26 Vögguvísa

Lag: Páll Ísólfsson

Texti: Davíð Stefánsson

Vögguvísa

Nú læðist nótt um lönd og sæ,

og læst er höll og kofa.

Og allt er hljótt um borg og bæ,

og barnið á að sofa.

Að fjallabaki sefur sól,

og sofið er í hverjum hól.

Í sefi blunda svanabörn,

og silungur í hverri tjörn.


Og sofðu barn mitt vært og vel.

Ég vagga ungum sveini.

Í draumi færð þú fjöruskel

og fugl úr ýsubeini.

Og hvað sem verður kalt og hljótt

og hvað sem verður dimmt í nótt,

og hvað sem villt af vegi fer,

þá vakir drottinn yfir þér.

Wiegenlied

Die Nacht schleicht über See und Au,

Man schliesst jetzt Hütte und Halle,

und still ist in der Stadt und Gau

und schlafen gehen alle.

Der Berg verbirgt der Sonne Glut,

in jedem Hügel alles ruht,

im Schilf der Schwan sich bettet weich

und die Forelle im Bach und Teich.


Nun schlaf an meinem Busen, Kind,

Ich werde sanft dich wiegen,

die Muscheln bringt der Traum gelind,

die Vögel zu dir fliegen,


Und wird es kalt und wird es sacht

und wird es dunkel in der Nacht

und was sonst irret in der Welt,

der Herr in seiner Hut dich hält.

Übers.

Dr. Alexander Jóhannesson

A Lullaby

The night creeps around land

and sea - doors are locked in palaces

and cottages alike,

All is quiet in country and town, and

the little child should be sleeping.

The sun is hiding behind the

mountain, the fairies are asleep

in their hills, the swan children in

the rushes and the trout in the lake.


Sleep well my little baby, I

will rock you my little boy.

In your dreams you will get

presents, a sea-shell and a bird

made of haddock bones.

However cold and dark it gets tonight

and what ever will go astray,

God will watch over you.

Transl. Elísabet Erlingsdóttir