Patas bravas
Frá Áslaugu
- 3 msk olífuolía
- 1 laukur
- 2 hvítlauksrif
- 1 dós saxaðir niðursoðnir tómatar
- 1 tsk rauðvínsedik
- 1 msk tómatpuree
- 2 tsk sætt/reykt spænskt papríkuduft (smoked papríka)
- chiliduft á hnífsoddi
- 1/2 - 1/4 tsk sykur ( fer eftir hversu súrir tómatarnir eru
- salt og pipar eftir smekk
- Smátt söxuð steinselja til að skreyta réttinn
- 800 gr kartöflur
Aðferð:
- Afhýðið karftöflurnar ( má sleppa er hýðið er fallegt) og skerið í 2x2 cm kubba.
- Setjið í skál með 2 msk óífuolíu og hristið saman
- Bakið kartöflubitana í 40 mín.
- Meðan kartöflur bakast er sósan búin til
- Saxið laukinn smátt og látið krauma á pönnu við vægan hita þar til hann verður alveg mjúkur
- Bætið hvítlauk við og svo öllu hinu.
- Látið malla í 15 mín.
- Hellið bökuðum kartöflunum í fat og dreidið sósunni yfir.
- Toppið með saxaðri steinselju og berið strax fram.