Uppskrift frá Áslaugu
- 1/2 meðalstórt flak af góðum reyktum laxi ca. 400 gr
- 1/2 nettur púrrulaukur
- 4 harðsoðin egg
- 1 dós 18% sýrður rjómi
- 3 msk mayones
- 1 tsk sítrónupipar
Aðferð:
- Skerið púrrulaukin gróft niður og setjið laxinn, sýrða rjómann, mayonesið, eggin og púrrulaukinn i matvinnsluvél og grófmaukið.
- Skáskerið sittubrauð og setjið vel af salatinu á hverja snittu.