Tapassnittur með kastala og kryddhjúpuðum valnetum/pekanhnetum - Uppskrift frá Áslaugu
1 snittubrauð
1 hvítur kastali
1 poli valhnetur eða pekanhnetur
1/2 fersk pera
Lúka klettasalat
Kryddlögur á hnetur og til að drissla yfir snitturnar
4 msk hlynsíróp
1 1/2 tsk wasabi duft
2 msk sesamolía
1 msk soyjasósa
2 msk vatn
Aðferð
Setjið allt í krukku og hristið vel saman þar til wasabi dufitið eru uppleyst.
Ristið hneturnar á meðalheitri pönnu.
Þegar hneturnar eru tilbúnar takð þá pönnuna af og hellið helmingnum af kryddleginum yfir hneturnar og hristið svo hneturnar hjúpist
Skáskerið snittubrauð
Toppið með nokkrum blöðum af klettasalati, sneið að kastalanum, flís af perunni og loks hnetum.
Drisslið smá kryddlegi yfir snittuna og berið fram við stofu hita.