Við notum ýmist önd, gæs eða kalkún - 1 1/2 fylling fyrir kalkúninn
Okkar afbrigði af uppskrift sem var birt í Mogganum fyrir mörgum árum.
200 gr vínber
200 gr gráfíkur
60 gr dökkt súkkulaði
40 gr rúsínur
safi og kjöt af heilli appelsínu, skorin í bita (gott að mýkja upp ef harðar með því að nudda)
3 msk appelsínubörkur
150 ml serrý
eitt rautt chili
Vínber skorin til helminga og gráfíkjur í minni bita. Öllu blandað saman og geymt í kæli yfir nótt. Öndin fyllt og afgangur síðan notaður í sósu.
Ein og hálf uppskrift nóg fyrir 6 kg kalkún
Heil önd
2 msk salt
2 msk sykur
appelsínumarmelaði með bitum af appelsínu berki
½ teningur kjúklingakraftur
Best er að sjóða öndina í um 20 mínútur, setja hana síðan á grind með skúffu undir inn i ofninnn og leyfa henni að jafna sig í um það bil 10 mínútur. Blandið saman sykri og salti og berið á hana að innan sem utan og eldið í 45 mín við 180C hita.
Þegar 20 mínútur eru eftir af heildareldurnartíma skal setja fyllinguna í og þegar 10 mínútur eru eftir skla setja appelsínumarmelaðið yfir öndina. Gott er að hita marmelaðið áður en það er borið á öndina.
(fyrir gæs: 40 mín við 200° C loklaust, 50 mín við 170 °C með loki )
2 hvítlauksgeirar
2 cm engiferrót
2 msk smjjör
hálfur lítri rjómi
100 gr sveppir -meira af sveppum 2 pakkar smjörsteiktir í hvítlauk og pipar
soð af öndinni sem safnast í ofn skúffu (100-200 ml.)
100 ml. vatn - sleppa….
½ teingur kjúklingakraftur (oscars kraftur - 2 tsk af villtum krafti og 2 af grænmetins)
salt
pipar
afgangur af fyllingu
Þegar sósan er búin til þá er engifer og hvítlaukur skorið smátt og steikt í smjörvanum ásamt niður skornum sveppunum. Steikið svo afganginn af fyllingunni síðan áðan, bætið við vatninu, soðinu af öndinnni og kjúklingakrafti. Látið krauma í um 20 mínútur. Bæta má við meira vatni eða soði.
Saltið og piprið. Bæta svo rjóma útí.
40 mín fyrir hvert kíló á 150-180 gráður
saltpækill styttir eldunartíma 165 sennilega passlegt
muna að setja kryddsmjör undir húðina þá sérstaklega á bringur og í raun hvar sem maður kemst og svo nudda allan fuglinn með smjöri.
Gott er að opna svo á circa klukkutíma fresti og ausa smjöri sem hefur þá bráðnað yfir fuglinn.
Fyllingin á að fara inn tuttugu mínútum áður en fuglinn er tilbúin..
þegar 10 mínútur eru eftir skal setja appelsínumarmelaðið yfir öndina/kalkúninn (appelsínumarmelaði með bitum af appelsínu berki). Gott er að hita marmelaðið áður en það er borið á fuglinn.
Gott er að vera búin að afþýða gæsina rólega í 2 sólahringa í ísskáp.
Tip: til að vita hvort gæs er ung eða gömul er ráð að rífa í sundfitin. Ef þau rifna auðveldlega þá er þetta ungur fugl, hinsvegar ef sundfitin eru seig eru þetta gamall fugl.
1 lt. vatn
3 1/2 dl. gróft salt
10 timian greinar
10 einiber steytt
20 piparkorn
1 gæs
2 lt. eplacider
1 dl. sólberjasulta
2 msk olía
Vatnið hitað með kryddunum og saltið leyst upp. Eplacider og sultu bætt við og kælt niður í 10 gr. Gæsin látin liggja í pækli í 24 tíma.
Fylgdum frábærum leiðbeiningum um eldun sem má finna hér
Ofninn hitaður í 200 C
Fyllingin sett í gæsina og saumað fyrir.
Gæsin elduð í ca. 40 mín eða þangað til að kjötmælir segir að bringurnar hafa náð 65°C. Þá er gæsin tekin út og bringurnar teknar af með góðum grönnum úrbeiningahníf. Bringunum pakkað inn í álpappír og svo í teppi og lagðar til hliðar. Gæsin steikt áfram þar til kjötmælir segir að læri hafi náð 75°C.. Þá eru lærin skorin af.
Næst er að steikja bæði bringur og leggi örsnökkt á sjóðheitri pönnu uppúr eigin gæsafitu ca. 2-4 mín. aðeins á húðhliðinni. Alls ekki steikja á hinni hliðinni. Skorið í sneiðar. Fylling borin fram með.
Fullorðin gæs: Eldað við 180 200 C hita í um 2 klukkustundir.
Hellið vatni oft yfir hana þegar um hálf klukkustund er liðin frá því hún fór í ofninn.
Verið síðan dugleg að hella yfir gæsina meðan á steikingu stendur.
Ung gæs þarf að steikja í eina klukkustund.
---
Hitið ofninn í 230°C.
Hreinsið fuglinn og takið allan innmat úr honum.
Bindið fuglinn upp. Smyrjið 30 g af smjöri yfir fuglinn. Stráið salti og pipar yfir.
Setjið fuglinn á grind í ofnskúffu, með bringuna upp. Steikið í 40 mín., þar til kominn er litur á fuglinn, penslið öðru hverju.
Lækkið hitann í 175°C. Steikið áfram og áætlið um 30 mín. á hvert kíló. Penslið öðru hveru og hellið fitunni í skál.
-----