Reglan fyrir marens er 1 eggjarhvíta á móti 50 gr af sykri - alltaf hafa eggin við stofuhita áður en þau eru þeytt.
9 eggjarhvítur - passa að egginn séu við stofuhita og það sé alls engin eggjarauða saman við
450 gr sykur
Eggjarhvítur þeyttar og sykrinum bætt rólega saman við með matskeið. Sett á bökunarpappír yfir heila plötu, bakað við 150¨C í 1 klukkustund svo er gott að slökkva á ofninum og leyfa marensinum að kólna hægt inn í ofninum. Marens botninn skorinn í 3 parta og rjóma smurt á milli hæða. Bara súkkulaði krem sett efst.
Rjómi:
1/2 lt þeyttur rjómi með smá slettu af Kalahúa eða smá lögg af sterku kaffi, Í þeytta rjóman getur verið gott að setja ferska ávexti s.s. banana, jarðarber eða bláber.
Súkkulaði krem:
Súkkulaði og rjómi sett saman í örbylgjuna í 1 mín., tekið út og hrært í, sett aftur á aðra mínótu og leyft að standa þar til bráðið. Eggjarrauðum bætt út í í lokin til að fá fallega glansandi áferð á súkkulaðið.