Uppskriftin er frá Ottolenghi - Simple - miðausturlenskt ívaf.
Æðislegt með tapasréttum eða sem öðruvísi salat.
1 kg rauðrófur - þvegnar
2 msk ólífu olía
1 1/2 tsk cumin fræ
1 lítill rauðlaukur, mjög þunnt skorin á mandólíni (100gr)
1 niðursoðin sítróna, börkur og kjöt skorið fínt - ekki þetta hvíta (40gr)
2 msk sítrónusafi
15 gr dill, gróft rifið
1 msk tahini
150 gr grískt jógúrt
salt og pipar
Hitið ofnin í 220 gráður - blástur
Vefjið rauðrófunum í álpappír og setjið á bökunarplötu og bakið í 30-60 mínútur (fer eftir stærðinni á rauðrófunum). Þær eru tilbúnar þegar hnífur fer auðveldlega í gegnum þær. Skrælið rauðrófurnar þegar þær eru orðanr nægilega kaldar til þess að handleika og skerið þær í 1/2 cm sneiðar. Setjið í stóra skál og setjið til hliðar og leifið þeim að kólna.
Setjið ólífu olíuna á litla pönnu á meðal hita. Bætið við cumin fræum og eldið í 3 mínútur, þangað til þau byrja að poppa. Hellið ólífu olíunni og cumin fræunum yfir rauðrófurnar ásamt lauknum, sítrónunni, sítrónusafanum, 10 gr af dilli, 1 tsk salt og svartan pipar. Blandið öllu vel saman og setjið svo á disk.
Blandið saman tahini og jógúrtinu og setjið doppur af því á fjóra eða fimm staði. Blandið smá. Jógúrtin og rauðrófurnar eiga blandast bara örlítið. Dreifið restinni af dillinu yfir.