Mánudagur 1. ágúst 2005 Ein gömul:
Jón Kristjánsson, (beykir með fleiru)
Ljósmynd: Júlíus Júlíusson
Mánudagur 1. ágúst 2005 -- Fjörið á Torginu og nágrenni hófst að nýju eftir hádegið í gær. Það var milt og gott veður, en gekk þó á með skúrum, þar á meðal tveim allskörpum, allt að 2 mm miðað við klukkustund. Það var einmitt í seinni stóra skúrnum sem ég varð því miður að hætta myndatöku til að vernda myndavélina mína sem komin var nærri hættumörkum hvað vætu snertir, en á því augnabliki voru krakkar að keppa í sönglist, sem mikil ánæga var að hlusta á og horfa. En nokkuð mörg andlit þeirra og fleira kemur í ljós ef þú smellir á
Mánudagur 1. ágúst 2005 --
Fjörið á Torginu og nágrenni hófst aftur eftir kvöldmatinn og hélt áfram fram eftir nóttu - Ég fór að vísu heim um 22:30 - en tók þó slatta af myndum fram að því sem þú sérð hér á myndin hér fyrir ofan, er Helen Eyjólfsdóttir og Miðaldamenn
Myndir frá á Pæjumótinu má sjá HÉR á einum stað. Rúmlega 400 myndir á undirsíðum (1) (2) (3) (4)
Mánudagur 1. ágúst 2005
Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson hefur verið hér um alla helgina.
Í morgun var olíuskipið Frigg að losa hér olíu
Þriðjudagur 2. ágúst 2005
Ein gömul:
Guðný Fanndal - Margrét Hallsdóttir(?) - Líney Bogadóttir(?) - Sveinína Jónsdóttir - Kristbjörg marteinsdóttir - Anna Snorradóttir - Ragnheiður Sæmundsson - Jakobína Þorgeirsdóttir - Hulda Stefánsdóttir - Svava Baldvinsdóttir
Ljósmynd: Gestur Fanndal
Þriðjudagur 2. ágúst 2005
Aðsent: Þeir nefndu það við mig smiðirnir sem hér eru að störfum að það væri svo sjaldgæft að haldin væru reisugilli nú til dags þar sem lítið væri um nýbyggingar. ---
Ég sendi þér að gamni mínu nokkrar myndir og vek sérstaka áthygli á að flaggað var með gamla Hafskipsfánanum þar sem hann var sá eini sem til var í húsinu (frúin var starfsmaður Hafskip í 20 ár). ---
Viðbyggingin var byggð í flekum á Siglufirði og flutt hingað yfir skarðið þann 4. júlí s.l.---- Berg er byggingaverktakinn og sjö menn komu hér og reistu húsið á þremur tímum útveggir og sperrur). --
Reisugillið var síðan haldið 15. júlí en þá var innivinnan eftir (og stendur enn).
Með kveðju, Anna Laufey
riðjudagur 2. ágúst 2005
Sending frá Sif Friðleifsdóttir
Um helgina var ég á Siglufirði. Fjallaði ég um ferðina í máli og myndum á www.siv.is
(30. júlí 2005).
Hér eru myndirnar: http://www.siv.is/i_mynd/index3.lasso?hopur=1193
http://www.siv.is/i_mynd/index3.lasso?hopur=1194
Miðvikudagur 3.. ágúst 2005 -- þessar tvær myndir hér fyriir ofan eru teknar með 12 mánaða millibili, myndin til vinstri er tekin að morgni 1 ágúst 2004 (á móti sólu) ofan frá Hvanneyrarskál- en hin í gær 2. ágúst frá svölunum heima, en sólin skin á fjallið um klukkan 17:30
Á myndunum sést hversu mikið meiri snjór er farinn úr fjallinu í ár heldur en í fyrra.
Miðvikudagur 3.. ágúst 2005 --
Þessi mynd hér fyrir neðan, skýrir sig sjálf - hún er sett saman úr 8 myndum, teknum frá sama stað, á svipuðum tíma og betri myndin hér fyrir ofan.
Miðvikudagur 3.. ágúst 2005
Nýtt við Veðurstöðina í Bakka --
Svona leit skjárinn frá veðurstöðinni út á skjánum hjá Lifið á Sigló.
Myndin breyttist á 15 mínútna fresti allan sólarhringinn, það er það sem kallað er "Live"
( myndin fyllti skjá tölvunnar sem skoðað var í )
Miðvikudagur 3.. ágúst 2005 Varðskipið Týr hefur legið úti á Siglufirði frá því snemma í morgun. Ekki veit ég um ástæðu þess, en þessi gamli kláfur er þó alltaf jafn glæsilegur
Miðvikudagur 3.. ágúst 2005 Ekki náðist að klára svæðið við innkeyrsluna í bæinn fyrir Síldarævintýrið (verslunarmannahelgina) eins og stefnt var að. Stöðugt er þó unnið við verkið, og ekki að efa að það verður glæsilegt þegar því er lokið.
Fimmtudagur 4.. ágúst 2005 -- Tvær gamlar: Það yrði ekki auðvelt í dag að smala tæpum 200 unglingum, strákum og stelpum á Siglufirði til að mynda þessa glæsilegu íþróttahópa, rúmlega 100 af hálfu Helga Sveinssonar íþróttakennara og svipaðan fjölda af hálfu Regínu Guðlaugsdóttur íþróttakennara árið 1970. En þessar myndir voru teknar þegar gólf hafði verið sett yfir sundlaugina til að hægt væri að sinna íþróttum grunnskólanna og fleirum áhugasömum (öðrum en sundfólkinu) - Hvað um það þessir hópar er aðeins lítið brot þeirra afreka sem Helgi og Regína hafa framkvæmt á hinum ýmsu sviðum unglingastarfs og íþrótta á Siglufirði hér á árum áður.
Fimmtudagur 4.. ágúst 2005 Þessi fallega skúta kom til Siglufjarðar í gærkveldi, en lá við bryggju í morgun er þessi mynd var tekin klukkan 09:45 í morgun. Skútan ber Bandaríska fánann og heitir Cielita
Fimmtudagur 4.. ágúst 2005
Það hefur verið annasamt hjá þessum hópi starfsmanna Síldarminjasafnsins í sumar, en þarna eru þau í kaffitímanum í morgun að kveðja einn starfsmanninn Maríu Petru sem ætlar að keppa á pæjumótinu sem er að hefjast á Sigló - og síðan smá frí áður en hún fer í skólann,
María er þessi í dökku peysunni, sæt eins og mamman. Talið frá vinstri: Pálína Guðnadóttir - María Petra Björnsdóttir - Aníta Elefsen - Sveinn Þorsteinsson og Steinunn Sveinsdóttir
Fimmtudagur 4.. ágúst 2005
Golfkennsla 9. ágúst.
Gunnlaugur Erlendsson, golfkennari verður með kennslu á Hóli, Siglufirði þriðjudaginn 9. ágúst n.k. --- Kennsla fyrir börn og unglinga. --
Frá kl. 14-16 verður ókeypis kennsla fyrir börn og unglinga fædd 1990-1997. Þeim sem hentar ekki að mæta kl. 14 mega mæta síðar í tímanum.
Þeir sem ætla að mæta í kennsluna verða að tilkynna þátttöku í síma 863 2417 (Ólafur Þór).
Kylfur og kúlur á staðnum. Almenn kennsla frá kl. 16:00. Tímapantanir eru í síma 863 2417 (Ólafur Þór).
Verð á hverjum 30 mínútna tíma er kr. 2.500. Tveir saman í tíma greiða kr. 1.500 hvor.
Golfklúbbur Siglufjarðar.
Föstudagur 5. ágúst 2005 -- Nú er allt á fullu varðandi hið árlega Pæjumót á Siglufirði. Í gær þegar þessi mynd var tekin var góður hópur keppanda og fjölskylda í óða önn að koma upp tjaldbúðum sem í voru allt frá hinum gömlu góðu tjöldum, húsvögnum og húsbílum. Ég mun að venju taka myndir frá mótinu og birta á vefnum. Svo er bara að vona að veðrið verði þokkalegt vegna keppanda og myndavélarinnar. Hér er svo tengill yfir á netsíðu Pæjumótsins en til að flýta fyrir þá verður sami tengill einnig tengill efst á síðu minni fram til sunnudagsins.
Föstudagur 5. ágúst 2005 --
Ein gömul:
Útsýni sem ekki kemur aftur
Allar myndir mínar frá Pæjumótinu má sjá HÉR á fjórum undirsíðum (1) (2) (3) (4)
Föstudagur 5. ágúst 2005 Nýr fréttavefur á svæðinu okkar Eyjafirði, en það er Fréttavefurinn dagur.net sem er hugsaður sem frétta- og upplýsingavefur fyrir allt Eyjafjarðarsvæðið; frá Sigló til Grenivíkur. Að honum stendur útgáfufélagið Rimar ehf. sem gefur út Bæjarpóstinn vikulega og Norðurslóð mánaðarlega. Þau blöð eru einkum með efni frá Dalvíkurbyggð og áskrifendur eru aðallega á Dalvík og í Svarfaðardal og svo nokkur fjöldi brottfluttra. Dagur verður hinsvegar með efni frá öllum Eyjafirði fyrir Eyfirðinga og þá sem vilja fylgjast með því sem er að gerast við Eyjafjörð. -- Við bindum vonir við að fólk taki því vel að fá fréttavef á svæðið.
Vefurinn dagur.net fer í loftið í dag kl. 17:00
Lífið á Sigló óskar þeim sem að vefnum standa til hamingju, og ekki er að efa að Siglfirðingar eiga eftir að skreppa á vefinn dagur.net
En eins og allir vita nema stjórnvöld, síminn, skatturinn og fleiri, þá er Siglufjörður hluti af Norðurlandi eystra en ekki Norðurlandi vestra
Föstudagur 5. ágúst 2005 -- Aðalfundur Verslunarmannadeildar Vöku verður haldinn á Gluggabarnum að Kaffi Torgi fimmtudaginn 11. ágúst kl. 20:00 Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.
Ath. Þeir félagsmenn sem ætla að mæta á fundinn eru beðnir um að láta vita á skrifstofu Vöku fyrir hádegi miðvikudaginn 10. ágúst þ.s. boðið verður upp á málsverð á fundinum og nauðsynlegt er að vita um fjölda fundarmanna.
Föstudagur 5. ágúst 2005 -- Pæjumót. Ég skrapp suður að Hóli fyrir hádegið og tók slatta af myndum af pæjunum sem voru að spila fótbolta í rigningar úða, sem þó virtist ekki hafa mikil áhrif á áhugann fyrir því sm þau voru að gera. Ég er eins og þeir sem mig þekkja, er ekki áhugamaður um fótbolta (vægt til orða tekið) - en að horfa á þessa kátu krakka veitir ákveðna ánægju sem ég naut í botn. Ánægjan og áhuginn skein úr hverju andliti. Myndin er af Íþróttasvæðinu að Hóli -
Allar myndir mínar frá Pæjumótinu má sjá HÉR á fjórum undirsíðum (1) (2) (3) (4)
Föstudagur 5. ágúst 2005 Merkilegt samkomulag var undirritað í bátahúsinu í dag, en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fyrir hönd Ríkisstjórnar Íslands og Örlygur Kristfinnsson safnvörður Síldarminjasafnsins, undirrituðu samkomulag sem í fólst að ríkissjóður yfirtekur lánaskuldbindingar Síldarminjasafnsins upp á um 40 milljónir króna. -- Frekari frásögn kemur þessu tengt síðar, en hérna eru myndir frá athöfninni í dag =
Föstudagur 5. ágúst 2005 - Merkilegt samkomulag var undirritað í bátahúsinu í dag, en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fyrir hönd Ríkisstjórnar Íslands og Örlygur Kristfinnsson safnvörður Síldarminjasafnsins, undirrituðu samkomulag sem í fólst að ríkissjóður yfirtekur lánaskuldbindingar Síldarminjasafnsins upp á um 40 milljónir króna. -- Frekari frásögn kemur þessu tengt síðar, en hérna eru myndir frá athöfninni í dag = Myndir HÉR
Laugardagur 6. ágúst 2005
Ein gömul: sigldfjörður
"Síðasta" alvöru síldarvertíðin.
Haförninn lestar síld á Svalbarðamiðum 1968
Laugardagur 6. ágúst 2005 -- Pæjumót - Morgunverður. Þangað leit ég inn um klukkan 08:00 í morgun. Það var hamagangur í öskjunni og nóg að bíta og brenna.
Laugardagur 6. ágúst 2005 Pæjumótið eftir hádegið í gær (frá 16:30) Hér eru myndir frá mótinu =
Allar myndir mínar frá Pæjumótinu má sjá HÉR á fjórum undirsíðum (1) (2) (3) (4)
Laugardagur 6. ágúst 2005 Pæjumót - skemmtun á torginu um kvöldið -- Fullt af andlitum áhorfanda. ungum er gömlum auk skemmtiatriðanna = Svo er hér ein mjög stór mynd, sem nokkuð langan tíma tekur að hlaða niður um 3 MB. exe skjal, vírusvarið og alveg óhætt að hala niður í vél sína: Fólkið á Torginu ofl = Allar myndir mínar frá Pæjumótinu má sjá HÉR á fjórum undirsíðum (1) (2) (3) (4)
Þessi mynd hér til hliðar er sögð vera mjög stór. Rétt, miðað við árið 2005, þegar nettengingarnar voru á hraða skjalbökunnar.
Laugardagur 6. ágúst 2005 -- Um heimsókn menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Eins og sagt var frá hér á síðunni í gær var undirritaður samningur milli menntamálaráðuneytisins og Síldarminjasafnsins um 40 milljón króna styrk til safnsins.
Styrkurinn miðast við greiðslu skuldar eftir hina miklu uppbyggingar við Bátahúsið á síðasta ári og kemur hann til útborgunar á þremur næstu árum. Þessi samningur sýnir enn og aftur þá miklu velvild og góða skilning sem Síldarminjasafnið nýtur hjá landstjórnendum og alþingismönnum.
Eftir athöfnina í Bátahúsinu og hádegisverð þar í boði bæjarstjórnar var farin gönguferð um bæinn og ráðherra kynnt það helsta sem er að gerast í mennta- og menningarmálum staðarins. Gunnsteinn Ólafsson kynnt áform um opnun Þjóðlagaseturs í Maddömuhúsi næsta sumar, listakonan Brynja sagði frá starfsemi Herhússins og þær skólastýrur Jónína og Ríkey sýndu gestum hinn gamla og virðulega Barnaskóla. Þá lá leiðin til Hafdísar í nýja úra- og gullsmíðasafnið og svo á torgið okkar glæsilega og loks um kirkjutröppurnar í Siglufjarðarkirkju þar sem sr. Sigurður sagði frá.
Eftir það lá leiðin fram á fjörð þar íþróttamálaráðherrann sá pæjumótið mikla með eigin augum og svo var farið í Skarðið þar sem Runólfur bæjarstjóri lýsti landsins besta skíðasvæði. Að endingu renndi fararstjórinn Gummi Skarp yfir að Árósi þar sem gestirnir sátu afmæliskaffi til heiðurs Gunnsteini en 43 ár voru þá liðin síðan hann fæddist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar!
Laugardagur 6. ágúst 2005 -- Jón Ólafsson píanóleikari með fleiru, hélt tónleika á Kaffi Torg í gærkveldi. Ég tók meðfylgjandi myndir við þetta tækifæri, Jón Ólafsson við flygilinn, hópurinn sem þarna situr við stórt borð er alvarlega smitaður Siglfirskum blóðdropum, sumir þeirra raunar með talsvert af því í æðum sér nú þegar þar sem þeir eiga ættir sínar raktar héðan, ein þeirra er dóttir Ægis Kristjánssonar rakara og eru ákveðnir í að safna meira. Einn er þegar búinn að kaupa sér íbúð á Sigló og aðrir alvarlega volgir í þeim tilgangi að gera það sama. Því það er gott að heimsækja Sigló sögðu þau.. Félagana á hinum myndunum þekkja allir Siglfirðingar, en þessi í rauðu blússunni er að reyna að venja félaga sinn af því að vera með sleikjupinna eins og hann raunar er nú orðinn landsfrægur fyrir - hann fór á bjórnámskeið í gærkveldi.
Laugardagur 6. ágúst 2005 -- Pæjumót - Fyrir hádegi í morgun.
Allar myndir mínar frá Pæjumótinu má sjá HÉR á fjórum undirsíðum (1) (2) (3) (4)