Hummus og rauðbaunamauk
Hummus grunnuppskrift
5-6 dl Kjúklingabaunir
safi úr 1-2 lime/sítrónu
3-6 hvítlauksrif
1-2 msk ólífuolía
1/2- 1 tsk salt
2 msk Tahini eða ristuð sesamfræ
Gott að setja smá cayenne pipar
bæta vatni við eftir þörfum í blandarann -
ef soðnar eru þurrkaðar kjúklingabaunir er gott að leggja þær í bleyti yfir nótt og sjóða þær í 2 klst við vægan hita (eða sjóða bara í 3-4 klst - við sjóðum þær í þrýstipotti (low í 3 mín)
Lime og basil hummus
5-6 dl Kjúklingabaunir
safi úr 2 lime
3-6 hvítlauksrif
1-2 msk ólífuolía
1/2- 1 tsk salt
1/21-1 tsk pipar
1/2 búnt basillauf
Sesam og bakað hvítlauks hummus
5-6 dl Kjúklingabaunir
safi úr 1 lime
1-2 hægbakaðir hvítlaukar sem eru orðnir að mauki (má líka nota blackend garlic duft ef til)
1-2 msk ólífuolía
1 msk sojasósa
1- 2 tsk pipar
1 msk sesamolía
Kóríander hummus
5-6 dl Kjúklingabaunir
safi úr 1-2 lime/sítrónu
3-6 hvítlauksrif
1-2 msk ólífuolía
1/2- 1 tsk salt
1/2-1 tsk grófur pipar
2 msk Tahini eða ristuð sesamfræ
1-2 búnt kóríander
Cayenne pipar eftir smekk
Miðausturlensk rauðbaunamauk
5-6 dl soðnar nýrnabaunir
safi úr 1 og 1/2-2 lime
3-6 hvítlauksrif
1-2 msk ólífuolía
1- 2 tsk salt
2-3 tsk cummen duft
1-2 tsk kóriander duft
1 tsk cyenne pipar eða eftir smekk
1-2 tsk lime duft (fæst í Istanbul á Grensásvegi) má líka nota rifinn limebörk