Mangó Sorbet með mangósósu
450 gr mangó - gott af nota frosið mangó og tæta það í matvinnsluvélinni
1/2 msk sítrónusafi
börkur af 1 appelsínu og af 1 sítrónu
4 eggjarhvítur stífþeyttar
50 gr sykur ( má minnka og nota stevíu með)
Sorbet:
Eggjahvítur þeytta með sykrinum, Mangóið tætt og sítrónusafa og berki bætt saman við. Öllu blandað varlega saman og fryst í 45 mín. Tekið út og hrært upp, ekki verra að setja sorbaetið aftur í hrærivélaskálina og hræra þannig,fryst áfram. Gott að endurtaka tvisvar.
Sósan:
450 gr frosið mangó - tætt í matvinnsluvélinni
1/4 lt rjómi - þeyttur - eða vegan þeytirjómi
50 gr flórsykur (má minnka og nota stevíu með)
Öllu blandað saman og gott að kæla í sósuna í sólahring.