28 Júnímorgunn

Lag: Jórunn Viðar

Texti: Tómas Guðmundsson

Júnímorgunn

Úðinn drýpur og sindrar í silfurgljá.

Í svona veðri finnst regninu gaman að detta

á blómin, sem nú eru upptekin af að spretta

og eru fyrir skemmstu komin á stjá.


Og upp úr regninu rís hin unga borg,

rjóð og tær eins og nýstigin upp af baði.

Og sólin brosir á sínu himneska hlaði

og horfir með velþóknun yfir stræti og torg.


Og léttir geislar glitra um lygnan fjörð

eins og glóbjört minning um tunglskinið frá í vetur.

Ó, engan ég þekki, sem gæti gert þetta betur

en guð, að búa til svona fallega jörð.

Ein Junimorgen

Der Nieselregen fällt mit silbernen Glanz.

Bei solchem Wetter geniest es der Regen

die Blumen zu giessen, die gerade

jetzt aus der Erde wachsen.

Und aus dem Regen steigt die junge Stadt

rötlich und frisch wie aus einem Bad.

Und die Sonne strahlt vom Himmel und

blickt freundlich über Strassen und Plätze.

Und leichte Srahlen glitzern am Fjord

wie eine schöne Erinnerung an dem

Mondschein vom letzten Winter.

Gott hat uns eine schöne Welt gechafft.

Übers. Elísabet Erlingsdóttir

A Morning in June

Drizzling rain falls down, sparkling like silver.

In such weather, the rain loves to fall

on the flowers, which are now busy growing

having only just woken up.


And out of the rain the young city rises up,

bright and clear and freshly bathed.

The sun smiles from its heavenly homestead

and looks with pleasure on streets and squares.


Cheerful beams are glittering on a calm bay,

like a bright memory from the moonlight, last winter.

Oh, I do not know about anyone, who could have done this better,

than God, to create such a beautiful world.

Transl. Elísabet Erlingsdóttir