Frá Áslaugu
300 gr reyktur lax
125 gr brætt smjör
4 1/2 dl sýrður rjómi - (líka hægt að nota 400 gr rjómaost í staðinn og þá sleppa matarlíminu eða minnka það)
2 blöð matarlím
100 gr rauður kavíar
Aðferð:
Maukið laxinn í matvinnsluvél
leggið matarlímsblöðin í kalt vatn í 10 mín
bræðið smjörið,
kreistið mesta vatnið úr matarlíminu og leysið upp í heitu bræddu smjörinu.
Blandið saman við laxinn ásamt sýrða rjómanum með sleikju
Hrærið kavíar varlega saman við
Hellið í form (gott að klæða formið að innan með filmu)
Geymið í kæli yfir nótt (amk í 4 tíma
Berið fram með ristuðu brauði og sítrónu sósu, Sett á beð af klettasalati og skreytt með rönd af rauðum kavíar.
Geymist vel í ísskáp í allt að viku, frystist vel.
Sítrónusósa
1/2 dós sýrður rjómi
2 msk mayones
safi úr 1/2 sítrónu
1/4 tsk salt
örlítill pipar
1. tsk dijon sinnep