Aðferð við bringur:
Afþýða í ísskáp yfir nótt
Taka út 2-3 klst áður en á að steikja svo þær séu við stofuhita
Hita ofninn í 200 gráður
Skera rásir í húðina á bringunum
Nudda vel af sjávarsalti í mynstrið
Leggja bringurnar með skinn hlið niður á kalda pönnu
Kveikið undir á háum hita og steikið þar til puran er orðin stökk
Snúið við og steikið í 2-3 mín
Setjið í ofn í 8-10 mín
Láta standa áður en skorið í nokkrar mín
Skorið í sneiðar og saltað smá
(kjör kjarnahiti 62 °C)
Malt og appelsínusósa (byggt á sósu frá Tapasbarnum)
Afskurður of fita af önd
1 laukur saxaður
1 tsk. Rósapipar
1 tsk svartur pipar
5 greinar blóðberg
1 störnuanís
3 appelsínur og börkurinn af þeim
3 dl rauðvín
1 malt 500 ml
Kjötkraftur - viltur og anda Oscars
2 msk sítrónusafi
1 tsk hunang
30 ml sojasósa
salt
Appelsínubörkur
Appelsínubörkur skrældur og passað að ekki sé neitt hvítt með.
Sett í pott með köldu vatni - suðan látin koma upp á hæsta.
Síað og kælt strax.
Endurtekið þrisvar sinnum.
Sett í sósuna í lokin - sjá hér neðar.
Sósan:
Afskurður steiktur ásamt lauk, kryddi og kryddjurtum.
Kjötið af appelsínunum bætt á pönnuna ásamt Grand Mariner, soðið niður þangað til sósan þykknar.
Rauðvíni bætt við, soðið í 10 mín.
Malt sett út í.
Sósan sigtuð.
Bragðbætt með sítrónusaga, hunandi, sojasósu og krafti.
Appelsínuberkinum bætt síðast við - gott ef sósan fær að taka sig í 30 mín með berkinum