300 gr bygg
1 rauðlaukur
1/2 til 1 rauð papríka
1/2 til 1 græn papríka
tvær lúkur að hnetum að eigin vali (pistasíur, salthnetur, valhnetur..)
100 gr þurrkaðar apríkósur
100 gr döðlur
100 gr sólþurkaðir tómatar
100 gr grænar ólífur (eða svartar)
1 búnt saxað kóríander
Allskonar kryddjurtir úr garðinum t.d graslaukur, basil, mynta eða hvað sem hendi er næst
Krydd
3 tsk malað kummen
1 og 1/2 tsk malað kórander
1/2- 1 tsk chili duft eða cayne pipar
salt og pipar
safi úr 1-2 lime (eða sítrónum) - líka gott að setja börkin af 1 lime/sítrónu
1/2 dl af olíu af sólþurrkuðu tómötunum
2-3 tsk lime krydd ( duft krydd sem oft er erfitt að fá, líka gott að nota shumac í staðinn, ef ekki notað má nota meiri limebörk eða allt eftir smekk)
Suðuaðferðir:
Í þrýstipotti: 300 gr bygg og 600 gr vatn soðið saman í þrýstipottinum á "High" í 22 mín, látið standa í 10 mín og svo þrýstingnum hleypt af.
Eins og stendur á pakkanum: 1 dl á móti 2,5-3 dl vatn. soðið í 40 mín. (meira vatn og lengri suða gefur mýkra bygg). Spara má tíma og rafmagn með því að sjóða byggið í 15 mín og slökkva svo á láta standa yfir nótt á hellunni.