Uppskrift frá Dan Tooms -The curry guy - bible
2 msk olía
5 grænar kardimmour - marðar
10 svört piparkorn
2.5 cm kanilstöng
1 tsk cumin fræ
1 tsk kórander fræ
3 lárviðarlauf
2 stórir laukar
1/2 tsk salt
2 msk hvítlauks- og engifermauk
1 tsk turmerik
2 dósir af brytjuðum tómötum
2 kg af kjúkling , beinlaus og bryjaður og ca 2.5 sm búta
Vatn eða kryddlögur (bls 167 í bókinni)
1 tsk garam masala
Heilu kryddin steikt í olíu í 30 sek - hrært stöðugt í
Lauknum bætt út í með saltinu - glæraður
Hvítlauks- og engifermauki og turmerkik bætt út í, þegar það er farið að ilma þá er tómötunum bætt við. Látið kraum í 5 mín.
Kjúklingnum bætt út í og vatn eða kryddlögur látin rétt fljóta yfir.
Eldað á lágum hita þar til kjúklingurinn er eldaður - passa að ofelda ekki
Garam masala bætt út í
Kjúklingurinn veiddur uppúr.
Má frysta og geyma tilbúin í næsta curry.
Soðið má nýta í karrýréttauppskriftir, Þá getur verið gott að sjóða það aðeins niður áður það er fryst.