5-6 eggjarauður
300 - 400 gr smjör (allt eftir smekk)
1-2 msk hvítvínsedik
2 msk saxað ferskt Fáfnisgras - (estraogn eða tarragon) 2msk af því þurrkuðu
1-2 msk laukduft
1/2 msk grænmetiskraftur
salt og pipar
Smjörið brætt með Fáfnisgrasinu og kryddunum. Gott er að leyfa smjöri og kryddum að bíða í dágóða stund þannig að kryddin skili sér vel og svo hita rétt áður en setja á sósuna saman.
Edikinu bætt svo út í heitt smjörið í lokin og þetta látið kólna smá.
Eggjarauðurnar þeyttar vel og lengi eða þangað til þær verða að þykku kremi.
Smjörblöndunni svo bætt rólega saman við eggjarauðurnar meðan þær þeytast í mjög mjórri hægri bunu.