Marineraðar saltfisksþynnur
Frá Áslaugu
- 400 gr saltfiskshnakki, vel útvatnaður, roð og beinlaus
- 4-5 hvítlauksrif, smátt söxuð
- 3-4 basillauf, söxuð
- 3 dl ólífuolía til mareníngar
- 1 fallegt grænt erða teautt salathöfuð
- 1 dl sítrónusafi
- 1 dl ólífuolía
- salt og nýmlin pipar
- 1/2 fennel skorið í afar fíngerða strimla
- 80 gr svartar olífur, saxaðar smátt
Aðferð:
- Blandið saman 3 dl af ólífuolíu, hvítlauk og basilíkunni og leggið saltfiskinn í kryddlöginn.
- látið bíða í ísskáp í 24 klst.
- Skolið salatið og hlutið í sundur. Raðið blöunum fallega á fat.
- Blanið saman sítrónusafa og 1dl af olíu og kryddið með salti og pipar.
- Saxið fennel og bætið í olíu og sítrónublönduna.
- Mokið yfir salatblönduna á bakkanum.
- Takið saltfiskinn úr kryddleginum og skerið í þunnar sneiðar. Það eru gott að pakka skatfiskinum inn í plasfilmu og hálffrysta áður en hann er skorinn.
- Raðið skaltfisk á fatið, ofan á kálið og fennelið og dreifið söxuðum olífum yfir
Geggjaður réttur- settum einu sinni afganginn á pizzu- guðdómlegt!