1 góður haus brokkál (500-700 gr). Líka gott að nota blómkál
1 rauðlaukur, fín saxaður
100 gr döðlur
100 gr hnetur að eigin vali, pistasíur, valhnetur, pecan, salthnetur, ..... Gott að setja hneturnar út í rétt áður en borið fram
2 sítrónur- safi og börkur
2-3 msk olífuolía
salt og pipar
Ferskar kryddjurtir að eign vali, graslaukur, mynta, kóriander, the more the merrier
(líka gott að setja papríku, granatepli, rúsinur, stökkt beikon, kapers, oífur eða hvað sem er til í skápunum.)
Aðferð:
Brokkálið skorðið í litla bita og stilkurinn líka. Gufusoðið í 7 mín og svo snöggkælt til að stoppa eldunina. Allt annað brytjað og sett saman við og svo kryddað.
Þetta má krydda á marga vegu. t.d. eins og í indverska kartöflusalatinu:
4-6 msk olífuolía
2 tsk kúmen fræ
1 tsk þurkað chili eða 1-2 rauð fersk
1 tsk sinnepsfræ (+laukfræ og fenugreek fræ)
1 tsk fennel fræ
4 hvítlauksrif
2 msk raspað engifer
graslaukur eða aðrar kryddjurtir
salt og pipar
Eða eins og í austuleska bygg salatinu:
3 tsk malað kummen
1 og 1/2 tsk malað kórander
1/2- 1 tsk chili duft eða cayne pipar
salt og pipar
safi úr 1-2 lime (eða sítrónum) - líka gott að setja börkin af 1 lime/sítrónu
eða nota blasamic dijon dressingu
3 msk Dijon sinnep
3 msk hunang
1 msk salt
1 msk pipar
1 bolli olívuolía
1 bolli blasamic vinegar