Sunnudagur 11. september 2005
Ein gömul:
Það snjóaði mikið í febrúarmánuði árið 1974.
Háspennulínur frá Skeiðsfoss til Siglufjarðar, margslitnuðu og létu undan þunga ísingar sem á vírana festi, braut niður staura og gerði meiri usla..
Á þessari mynd sést suður eftir háspennulínunni í Fljótum, allstaðar á milli staura lafir línan niðri.
Nánar um þennan atburð má finna: Neðst á þessari síðu
Sunnudagur 11. september 2005 -- Víða er tekið til hendinni þessa dagana, annars vegar er hér unnið að viðgerð á þakinu á húsi við Túngötu 11, sem einnig er verið að klæða að utan- og hinsvegar er verið að mála húsið Þormóðsgata 26 -- Báðar myndirnar hér fyrir neðan, voru teknar í gær
Sunnudagur 11. september 2005
Þótt fáir séu hrifnir af þessari tegund "ránfugla", þá er því ekki að neita að tignarlegir eru þeir á flugi.
Hvað hann heitir nákvæmlega vil ég ekki fullyrða, en mér er sagt Silfurmávur.
Myndina tók ég í gær.
Sunnudagur 11. september 2005 -- Síld eða ufsi - varla loðna? Vestan við Strákagöng, allt framundan Skriðum og yfir um kílómetra til vesturs, kraumaði sjórinn skammt frá landi af vaðandi fiski seinni partinn í gær, margir stórir flekkir allir á iði, greinilega vaðandi fiskur. Þetta minnti mig ansi mikið á vaðandi síld eins og ég sá síðast inni á Siglufjarðarhöfn í vor. - Myndina til hægri tók Sveinn Þorsteinsson
Mánudagur 12. september 2005
Leikfélag Siglufjarðar á fjölunum í apríl lok 1974
Ekki man ég hvað leikritið heitir, einhver segir mér frá því. og ekki þekki ég heldur alla leikarana. Það væri ekki verra ef einhver segði mér nöfnin svo ég geti bætt þeim við.
Mánudagur 12. september 2005 Lionsmenn voru eins og margir í viðhaldshugleiðingum á félagsheimili sínu.
Þessar myndir tók Júlíus Hraunberg þegar þeir voru að skipta um glugga hjá sér síðastliðinn laugardag -- (fyrri og seinnipart dagsins)
Suðurgata 6 -- Áður Verslunin Gestur Fanndal
Mánudagur 12. september 2005 --- Vinnufélagi minn hjá VÍS, Friðrik Ólafsson, skrapp til Héðinsfjarðar í ágúst síðastliðnum. Lánaði ég honum myndavél og bað hann festa á filmu þennan umtalaða fjörð. Hér eru nokkrar mynda hans. -
Þessi staka mynd hér, er sett saman úr sex myndum. - Með kveðju Guðmundur J. Albertsson ---- Þetta er fjörðurinn margumtalaði, Héðinsfjörður sem ALLIR fá nú bráðlega tækifæri til að skoða. Af myndunum sem fylgja, má ætla að Héðinsfjörður sé nærri því sama náttúruperlan og fjörðurinn okkar Siglufjörður SK
Mánudagur 12. september 2005
Haustblær yfir Siglufirði --
Myndin er tekin í gær klukka 15:00 þá 3,3 °C hiti - logn og súld
Þriðjudagur 13. september 2005
Ein gömul:
Þessi mynd varð útundan, þegar ég setti syrpu Leikfélagsins inn í gær.
Þetta er allur hópurinn sem stóð að leikritinu.
Þriðjudagur 13. september 2005
Ég sendi þér meðfylgjandi mynd, sem ég tók af svölunum hjá mér. Þ.e. í Kópavoginum, um hálf níuleytið í gærkveldi. ---
Eldrauð sólarlagsmynd, horft yfir Fossvoginn. Sem ég verð að leyfa ykkur að njóta með mér.
Með kv. úr borginni -- Jón Óðinn Reynisson
Þriðjudagur 13. september 2005 LOKAHÓF KS 2005 --
KS ingarnir ætla að slá botninn í sumarið með lokahófi í Bíó salnum (Bíó Café) næstkomandi laugardag klukkan 20:30 Ekki er að efa að allir stuðningsmenn mæti- En allir þeir sem þátt tóku framkvæmd Pæjumótsins eru sérstaklega hvattir til að mæta svo og aðrir styrktaraðilar. Boðið verður upp á léttar veitingar, viðurkenningar afhentar ofl. Aðgangur er ókeypis og á eftir verður dansleikur í salnum Hljómsveitin Terlín leikur fyrir dansi fram á nótt. Aðgangur ókeypis, en aldurstakmörk 18 ára
Miðvikudagur 14. september 2005 Fanney Hauksdóttir er 45 ára í dag. Þessar myndir eru teknar af okkur hjá Dóru Diego Dóttir okkar, í Apríl í ár þegar hún var að útskrifast frá háskólanum i Miami USA, sem interior design (innanhús arkitekt) Kær kveðja frá okkur í Sweden, Þorkell Kristjánsson
Miðvikudagur 14. september 2005 -- Ein gömul: Á þessari mynd er Ægir Jónsson vélsmiður að vinna við skrúfubúnað á trillunni hans Gísla Jónssonar sem stendur hjá og fylgist með. Þá eru einnig sitjandi á bryggjukanti Hafnarbryggjunnar, þrír áhugasamir áhorfendur. Hans Þorvaldsson - Hannes Garðarsson og Gestur Hansson vélstjóri
Miðvikudagur 14. september 2005 - Unnið er nú að því við Hvanneyrarbraut að skipta um stofnlagnir vatnsveitu, en viðkomandi lagnir eru komnar til ára sinna. Betra er að skipta um í tíma, áður en bilunum fjölgar, og þá kannski á versta tíma. -Gott mál
Fimmtudagur 15. september 2005 -- Ein gömul: Þeir voru ekki óvanar heyskap þessar gömlu hetjur, sem allir voru í vinnu hjá Siglufjarðarkaupstað þegar þessi mynd var tekin í júnímánuði 1974
Föstudagur 16. september 2005
Ein gömul:
Frækið fótboltalið Bæjarstjórnar Siglufjarðar 17. júní 1974.
Föstudagur 16. september 2005 -- Frá Sparisjóðnum: 14. september 2005 - Húð og hár - Námskeið undir fyrirsögninni Húð og Hár var haldið er á vegum Æskó á dögunum. Hver einasta stúlka í 8. 9. og 10. bekk skráðu sig og um tuttugu strákar og varð að skipta námskeiðinu niður á fjögur kvöld. Farið var yfir hvernig á að hugsa um húð og hár og hvernig skal nota hinar ýmsu vörur sem í boði eru. Leiðbeinandinn á námskeiðinu var Þórunn Alda Gylfadóttir sem er bæði förðunarfræðingur og hárgreiðslumeistari. Í lok námskeiðsins voru allir leystir út með Clarins húðhreinsisett sem Sparisjóðurinn gaf. -- Við fengum nokkrar myndir frá námskeiðinu og þær er hægt að sjá hér. ---- 9. september 2005 - Óvissuferð Sparisjóðsins - Sparisjóðurinn bauð 14-16 ára krökkum sem lögðu sumarlaunin sín inn hjá Sparisjóðunum í óvissuferð um síðustu helgi. Farið var af stað með 25 unglinga frá Siglufirði kl 08:30 og var fyrst stoppað við réttina hjá Ólafsfirði þar sem farið var í stígvélakast, sem er merkilegur leikur sem gengur út á að kasta stígvéli með tilburðum. Þaðan var farið í byggðasafn Dalvíkur og það skoðað en þar innan dyra er safnið um Jóhann risa. Næsti viðkomu staður var svo Pizza 67 þar sem boðið var í pítsuhlaðborð og þaðan var svo haldið í skautahöllina og þar fóru allir í íshokkí. Eftir hokkíið var farið í ísbúð og í framhaldi af því var farið í júdósalin þar sem Hans Rúnar, sem kenndi þeim einu sinni, tók á móti þeim ásamt yfirþjálfara júdófélagsins. Þeir kenndu krökkunum ýmis varnarbrögð og annað skemmtilegt og gerði þetta stormandi lukku og þegar þessu lauk var farið í sund og síðan í hlaupakeppni á kirkjutröppunum. Svo var komið að mat og næs á Greifanum og ís á eftir.
Þegar hér var komið við sögu voru allir orðnir saddir og þreyttir svo haldið var heim á leið með viðkomu að Hlíðarenda í Skagafirði en þar fengu krakkarnir að skoða hátæknifjós sem nýlega er búið að byggja og fannst þeim það mjög merkilegt, enda er þar róbóti sem sér um að mjólka beljurnar. Komið var til Siglufjarðar um kl 21:00 og áður en krakkarnir héldu heim á leið var þeim færð taska að gjöf frá Sparisjóðnum og fóru þau þreytt og ánægð heim. Smelltu hér til að skoða myndir úr ferðinni. Tengla óvirkir
Föstudagur 16. september 2005 - Nýjir Eigendurr munu halda opnunarhátíð með miklum tilburðum gleði og hlátri í kvöld, þar verður margt girnilegt á boðstólum - Fílapenslar - ÓB Kvartett - Helena Eyjólfs - Stúlli og Sævar - Gotti og Víðir - svo eitthvað sé nefnt. En nýir rekstrar aðilar hafa tekið við rekstrinum í hinu upphaflega Nýja Bíó, sem nú mun ganga undir nafninu Bíó Café
Föstudagur 16. september 2005
Loksins - loksins, er hún komin í gagnið vefmyndavélin, þó ekki sé endanlega búið að ganga frá stillingum og vali á myndskeiðum þeim sem vefmyndavélin hefur upp á að bjóða. Þetta verkefni hefði mér ekki verið kleift að framkvæma, hefði ég ekki notið hvatninga, vinnu og beinna peningaframlaga frá hinum ýmsu aðilum, sem of langur listi væri að nefna hér.
En ég verð þó að nefna frumkvöðlanna sem komu verkinu af stað og tóku þátt í verkefninu til loka, en það eru Baldvin Einarsson - Róbert Guðfinnsson - Óskar Berg Elefsen - Þórir Kristinn Þórisson - Norðurfrakt - Sparisjóðurinn - Vaka - Júlíus Hraunberg - Sigurður Stefán Sigurðarson - Nýherji - Símastrákunum hér Egill Rögnvaldsson og Jón Salmannsson - Rafbær- Sturlaugur Kristjánsson ofl. ofl.
Ég vil færa þeim öllum innilegt þakklæti, og vona að þeir ásamt þeim þúsundum sem vef minn heimsækja, verði ánægjuríkari vegna þessa möguleika sem nú eru fyrir hendi: Að sjá hvernig viðrar heima, bæði í beinni og uppgefnum tölum frá veðurstöðinni í Bakka.. Og enn og aftur;
BESTU ÞAKKIR TIL YKKAR ALLRA. --
Meðfylgjandi mynd er frá vefmyndavélinni klukkan 19:15 í gærkveldi -- +
Myndtextinn hér til hliðar kom upp þegar smellt var á litla mynd á forsíðu, ásamt viðkomandi "vefmynd" við hliðina (stærri en hér sést) --
Því miður, þá er þessi vefmyndavél ekki lengur starfræk (2019) (skift var um eigendur og fleira sem ég ekki þekk,i veldur því. En í dag (2019) rekur www.trolli.is veglega vefmyndavél, talsvert fullkomnari, enda þar fólk sem fylgist með tækninni: https://trolli.is/gear/webcam.php?c=3&w=1920
Föstudagur 16. september 2005
7.-10. bekkir fengu góða heimsókn í vikunni.
Katrín Andersen sem bjó 8 ár í Danmörku kom með au-per stúlkuna sína, Mariu Skeldrup Mogensen, í heimsókn í dönskutíma.
Það er ekki á hverjum degi sem við fáum ekta Dana í heimsókn og á svipuðum aldri og nemendurnir. Katrín sagði nemendum frá þeirri reynslu sinni að búsetja sig í öðru landi og þurfa að bjarga sér á öðru tungumáli og hvað það er nú gott að kunna svolitla dönsku þegar maður ákveður að flytja til Danmerkur!
Nemendur spurðu Mariu spurninga á dönsku og fengu svar á “ekta dönsku” og skildu mest allt. Þær stöllur sögðu frá ýmsu áhugaverðu frá Danmörku og úr dönsku þjóðlífi. Þetta voru hinir ágætustu tímar og nemendur ánægðir með tilbreytinguna. Við flytjum þeim kærar þakkir fyrir framtakið og vonumst til að sjá þær oftar.
Guðný dönskukennari
Föstudagur 16. september 2005 -- Maður septembermánaðar kjörinn af Kaupmannafélagi Siglufjarðar, fékk viðurkenningu sína í dag eftir hádegið. Fyrir valinu að þessu sinn var Arnfinna Björnsdóttir listakona með fleiru. Myndin er af henni með viðurkenninguna og blómvönd inni á vinnustofu sinni við Aðalgötu 11. Með henni eru stjórnarmenn félagsins Helga Freysdóttir - Freyr Sigurðsson og Elín Þór Björnsdóttir
Laugardagur 17. september 2005
Ein gömul: Keppni í badminton á Siglufirði í júnímánuði árið 1974 --
En hvar ? ---
Laugardagur 17. september 2005
Heljarmikið knall og fjör var í Bíó Salnum í gærkveldi, þegar eigendur Bíó Café héldu opnunarhátíð sína fyrir fullu húsi vina og vandamanna, eins og Friðfinnur Hauksson komst að orði í setningarræðu sinni.
Á myndinni hér til hliðar eru eigendurnir; hjónin Hallfríður Jóhanna Hallsdóttir og Ægir Bergsson - Elías Bjarni Ísfjörð og hjónin Sigurbjörg Elíasdóttir og Friðfinnur Hauksson.
Laugardagur 17. september 2005 --
Uppskeruhátíð KS er í kvöld í Bíó Salnum og dansleikur að henni lokinni í boði KS
Laugardagur 2. mars 1974
Rafveita Siglufjarðar þarf betri tækjakost
Siglufirði, 24. febrúar. ÞAÐ er að vísu nokkur tími síðan háspennulínan frá Skeiðfoss í Fljótum til Siglufjarðar slitnaði af völdum ísingar og veðurofsa; það gerðist um miðjan febrúar s.l. En til að gefa lesendum Morgunblaðsins einhverja vitneskju um hvernig ástandið var, loks þegar veður og vegasamband leyfði að viðgerðir hæfust, þá tek ég saman þennan pistil.
Þessar myndir sem hér eru á síðunni, sýna vel hvernig raflínur Siglufjarðarveitu og símalínur litu út eftir óveðrið.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, voru snjóþyngsli mikil og ísing á staurum og línum gífurleg. En þvermál ísingar á raflínum var allt upp í 25 sm. Staurar skakkir og brotnir svo og línur slitnar. Verra virtist þó ástandið á símalinum á sömu slóðum en heita má að hver einasti staur á margra klómetra kafla hafi ýmist brotnað eða línur sligast niður undan ísingunni. Þeir sem virða fyrir sér svona lagað dettur ýmislegt í hug, eins og t.d.: Hvaða þátt á vegagerðin í því, að hægt sé að hefja viðgerðir eins og þarna eiga sér stað? Vegagerðin á óhjákvæmilega fyrsta leik, því viðgerðir geta ekki hafist að ráði fyrr en vegurinn hefur verið ruddur. Koma þarf staurum og fleira efni á ýmsa staði meðfram línunum.
ÞAÐ er að vísu nokkur tími síðan háspennulínan frá Skeiðfoss í Fljótum til Siglufjarðar slitnaði af völdum ísingar og veðurofsa; það gerðist um miðjan febrúar s.l. En til að gefa lesendum Morgunblaðsins einhverja vitneskju um hvernig ástandið var, loks þegar veður og vegasamband leyfði að viðgerðir hæfust, þá tek ég saman þennan pistil.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, voru snjóþyngsli mikil og ísing á staurum og línum gífurleg. En þvermál ísingar á raflínum var allt upp í 25 sm. Staurar skakkir og brotnir svo og línur slitnar.
Verra virtist þó ástandið á símalinum á sömu slóðum en heita má að hver einasti staur á margra klómetra kafla hafi ýmist brotnað eða línur sligast niður undan ísingunni. Þeir sem virða fyrir sér svona lagað dettur ýmislegt í hug, eins og t.d.: Hvaða þátt á vegagerðin í því, að hægt sé að hefja viðgerðir eins og þarna eiga sér stað? Vegagerðin á óhjákvæmilega fyrsta leik, því viðgerðir geta ekki hafist að ráði fyrr en vegurinn hefur verið ruddur. Koma þarf staurum og fleira efni á ýmsa staði meðfram línunum.
Ekki er hægt að segja að vegagerðin hafi unnið slælega eða seint við snjóruðning á Siglufjarðarvegi að þessu sinni, - ef miðað er við þann tækjakost, sem vegaverkstjóri hefur yfir að ráða, en það hefði áreiðanlega flýtt fyrir verkinu ef vegaverkstjóri hefði verið búinn að fá umbeðinn stórvirkan snjóplóg á nýfengið stórvirkt vegavinnuverkfæri, sem er undir hans stjórn. En það vill dragast með framkvæmd ýmissa hluta sem fjarstýra þarf að „sunnan".
Eins mætti benda á að Rafveita Siglufjarðar þarf nauðsynlega að eignast nýjan fullkominn “rafveitubíl" í stað þess að nota fjörgamlan skrjóð, sem er alls ófullnægjandi í það hlutverk sem honum er ætlað. Einnig þyrfti rafveitan að eiga einn til tvo vélsleða, sem rafveitumenn gætu notað til eftirlits og viðgerða á raflínum ofl. Slíkur vélsleði kostar ekki meira en sem svarar kostnaði við að keyra díselstöð rafveitunnar í 30-40 klst. En ein eftirlitsferð á slíkum sleða meðfram háspennulinu gæti hugsanlega sparað enn fleiri klst. í „díselkeyrslu", fyrir utan það að létta rafveitumönnum störf sín sem oft eru aðeins hraustustu mönnum fær.
Nóttina, sem Skeiðfosslínan slitnaði, á sama tíma og Siglfirðingar sváfu vært, voru rafveitumenn að berjast - klofandi í snjó uppí mitti og bringu - berjandi með bambusstöngum, ísingu af raflínum um allan bæ til að koma í veg fyrir að raflínur slitnuðu undan ísingunni, sem hlóðst á línurnar. Þeim tókst að sjá til þess, a fólk gat farið á fætur um morguninn eftir góða næturhvíld í fun-hita og áhyggjulaust hellt upp á kaffikönnuna áður en hin daglegu störf þeirra hófust. Starfsmenn rafveitunnar spöruðu rafveitunni tugþúsundir króna ef ekki hundruð þúsunda. Um það vita ekki allir; sumir vita það eitt að rafmagnsverð hefur hækkað og flestir bölva þessum rafveitumönnum og stjórnendum fyrir vankunnáttu og stjórnheimsku. Þeir sem bölva mest þyrftu að vinna svo sem eitt ár hjá rafveitunni, ég efast um að þeir blótuðu að þeim tíma liðnum. Staðreyndin er sú, að Siglufjörður býr við meira rafmagnsöryggi en nokkurt annað byggðarlag, það eina sem á vantar er meiri raforka svo fleiri en nú eiga þess kost geti hitað hús sín upp með rafmagni í stað olíu, en úr því ætti að rakna ef Neðri-Skeiðfoss kemst af teikniborðinu og í gagnið, en til þess standa vonir. ---- Steingrímur.