Lífið 21.-30. Nóvember 2004

Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

21. til 30. nóvember 2004

Sunnudagur 21. nóvember 2004 -  Ein gömul:  Næsta lag undirbúið, Baldvin Júlíusson - Guðmundur Þorláksson og Ragnar Páll.  Hótel Höfn;  Árshátíð Iðnaðarmannafélagsins 8. febrúar 1964 

 Sunnudagur 21. nóvember 2004  -- Þessa drengi hitti ég í gærdag, þar sem þeir voru greinilega að gæða sér í frostinu, á laugardags-namminu sínu.  Þeir sögðu mér hvað þeir hétu, en því miður gleymdi ég nöfnunum. 

Sunnudagur 21. nóvember 2004 

Eins og risavaxin alda eða veggur eru þessi ský með sólroða frá austri, sem sáust fram af firðinum klukkan 11:06 í morgun. 

Ekki veit ég hvað svona, eða hvort þau tákna eitthvað, en náttúran hefur sinn gang ------- ennþá amk. 

 Sunnudagur 21. nóvember 2004 

Næst síðasta ferðin

Eimskipafélagið, sem einu sinni var óskabarn þjóðarinnar, en virðist í dag vera óskabarn kúrfu og reiknimeistara peningaveldisins. Hvað sem þeim vangaveltum líður;  þá hefi ég verið að velta fyrir mér hverjar afleiðingarnar verða þegar Eimskip hættir að senda skip sín til Siglufjarðar. Ég hefi rætt við nokkra sem eitthvað þekkja til málsins, án þess þó að komast að raunverulegri niðurstöðu. 

Ljóst er að einhverjir tapa og aðrir græða á þessari ráðstöfun - en mér er ekki ljóst svo óyggjandi sé, hvort bæjarfélagið okkar hagnast eða tapar á dæminu og menn eru ekki sammála um það. Því skora ég á einhvern góðan "penna" að afla sér upplýsinga frá hagsmunaaðilum, staðreyndum um málið, þar sem sjónarmið sem flestra koma fram. Og skrifa um málið og "leggja dóm á" og upplýsa okkur um niðurstöðuna hér á vef mínum, viðkomandi fær það pláss sem hann telur sig þurfa hér á vefnum. -- Myndin sýnir Mánafoss fara frá bryggju í morgun í næst síðustu ferð sína héðan. 

 Sunnudagur 21. nóvember 2004   Dómari skrifar bréf: Ólafur Mixa læknir, fjallar um samfélagsmál:  Ég datt niður á þessa grein í Morgunblaðinu í dag og þótti hún athygliverð og vert fyrir þá sem hann beinir spjótum sínum að, að taka tillit til skoðana hans, í það minnsta að velta þeim fyrir sér. Ég hvet fólk til að fletta upp á þessari grein í Morgunblaðinu og lesa vandlega og íhuga hvort ekki sé mikill sannleikur í henni um þróun mála hér á landi undanfarna áratugi eins og til dæmis eftirfarandi brot:

"Kannski var lýðræðið okkar alltaf gallagripur. Nánast einu verulegu endurbæturnar á því hafa fengist fyrir tilskipan frá Evrópu. Nú er lífræn umræða um þjóðfélagið drepin í dróma. Reiptog innihalds- og innistæðulausra vígorða. Í hvoru liðinu ertu? Pólitískur leikaraskapur, óeinlægni, orðhengilsháttur utanum vanahugsanir. Eintóm ekki svör, og aldrei nánar spurt. Valdþótti eins og nú hefur komið í ljós. Niðurbæld þjóð, sem forðast opinlyndi af ótta við að fá á baukinn. Ekki síst alþingismenn, sem stundum vilja "eiga sig sjálfir", en eru yfirleitt eign flokksins." 

 Lesa má greinina alla hér: www.timarit.is      Morgunblaðiða blaðsíðu 38 SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 2004     

Mánudagur 22. nóvember 2004 


Ein gömul: 


Á Hótel Höfn;  

Árshátíð Iðnaðarmannafélagsins 8. febrúar 1964: 

Agnar Þór Haraldsson - Guðlaug Konráðsdóttir - Þórunn Þorgeirsdóttir - Ágústa Guðmundsdóttir - Kristín Þorgeirsdóttir - Kristinn Konráðsson - Jakobína Þorgeirsdóttir og Reynir Árnason. 


 Mánudagur 22. nóvember 2004  

Félag eldri borga á Siglufirði og í Fljótum hélt fund í gær kl. 15:30 - og var þar að venju boðið upp á kaffi og meðlæti. 

Ég var þar mættur (eftir látlausa bón frá konu minni) og tók þar nokkrar myndir, sem sjá má ef smellt er á myndina. 

Á fundinn komu ma. þrjú pör úr Dansklúbbi Siglufjarðar og sýndu nokkur afbrigði dansa, en dansklúbburinn er fjölmennur hópur fólks sem hefur yndi af dans og kemur reglulega saman. 

Söngur og fleira var einnig til skemmtunar á fundinum. 

Mánudagur 22. nóvember 2004 -- Sigtryggur Kristjánsson, með aðstoð sona sinna ofl. voru í morgun að "slátra" þorski úr eldiskvíunum sem Sigtryggur hefur gert út undanfarin ár.  Alls er áætlað að upp úr þeim komi að þessu sinni um 12-13 tonn.  Þetta var stór og vel alinn fiskur. Guðrún María fiskverkun, kaupir og verkar fiskinn.  Myndir hér fyrir neðan

Mánudagur 22. nóvember 2004 --   Tennis og badminton félag Siglufjarðar færði um hádegisbilið í dag, 10 ára krökkum í Grunnskóla Siglufjarðar að gjöf badmintonspaða ásamt fríum æfingartímum undir leiðsögn fram að áramótum. 

Börnin voru að vonum ánægð með gjöfina.   Smelltu HÉR  til að skoða nokkrar myndir í viðbót. 

Þriðjudagur 23. nóvember 2004   --   Ein gömul:  

Þorleifur Hólm - Páll G Jónsson - Gunnar Ásgrímsson og Geir Guðbrandsson, um borð í Skjaldbreið á austurleið 11. maí 1963 



Þriðjudagur 23. nóvember 2004    


Aðsent:  

Frá afmælishátíð Lionsklúbbs Siglufjarðar laugardaginn 20. nóvember síðastliðinn 

Smelltu HÉR til að skoða fleiri 

 Þriðjudagur 23. nóvember 2004 --  Þessi selkópur á myndum hér fyrir neðan hefur haldið sig undanfarna daga á sömu slóðum í fjörunni suðaustur af Síldarminjasafninu.

Það má segja að hann mæti daglega stundvíslega upp úr klukkan 13:30 og skríði upp á stein í fjöruborðinu. Hann horfði athugulum augum á mig þegar ég nálgaðist hann  í gær.


 

Þriðjudagur 23. nóvember 2004 


Gott fiskirí hefur verið hjá línubátunum síðustu gæftadaga. 

Bátarnir hafa verið að fá upp í sjö tonn í róðri, af vænum þorski á línu. 

Þessi mynd sýnir er verið er að landa úr plastbátnum Raggi Gísla SI  seinnipartinn í gær.

 Þriðjudagur 23. nóvember 2004  "Nú detta af mér dauðar lýs" var máltæki sem algengt var í gamla daga þegar einhver varð mjög undrandi. Mér varð það sama á þegar ég sá eftirfarandi klausu í Morgunblaðinu á netinu í gærkveldi:  Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi í síðustu viku tillögu þar sem kennurum í sveitarfélaginu er þökkuð löghlýðni í kjölfar lagasetningar Alþingis á verkfall kennara á dögunum. Sem kunnugt er mættu kennarar til starfa að lokinni lagasetningu, annað en margir kollegar þeirra annars staðar á landinu. Þeir mótmæltu lagasetningunni þó með því að mæta svartklæddir til vinnu. -- Mamma gamla kenndi mér það í æsku; að virða ætti lög- og það ætti ekki að þakka neinum fyrir það að vera heiðarlegur, það væri dónaskapur.  Fréttin hér: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2004/11/22/baejarstjorn_isafjardarbaejar_thakkar_kennurum_fyri/ 


Miðvikudagur 24. nóvember 2004 

Ein gömul: 

Um borð í Hafliða SI 2  

Á myndinni eru; Bjarni Sigurðsson - Marteinn Kristjánsson - Anton Pálsson - Tryggvi Björnsson - Jón Ægisson og Guðbjörn Haraldsson. 

Ljósmyndina tók Már Jóhannsson. 

 Miðvikudagur 24. nóvember 2004.   -- Vörukynning:  Þær riðu á vaðið ! Núna fyrir jólin 2004, gefst öllum þeim sem eru með varning, svo og jólavarning á boðstólnum, kostur á að kynna vörur sýnar hér á sérstakri síðu á vef mínum. 

Sendið mér tölvupóst, eða komið til mín lista yfir þær vörur sem þið viljið kynna og leggja áherslu á- og ég kem til ykkar, tek mynd hjá ykkur af starfsfólkinu með vöruhillur í bakgrunni. 

Þetta er ókeypis kynning á þeim vörum og vöruflokkum sem við Siglfirðingar þurfum ekki að "sækja yfir lækinn" í önnur byggðalög.   

Smelltu HÉR

 Fimmtudagur 25. nóvember 2004 --  Gamalt verksmiðjudót sem upphaflega kom úr bræðslunni á Ólafsfirði, en verið hefur hér á Siglufirði í geymslu og í eigu Björns Kristinssonar, er nú á "faraldsfæti" - en nú er víst að verða hver síðastur með að flytja slíkan varning sjóleiðina þar sem Eimskip er að hætta strandflutningum. Þessir verksmiðjuhlutir eru meðal annars ketill sem sést á myndinni þar sem verið að hífa á vagn til flutnings niður að höfn og stór þurrkari.  

Björn Kristinsson og Þórður G Andersen verksmiðjustjóri SR

Fimmtudagur 25. nóvember 2004  Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasambands Íslands er haldin í dag og á morgun í Síldarminjasafninu á Siglufirði. Ég leit þar inn í dag, en þá var Þór Jakobsson veðurfræðings með  fyrirlestur  um loftslagsbreytingar á norðurhveli og siglingar um norðurleiðina. 

Dagskráin er neðst á þessari síðu

Fimmtudagur 25. nóvember 2004  --  OPIÐ HÚS í Iðju - dagvist fatlaðra. 

Þau verða með opið hús á  annarri hæð í Kaupfélagshúsinu, föstudaginn 26. nóvember klukkan 15-19 og á laugardag 27. nóvember klukkan 11-15.

SJÓN ER SÖGU RÍKARI  -   Ég heimsótti þau eftir hádegið í dag og smellti þessari mynd af hópnum ásamt leiðbeinendum. á borðinu og að baki eru ýmsir munir sem þau hafa verið að dunda við. 

 Föstudagur 26. nóvember 2004  -- Ein gömul: 

Þessa kappa þarf ekki að kynna fyrir neinum af eldri kynslóðinni, en fyrir þá yngri: 

Þá eru þetta þeir Jóhann G Möller og Eggert Theódórsson.

Myndin er tekin á tröppum "Lagers SR"  þann 14. maí 1964 

Föstudagur 26. nóvember 2004  

Selurinn góði mætir enn daglega á  sama stað laust eftir hádegið, og fer hvergi þú umferðin, bílar og gangandi séu aðeins í nokkurra metra fjarlægð, á leið sinni um Langeyrarveg. 

Þessi mynd var tekin í gærdag. 

Laugardagur 27. nóvember 2004  -- Ein gömul:   

Spilakvöld og Bingó hjá Þrótti og Brynju 6. maí 1964

Á myndinni eru María Jóhannsdóttir og Hildur Eiríksdóttir. 

Enn lengra í bak, eru Gísli Elíasson og Rósmundur Guðnason 

Laugardagur 27. nóvember 2004 

Í Rökkurbyrjun í gærdag klukkan 16:00  --  

Tunglskin yfir Siglunesi  

Sunnudagur 28. nóvember 2004 --  Ein gömul: 

Svona var áhuginn 19. apríl 1964. Myndin er tekin eftir að skíðamóti lauk- og áhorfendur lögðu af stað gangandi heim. 

Það voru fáir bílar á sigló  til í einkaeign á þessum tíma. 

Sunnudagur 28. nóvember 2004 


Aðsend tillaga, um að einhverjir taki sig saman, um að koma fyrir jólaskreytingu  á Stóra bola, eitthvað svipað því sem á myndinni sést. K.B


Svo er hér ávísun á komandi jólastemmingu: Nokkrar fallegar myndir á Lion vefnum  smelltu  

Þessi vefur er ekki lengur aðgengilegur 

 Jólakveðjur til vina og vandamanna.  

Nú fyrir jólin gefst ÖLLUM sem það vilja, tækifæri til að koma jólakveðju með mynd og stuttum texta hér á Lífið á Sigló

Viðkomandi sendir mér á Netfangið mitt einfaldan texta og mynd, og ég birti það síðan á sérstakri síðu. 

Allt án endurgjalds. 

Ljósmynd gæti verið fjölskyldumynd eða einhver falleg sem einhver úr fjölskyldunni hefur tekið. ****    **Komnar jólakveðjur** 

Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasambands Íslands í Síldarminjasafninu á Siglufirði

25. og 26. nóvember 2004.

 Dagskrá: 

Fimmtudagur 25. nóvember: