Gott að skera niður allt grænmeti áður en byrjað er að steikja.
Fersk krydd:
1 þumlungur engifer
5 hvítlauksrif
1 chilli grænt - má sleppa
Allt sett í blandarann og tætt.
Grænmeti að eigin vali, gott er að nota:
2 laukar
1 rauð papríka
1 gúrka án fræja
3 vorlaukar
1/2 pakki af sykurbaunum - flerskum flötum belgbaunum
Hægt að nota líka t.d.
1 græna papríku
3 glulrætur skornar í strimla
ananas í bitum
Sósa:
1 dl fiskisósa
1-2 tsk husk - hrærð saman við fiskisósuna
safi úr 1 lime
1 tsk kókossykur, má sleppa eða nota ananas safa
Aðferð:
Laukur og krydd steikt á pönnu c.a. 3 -5 mín, rest af grnmeti bætt út á og steikt áfram í 1-3 mín. Sósan hrærð út í og suðan látin koma upp og sósa þykkna örlítið.
Gott að henda ferskum kóriander eða basil út á þegar búið er að taka af hitanum.
Borið fram með grjónum.