Sósan:
1-2 laukar sneiddir
6 rauð chilly
1 poki af bok choy salati - skorið í tvennt eftir endilöngu
6 hvítlauksrif
1-2 búnt af basiliku
ATH: Gott að bæta papriku, sykurbaunum, gúrku eða öðru grænmeti sem ekki þarfnast eldunar út á í lokin.
Sósan útbúin og látin standa meðan allt hitt er undirbúið. Laukurinn, hvítlaukurinn og chillyin steikt saman á pönnu í 1 mín., þá er kjúklingnum bætt út á og steikt áfram um stund. (Gott að láta kjúklingin vera kyrran um stund á pönnunni meðan pannan nær upp fyrri hita og byrja svo að hræra honum til.) Sósunnni hellt út á og hún látin þykkna. Bok choy salatinu hent útá og steikt í mínótu. Tekið af hitanum og basilkunni bætt út í. Við bætum stundum sesamolíu í blá lokin og stráum ristuðum salthnetum og graslauk yfir.