.610 kg.
Samtals á skip: 6.610 kg
2368 - Guðdís
Gullkarfi - óslægt 153 kg.
Hlýri - óslægt 477 kg.
Keila - óslægt 1.659 kg.
Lúða - óslægt 21 kg.
Steinbítur - óslægt 1.725 kg.
Ufsi - óslægt 8 kg.
Ýsa - óslægt 24.214 kg.
Þorskur - óslægt 12.587 kg.
Samtals frágangur:
óslægt 40.844 kg.
Samtals veiðarfæri:
Lína 40.844 kg.
Samtals á skip: 40.844 kg.
Fjöldi veiðiferða: 13 Afli:
Gullkarfi - óslægt 442 kg.
Hlýri - óslægt 1.321 kg
Keila - óslægt 2.241 kg.
Steinbítur - óslægt 1.325 kg.
Ufsi - óslægt 9 kg.
Ýsa - óslægt 29.281 kg.
Þorskur - óslægt 8.739 kg.
Samtals frágangur:
óslægt 43.358 kg.
Samtals veiðarfæri:
Lína 43.358 kg.
Samtals á skip: 43.358 kg.
Fjöldi veiðiferða: 9 Afli:
Aðrar Tegundir - afskurður
Ýsa - óslægt 410 kg.
Þorskur - óslægt 8.905 kg.
Þorskur - slægt 1.847 kg.
Samtals frágangur:
afskurður 0 kg.
óslægt 9.315 kg.
slægt 1.847 kg.
Samtals veiðarfæri:
Dragnót 135 mm 11.162 kg.
Samtals á skip: 11.162 kg.
Fjöldi veiðiferða: 6 Afli:
Þorskur - óslægt 2.997 kg.
Samtals frágangur:
óslægt 2.997 kg.
Samtals veiðarfæri:
Handfæri 2.997 kg.
Samtals á skip; 2.997 kg.
Fjöldi veiðiferða: 7 Afli:
Gullkarfi - óslægt 85 kg.
Hlýri - óslægt 176 kg.
Keila - óslægt 268 kg.
Steinbítur - óslægt 411 kg.
Ýsa - óslægt 9.698 kg.
Þorskur - óslægt 3.515 kg.
Samtals frágangur:
óslægt 14.153 kg.
Samtals veiðarfæri:
Lína 14.153 kg.
Samtals a skip: 14.153 k
Fjöldi veiðiferða: 15 Afli:
Gullkarfi - óslægt 1.042 kg.
- slægt 76 kg.
- slægt 124 kg.
- slægt 4.607 kg
- slægt 608 kg.
- óslægt 42 kg.
Ufsi- slægt 12 k
Steinbítur - slægt 142 kg.
Ýsa - slægt 5.938 kg.
Þorskur - óslægt 16.626 kg.
- slægt 24.711 kg.
frágangur:
óslægt 17.710 kg.
slægt 36.218 kg.
Samtals veiðarfæri:
Dragnót 135 mm 53.928 kg.
á skip: 53.928 kg
Fjöldi veiðiferða: 18 Afli:
Gullkarfi - óslægt 102 kg.
Hlýri - óslægt 299 kg.
Keila - óslægt 1.752 kg.
Skarkoli - óslægt 1 kg.
Steinbítur - óslægt 1.569 kg.
Ufsi - óslægt 45 kg.
Ýsa - óslægt 27.559 kg.
Þorskur - óslægt 20.120 kg.
Samtals frágangur:
óslægt 51.447 kg.
Samtals veiðarfæri:
Lína 51.447 kg.
Samtals á skip: 51.447 kg.
Fjöldi veiðiferða: 4 Afli:
Rækja - heill/heil 92.285 kg.
Samtals frágangur:
heill/heil 92.285 kg.
Samtals veiðarfæri:
Rækjuvarpa 92.285 kg.
Samtals á skip: 92.285 kg.
Fjöldi veiðiferða: 4 Afli:
Rækja - heill/heil 75.474 kg.
Samtals frágangur:
heill/heil 75.474 kg.
Samtals veiðarfæri:
Rækjuvarpa 75.474 kg.
Samtals á skip: 75.474 kg.
Fjöldi veiðiferða: 4 Afli:
Rækja - heill/heil 78.004 kg.
Samtals frágangur:
heill/heil 78.004 kg.
Samtals veiðarfæri:
Rækjuvarpa 78.004 kg.
Samtals á skip: 78.004 kg.
14. nóvember 2003
Árið 1967
Hafliðaplanið árið 1967.
Hver þekkir litlu stúlkurnar, sem sennilega eiga kannski jafngamlar stúlkur, eða eldri í dag.
14. nóvember 2003
Skuggar hrafnsins.
Þessir tveir hrafnar nutu útsýnisins í morgun, er þeir tylltu sér á krossinn á turni Siglufjarðarkirkju.
14. nóvember 2003
Bátabryggja.
Það gengur eins og í sögu, hjá þeim að ramma niður staurunum, í hinn nýja viðlegukant í bátadokkinni, sem unnið er að núna.
14. nóvember 2003
Síldarvinnslan á Siglufirði, hefur undanfarið verið að blanda loðnumjöl á ákveðinn hátt, sem síðan er sent jöfnum höndum með Norðurfrakt til til Fóðurverksmiðjunnar Laxár í Eyjafirði.
Fóðurverksmiðjan Laxá, er dótturfyrirtæki Síldarvinnslunnar sem sérhæfir sig í framleiðslu á fiskeldisfóðri. Samtals munu um 1500 tonn. fara þangað, en bróðurparturinn er þegar kominn á áfangastað.
Myndin sýnir er verið er að lesta einn bílinn í morgun.
15. nóvember 2003
Hún setti svip á bæinn (og gerir enn 2018)
Svava Baldvinsdóttir fædd 13. mars 1929
Ljósmynd: Kristfinnur
15. nóvember 2003
Apótekið Siglufirði, þar stóð yfir kynning á snyrtivörum, og þar smellti ég á nokkrum myndum af starfsfólkinu, kynningardömunni.
15. nóvember 2003
Hraðfrystihús SR - ca 1964
Stefán Friðleifsson og Hallur Garibaldarson -- Kári Sumarliðason í bakgrunni.
15. nóvember 2003
1.640 tonn af loðnumjöli frá Síldarvinnslunni á Siglufirði, var verið að lesta í þetta skip AUDRE frá Klaipedia (Litháen) í morgun.
16. nóvember 2003
Hann setti svip á bæinn
Björn Björnsson síldarmatsmaður, fæddur 5. desember 1908
Ljósmynd: Kristfinnur
16. nóvember 2003
Sjúkraflug.
Áætlunarflug á Siglufjörð hefur fyrir nokkuð löngu síðan lagst af, og eru Siglfirðingar nauðbeygðir til að fara með rútu til Sauðárkróks, vilji þeir fljúga til eða frá Reykjavík, (eða annað)
Það er því sjaldgæft á sjá flugvél af þessari tegund lenda á Siglufjarðarflugvelli, má raunar segja sem betur fer í þessu tilfelli, - þar sem þessi vél kom í gær til að sækja sjúkling.
16. nóvember 2003
Eðvald Eiríksson er þarna að sinna löndunartór, krana 2, hjá SR. Sennilega um árið 1964
16. nóvember 2003
Harðir golfarar, og harðir fletir.
Þeir létu ekki deigan síga Þór Jóhannsson og félagar, en þeir voru að leika golf í logninu og "frostmarkinu" í gærdag.
Þeir létu einstaka snjóbreiðu engin áhrif hafa á sig.
Snjórinn var harður eftir næturfrostið og leit út eins og besti völlur, það vantaði bara græna litinn á stöku stað.
16. nóvember 2003
Síðbúnar myndir frá ferðalagi starfsmanna Síldarvinnslunnar (Starfsmannafélag SR) til Búddapest.
Aðsendar myndir sem Birgitta Pálsdóttir tók 2-6 október 2003