8. júlí 09:45 -- Vinna við undirbúning að gerð snjóvarnargarðana fyrir ofan bæinn gengur vel að manni sýnist. Ég fór á vettvang í morgun, en þar voru menn önnum kafnir við vegagerð, til að auðvelda vinnu við sjálfan garðinn. Ekki náði ég tali af starfsmönnum að þessu sinni. Verið var að keyra stórgrýti í stóran flöt sem virtist frekar hreyfanlegur er þessi stóru tæki fóru yfir hann, en fyrst fóru grjótbílarnir yfir svæðið, sturtuðu grjótinu og ýtan sléttaði síðan hauginn svo bílarnir kæmust til baka.