Sunnudagur 1. maí 2005 -- Tvær gamlar: Sundlaugin Siglufirði, mér er sagt að þetta muni vera Helena Guðlaugs sem er á svifinu á mynd til vinstri, en það gæti þó verið Regína systir hennar(?) -- Hin myndin er eldri, og er af systrunum Rannveigu Sveinsdóttur og Sigurlaugu Sveinsdóttir (Sillu), en bakgrunnurinn er kunnuglegur, þar sem núverandi hús Kidda G. sést sem var í smíðum, árið 1929.
Sunnudagur 1. maí 2005 --
Tvær gamlar:
Sundlaugin Siglufirði, mér er sagt að þetta muni vera Helena Guðlaugs sem er á svifinu á mynd til vinstri, en það gæti þó verið Regína systir hennar(?) --
Hin myndin er eldri, og er af systrunum Rannveigu Sveinsdóttur og Sigurlaugu Sveinsdóttir (Sillu).
Bakgrunnurinn er kunnuglegur, þar sem núverandi hús Kidda G. sést sem var í smíðum, árið 1929.
Sunnudagur 1. maí 2005 --
Nýtt á síðunni: einnig verður "sami" tengill efst á síðum dagsins: Umræðuvettvangur - Þar geta þeir sem heimsækja "Lífið á Sigló" tjáð skoðanir sínar, annað hvort á því sem efst er á baugi á hverjum tíma eða öðru sem þeim liggur á hjarta...., þeim málum sem tengjast okkur Siglfirðingum beint eða óbeint. Ath. Þetta tilboð/beiðni náði ekki áhuga lesanda og ekkert varð úr umbeðnum skrifum
Sunnudagur 1. maí 2005
Karlakórinn Jökull Hornafirði, hélt tónleika í Siglufjarðarkirkju í gær klukkan 17:00 --
Þá heimsóttu kórfélagar og fylgdarlið Síldarminja safnið í hádeginu á gær eins og sagt var fá hér í gær, laugardag.
Þar tók ég myndir sem þú sérð hér í Karlakórinn Jökull --
En myndin hér til hliðar sýnir kórinn í Siglufjarðarkirkju í gær.
Einnig tóku þeir lagið saman Karlakórinn Jökull og félagar úr Karlakór Siglufjarðar, á tónleikunum.
Sunnudagur 1. maí 2005
Vorsýning Grunnskóla Siglufjarðar á ýmsum verkum nemanda var í gær - þarna voru sýnishorn af því sem krakkarnir hafa verið að gera í vetur, allt frá teikningum saumaskap, smíði og til rafeindatækja.
Sunnudagur 1. maí 2005
Dagur verkalýðsins er í dag.
Verkalýðsfélagið Vaka verður með baráttufund í Bátahúsinu í dag þar sem ýmsar uppákomur verða:
Hljóðfæraleikur nemanda Tónskólans - Trúbador söngur Þórarins - Karlakórinn ofl. auk hefðbundinnar dagskrár og gestum verður boðið upp á kaffi og meðlæti í tilefni dagsins.
Meðfylgjandi ljósmynd sýnir síldarstúlkur á söltunarstöð Kristins Halldórssonar (?) hér áður fyrr:
Ókunnur ljósmyndari. Til hamingju með daginn.
Sunnudagur 1. maí 2005
Aðsent: Þessa tvo ferðalanga rak upp á fjörurnar hér í Osló. Siglfirðingurinn í mér bauð mér að senda ykkur frétt.
Auðvitað voru þessir heiðursmenn að bera hróður Siglufjaðrar til frænda vorra Norðmanna. Saman fóru þeir með lest til Þrándheims með viðkomu á Litlahamri. Erindið var að skoða tónlistarsöfn.
Gunnsteinn brá sér síðan til Voss í nágrenni Björgvinjar og flutti Vossingum erindi og síðan hélt hann til Oslóar og hélt erindi á málþingi á Háskólanum í Osló. Örlygur hélt aftur á móti til Stafangurs á ráðstefnu og hélt erindi um síldina og söguna og safnið.
Það er gaman að vita af slíkum fulltrúum Siglufjarðar á ferð.
- Albert Einarsson
Mánudagur 2. maí 2005 Tvær gamlar: -- Sölvahúsið, löngu horfið og Hólakot sem stendur enn, fjær á myndinni til vinstri, þar í bak lýsistankar SR, sem einnig eru horfnir.
Og Bátahöfnin á myndinni til hægri. Báðar myndirnar hér fyrir neðan eru teknar árið 1968
Mánudagur 2. maí 2005 ---
1. maí í Bátahúsi Síldarminjasafnsins.
Hátíðisdagur verkalýðsins var haldinn að þessu sinni í Bátahúsinu í gær. Þar var komið saman talsvert fjölmenni þar sem fram fór fjölbreytt dagskrá, auk hinnar hefðbundnu hátíðarræðu sem Signý Jóhannsdóttir hélt. Ég var á vettvangi tog tók nokkrar myndir sem þú sérð með því að smella HÉR
Þriðjudagur 3. maí 2005
Ein gömul:
Góðir áheyrendur: Gusti guðsmaður og nokkrir Bakkaguttar
Þriðjudagur 3. maí 2005 -- Þær virðast vera ástfangnar þessar Turtildúfur, sem Sveinn Þorsteinsson náði á myndavélina sína klukkan 16:52 í gær á flötinni framan við Síldarminjasafnið, þar sem þær halda oftast til í leit að fæðu, annað hvort frá Hafsteini, starfsmönnum safnsins og fleirum sem rétta að þeim mola.
Ljósmynd: Sveinn Þorsteinsson -svennith@simnet.is
Miðvikudagur 4. maí 2005
Ein gömul: -- Dekkliðið á Haferninum á leið til Hollands í desembermánuði 1968.
Talið frá vinstri ofan frá: Sigurður Jónsson háseti - Steingrímur Kristinsson timburmaður - Gunnar Tómasson háseti - Sigurjón Kjartansson háseti - Birgir Þórbjarnarson stýrimaður - Ægir Björnsson bátsmaður og Guðmundur Björnsson dælumaður. Myndina tók á myndavél mína: Pálmi Pálsson 2. stýrimaðuur
oooooooOooooooo
Miðvikudagur 4. maí 2005
Ekki veit ég hver tilgangur "húsbíla manna" er, en ég fékk ábendingu um könnun sem fram fer á vef þeirra www.husbilar.is - um viðhorf landsmanna vegna Héðinsfjarðarganga. En svona til skoðunar þá nefni ég þetta hér til fróðleiks.
Þarna kom fram frekar neikvætt álit á gerð Héðinsfjarðarganga, þrátt fyrir að giska má að nánast því hver einasti „húsbíll“ á Íslandi hafi komið í gegn um Héðinsfjarðagöng síðan þau voru opnuð, nú þegar þetta er endurskrifað / uppfært árið 2016 – En tengill til skoðanakönnunarinnar er ekki lengur aðgengilegur á síðu Húsbílaeiganda - sk
oooooooOooooooo
Miðvikudagur 4. maí 2005
Smá frí - Ég fer í smáfrí í dag, kem til baka væntanlega, næstkomandi sunnudag (mánudag)- Síða mín verður því ekki uppfærð á þeim tíma. En það efni sem kann að berast á meðan ég er fjarverandi, verður sett inn þegar ég kem úr fríinu.
Jakobbína Þorgeirs og Svava Baldvinsdóttir
Fimmtudagur 5. maí 2005
Dagur aldraða var í dag.
- Ég skellti mér í kirkju og tók þessar myndir en ekki voru margir sem mættur.
Styðjum aldraða og mætum í kirkju framvegis.
Hrönn Einarsdóttir. hronneinars@simnet.is
Sveinn Björnsson og Ólafur Jóhannsson
Ólafur, Sigurður Ægisson og Sveinn
Fimmtudagur 5. maí 2005
Nú eru alls fimm álftir á Siglufirði, þrjár á Langeyrartjörninni og tvær á grasvellinum við Hól.
Myndin er af annarri þar, tekin í dag.
Kveðja. Sigurður Ægisson
Fimmtudagur 5. maí 2005 --- Starfslið Heilbrigðisstofnunarinnar á Siglufirði. Búið var að biðja mig (SK) að taka "þessa mynd", en þar sem ég var fjarverandi þá þa tók séra Sigurður Ægisson að taka þessa mynd. Ég hafði hugsað mér að birta einnig nöfnin viðkomandi, en væntanlega koma nöfnin síðar. (aðsent)
Föstudagur 6. maí 2005 --- Tekið í dag; Hrönn Einarsdóttir hronneinars@simnet.is
ooooOoooo
Laugardagur 7. maí 2005 Ég er kominn heim - aðeins fyrr en ég ætlaði. --
Hér fyrir ofan er efni sem beið komu minnar.
Föstudagur 6. maí 2005 - Aðsent
Nú á næstunni verður gamla Herhúsið í nýjum búningi vígt sem gestavinnustaður fyrir listamenn.
Ætlunin er að hafa þar svolitla frásögn um hjálpræðishers starfið í 65 ár. Stjórn Herhúsfélagsins auglýsir eftir gömlum ljósmyndum sem tengjast þessari sögu. Þeir sem kunna að eiga myndir og vilja lána þær eða gefa Herhúsinu eru vinsamlega beðnir að snúa sér til formanns félagsins Brynju Baldursdóttur í síma 8676928 brynjabald@simnet.is eða Örlyg í síma 8631605 infosiglo@simnet.is. Meðfylgjandi ljósmyndin sýnir Birgi Ingimarsson trésmið að störfum við Herhúsið fyrir tveimur árum.
Birgir er starfsmaður Ólafs H. Kárasonar byggingameistara sem hefur annast viðgerð hússins.