Þriðjudagur 1. febrúar 2005 -- Slysavarnarskýlið í Héðinsfirði
Myndir HÉR - Í tengslum við frásögninni hér fyrir neðan af "Björgunarsveitinni" þá er hér myndasería frá árinu 1966, þegar Slysavarnarskýlið í Héðinsfirði var reist.
Vinnuflokkurinn fyrir framan skipbrotsmannaskýlið í Héðinsfirði eftir að byggingu þess lauk, talið frá vinstri. Ívar J Arndal, Jón Arndal, skrifstofustjóri og formaður slysavarnadeildar karla, Siglufirði, Þórður Þórðarson, síldarsaltandi og formaður björgunardeildar, Njörður Jóhannsson, múrari, Björn Sigurðsson, skipstjóri, Skúli Jónasson, byggingarmeistari, Jónsteinn Jónsson, smiður, Birgir Guðlaugsson, smiður Gísli Antonsson, smiður, Bjarni Þorgeirsson, málari, og Guðlaugur Henriksen, síldarsaltandi. Á myndina vantar þrjá smiði. þá Einar Björnsson, Jón Björnsson og Sigurð Konráðsson.
Þriðjudagur 1. febrúar 2005 --
Ein gömul:
Ómar Hauksson bókari - Viðar Ottesen hótelstjóri - Ólafur Jóhannsson lögregluþjónn.
Á hvað ætli þeir séu að horfa? (ég veit það) (Ómar gefur mér að vísu hornauga)
Ég tók nokkrar myndir við þetta tækifæri, ásamt myndum tengdum Skyndihjálparnámskeið, sem Elín Arnardóttir sá um. Myndir voru teknar við þetta tækifæri, jafnhliða afhendingu talstöðvar búnaðar. skyndihjálparnámskeiði sem stóð yfir hjá sveitinni, á "sama" tíma.
Þriðjudagur 1. febrúar 2005 -- Ný talstöð í Slysavarnarskýlið í Héðinsfirði var afhent síðastliðinn laugardag í Stjórnstöð Björgunarsveitarinnar Strákar á Siglufirði. Þetta er fullkomin neyðartalstöð, með sólarrafhlöðu búnaði til hleðslu orkugjafans, innbyggðri rafhlöðu. - Þetta er dýr búnaður, en Ljósmyndavöruverslunin BECO og Radíóþjónusta Sigga Harðar gáfu stóran hluta andvirðis búnaðarins.
Elín Arnardóttir kennir handbrögðin
Baldvin Einarsson (Beco)- Ómar Geirsson skipstjóri og Ægir Bergsson form. Stráka
Miðvikudagur 2. febrúar 2005 --
Ein gömul: 198? Ingvarsbryggjan og Hafnarbryggjan:
Hluti Siglufjarðarhafnar: Netastöð og aðstaða Þormóðs Ramma hf.
Fimmtudagur 3. febrúar 2005 -- Ein gömul: Hrafnhildur Stefánsdóttir, Elín Gestsdóttir og Birgir Björnsson. Þarna stödd við vígslu nýs frystihúss Þormóðs Ramma árið 1975
Miðvikudagur 2. febrúar 2005 -- Úthlutun byggðakvóta á Siglufirði 2005. Bæjarstjórn Siglufjarðar auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta á Siglufirði fiskveiðiárið 2004/2005.
Nánar neðst á þessari síðu
Fimmtudagur 3. febrúar 2005
Efnalaugin Lind ehf - Var opnuð aftur í gær, eftir að hafa flutt sig um set frá Lækjargötunni yfir í Aðalgötu 21 sem er talsvert stærra og þægilegra húsnæði og ný uppgert.
Þær stöllur, eigendurnir Lilja Ástvaldsdóttir og Ragna Hannesdóttir hafa einnig aukið við vélakost og aukið þjónustusvið sitt á ýmsan máta.
Meðal annars hafa þær gert samning við Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar um allan þvott frá stofnuninni, sem þær munu sinna frá og með miðjum þessa mánaðar Myndir HÉR
Föstudagur 4. febrúar 2005 -- Athygliverðar upplýsingar (erlendar) um Siglufjörð, "fjöður í hnappagatið?"
The town of Siglufjörður (current population 1065) is reached by a winding dead-end coastal road. Although the town is still involved in fishing, it is a shadow of its former size and importance. At one time it was the herring capital of the world and produced up to 35% of Iceland's exports. Today it has one of the finest museums I have ever seen devoted entirely to the Herring, its catching and salting. The town and the museum are recommended.
Siglufjörður also has a free town camp site. Because this Icelandic institution is new to me I will describe it in detail. Many small Icelandic towns devote 100 square metres in the town centre as a camp site.
This will typically be level well maintained grass with a toilet/shower block. The one in Siglufjörður also has a wooden decking picnic area, a laundry (get the keys from the town office or nearby video store) and free electrical hook-up.
Another Icelandic institution that will appeal greatly to some motorcaravan owners (L&M) is the high pressure car wash available at nearly every fuel stop. If a fuel station has three pumps it will typically have room to wash three campervans concurrently! This facility is always free (C&A). Mog has never been so clean.
Taking the concept of the German "Rolling Motel" one step further is the Austrian 32 berth campervan consisting of a large Mercedes truck and equal sized trailer. Each vehicle is divided into eight two-berth sleeping compartments. Unlike the Rotel vehicle (where the coach tows a more basic accommodation vehicle) the passengers travel in an independent coach. Each night a kitchen and dinning-room tent are set up.
Stephen Stewart. http://www.xor.org.uk/travel/iceland/20030626.htm
Föstudagur 4. febrúar 2005 --
Það snjóaði örlítið í nótt, götur voru auðar í gær en mokaðar í morgun. Ekki vegna þess að þær væru ófærar, heldur vegna þess að bæjarkarlarnir eru vanir að gera "hreint fyrir sínum dyrum" og gera jafnt ökumönnum sem gangandi auðveldar að komast leiðar sinnar. Þarna er eitt tæki bæjarins við Hafnartún.
Föstudagur 4. febrúar 2005 -- Aðalgata 34 Siglufirði hefur til langs tíma verið þekktasta og raunar eina skrifstofubyggingin hér þar sem margar skrifstofur frá mörgum fyrirtækjum hafa verið til húsa í. Í dag eru skrifstofurnar ekki eins margar og á tímum Síldarævintýrsins, en fyrir utan Íslandsbanka sem notar meirihluta skrifstofu húsnæðisins í dag eru þar enn nokkur fyrirtæki með skrifstofur. Ég heimsótti nokkrar þeirra sem voru með opið í dag. Starfsfólk Íslandsbanka voru þó ekki með að þessu sinni. Myndir HÉR
Laugardagur 5. febrúar 2005 -- Ein gömul:
Miðbær Siglufjarðar 198?
Tekið frá Skollaskál með 400mm linsu.
Laugardagur 5. febrúar 2005 -
Tveggja iðnaðarmannatal, Birgir Guðlaugsson byggingameistari og Helgi Magnússon pípulagningameistari eftir hádegið í gær framan við Rafbæ.
Laugardagur 5. febrúar 2005
Í gær fór fram kynning á "nýrri tækni" á sviði sjónvarpa og tengdum tækjum hjá SR-Byggingavörur. En þar voru kynnt af tæknimanni frá Samsung Electronics ýmis búnaður sem fyrirtækið framleiðir til margmiðlunar.
En nú árið 2005 er hafin samsvarandi bylting á sjónvarpsviðinu og var á sviði útvarpsins fyrir um 50 árum þegar "transistorarnir" byrjuðu fyrir alvöru að ryðja burtu radíólömpunum og minnka umfang og fyrirferð útvarpstækjanna, allt að því sem við þekkjum í dag; agnarsmá.
Nú er það LCD og Plasmaskjáir sjónvarpanna sem koma í stað gömlu og níðþungur sjónvarpsmyndlampanna sem nú munu smátt og smátt hverfa af markaði. Sá sem veltir fyrir sjónvarpstækja kaupum í dag ætti ekki að kaupa gömlu tæknina
Laugardagur 5. febrúar 2005 Frjálslyndi flokkurinn hélt í Allanum opinn fund í gærkveldi.
Þar voru mættir Guðjón Arnar Kristjánsson sem var með framsögu á fundinum og Sigurjón Þórðarson.
Um 15-20 manns mættu á fundinn sem var all fjörugur. Var látið vel af framsögu Guðjóns, sérstaklega fundust mér góðar hugmyndir hans um lagfæringar á sukkinu í kring um kerfið um lífeyri aldraðra, þar sem þjóðinni er skipt í þrjá flokka; þá eignalausu, meðalríku og moldríku þar sem hinir fátækari búa við annað og verra kerfi en þeir ríku (undirstrikað, eru mín orð hér á síðunni) en um þetta fjallaði Guðjón meðal margs annars athygliverðar, en Sigurjón talaði að mestu um kvótakerfið, fiskmælingar og vernd og sukkið þar í kring.
Laugardagur 5. febrúar 2005
Skíðasvæðið í Skarðsdal.
Nægur snjór er þar nú sem hingað til frá því að svæðið var opnað.
Hlákan í síðustu viku hafði lítil áhrif á svæðinu og nú er þar nýfallinn snjór síðan í gær- og um 3ja °C frost þar uppi í morgun og sunnan andvari.
Sólin var að gægjast yfir fjallahringinn í morgun klukkan 10:40 er þessi mynd var tekin.
Byggðarkvóti 2005
Fréttatilkynning þann 2. febrúar 2005
Bæjarstjórn Siglufjarðar auglýsir hér með eftir umsóknum um byggðakvóta á Siglufirði fiskveiðiárið 2004/2005. Við úthlutun verður farið eftir neðangreindum reglum sem staðfestar hafa verið af Sjávarútvegsráðuneytinu. Skv. reglugerð nr. 596/2003 um úthlutun byggðakvóta er það Sjávarútvegsráðuneytið sem úthlutar byggðakvóta en viðkomandi sveitarfélagi er heimilt að gera tillögu að úthlutun.
Megintilgangur reglnanna skal vera að auka útgerð og vinnslu á fiski á Siglufirði og fjölga störfum.
1. Veiðiheimildum samkvæmt bréfi Sjávarútvegsráðuneytisins frá 6. desember 2004 skal úthlutað til einstakra aflamark skipa og krókaaflamarksbáta, sem leggja upp afla sinn til vinnslu hjá fiskverkunarstöðvum á Siglufirði, samkvæmt nánara samkomulagi. Eingöngu skulu fiskiskip sem skráð eru á Siglufirði 31.12.2004 koma til greina við úthlutun aflaheimilda. Ekkert fiskiskip skal hljóta meira en 15 þorskígildislestir með þeirri undantekningu er fram kemur í reglu 2.1. Eftirstöðvum vegna 15 tonna ákvæðis skal skipta á milli fiskiskipa á grundvelli greinar 2.2.b.
Ef bolfiskaflamark skips hefur minnkað frá úthlutun fiskveiðiársins 2004/2005 til 31.desember 2004 vegna framsals þá kemur það skip aðeins til greina við skiptingu 10% hlutarins sbr. c-lið 2.2. gr.
Þeir aðilar sem fengu úthlutað byggðakvóta á síðasta fiskveiðiári og hafa ekki fylgt þágildandi reglum varðandi ráðstöfun byggðakvóta skulu ekki koma til greina við úthlutun nú.
2. Byggðakvóta verður skipt þannig milli þeirra fiskiskipa er sækja um og
fullnægja skilyrðum:
2.1. 50 þorskígildistonn skulu skiptast milli skipa sem landað hafa úthafsrækju til vinnslu á Siglufirði á árinu 2004 í hlutfalli landaðs rækjuafla þeirra þar.
2.2. Eftirstöðvum, 155 þorskígildistonnum skal skipt sem hér segir:
a). 20% skal skipt jafnt á milli fiskiskipa, þó þannig að ekkert skip auki úthlutaðan kvóta um meira en 100%.
b). 70% skal skipt á grundvelli úthlutunar veiðiheimilda í upphafi fiskveiðiársins 2004/2005.
c). 10% byggðakvóta verður úthlutað í mars 2005. Um þann hluta geta sótt um fiskiskip sem ekki fá úthlutað byggðakvóta skv. reglum þessum og uppfylla ekki skilyrði um framsal sbr. 2.málsgr. reglu 1.
d). Ef útgerðaraðili hefur ekki lögheimili á Siglufirði þann 31. desember 2004 skal úthlutun til viðkomandi fiskiskips skerðast um 50%. Eftirstöðvum vegna þessa ákvæðis skal skipta jafnt á milli fiskiskipa.
3. Öllum aðilum á Siglufirði sem úthlutað er byggðakvóta er skylt að leggja til aflaheimildir að lágmarki til jafns við úthlutaðan byggðakvóta og skoðast móttekin umsókn sem staðfesting viðkomandi á því að það verði gert. Skilyrði til úthlutunar byggðakvóta er að viðkomandi eigi ekki í vanskilum við Siglufjarðarkaupstað.
4. Þeir aðilar sem úthlutað er byggðakvóta skulu leggja fram gagnkvæman samning við fiskvinnslu um löndun afla og vinnslu á Siglufirði. Öllum afla samkvæmt þessari grein skal landað fyrir lok fiskveiðiárs.
5. Úthlutaður byggðakvóti er ekki framseljanlegur en heimilt er að skipta á milli tegunda. Minnki aflaheimildir fiskiskips sem hlýtur byggðakvóta á yfirstandandi fiskveiðiári vegna framsals skulu þær afsala sér sambærilegu magni af byggðakvótanum, sem úthlutað verður að nýju.
6. Í lok fiskveiðiárs skulu útgerðir og fiskverkanir, sem fengið hafa byggðakvóta skila til sveitarstjórnar skýrslu um landaðan afla til vinnslu í samningsbundnum fiskverkunarfyrirtækjum eða mótteknum afla frá útgerðum og skal skýrslan staðfest af viðkomandi samningsaðila. Verði skýrslu ekki skilað eða ákvæðum þessara reglna um löndun og vinnslu afla ekki fylgt skulu viðkomandi bátar og fiskverkanir ekki eiga rétt á úthlutun byggðakvóta komi til slíkrar úthlutunar.
Umsóknarfrestur er til kl. 16.00 þann 14. febrúar n.k. og ber að skila umsóknum fyrir þann tíma á bæjarskrifstofu. Umsóknum skal fylgja staðfesting á skráningu viðkomandi fiskiskips, kvótastöðu og annað er nauðsynlegt er skv. ofangreindum reglum. Nánari upplýsingar eru gefnar af bæjar – og skrifstofustjóra.
Siglufjarðarkaupstaður.