Lakkrís lambið
Uppskrift frá Áslaugu - ættuð frá Tabasbarnum
- 400 gr lambalundir
- 2 dl kikkoman soya sósa
- 2 dl appelsínusafi
- 1 appelsína skorin í sneiðar
- 2 tsk stjörnuanís
- 2 tsk rósapipar
- 1 grein ferskt timian
- 1 1/2 tsk balasmik edik
Aðferð:
- Merjið stjörnuanís og pípar og timian í morteli.
- Blandið öllu vel saman og setjið saman við vel hreinasaðar lambalundirnar.
- Látið liggja í leginum í 24-36 klst í ískáp í vel lokuðu íláti. ( Best að láta liggja í 3 daga í kryddleginum)
- Skerið í fíngerðar sneiðar (gott að frysta og skera hálffrosið)
- Berið fram á ferskum salati með ögn af sósu yfir.
Sósa með Lakkríslambi
- 1 dós 10% sýrður rjómi
- 1/2 tsk sykur
- 5 rósapipakorn
- 1 1/2 stjörnuanís
- 2 msk appelsínusafi
- 3 tsk soyasósa
- Ögn af salti
Aðferð:
- Steytið pipar og anís í morteli
- Hrærið öllu saman og smakkið til með salti og sykri
- Raðið sneiðum af lakkríslambi á fat og setjið toppa af sósunni hér og þar yfir