Uppskriftin er úr bókinni Ottolenghi - Simple - með miðausturlensku ívafi. Þessar gulrætur eru frábærar sem meðlæti eða sem tapas réttur.
2 tsk cumin fræ
2 tsk hunang
2 msk rose harissa (magn eftir styrkleika)
20 gr. ósalt smjör - bráðið
1 msk olívu olía
800 gr. langar baby gulrætur eða venjulegar skornar í ca. 1,5 cm.
10 gr. kórinader lauf - stórskorið
60 gr. pomegranate eða 1/2 pomegranate
2 tsk sítrónusafi
salt
Hita ofninn í 230 gráður blástur
Blandið saman í stóra skál cumin, hunang, harissa, smjör, olíu og 3/4 tsk salt. Bætið gulrótunum við og blandið vel saman og dreifið úr á bökunarplötu. Passið að setja ekki of mikið á plötuna - betra að vera með tvær plötur.
Bakið í 12-14 mínútur þar til gulræturnar eru byrjaðar að brúnka en er samt sem áður stökkar. Takið út úr ofninum og leifið þeim að kólna.
Bætið við restinni af hráefninu saman við rétt áður en borið er fram.