Heilsusamlegt jólanammi
Uppskrift frá Kollu
Graskerfræ, sólblómafræ, kókosflögur og möndlur er ristað á pönnu eða í ofni við vægan hita. Hver tegund fyrir sig.
Poppkexið er mulið niður og rúsínum bætt í skálina.
Öllu blandað í skál og kryddi bætt útí.
Súkkulaði og kókosolía er brætt í potti við vægan hita og hellt í skálina og þessu eru dreift á bökunarpappír og sett í frysti. Eða sett í muffinsform.
Auðvita eru mörg afbrigði af þessu ýmsar tegundir af súkkulaði og hægt að setja alla vega hnetur og fræ og mismunandi krydd.