Lífið á Sigló-

Fréttavefurinn Lífið á Sigló

2003

Gömlu síðurnar mínar frá 2003 til 2009: Fréttavefurinn Lífið á Sigló eru ekki lengur aðgengilega á netinu, en hér er reynt að endurgera þessar horfnu heimildir að hluta, nú á nýju vefsvæði til fróðleiks.

Efni síðunnar frá seinni hluta ársins 2003 til (um) 2009 er að hluta til "varðveitt" (?) á gömlum sörver sem síðan var send frá.

Fyrstu árin heiman frá mér og síðar í vörslu Sksigló ehf – Þar var einnig sent út gamla ljósmyndasafnið, og fleira efni. En eitthvað fór úrskeiðis þar og vefurinn ekki lengur aðgengilegur á netinu.

Ekki veit ég hvar sá sörver er í dag, ætti þó að vera verðveittur hjá Síldarminjasafninu (???) þar sem safnið eignaðst Ljósmyndasafn Siglufjarðar sem gjöf til varðveislu.

Nýr vefur, (ekki með efni frá þeim gamla) www.sksiglo.is sem því miður er ekkert nema nafnið hvað fréttum viðkemur, en þar er þó enn stór hluti gamla Ljósmyndsafnsins, aðgengilegur. ( http://myndasafn.siglo.is/ )

Ég hætti alfarið að skipta mér af vefnum Lífið á Sigló á árinu 2009

oooO--Oooo

1. júlí 2003. Síðan mín; Lífið á Sigló

Þetta er einskonar tilraun, tilraun til að gera það sem margir hafa beðið um, en enginn framkvæmt, það er að halda úti Siglfirskri fréttasíðu, með ljósmyndum, líðandi stundar.

Ekki veit ég hvernig til mun takast, aðeins tíminn mun leiða í ljós hvert framhaldið verður á.

Núna, 1. júlí 2003, - eftir að ég hætti störfum hjá SR-MJÖL HF (eða S.V.N.) "vegna 67 ár reglu" sem er í gildi þarna fyrir austan hjá S.V.N., - sem og þurrkaði út 70 ára reglu S.R., þá hefi ég nú nægan tíma til að bæta við mig, enn einu áhugamálinu, því þótt ég eigi ekki nema nokkra mánuði í sjöunda tuginn, þá er heilsan góð og áhuginn alveg á fullu, með orku unglings (!)

Ég hefi hugsað mér að fiska, á þeim miðum sem sægreifarnir hafa ekki sölsað undir sig, - og engum "kvóta" hefur verið komið á.

En það er að gera það sem ég var nokkuð duglegur við á mínum yngri árum, það er að taka ljósmyndir af mannlífinu og því sem er að ske í bænum - og koma því fyrir almenningssjónir. Ekki nú á síðum Morgunblaðsins né annarra blaða - sem áður var, heldur á þeim miðli sem aðgengilegastur er í dag, - á netinu, -

Ég mun leitast við að taka myndir af fólki á förnum vegi, á vinnusvæðum, fá upplýsingar frá vettvangi og eitthvað fleira, sem mér dettur í hug og eða, þeir sem skoða síðuna benda mér á.

Látið í ykkur heyra og smellið "Netfangið mitt"

Þá hefi ég áhuga á því að Siglfirðingar heima og heiman sendi inn greinar um menn og málefni bæjarins okkar. (birtar á ábyrgð sendanda) Ef efnið er talið eiga heima á vef mínum þá mun ég birta það. Viðkomandi þarf að gefa mér að minnsta kosti upp nafn sitt og kennitölu, þó svo að nafn hans komi ekki fyrir undir greininni. Annað kemur ekki til greina.

Eftir að hafa hætt störfum há SR - Síldarvinnslunni sem lagerstjóri, þar sem "öll" starfsemi" þar með Lagernum var lokað í júnímánuði 2003, (ég var þar lagerstjóri) þá setti ég þessa síðu; Fréttavefinn Lífið á Sigló á netið.

Undirbúningur og hönnum síðunnar tók nokkurn tíma eins og gengur, þrátt fyrir fyrri þekkingu frá er Ljósmyndasafn Siglufjarðar fór fyrst á netið árið 1995 Þá vistuð hjá www.tripod.com (http://www.sksiglo.com/-

Ekki var neinn, þá er ég þekkt til á Íslandi sem bauð upp á slílkt.

Tenglar sem munu birtast víða á síðunum nú í endurgerð 2018: Afritað, límt og endurskrifað eru flestir í dag óvirkir, sumum alveg slepp í endugerð þessari.

Styrktaraðilar í upphafi, er síðan var sett fyrst á netið 2. júlí 2003, kl. 20:00

Eigandi, ritstjóri, hönnuður, ljósmyndari og ábyrgðarmaður: © Steingrímur Kristinsson - Öllum er heimilt að prenta myndir frá þessari síðu, án endurgjalds - til einkanota ÖLL opinber birting, er óheimil án leyfis, ljósmyndara.

Allar ljósmyndir sem koma á þessar síður; Lífið á Sigló, eru teknar af undirrituðum, nema annað sé tekið fram.

Steingrímur Kristinsson 210234-4549

Reikningur: 1102-26-1569 í Sparisjóðnum á Siglufirði.