Frá Áslaugu
- 400 gr lúða, lax, keila , steinbítur eða annar svolítið feitur fiskur
- 200 gr soðin og kæld hrísgrjón
- 300 gr rækjur
- 1 tsk provecal kryddblanda
- 2 tsk þurrkað dill
- 2 msk mayones
- 3 blöð af matarlími
- 1/2 dl hvítvín
Aðferð:
- Sjóðið fiskinn í söltu vatni með piparkornum og lárviðarlaufur og dass af sítrónusafa
- Kælið og hreinsið
- Maukið grjónin og bætið fisknum í ásamt öllu nema matarlími og hvítvíni og maukið vel áfram.
- Leggið matarlímsblöðin í bleyti í kalt vatn og leysið svo upp í sjóðheitu hvítvíninu.
- Hellið saman við fiskinn íg grjónamaukið og balndið vel saman.
- Hellið í mót og kælið í amk. í 4 tíma.
Borið fram með chilisósu
Sýrður rjómi/Ab mjólk/jógúrt hrært saman við slurk af þeyttum rjóma og léttmayonesi og svo blanda af sweet chilisósu. Blandist eftir smekk.