Passlegt sem aðalréttur fyrir 4-6 manns.
2 kjúklingabringur skornar í mjög þunna littla strimla, (Eða slatti af risarækju)
kjúklingur kryddleginn og látin standa í 30-60 mín áður en hann er steiktur sér og settur til hliðar
kryddlögur:
4 hvítlauksrif
1 þumlungur af galangal rót
1/2 búnt kóriander með stilkum (helst með rót)
2 msk fiskisósa
1-2 msk pálmasykur spænir - saxaður sykur
1/4- 1/2 tsk hvítur malaður pipar
safi úr einu lime
Allt sett í matvinnsluvélina og tætt í mauk
1 pakki af hrísgrjónanúðlum, 400 gr - heitu soðnu vatni hellt yfir og núðlurnar látnar standa í 15-20 mín, svo er vatninu hellt af.
1-2 rauðlaukar saxaðir
4 egg
4 msk þurkaðar rækjur, tættar í matvinnsluvélinni (Fiska)
1 bolli af saltnhnetum, ristuðum og svo gróf tættum í matvinnsluvélinni
1 búnt af vorlauk, hvíti parturinn skorinn endilangur og svo í 2 cm búta. Græni parturinn í 5 cm strimla til að skreyta með.
1 pakki af baunaspírum
Sósan sem sett er á núðlurnar þegar verið er að steikja þær:
4 msk tamarind sósa (við gerum hana úr þykkni)
8 msk pálmasykursspænir
8 msk fiskisósa
gott a hita sósuna aðeins til að sykurinn leysist betur upp
Aðferð:
Ómögulegt er að gera góðar núðlur ef maður setur of mikið á pönnuna í einu. Gott er skipta þessu upp í 4 steikningar.
Wok pannan hituð vel með olíu
1/4 af lauknum steiktur þar til hann er orðin linur - 1-2 mín
1 eggi bætt út í og hrært þar til verður eggjahræra - 1 mín
1 msk af þurkuðum tættum rækjum bætt út í - 30 sek
1/4 af núðlunum bætt út í og þær steiktar í 1 mín
1/4 af sósunni sett út á og steikt í 2 mín
framan af skeið af þurkuðu möluðu chilli kryddi bætt út í (eftir smekk)
1/4 af vorlauknum og 1/4 af búanaspírunum sett út á og steikt í 30 sek
1/4 af kjúklingnum bætt úr á - 15 sek
Þetta svo endurtekið 4 sinnum. Ef maður á mjög stóra Wok pönnu er hægt að komast upp með að skipta þessu upp í 3 steikingar.
Helmingnum af salthnetumylsnunni dreift yfir og rest af vorlauk áður en núðlurnar eru bornar fram. Restin af salthnetumylsnunni borinn fram í skál með á borðið.