Föstudagur 1. apríl 2005 -- Útgáfutónleikar á Allanum í kvöld - Eins og sagt hefur verið frá hér gaf Þórarinn Hannesson út sinn annan geisladisk á dögunum. Hann heitir Stolnar stundir og inniheldur 12 frumsamin lög og texta. Allir hjartanlega velkomnir sem aldur hafa til. Aðgangur er ókeypis.
Föstudagur 1. apríl 2005 ---
Ein gömul:
Mynd frá Niðurlagningaverksmiðjunni Sigló Síld árið 1967 --
Verkstjórinn Björgvin Jónsson er þarna að ræða við eina starfsstúlkuna. Við hlið hans er Ester Sigurðardóttir
Föstudagur 1. apríl 2005
Föstudagur 1. apríl 2005 Aðsendur texti: Tennis og badmintonfélag Siglufjarðar
11 Verðlaunapeningar + 3 Íslandsmeistaratitlar í Bfl
Góður árangur á Íslandsmóti unglinga í badminton, sem var haldið helgina 11.-13. mars.sl Í TBR húsinu í Reykjavík. 310 keppendur voru skráðir til leiks og voru spilaðir samtals 700 leikir. 27 keppendur voru frá TBS. Myndir HÉR
Föstudagur 1. apríl 2005
Bobby Fischer flytur til Siglufjarðar. Ég fékk það staðfest í gærkveldi að Bobby Fischer, að undirlagi Valgeirs Sigurðssonar hafi fest kaup á Fanndalshúsinu við Lindargötu. En Valgeir sem flaggaði fyrir Fischer í tilefni að komu hans til Íslands sem getið var á síðu minni Fimmtudaginn 24. mars 2005, hafði hringt í Fischer og sagt honum frá góðu einbýlishúsi og bent honum á að hvergi væri betra að dvelja en á Siglufirði, þar sem hann gæti verið í friði og ró, notið einstakrar veðurblíðu og náttúru, auk þess að á Siglufirði fengi hann að öllum líkindum frið fyrir fjölmiðlunum. Bobby Fischer brást fljótt við og greiddi Íslandsbanka sem átti húsið, á borðið umsamið verð. En Fischer mun ekki vera á flæðiskeri fjárhagslega og er sagður eiga góðar fúlgur í Svissneskum banka. Vart er búist við að hann dvelji hér til langframa í senn, en örugglega einhvern tíma á hverju ári. En að sögn Valgeirs, kemur hingað eftir helgina, innanhússarkitekt til að gera uppkast af staðsetningu og vali á húsgögnum og fleiru varðandi húsið.
Föstudagur 1. apríl 2005 --
Óskar Berg Elefsen, sem á heima syðst bænum með gott útsýn yfir Langeyrartjörn hringdi í mig í morgun og sagði mér að svanirnir væru komnir. - Hann hefði heyrt í þeim í gærkveldi um það leiti sem hann fór til hvílu og sá þrjá svani á Langeyrartjörn fyrir neðan hús sitt.
Ég hélt fyrst að þetta væri aprílgabb hjá vini mínum, en hann sárt við lagði að þetta væri sannleikur.
Ég lét til leiðast og fór fram að tjörninni og sá strax þrjá hvíta svani.
Þeir voru úti á miðri tjörn, svo ég skellti aðdráttarlinsu á vélina og smellti.
Þeir voru komnir núna rúmum hálfum mánuði fyrr en venjulega og þrátt fyrir fjarlægð og snjóél náðust þessi þokkalega góð mynd til vinstri.
En þegar ég fór sunnar á bíl mínum á Langeyrarveg til að snúa við, þá rak ég augun í fuglana sem sjást á myndinni hér til hliðar, þar með svartan svan og voru þeir alveg við veginn syðst í tjörninni þar sem nesið skagar inn í tjörnina og myndirnar sem ég tók þar tók ég margar myndir.
Ekki er nokkur vafi á að þessi koma svarts svans hingað á Siglufjörð, er einstakt fyrirbæri, enda margir á vettvangi til að virða hann fyrir sér og einn utan mig var með myndavél sem var í kapp við mig um fjölda mynda af svaninum.
Laugardagur 2. apríl 2005
Ein gömul:
Snurpað fyrir ufsa í júnímánuði árið 1967.
Þarna er Páll Pálsson og synir, á bát sínum Guðmundur Jón SI 22 úti á miðjum Siglufirði.
Laugardagur 2. apríl 2005 -
Aprílgabb
Ég tel það nokkuð víst að flestir hafi áttað sig á (ekki þó allir) að "fréttin" af þeim félögum Valgeir Sigurðssyni og Fischer hér fyrir ofan hafi verið aprílgabb.
En ég hefi einnig fengið það staðfest frá mörgum sem létu glepjast af öðru gabbi, með því að senda mér póst og segja mér frá því að þeir hafi aðeins séð þrjá svani á Langeyrartjörn og enginn þeirra hafi verið svartur, hann hafi verið farinn.
Það var einmitt aprílgabb númer tvö: Það var enginn svartur svanur á tjörninni í gær, aðeins þrír hvítir svanir á fullu við að sækja sér æti sem þarna virðist vera nóg af í tjörninni.
Myndin hér er af tveim þeirra sem oft létu vel hvor af öðrum á meðan ég staldraði við í gærmorgun.
Laugardagur 2. apríl 2005 -- Bergþór Morthens er enn með málverkasýningu sína opna í sýningarsal Ráðhússins. Það verður opið frá klukkan 14:00 til 18:00 í dag og á morgun sunnudag, en þá lýkur sýningunni.
Laugardagur 2. apríl 2005 --
Þessa fallegu mynd sendi Óskar Berg mér í gærkveldi, en hann tók myndina frá eldhúsglugga sínum kl. 18:00 á annan dag páska.
Laugardagur 2. apríl 2005
Svanir á ferð og flugi. Þessir voru að yfirgefa Langeyrartjörn í morgun klukkan10:20.-- Þeir koma vonandi aftur, því það er mikið augnayndi að sjá þá á tjörninni.
Sunnudagur 3. apríl 2005 --
Ein gömul:
Kvenfélagskonur.
Þarna eru mörg þekkt andlit kvenskörunga. --
Sumar hafa hvílt sig frá kvenfélagsstörfum og enn aðrar horfnar sjónum okkar.
Myndin er tekin af hópnum á tröppum Grunnskólans 4. júní 1967
Mánudagur 4. apríl 2005 -- Ein gömul: Rúnar Marteinsson og Oddur Gunnar Hauksson Myndin er tekin á norðanverðri Hvanneyrarbrautinni, 16. september árið 1967
Mánudagur 4. apríl 2005 --
Margar glæsilegar myndir frá Siglufirði koma í ljós ef þú smellir HÉR
Þetta eru myndir sem Guðmundur Albertsson tók nú um páskana síðastliðna á Siglufirði, meðal annars í Bátahúsinu þegar Karlakór Siglufjarðar hélt tónleika.
Myndin hér fyrir ofan tók ég af Guðmundi við það tækifæri, en við vorum báðir duglegir með Canon myndavélarnar okkar. --- Því miður, þá er tenging til síðu Guðmundar, ekki aðgengileg á uppgefnu svæði (árið 2019)
Þriðjudagur 5. apríl 2005 -- Ein gömul: Hafliði Guðmundsson kennari (til hægri) ásamt "aðstoðarmanni" sínum sem er Pétur Baldvinsson, en þeir voru að kvikmynda vinnu þá er fram fór í Strákagöngum (steypuvinnu) í september 1967
Þriðjudagur 5. apríl 2005 Auglýsing frá Siglfirðingafélaginu.
Miðvikudagur 6. apríl 2005
Ein gömul:
Í Bakkgarðinum við Hvanneyrarbraut 55, í október árið 1967
Miðvikudagur 6. apríl 2005
Vorið fraus í norðanbyl og fönn.
Svona fór fyrir fyrsta túnfíflinum sem opnaði skærgula krónu sína við Laugarveginn í lok mars.
Við héldum líka í einstaklega góðu veðri með sólskini og hita að vorið væri komið. En þá kíkti veturinn enn í heimsókn sem við vonum bara að verði stutt. - --
Það er ekki óalgengt að krókusar og aðrar garðajurtir blómstri í góðri tíð á þessum árstíma.
En að íslenskur villigróður spretti eins og þessi fífill í mars eða apríl er mjög sjaldgæft. Fréttaritari Lífið á Sigló
Miðvikudagur 6. apríl 2005
Kökubasar, kökubasar - Fimmtudaginn 14. apríl ætlum við í byrjendablaki kvenna (ekki komið nafn á liðið ennþá svo við köllum okkur bara No Name) að halda kökubasar. -- Við erum á leið á öldungamót í blaki á Akureyri 21.-24. apríl, auk þess sem við keyptum okkur keppnisbúninga og allt kostar þetta víst peninga, því leitum við til ykkar. -- Hugmyndin er sú að þið látið okkur vita hvað þið viljið margar tertur og við bökum og komum þeim til ykkar. Svo endilega sendið mér póst á hulda@siglo.is eða fax á 460-5601 sem fyrst svo baksturinn geti hafist. Með von um góðar viðtökur
f.h. blak kvenna “No name” Hulda Magnúsdóttir
Miðvikudagur 6. apríl 2005
Aðsent:
Karlakór Siglufjarðar og Þrestir með sameiginlega tónleika --- Karlakór Siglufjarðar hélt velheppnaða tónleika í Bátahúsi Síldarminjasafnsins á Siglufirði um nýliðna páska. Laugardaginn 9. apríl nk fer karlakórinn suður ásamt hljómsveit og sækir Hafnfirðinga heim.
Karlakór Siglufjarðar heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirkju kl. 16.00 og mun Karlakórinn Þrestir taka þátt í þeim tónleikum. Karlakórarnir munu syngja hvor um sig og einnig sameiginlega hefðbundin karlakórasöng auk þess sem gestirnir að norðan munu bjóða upp á léttan söng með hljómsveit. --
Stjórnandi Karlakórs Siglufjarðar er Elías Þorvaldsson en stjórnandi Karlakórsins Þrasta er Jón Kristinn Cortez. (Ljósm. SK)
Miðvikudagur 6. apríl 2005 -- Rækjutogararnir Múlaberg og Sólberg komu í gærkveldi með rækjufarma úr fyrstu veiðiferð sinni á árinu, en togararnir höfðu verið á karfaveiðum áður. Afli var samtals um 20 tonn sem sjómenn segja ekki nógu gott, en ísröndin mun hafa hamlað veiði á hefðbundnum slóðum, svo og bræla seinnipartinn "í túrnum" Sólbergið er fremst á myndinni Mánaberg við næstu bryggju í hríðarmistrinu.
Fimmtudagur 7. apríl 2005 -- Ein gömul:
Stjórn Slysavarnarfélagagins (Strákar ?) í nóvember 1967 -- Fremri röð frá vinstri + efri röð: Bragi Magnússon - Skúli Jónasson - Guðlaugur Henriksen - Pétur Þorsteinsson - Þórður Þórðarson - Jón Dýrfjörð og Páll Kristjánsson
Fimmtudagur 7. apríl 2005 -- Loksins, eftir að hann fékk "bakteríuna" þá safnaði hann kjarki, Sveinn vinur minn Þorsteinsson og fjárfesti í góðri myndavél.
Hann tók þessa fallegu mynd í gær og sendi mér. Þetta er útsprungin kaktus úr blómasafni Bertu, konu hans.
Föstudagur 8. apríl 2005 -- Ein gömul:
Gluggað í málgagnið:
Georg Ragnarsson og Theódór Eggertsson 1978
Föstudagur 8. apríl 2005 -- Fyrir hádegið í dag var fyrirtæki aprílmánaðar tilnefnt af Kaupmannafélagi Siglufjarðar. Fyrir valinu að þessu sinni var fyrirtækið Egilssíld ehf.
Vinstri myndin: Jóhannes Egilsson forstjóra fyrirtækisins með viðurkenninguna og stjórnarmenn Kaupmannafélagsins Helga Freysdóttir og Freyr Sigurðsson formaður, við afhendinguna. Hin myndin sýnir þrjár af starfsmönnum við pökkun á reyktum laxi: Helga Þorvaldsdóttir - María Jóhannsdóttir og Sólveig Þorkelsdóttir.
Föstudagur 8. apríl 2005 -- Maður mánaðarins, Jónína Brynja Gísladóttir var tilnefnd eft hádegið í dag af Kaupmannafélagi Siglufjarðar: Á vinstri myndin er Helga Freysdóttir, Freyr Sigurðsson formaður Kaupmannafélagsins, ásamt Brynju, við afhendingu viðurkenningarinnar. En hægri myndin sýnir lítið brot af því sem Brynja hefur verið að föndra við á heimili sínu.
Laugardagur 9. apríl 2005 -- Ein gömul:
Ekki sést nafn bátsins á myndinni þarna við Löndunarbryggju SR á Siglufirði, sennilega um 1934 Einkennisstafirnir eru EA 396 og báturinn heitir sennilega Dröfn ? - Ljósmynd: Kristfinnur Guðjónsson
Laugardagur 9. apríl 2005 - Síldarkvöld Kiwanis 8 Apríl 2005 Þar var ég mættur í boði Kiwanis, ásamt konu minni. Síldarréttir er mitt uppáhald og naut ég þess vel ásamt öðrum uppákomum. Hafið okkar bestu þakkir fyrir.
Smellið HÉR til að skoða myndir + Og til viðbótar nokkrar myndir sem Sveinn Þorsteinsson tók. Merktar 100_0 ............
Laugardagur 9. apríl 2005 Aðsent: 50 ára brúðkaupsafmæli eiga þau Ingimar Þorláksson og Elsa Petra Björnsdóttir í dag, en hafa búið saman í 60 ár. --
Þau eignuðust 9 börn og eru 8 þeirra á lífi. Ingimar átti fyrir einn son. Þau eiga 24 barnabörn og 17 barnabarnabörn. Ljósmyndari ókunnur !
Elsa Petra Björnsdóttir og Ingimar Þorláksson