800-1000 gr kjúklingabringur - skornar í mjög þunnar sneiðar- best að skera hálf frosið
Kryddlögur fyrir kjúkling - allt sett í blenderinn - gott að láta kjúklinginn liggja smástund í þessum legi - 30 mín - 4 klst.
6-10 hvítlauksrif
Engifer eftir smekk - ca. 1/2- 1 dl (120-200 gr.)
Hálft búnt af kóriander
Safi úr tveimur lime
1 dl fiskisósa
2-4 tsk hvítur pipar
2 cilli (oftast græn)
3 msk af pálmasykri
Gott er að steikja kjúklinginn sér með öllum kryddleginum og steikja svo það grænmeti sem tekur lengri tíma eins og lauk og gulrætur og hella svo kjúlingnum aftur út á. Viðbótar sósu er svo bætt við og sósan látin þykkna og taka sig:
Viðbótar sósa:
2-4 dl vatn
1/2-1 dl fiskisósa (má líka setja smá sojasósu)
Pálmasykur eftir smekk (1-3 msk) (eða púðursykur)
Hvítur pipar eftir smekk (1-4 tsk)
Set stundum Mírin eða annað sætt eldunarvín út í - má sleppa - (stundum líka hvítvín)
1-2 msk af mjöli til að þykkja, t.d. kartöflumjöl, casava eða eitthvað þvíumlíkt
Grænmeti:
2-3 Laukar
Hvað grænmeti sem t.d. gulrætur, grænkál, spínat, papríka, gúrka, sykurbaunir.
ATH. best að bæta káli, papríku eða gúrku út í alveg síðast og rétt láta það ná hita áður en rétturinn er borinn fram.
Þegar búið er að slökkva á hitanum er safi á tveimur lime bæt út í og 1/2 búnti af kóríander og slatta af basil
Borið fram með hrísgrjónum eða hrísgrjónanúðlum.